Morgunblaðið - 17.05.1977, Page 14

Morgunblaðið - 17.05.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1977 I örtru sjrtnvarpsvirttali Nixons fyrrum Bandarfkjaforseta og David Frost var einkum fjallart um utanrfkismál og þar kom m.a. fram, að Nixon bar ekki of mikla virðingu fyrir bandarfsku le.vniþjrtnustunni CIA og sú virðing jrtkst ekki er Yom Kippur- strfrtið skall á 1973. Daginn áður hafði Nixon fengið skýrslu frá CIA, þar sem sagrti art mögulegt væri art Egyptar gerðu árás á ísrael en þart væri rtlfklegt. Næsta morgun, er Nixon var kominn til Key Biseayne í Flrtrfda, fékk hann upphringingu frá Washington um að strfð væri skollið á. Nixon segir að þetta hafi ekki komið sér á óvart þvi að þótt CIA hafi óneitanlega gert marga góða hluti hafi þeim oft orðið á og t.d. hafi þeir ekkert vitað um, er Shianuk prins í Kambódíu var steypt af stóli og upplýsingamiðlun þeirra i sam- bandi við Vietnam hafi oft verið mjög ábótavant. Nixon segir að það hafi komið sér mest á óvænt í sambandi við Yom Kippur, að hann hafi vitað að CIA starfaði mjög náið með ísraelsku leyniþjónustunni, sem sé einhver besta leyni- þjónusta í heimi, liklega næst á eftir sovézku leyniþjónustunni KGB. Frost spurði Nixon því næst um viðræður hans við Goldu Meir i sima eftir að stríðið skall á og sagði Nixon svo frá: „Við ræddumst oft við í síma. Frú Meir hafði þungar áhyggjur, þar sem ísraelar hefðu misst mikið af hergögnum í fyrstu árás Egypta og hún bað um aðstoð. Þegar svo Rússar hófu loftflutninga sína til Egypta- lands var leiðin opin fyrir okkur til tafarlausra aðgerða og ég bað varnarmálaráðunautið um tillögur. Kissinger fékk þessar tillögur í hendur stuttu seinna og kom með þær inn til min. Þar var lagt til að sendar yrðu þrjár flugvélar og að eitt- hvaó yrði gert til að fela þær. T.d. mála þær i Iitum EL A1— flugfélagsins. Ég sagði við Kiss- inger að það kæmi ekki til greina og að við yrðum skammaðir jafnt hvort sem við sendum 3—30 eða 100 flugvéla- farma og ég skipaði honum að senda allt, sem flygi, með her- gögn“. Frost spurði Nixon hvort Bandaríkin hefðu beitt ísraela þrýstingi til að koma á vopna- hléi. „Nei, við reyndum ekki að hafa í hótunum við ísraela þvi að það þýðir ekki, þeir láta ekki bjóða sér slíkt. Hins vegar rök- ræddum við málið við þá, þar sem segja má eins og í bókinni Guðfaðirinn að við gerðum þeim tilboð, sem þeir gátu ekki hafnað. Við sögðum við þá: Kissinger Bandarikin munu halda áfram að standa við hlið ykkar, það höfum við sýnt með loft- flutningunum og viðbúnaðar- skipun til bandarisku herjanna, en í staðinn verðið þið að hlusta á rök okkar og vera sanngjarnir hvað það snertir að ræða við fjandmenn ykkar“. Brezhnev Frost spurði Nixon um Brezhnev og eftir að hafa gert nokkurn samanburð á Brezhnev og Krutschev, þar sem Nixon lýsti hinum síðar- nefnda sem miklu grófari manni og skapofsamanni, sem þaut upp á háa C við minnsta tilefni, sagði hann: „Brezhnev er varkár maður, en hann lætur ekki setja sér stólinn fyrir dyrnar. Ég held að hann lesi og lifi eftir kenningum Lenins: „Þreifaðu fyrir þér með byssu- sting og ef þú finnur að mjúkt verður fyrir, haltu áfram, ef stál verður