Morgunblaðið - 17.05.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.05.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1977 13 Auðbrekka 61 I Kópavogi, þar sem áformað er að Rannsóknarlögregla rlkisins verði til húsa. Rannsóknarlögregla sett á rangan stað ÞAÐ ER nú liðinn drjúgur tími síðan skýrt var frá áformum ríkisvaldsins að koma hinni ný- stofnuðu Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir í iðnaðarhverfi i Kópavogi. íslendingar eru venjulega fljótir fram á ritvöll- inn þegar upp koma mál, þar sem sitt sýnist hverjum, en svo undarlega vill til að enginn hef- ur kvatt sér hljóðs um staðarval Rannsóknarlögreglunnar nýju. Er þó hér um að ræða framtið- arval stofnunar, sem ótrúlega margir íslendingar og þá ekki sist Reykvíkingar þurfa að hafa samskipti við á komandi árum. Þessar fáu línur eru hér fram- settar til að hreyfa við máli, sem alltof fáir virðast hafa gert sér grein fyrir hvers eðlis er. Frumvarpið um Rannsóknar- lögreglu ríkisins var undirbúið i skugga óupplýstra sakamála, sem hvildu eins og mara á þjóð- inni. Við afgreiðslu frumvarps- ins á Alþingi töluðu þingmenn mjög um nauðsyn þess að hafa hér vel búna rannsóknarlög- reglu og hæfa rannsóknarlög- reglumenn og formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, Þórarinn Þórarinsson, gat þess í þinglok að hann teldi frum- varpið eitt hið merkasta, sem afgreitt var á siðasta þingi. i frumvarpinu er við það miðað, að Rannsóknarlögregla ríkisins taki til starfa í Reykjavfk hinn 1. júlí n.k. Því er ekki að neita, að undirbúningurinn fór vel af stað. Hæfur maður var ráðinn til að stjórna stofnuninni og hóf hann strax að undirbúa starfið. Fyrsta málið var að finna hent- ugt húsnæði og er vist óhætt að segja að flestum, sem til þekktu, hafi brugðið i brún þegar ákveðið var af ráðu- neytismönnum að kaupa húsið Auðbrekku 61 i Kópavogi fyrir stofnunina. Er undirrituðum kunnugt um að þetta var gert gegn eindregnum vilja rann- sóknarlögreglustjórans Hall- varðs Einvarðssonar og lög- reglumanna við rannsóknarlög- regluna í Reykjavík, en þeir munu væntanlega starfa við hina nýju stofnun. Bentu þeir á gild rök máli sínu til stuðnings en á þaj var ekki hlustað í ráðu- neytunum. Undirritaður blaðamaður hefur ritað lögreglufréttir í Mbl. siðastliðin 3 ár, og hef ég á þessum tíma kynnst vel störf- um rannsóknarlögreglumanna. Stærsti þátturinn i starfinu er skýrslutökur vegna þeirra margvislegu mála, sem þeir fást við. Árlega eru teknar skýrslur af þúsundum manna, og hefur reynzt nógu erfitt að fá fólk til að mæta til yfirheyrslu í núver- andi húsakynni í Borgartúni. En við hverju má þá búast þeg- ar boða þarf fólk i iðnaðar- hverfið við Auðbrekku? Þang- að er erfitt að rata fyrir ókunn- uga og þangað eru strjálar ferð- ir almenningsvagna. Þetta hef- ur verið helzta röksemd rann- sóknarlögreglumannanna, enda má við þvi búast að stærsti hluti þeirra, sem samskipti þurfa að eiga við stofnunina séu Reykvíkingar. Fyrir þá og alla aðra, sem leita þurfa til Rannsóknarlögreglu rikisins væri bezt af stofnunin væri miðsvæðis í Reykjavik, enda er tiltekið í lögunum að stofnunin skuli vera þar. Má furðulegt teljast að kjörnir fulltrúar Reykjavíkur í borgarstjórn og á Alþingi skuli ekki hafa látið frá sér heyra um þetta mál. Ennfremur hefur verið bent á það, að þær slofnanir aðrar innan lögreglu- og dómkerfis- ins, sem Rannsóknarlögreglan þurfi að hafa mest samskipti við séu í Reykjavik og hafa starfsmenn þeirra látið i ljós óánægju með staðarvalið, t.d. lögreglumenn við Reykjavikur- lögregluna. Fleiri rök mætti nefna gegn Auðbrekkuævintýr- inu en það verður ekki gert að þessu sinni. heldur itrekað að þessi skrif eru fyrst og fremst til þess að hreyfa við þessu máli. Það er ekki orðið of seint fyrir yfirvöld að snúa frá þeirri glópsku að hola Rannsóknarlög- reglu rikisins niður i iðnaðar- hverfi i Kópavogi. En það er fleira sem veldur áhyggjum en staðarvalið. Þegar þetta birtist á prenti eru 10 dagar þangað til umsóknar- frestur rennur út urn fleslar stöður við hina nýju stofnun. Þýzki lögreglumaðurinn Karl Schutz lét þess getið i vetur, að hann hefði hvergi kynnst jafn duglegum en lágt launuðum rannsóknarlögreglumönnum og hér á landi og stjórnmálamenn lfafa haft á orði, aö nauðsyn sé aö launa lögreglumenn betur. En þrátt fyrir þessi fögru orð hafa yfirvöld engar upplýsing- ar viljað gefa um það hvaða laun tilvonandi starfsmenn Rannsóknarlögreglunnar eigi að fá. Hefur sá ótti læðst að mönnum, að lögreglumenn og dómarafulllrúar eigi að búa við sömu launakjör og áður, laun sem að dómi undirritaðs eru fáránlega lág. Ef sá veröur end- irinn verður það vafalaust of- aná að flestir af hæfustu starfs- mönnunt Rannsóknarlögregl- unnar í Reykjavík snúi sér að öðrunt störfum, sem eru jafn vel eða betur launuö og ekki eins krefjandi. Fer þá væntan- lega rnesti glansinn af hinu nýja „óskabarni", Rannsóknar- lögreglu rikisins, þegar hún tekur til starfa með reynslu- lausu fólki i iönaðarhverfinu i Kópavogi. Reykjavik, 15. maí. Sigtryggur Sigtryggsson blaðamaður. aVVINNUVÉLAR Beltaskurðgröfur 4 stærðir Liðstýrðar mokstursvélar 4 stærðir Hjólskurðgröfur 4 stærðir verksmiöjurnaríBretlandi eru stærstu vinnuvélaframleiöendur íEvrópu á sínu sviöi. vinnuvélarhafa veriö ínotkun hérálandi íáraraöirog ernú fjöldiþeirra á annaö hundraö. Sú reynsla, sem fengist hefurá þeim tíma, hefirsýnt og sannaö ágæti Viö getum útvegaö nokkrar vinnuvélarmeö tiltölulega stuttum afgreiöslutíma, efsamiö erstrax. Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar ívéladeild Beltamokstursvélar 3 stærðir Globus? Lágmúla 5 simi 81555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.