Morgunblaðið - 17.05.1977, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.05.1977, Qupperneq 1
36 SÍÐUR 110. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánn: FÍéiri fangar látnir lausir? Bilhao 16. maí Reuter —AP Allsherjarverkfall lam- aði í dag allt daglegt líf í Baskahéruðunum í N- hluta Spánar og lögreglu- menn og herlið þurftu að beita táragasi og gúmmí- kúlum til að dreifa mann- fjölda í ýmsum borgum þar sem farið var í mðt- mælagöngur vegna dauða 4 manna í mótmælaaðgerð- um í landinu sl. 4 daga. Mðtmælaaðgerðir þessar voru til að leggja áherzlu á kröfur um að ölium póli- tískum föngum í landinu verði sleppt. Talsmaður innanríkis- ráðuneytisins í Madrid sagði, að ríkisstjórninn hefði áhyggjur af, að þess- ar óeirðir gætu orðið til að spilla andrúmsloftinu i þingkosningunum, sem fram eiga að fara 15. júní nk., en sagði að ríkisstjórn- in myndi halda uppi lögum og reglu í landinu af mikilli hörku til að koma í veg fyrir að aðgerðir öfga- manna eyðilegðu kosning- arnar. Hann sagði jafn- framt, að stjórnin íhugaði nú að láta fleiri pólitíska fanga lausa. 287 fangar hefðu verið náðaðir síðan í marz og aðeins 27 Baskar væru enn í fangelsi. Skipsbátur frá Árna Friðrikssyni bjargar finnsku flugkonunni úr flugvél hennar 100 mdur vestur af Reykjanesi. Froskmenn frá Varnar- liðinu eru f sjónum við vélina, en f stjórnklefanum sést flugkonan búa sig undir að fara yfir f björgunarbátinn. Þangað komst hún þurrum fótum og sfðan hffði þyrla Varnarliðsins hana upp f þyrluna. Myndin er tekin frá Árna Friðrikssyni af Óskari Sæmundssyni. Alþjóðleg skýrsla um orkumál: Um líf og dauða að tefla í þróun nýrra orkugjafa VVashington 16. maf AP-Reuter. Alþjóðleg rannsókna- nefnd um orkumái skilaði í dag skýrslu um niðurstöð- ur rannsókna sl. 2Vi ár. Helztu niðurstöður rann- sókna eru að hraða verði eins og um styrjöld væri að Minningarathöfnin var lokuð andófsmönnum Krakow, 16. maf — AP ANDÓFSMENN f Póllandi segja, að lögreglan hafi komið í veg fyrir að þeir væru viðstaddir minningarathöfn um látinn stúdent á sunnudag, en um 4.000 syrgjendur voru við athöfnina f hinni fornu borg Krakow. Um það bil 50.000 manns komu saman við Nowa Huta f nágrenninu til að vera viðstaddir vígslu nýrrar krikju, sem hefur orðið tákn viðnáms rómverks-kaþólsku kirkjunnar gegn kommunistast jórninni í Póllandi. „Þetta er tákn sigurs trúar okkar,“ sagði Josef Gorzelan, prestur nýju kirkju heilagrar Marfu, drottningar Póllands. 45.000 manns stóðu f rigningunni fyrir utan og hlýddu á vfgsluathöfnina úr hátölurum en 5.000 komust inn f kirkjuna. Lögreglan kom í veg fyrir, að Andófsmenn segja, að lög- meðlimir varanefndar verka- reglan hafi handtekið tiu menn manna kæmust frá Varjsá til Krakow til að vera viðstaddir minningarathöfn um Stanislax Pyjas, sem fannst látinn með áverka á höfði í íbúóarhúsi í miðborg Krakow 7. maí. Embættismenn segja, að hann hafi verió undir áhrifum áfengis þegar hann lézt eftir fall. Andófsmenn segjast vera vissir í sinni sök um að hann hafi verið myrtur, en þeir vilja ekki segja hver gæti hafa framið verknaðinn. um helgina i Varsjá og Krakow. Tólf andófsmönnum var meinað að fara til Krakow. Stúdentar, vinir Pyjas, sem var virkur stuningsmaður varnarnefndar