Morgunblaðið - 17.05.1977, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1977
i Úthaldsgóðir
bæjarfulltrúar
I sjónvarpsþættinum Mað-
ur er nefndur, þar sem rætt
var við Bjarna Þórðarson,
fyrrum bæjarstjóra í Nes-
kaupstað, var því haldið
fram að Bjarni hef.ði setið
allra manna lengst í bæjar-
stjórn hér á landi eða í 40 ár
nú i janúar nk. Bjarni er þó
ekki einn um þetta þvi að
annar maður, Stefán Jóns-
son, einn af bæjarfulltrúum
sjálfstæðismanna í Hafnar-
firði hefur setið nákvæm-
lega jafnlengi i bæjarstjórn
þar.
Stefán Jónsson
Útlánaaukning næstu 4
mán. takmörkuð \ið 4%
ÚTLÁN banka og sparisjóða mega ekki aukast um meira en 4% á
næstu fjórum mánuðum, ef takast á að halda útlánaaukningunni frá
áramótum við 16,3% I lok ágústmánaðar, eins og markið var sett fyrr á
árinu. Þá var útlánamarkið fyrstu fjóra mánuðina sett við 6—7%
útlánaaukningu, en aukning útlána annarra en endurseldra afurða-
lána frá áramótum til aprflloka varð rösk 12%.
Þegar forráðamenn banka og mánaðanna séu jafnan mótaðar af
sparisjóða mótuðu útlánastefnuna árstíðabundinni lánsfjárþörf
Strauk af skipi
á Kanaríeyjum
ÞEGAR m.s. Álafoss, eitt
af skipum PHmskipafélags
íslands, hafði viðkomu á
Kanaríeyjum fyrir nokkr-
um dögum hvarf einn af
skipverjum þar frá borði
og kom ekki fram þegar
skipið blés til brottfarar.
Að sögn forsvarsmanna
Eimskipafélagsins er talið
fullvíst að maðurinn hafi
strokið.
Maður þess hafði fyrr á
árum verið i siglingum á
norskum skipum en hafði
um skeið starfað hjá Eim-
skipafélaginu og hafði
íslenzkt vegabréf. Hann
fór af skipinu í leyfisleysi
og kom síðan hvergi fram.
Haldið var uppi spurnum
um manninn hjá yfirvöld-
um á Kanaríeyjum og hjá
íslenzka ræðismanninum
þar, þar sem í fyrstu var
óttazt um hann. Síðar
hefur komið á daginn, að
maðurinn hefur strokið frá
borði, því að Eimskipa-
félagið hefur fengið
staðfestingu á því hjá
norskum yfirvöldum að
maðurinn hafi komið á
skrifstofu norska ræðis-
mannsins á Kanaríeyjum
og beðið þar um lán til að
komast til Noregs.
snemma á þessu ári, var markið
sett við 19% útlánaaukningu á ár-
inu að frádregnum endurseldum
afurðalánum. 1 frétt Seðlabankans
um útkomuna fyrstu fjóra mánuð-
ina segir, að útlánastarfsemin
dreifist aldrei jafnt á allt árið,
heldur gæti þar sveiflna vegna árs-
tiðabundinna framleiðslustarf-
semi atvinnuveganna og breyti-
legs útflutnings og annarrar við-
skiptaveltu einstaka mánuði árs-
ins. Segir að útlánatölur fyrstu
Brendan
kominn út
fyrir 200
mílurnar
SKINNBÁTNUM Brendan hefur
miðað ágætlega undanfarna daga
og var hann í gærmorgun staddur
um 220 sjómílur suð-vestur af
Reykjanesi. Var allt i lagi um
borð.
sjávarútvegsins á vetrarvertíð.
Á fundi forráðamanna banka og
sparisjóða, þar sem reynsla fyrstu
fjögurra mánaðanna var rædd, var
framangreind stefna um hámark
útlánaaukningar á árinu í heild
áréttuð, þannig að þar sem veru-
lega var farið yfir strikið fyrstu
fjóra mánuðina verður að tak-
marka útlánaaukninguna við 4%
næsta tímábil, sem eru fjórir mán-
uðir, eins og það fyrsta.
Sauðburður í kulda og gróðurleysi á öllu landinu:
Eitt kaldasta og versta
vor í manna minnum
segja bœndur á Norð-A usturlandi
SAUÐBURÐUR er nú hafinn um
land allt en bændur eiga víða við
erfiðleika að etja vegna þess
hversu seint hefur vorað. Heita
má að hvergi sé gróðurnál að
finna, kuldar hafa gert mönnum
erfitt fvrir og á Norð-Austurlandi
er jörð enn alhvít. í samtölum við
bændur og ráðunauta búnarar-
sambanda á Norð-Austurlandi
Hann er heldur kaldur og hráslagalegur heimurinn, sem
mætir lömgunum þessa dagana er þau fæðast.
Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.
sögðu þeir, að þetta vor væri með
köldustu og verstu vorum, sem
menn mvndu þar um slóðir. Þar
sem annars staðar á landinu
v.erða bændur að láta fé sitt bera
inni og fé er að mestu enn á gjöf.
