Morgunblaðið - 03.04.1977, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
37
ÞAÐ VAR ekki ætlun Slag-
brands að þegja yfir heim-
sókn Monicu Zetterlund,
Péturs Östlund og félaga
hingað til lands, en
þrengsli í Morgunblaðinu
urðu þess valdandi, að
greinin um blaðamanna-
fund með listafólkinu beið
í biðstofunni i nokkra daga,
eða þar til gestirnir voru
farnir af landi brott.
Slagbrandur og Rax ljós-
myndari brugðu sér á
fyrstu tónleika listafólks-
ins í Norræna húsinu á
föstudagskvöldið og áttu
þar ánægjulega kvöld-
stund, enda vart við öðru
að búast af svo þraut-
'reyndu tónlistarfólki sem
þeim Monicu, Pétri, Sture
Aakerberg bassaleikara og
Lars Begge píanóleikara.
Tónlistin var úr öllum
áttum, sænsk, frönsk,
amerísk, ensk og brasilísk
jasslög. Einna bezt tókst
listafólkinu upp í flutningi
brasilísku laganna — enda
sagði Monica eftir flutning
einnar syrpunnar, að
þarna hefði verið sett nýttj
heimsmet í hraðspili!
Undirtektir áheyrenda
voru mjög góðar og vill
Slagbrandur taka undir
með þeim og þakka for-
ráðamönnum Klúbbs 32
fyrir framtak þeirra að
bjóða listafólkinu hingað
til lands.
Björgvin kunna vel við þessi
vinnubrögð í plötugerð, sem að
framan er lýst: „Þetta eru mjög
æskileg vinnubrögð og svona þarf
að vinna þessa hluti. Þá er engin
pressa á manni og það er mjög
gott. Það var enginn tími tiltek-
inn í samningi okkar Svavars um
þessa plötu, aðeins að ég ætti að
skila þessu ákveðna verkefni.
Svavar hafði ekki einu sinni
heyrt lögin þegar við gerðum
samninginn og hann heyrði þau i
fyrsta skipti á blaðamannafundi
vegna plötunnar um daginn."
Björgvin var spurður að þvi,
hvort hann hefði haft einhverja
ákveðna stefnu í huga við gerð
plötunnar, ákveðið þema eða ann-
að slíkt leiðarljós.
„Nei, þetta er bara minn „fil-
ingur“, rokk og þess háttar,“ svar-
aði hann.
Samtímis plötuvinnunni hefur
Björgvin verðið ljðsmaður Para-
disar og hann var spþrðUr hvort
ekki hefðu komið upp vandamál
eða árekstrar vegna þessa:
„Þetta rakst svolltið mikið á,“
sagði hann. „Ég varð að leggja
mig mikið fram og oft gat verið
erfitt að mæta á æfingu hjá Para-
dís klukkan niu á morgnana, þeg-
ar ég var búinn aó vera I stúd-
íóinu langt fram eftir nóttu. — En
það komu ekki upp árekstrar
vegna efnisvals. Ég var búinn að
semja mest af efni plötunnar áður
en ég gekk I Paradls og ég lét
Paradls fá yfirleitt öll lögin sem
ég samdi eftir það.“
Platan mun beta heitið öræfa-
rokk eftir einu laginu og Björgvin
var að lokum spurður um nafnið á
laginu:
„Þetta nafn kom upp eftir að ég
var búinn að taka lagið upp. Mér
fannst vera farið að bera á vætt-
um og tröllum I tónlistinni og þvl
passaði þetta nafn vel. Þetta eru
sjálfsagt áhrif frá islenzkri nátt-
úru sem þarna koma fram.“
Með lögutn
skal land byggja
steinor Dreifing um Karnabæ simi 28155