Morgunblaðið - 03.04.1977, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. APRÍL 1977
47
Fá stuðning
frá Castro
Lusaka, 2. aprfl. AP. Reuter.
HREYFINGAR blökkumanna f
Rhódesfu, Suðvestur-Afrfku og
Suður-Afríku hafa fengið loforð
um aðstoð frá Fidel Castro, for-
seta Kúbu.
Oliver Tambo, leiðtogi
hreyfingarinnar Swapo f Suð-
vestur-Afrfku skýrði frá þessu f
dag og kvað hreyfinguna vongóða
um að geta hafið vfðtækan skæru-
hernað.
Castro fór í dag frá Alsír til
Austur-Berlinar og Nikolai
Podgorny, forseti Sovétríkjanna,
ætlaði að fara til Sómalíu frá
Tanzaníu í dag áður en hann
heldi aftur til Moskvu. Podgorny
hefur einnig heitið hreyfingum
blökkumanna f sunnanveðri
Afrfku hernaðarlegri og efna-
hagslegri aðstoð.
Heimsókn Castros til Austur-
Berlinar kemur á óvart, en Aust-
ur-Þjóðverjar hafa veitt nokkrum
Afríkuríkjum verulega hernaðar-
lega og efnahagslega aðstoð.
Jafnframt sagði yfirmaður hers
Zaire, Bumba Moasso hers-
höfðingi, í dag að Kúbumenn,
Rússar og Portúgalar berðust við
hlið Katangahermanna sem hafa
gert innrás í Shaba-hérað. Bumba
hélt blaðmannafundinn til að
sýna að uppreisnarmenn hefðu
ekki drepið sig eins og þeir hafa
haldið fram.
Bumba sagði að stjórnarher-
menn hefðu orðið að hörfa til
koparnámubæjarins Kolwezi þar
sem þeir ætluðu að búast til varn-
ar. Hann sagði að 10.000 menn
væru f innrásarliðinu en ekki
5.000 eins og Zaire-stjórn hefur
áður haldið fram og 2.000 eins og
vestrænar heimildir herma.
Carter er
fús til til-
slakana
Parfs, 2. apríl. Reuter.
CYRUS Vance, utanrfkisráðherra
Bandarfkjanna, hóf f dag við-
ræður við Valery Giscard
d’Estaing Frakklandsforseta um
misheppnaða tilraun sfna f
Moskvu til að koma af stað við-
ræðum um takmörkun kjarnorku-
vopna.
Zbigniew Brzezinski, ráðunaut-
ur Carters forseta í þjóðaröryggis-
málum, sagði í dag i Washington
að forsetinn væri reiðubúinn að
draga í land með nokkrar af til-
lögum þeim um takmörkun
kjarnorkuvopna sem Rússar höfn-
uðu þegar Vance var i Moskvu.
Hann sagði að fyrirhugaðar við-
ræður Vance og sovézka utanrík-
isráðherrans Andrei Gromykos í
Genf í næsta mánuði gætu borið
árangur. Hann kvað Carter for-
seta fúsan til að hagræða tillögum
sinum ef Rússar væru fúsir til
hins sama.
Sérfræðingar telja að þrátt fyr-
ir harða afstöðu Rússa bendi um-
mæli þjóðaröryggisráðgjafans til
þess að afstaða Bandarikjamanna
sé svo sveigjanleg að Cafter for-
seti hafi ekki útilokað þann mögu-
leika að árangurs megi vænta sið-
ar meir.
Ný símaskrá
að koma út
Upplagið 98 þús. eint.
NV símaskrá er að verða tilbúin
til afhendingar, að sögn Hafsteins
Þorsteinssonar ritstjóra sfma-
skrárinnar. Hefst afhending
hennar þriðjudaginn eftir páska.
Simaskráin er að þessu sinni
672 blaðsiður. Hún er gefin út í 98
þúsund eintökum og er sem áður
sú bók, sem prentuð er í lang-
stærstu upplagi hérlendis. Að
sögn Hafsteins fara um 120 tonn
af pappír I bókina.
SHARP
SHARP
Hinn
fullkomni
rekkjunautur
Nýtt í ferðatækjum
Stereo
ferðatæki
Með minnis-
reikniverki
og í leðurkápu —
1200 stunda rafhlaða.
Kr. 14.230,-
ávallt í fararbroddi
Hárrúllur
24 hárrúllur (4 stærðir 6 10 litlar) 4 heit
klips Mini krullupinnar Allir hlutir heitir.
Góður spegill Ferðataska
Talva
m/ljósaborði og strimli
— Mínusreikniverk
Góð vél, sem sameinar kosti
reiknivélar og tölvu.
Kemst auðveldlega í skjalatösku.
Skóla-
tölvur
Verð
kr. 6.020,-
SHARP
Ferðatæki
m/segulbandi
Ein beztu tæki
á markaðnum
Með hleðslutæki
og í leðurkápu.
Kr. 12.900,-
Sú allra
nýjasta
Talvan,
sem beðið
hefur
verið eftir
knúin
sólarorku
Hljómdeild
KARNABÆR
LAUGAVEGI 66, 1. HÆÐ
Sirni frá skiptiborói 28155
Fjölbreytt ■■■■■■
■■
fermingargjafa frá SHARP