fyrir, hörfaðu". Þannig verrtur Brezhnev og þannig verða allir kommúnista- leiðtogar um allan heim vegna þess að sem kommúnistar verða þeir að halda áfram að útbreiða boóskapinn. Þeir láta sér aldrei nægja Rússland kommún- ismans, þeir vilja kommúnisma um allan heim. Ég er ekki viss um að þetta sé hugsun Kínverja í dag, en það kann að koma að því. Það er eitt atvik, sem mig langar til að segja þér frá i sambandi við Brezhnev, sem lýsir honum svolitið. Þetta var þegar ég var í heimsókn i Sovét- ríkjunum. Voð vorum á snekkju Brezhnevs á siglingu í Svartahafi og fórum fram hjá Yalta. Brezhnev benti mér á staðina, þar sem Stalin hefði búið, Roosevelt og Churcill. Allt í einu greip Brezhnev í mig og faðmaði mig, hann minnti mikiö á Lyndon Johnson og ég er viss um að þeir hefðu átt margt sameiginlegt. Hann faðmaði mig að sér og sagði: „Veistu það, vinur minn Nixon forseti, ég get aðeins vonað að einn góðan veðurdag geti allir Bandaríkjamenn og Rússar verið eins og við erum í dag, setið svona saman og verið vinir". Kissinger Þeir Frost og Nixon ræddu mikið um Kissinger í þessum þætti. Nixon sagðist ekki hafa átt von á því, er hann valdi Kissinger sem ráðgjafa sinn og utanrikisráðherra, að hann yrði svo mikið nafn í heiminum eins og raun varð á. Nixon sagðist halda að Kissinger hefði heldur ekki átt von á þvi, en henn hefði haft óskaplega gaman af því að umgangast frægt fólk. Þegar Frost spurði Nixon á hvaða sviði þeir hefðu verið mest ósammála nefndi Nixon Kambódíu og sagði: „Ég gók ákvörðunina um að ráðast inn í Kambódiu einn, án þess að ráð- gast um það við Kissinger. Hann var svolítið efins í fyrstu, en eftir að málið var komið af stað studdi hann mig algerlega. Þá kom atvikið við Kent- háskóla, þar sem fjögur ung- menni voru skotin til bana. Þetta var hörmulegt atvik og eins það sem i kjölfarið fylgdi. Þá kom Kissinger inn á skrif- stofu til mín og sagði: „Ég er ekki viss um að við höfum gert rétt í þvi að fara inn i Kam- bódiu og það er kannski kominn tími til að við drögum lið okkar til baka. Það sem ég heyri frá vinum mínum við há- skólann er að ástandið þar sé mjög alvarlegt og að Kambódía hafi hugsanlega verið mistök af okkar hálfu“. Þá sagði ég við Kissinger: „Minnstu þess hvað sagt var við eiginkonu Lots: Aldrei að líta til baka“. Eftir það gerðum við oft grín, er við vorum ekki sammála um eitt- hvað þá sagði ég: „Mundu eftir konu Lots“. Frost: Hversu oft hótaði Kiss- inger að segja af sér? Nixon: „Hann lét oft að því liggja við mig, en ég man ekki hve oft. Hann kom inn til min og sagði: „Ég er að velta fyrir mér hvort það sé nokkurt gagn að mér lengur, hvort ekki sé kominn tími til að ég segi af mér“. Hann hafði mikla til- hneigingu til að verða feikna glaður ef hann heyrði góða frétt, en einnig að leggjast í þunglyndi út af slæmri frétt. Ég er ekki að segja að hann hafi verið andlega óstyrkur þvf að það var hann alls ekki, en hann var svo mikill snillingur, með svo viðfeðma hugsun, að svona hlutir gátu haft áhrif á hann.“ Frost: Talaði Kissinger mikið um það við aðra en þig að hann Framhald á bls. 26 N ixon mert Brezhnev.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.