verkamanna, segja að lögreglan hafi komið í veg fyrir að þeir dreifðu flug- ritum eða vektu á annan hátt athygli á láti hans. Voru tveir stúdentar handteknir. Margir lögreglumenn í borgaralegum klæðum voru við minningarat- höfn um Pyjas. ræða breytingu frá olíu- eldsneyti til annarra orku- gjafa. í nefndinni áttu sæti 35 stjórn- málamenn, visindamenn og há- skólamenn frá 15 lýðræðisþjóð- um. í skýrslunni koma fram mörg svipuð atriði og i skýrslu banda- risku leyniþjónustunnar CIA sem Carter forseti skýrði frá í orku- málatillögum sinum á dögunum. M.a. segir, að olíubirgðir heims muni byrja að eyðast þegar árið 1981 og að oliuskortur i heim- inum árið 2000 muni nema 15 — 20 milljónum fata á dag, sem-er svipað og notað er daglega í Bandarikjunum nú. í skýrslunni segir, að þetta ástand muni skap- ast jafnvel þótt kolanotkun verði aukin um helming og notkun kjarnorku 15 — 25 földuð. Bandariski prófessorinn Carroll L. Wilson, við tækni- háskóla Massachusetts, sem var fbrmaður nefndarinnar sagði við fréttamenn i dag, að oliu- skorturinn krefðist meira alþjóð- legs samstarfs en nokkru sinni i sögunni og það samstarf yrði að hefjast þegar i stað, ef algert neyðarástand ætti ekki að skap- ast. „Orkusparnaður er lykilorð framtíðarinnar, það er ekki til önnur ódýrari leið til orkufram- leiðslu" sagði prófessor Wilson. Hann sagði að ljóst væri að þjóðir heims yrðu að hefjast þegar handa að nýta nýjar orkulindir og aðeins nota oliu þegar ekki væri hægt að nota aðra orkugjafa. i skýrslunni segir, að það muni taka 5 — 15 ár að virkja nýjar orkulindir og þvi sé lifsnauðsyn- legt að byrjað verði þegar í stað. „Það má engum tima sóa, það er hvergi hægt að fela sig og það getur enginn gert þetta einn, allir verða að taka saman höndum um lausn vandans." Styrjaldarástand milli Zambíu og Rhódesíu Lusaka, 16. maf. Reuter KENNETH Kaunda, forseti Zambiu, sem í dag lýsti yfir að styrjaldarástand ríkti milli Zambiu og Rhódesíu, sagði, að hann hefði fengið viðvaranir um að hinir hvitu stjórnendur Rhódesfu hygðust gera innrás í Zambíu tii að uppræta stöðvar svartra skæruliðahrevfinga, sem haldið hafa uppi hernaðarað- gerðum gegn stjórn Rhódesíu. Kaunda tilkvnnti þetta i útvarps- Framhald á bls 22. Tvísýnustu kosningar í sögu ísraels í dag Tel-Aviv, 16. maí. Reuter-AP Þingkosningarnar 1 Israel, sem fram fara í dag, eru taldar verða hinar tvfsýnustu í sögu landsins. Sfðustu skoðanakannanir benda til, að stjórnarflokkurinn f landinu, Verkamannaflokkurinn, og hægriflokkurinn, Likud, séu nær hnffjafnir hvað fylgi snertir, en að Likud hafi þó örlítið for- skot. Er talið að úrslitin kunni að ráðast á atkvæðum hermanna, sem staðsettir eru í Sinaieyði- mörkinni og Golanhæðum og er ekki gert ráð fyrir að talningu þeirra atkvæða verði lokið fvrr en seint á morgun, miðvikudag. 2.2. milljónir Israela eru kjör- gengar i kosningunum og er gert ráð fyrir að um 80% neyti at- kvæðisréttar sins. Skoðana- kannanir benda til, að hvor flokkur muni fá 38—39 þingsæti af 120, sem er langt frá því að vera meirihluti og þvi rnyndi sá flokkurinn, sem fleiri sæti fær, verða að snúa sér til smærri flokka til að mvnda samsteypu- stjórn. Verkamannaflokkurinn Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.