Morgunblaðið - 03.04.1977, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.04.1977, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977 sérstaklega síðasta verkefnið I fyrra, söfnun til afþreyingar- neimilis fyrir vangefna. Þá gátum við afhent Styrktar- félagi vangefinna 1 5 milljón- ir til að hefja þá byggingu. Guðmundur sagði að þeir sem gerðust styrktarmenn stofnunarinnar fengju sent fréttablað hennar, Höndina, sem kæmi út ársfjórðungs- lega og síðar væri gíróseðill sendur sem minnti á styrktar- mannakerfið. — Af erlendum verk- efnum má segja að mörg séu í gangi. Við fáum reglulega fréttir frá hjálparstofnunum anlands, sem einkum felst í aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur sem hafa skyndi- lega lent í miklum erfiðleik- um, svo sem að missa fyrir- vinnu, úr sjúkdómum og slysum, en það er kunnara en frá þurfi að segja að oft — segir Guðmundur Einarsson frkstj. Hjálparstofnunar kirkjunnar Á UNANFÖRNUM árum hefur Hjálparstofnun kirkjunnar efnt til fórnar- viku árlega. Hefur henni yf- irleitt verið valinn tlmi á föstunni og með því hefur Hjálparstofnunin viljað minna á tengsl milli fórnar og föstu — að þannig sé gefið tækifæri til að menn geti lagt eitthvað af mörk- um til einhverra Ifknarverk- efna, sem stofnunin er að vinna að þá stundina. í ár vill Hjálparstofnun kirkjunnar enn minna á þetta hlutverk sitt og ræddi Mbl. við Guðmund Einars- son, framkvæmdastjóra, um helztu verkefni, sem framundan væru: — Eitt mikilbægasta inn- lenda verkefnið er að afla fastra styrktarmanna en t.d. á síðasta ári gerðust nokkur hundruð manns fastir styrktarmenn, þ.e. þeir gefa stofnuninni ársfjórðungslega ákveðna upphæð, sem renn- ur í neyðarsjóð hennar. Þannig er sá möguleiki fyrir hendi fyrir Hjálparstofnun- ina, að hún geti tekið þátt i t.d. alþjóðlegum verkefnum án þess að til skipulegrar fjársöfnunar komi sem bæði þarf að hafa mikið fyrir og tekur oft nokkuð langan tíma. Þó vil ég geta þess að landsmenn hafa alltaf brugð- izt mjög vel við þegar hjálparstofnunin hefur leitað til þeirra, og þarf naumast að minna á það, en ég nefni lútherska heimssambandsins og alkirkjuráðsins í Genf þar sem greint er frá ýmsum verkefnum og spurt hvort við getum tekið þátt í þeim. Þau verkefni sem við síðast höfð- um þannig fréttir af eru mikil flóð í Mósambik þar sem yfir 30 þúsund manns eru sögð heimilislaus, og vantar því fæði og önnur hjálpargögn, og næstum sömu sögu er að segja frá Madagaskar, þar er ástandið mjög slæmt einnig. I Llbanon er mikið verkefni í gangi eftir stríðshamfarir. Hjálparstofnun norsku kirkjunnar hefur í ganga mik- ið verkefni í Súdan I sam- vinnu við norsku ríkisstjórn- ma og kristniboðssamtök t.d. vegauppbyggingu og vatns- boranir. Vestur-hluti Sahara og Efri-Volta hefur orðið illa úti vegna þurrka og þar lát- ast daglega mörg hundruð manna af hungri og þorsta, en stutt er siðan menn átt- uðu sig á þeirri neyð, sem þar ríkir, og hafnar eru hjálparaðgerðir margra aðila. Enn má nefna að vatnsskort- ur ríkir I norðvesturhluta Eþiópíu, en þar urðu sem kunnugt er miklir þurrkar ár- ið 1974. í Bangladesh eru miklir erfiðleikar vegna flóða og þar hefur verið erfitt að hefja hjálparaðgerðir vegna þess hve aðstaðan er þar erfið. Hvað um starfsemina hér innanlands? — Hjálparstofnunin gegn- ir ákveðnu hlutverki hér inn- Daglega látast I heiminum um 4000 böm af völdum hungurs og vannæringar. getur liðið langur tími frá því að eitthvert slikt atvik á sér stað þar til aðstoð frá trýgg- ingastofnunum eða öðrum opinberum aðilum berst. í þessum tilfellum hafa sóknarprestar um land allt haft samband við stofnunina og óskað eftir aðstoð við ein- stök tilfelli, sem leiðir til þess að sjaldnar eru opinberar fjársafnanir til einstaklinga, en slíkt getur að sjálfsögðu verið viðkvæmt fyrir þá sem í hlut eiga. Að lokum? — Það er okkur i Hjálpar- stofnun kirkjunnar mikið gleðiefni, hve íslendingar hafa sýnt þessari * stofnun mikið traust á undanförnum árum, en Ijóst er að án þess trausts væri Hjálparstofnunin ekki megnug þess að inna af hendi það hjálparstarf, sem þegar er unnið. Hins vegar leggjum við eins og ég sagði í upphafi megináherzlu á fjölgun styrktarmanna, sem gefa reglubundið i neyðar- sjóð stofnunarinnar því Ijóst er að eftir þvi sem gefendur eru fleiri, því fleiri ein- staklingar, sem eiga um sárt að binda hérlendis og erlend- is, fá raunhæfa aðstoð Afleiðingar þurrkanna í Afríku eru skelfilegar, en t.d. f Efri-Volta er mikið neyðarástand. Öflun styrktar- manna er mikil- vægasta verk- efnið Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálparstofunar- STYRKTARMANNAOFLUN Hjálparstofnun kirkjunnar r r Hjálparstofnun kirkjunnar kallar á alla, sem ársfjórðungslega vilja leggja eitthvað af mörkum til hinna margvislegu verkefna stofnunarinnar, bæði hérlendis sem erlendis. Þeir, sem þannig gerast styrktarmenn, fá reglulega fréttabréf Hjálparstofnunarinnar sent heim, ásamt gíróseðli, með þeirri upphæð, sem gefandi tilgreinir á þessum seðli, sem klippa má út og senda Hjálparstofnun kirkjunnar, Klapparstig 2 7, Reykjavík, eða komið honum til viðkomandi sóknarprests. Vil gerast styrktarmeðlimur í starfi Hjálparstofnunar kirkjunnar með kr.........ársfjórðungslega. Nafn: __' ___________________________ Heimili:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.