Um helgina hlýnaði nokkuð um
land allt en að sögn Knúts
Knudsens, veðurfræðings, má
gera ráð fyrir að veðrátta á næstu
dögum verði suð-austlæg og fari
hlýnandi.
Á Veðurstofunni fékk blaðið
þær upplýsingar, að snjór væri nú
yfir öllu allt frá utanverðum
Eyjafirði og austur um til Fljóts-
dalshéraðs. Á láglendi er þó sum-
staðar flekkótt jörð en í innsveit-
um og á fjöllum á þessu svæði eru
snjóþyngsli. Að sögn veðurfræð-
inga hefur þetta vor verið mun
svalara en í venjulegu árferði.
Þannig var meðalhitinn einni til
tveimur gráðum lægri i aprílmán-
uði en í meðalári. Mai byrjaði með
hlýindum um sunnanvert iandið
en í síðustu viku kólnaði verulega
og nú hefur hlýnað aftur eins og
fyrr sagði.
Ari Teitsson, ráðunautur á
Brún í Reykjadal, sagði að þar um
Framhald á bls. 22
Hagnaður af einvígi
Spasskys og Horts
Það liggur nú Ijóst fyrir að
hagnaður verður af áskorendaein-
vfgi skákmeistaranna Horts og
Spasskys en óvfst er hve mikill
hann verður. Þetta kom fram á
aðalfundi Skáksambands Islands,
sem haldinn var á laugardaginn.
Tekjur af áskorendaeinvíginu
námu 12,5 milljónum króna.
Einnig varð hagnaður af rekstri
Skáksambandsins og nam hann
200 þúsund krónum.
1 skýrslu forseta Skáksam-
bandsins kom fram, að starfsemi
þess var blómleg s.l. starfsár og
ber þar hæst áskorendaeinvígið,
þátttöku í Olympíumótinu í Israel
og starf við skipulagsmál. Fram-
undan er svo Norðurlandamót,
sem haldið verður í Finnlandi
22.— 31. júlí n.k.
Það gerðist markverðast á aðal-
fundinum, að samþykkt voru ný
lög fyrir Skáksamband Islands og
einnig ný skáklög.
Einar S. Einarsson var einróma
endurkjörinn forseti Skáksam-
Banaslys
á
Akranesi
BANASLYS varð á Akranesi
s.l. föstudag. Sex ára dreng-
ur, Stefán Orri Ásmundsson,
Ileiðarbraut 19, Akranesi,
varð fyrir grjótflutningabíl
og beið bana.
Slysið gerðist skömmu fyr-
ir klukkan 14 síðdegis.
Grjótflutningabifreiðinni
var ekið eftir Suðurgötu í átt
að höfninni. Drengurinn litli
hjólaði út á götuna og skall
harkalega á hlið bílsins og er
talið að hann hafi látizt sam-
stundis.
bands Islands og í stjórn voru
endurkjörnir Högni Torfason,
Þráinn Guðmundsson og Guð-
bjartur Guðmundsson. 1 stjórnina
voru einnig kjörnir Þorsteinn
Þorsteinsson, Björn Halldórsson
og Gísli Árnason. I varastjórn
voru kosin Sigfús Kristjánsson,
Kristín Guðjohnsen og Haraldur
Blöndal.
Með sjúka
stúlku frá
Grænlandi
Skíðaflugvél frá Græn-
landi lenti á Reykjavíkur-
flugvelli á sunnudagskvöld
og flutti 12 ára telpu, sem
fengið hafði alvarlegt
botnlangabólgukast. Var
hún þegar um kvöldið
skorin upp í Borgar-
spítalanum og var líðan
hennar góð í gær.
Flugvélin hafði verið send frá
Góðvon til að sækja stúlkuna til
austurstrandarbæjarins Scores-
bysunds. Þegar vélin var á leið
aftur til baka yfir Grænlands-
jökul var þar svo slæmt flugveður
að ákveðið var að snúa við og
flytja telpuna til Reykjavíkur.
O'
INNLENT
Friðunaraðgerðir:
Leyfi til spærlings-
veiða afturkölluð
Skyndilokun á Vopnafjarðargrunni
SJÁVARUTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur afturkallað
leyfi til spærlingsveiða, þar sem í Ijós hefur komið, að
innan afla bátanna hefur verið mikið af lýsu, humar og
sfld. Allmargir bátar höfðu sótt um leyfi til spærlings-
veiða en voru þó ekki allir farnir af stað. Bátarnir sem
byrjaðir voru héldu sig hins vegar á stóru svæði allt frá
Vestmannaeyjum og austur í Iireiðamerkurdýpi og á
öllu þessu svæði slæddist mikið af framangreindum
tegundum með spærlingsaflanum, svo að nauðsynlegt
var talið að afturkalla þessi veiðileyfi.
Þá var í gær tilkynnt af hálfu eftirlitsmanns um borð í fiski-
Hafrannsóknastofnunar að ákveð
in hefði verið skyndilokun á
svæði á Vopnafjarðargrunni. Var
þessi ákvörðun tekin að tillögu
skipi á þessum slóðum, þar sem í
ljós kom, að mikið af smáfiski
barst upp með aflanum. Lokunin
gildir næstu sjö daga.