Morgunblaðið - 17.05.1977, Page 17

Morgunblaðið - 17.05.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAI 1977 17 TÓK HREINN HEIMSFORYSTUNA MED GLÆSILEGU ÍSLANDSMETI? góös af, því það sem einmitt hefur háð frjálsíþróttamönnum hérlendis hefur verið skortur á faglegri gagnrýni og hjálp manna með næga þekkingu og reynslu af viðkomandi íþrótta- grein. Óskar Jakobsson IR varð ann- ar í kúluvarpinu nteð 16,95 metra kasti. Er það hinn ágæt- asti árangur hjá Óskari svona á fyrsta mótinu, þótt áreiðanlega hefði hann sjálfur óskað þess að fara yfir 17 metra strikið. Þar sem ekki hafa borist fréttir um lengri köst utanhúss i ár, þá hefur Hreinn með þessu kasti sennilega tekið forystu á heimslistanum. Þá er þessi árangur honum ómældur sál- rænn styrkur fyrir keppnina við Komar og Capes í London á morgun, en þeim kempunum hefur hann með þessu og skotið skelk í bringu. Hreinn gerði fjórða kast sitt ógilt, en i fimmtu umferð kastaði hann 20,27 metra, og í síðustu um- ferðinni undirstrikaði hann 20,70 metrana með þvi að kasta 20,58 metra. í því kasti virtist Hreinn ekki taka svo ýkja mik- ið á, heldur virðist sem atrenn- an og útkastið hafi smollið bet- ur saman í þessari umferð en þeim fyrri. Hreinn Halldórsson í kúluvarpskeppninni á Vormóti Kópavogs sl. laugardag. Svo sem sjá má hefði kastið getað orðið 15 sm lengra ef Hreinn hefði I atrennunni náð alveg að hvfta plankanum. (Ijósm. Fiffó) 7,16 mtr hjá Friðrik Sú grein sem næst kom kúlu- varpinu var án efa langstökkið. Hér stökk Friðrik Þór Óskars- son ÍR mjög glæsilega. Náði hann lengst 7,16 metrum sem teljast verður mjög gott svona á fyrsta mótinu. Þá stökk Friðrik Þrisvar sinnum 7,08 metra; en bezt hafði hann áður stokkið 7,10 metra löglega. „Útaf fyrir sig get ég verið ánægður með seríuna þar sem þetta er fyrsta keppnin. Þá var ég mjög illa upphitaður þar sem ég mætti ekki fyrr en 15 minútum fyrir keppnina. Ég á vonandi eftir að stökkva talsvert lengra i sum- ar,“ sagði Friðrik að lokinni keppninni í spjalli vió Mbl. Ingunn Einarsdóttir ÍR sýndi í 100 metrunum aö hún er lík- leg til að fara vel undir 12 sekúndur i sumar, þvi á slæmri braut til spre(thlaupa hljóp hún á 12,1 sekúndu. Stökk hún einnig 5,28 metra í langstökki, og það fjórum sinnum. Árang- urinn á vormóti Kópavogs bar annars þess merki að þetta var fyrsta keppni fjölmargra. En einnig á hlaupabrautin þátt í því að árangur í hlaupum var slakur, þvi brautirnar eru mjög lausar og fer þannig meiri hluti spyrnunnar nánast út í loftið. Keppni var þó yfirleitt jöfn og skemmtileg. — ágás. „Jú, þetta er gott á fyrsta móti. En hann á miklu meira inni, allt að metra, þvi hann er allur mjög stífur núna“, sagði Guðni Halldórsson kúluvarpari i spjalli við Mbl. eftir keppnina, en Guðni fyigdist með Hreini i keppninni og gaf honum skýrslu um hvað fór aflaga og hvað fór vel í hverju kastanna. Svo sem sjá má er stlll Friðriks Þórs Oskarssonar I uppstökkinu í keppninni sl. laugardag tæknilega mjög góður. En myndin sýnir að þetta stökk hefði getað orðið a.m.k. 5 sm lengra. Afrek Friðriks er vallarmet á Fífuhvammsvellinum. „ÞETTA heppnaðist ekki nógu vel í þetta sinn. Ég kláraði t.d. aldrei spyrnuna til fulls og átti alltaf um eitt fet í plankann. En það kemur vonandi með keppnunum“. Þannig mælti Hreinn Halldórsson í spjalli við Morgunblaðið er hann hafði nýlokið við að setja glæsilegt tsiandsmet í kúluvarpi, 20.70 metra, á Vormóti UBK í frjálsíþróttum sl. Iaugardag. Hreinn átti mjög glæsilega kastseríu þegar haft er í huga að þetta er fyrsta keppni hans utanhúss í ár, en vanalega þurfa menn að „keppa“ sig í form. Þegar í fyrsta kasti flaug kúl- an 20.08 metra. Var það næst bezti árangur Hreins utanhúss þvi hann hafði lengst kastað 20.24 metra, en auk þess 20.01 og 20,02 metra. Evrópumeist- aratitil sinn innanhúss vann hann sem kunnugt er mað 20,59 m kasti. Nýtt íslandsmet sá dagsins ljós í annarri umferð en þá kastaði Hreinn 20,38 metra. 20,70 metrarnir komu siðan i þriðju umferðinni. Mikil „sprengja" var i útkastinu hjá Hr^ini í þessu kasti þótt eitt- hvað virtist vanta á í atrenn- unni. Guðni mun ekki hefja keppni um sinn þar sem hann hefur ekki náð sér fyllilega af meiðsl- um, og er því hægri hönd Hreins um þessar mundir. Og ekki er að efa að Hreinn nýtur NÝR UNGLINGA- LIÐSMAÐUR í STAÐ PÉTURS Unglingalandsliðið I knattspyrnu heldur I dag utan til Belgfu, en á morgun hefst þar úrslitakeppni EM unglinga. Leika Islendingarnir I riðli með Belgum, Grikkjum og Englendingum og þó fslenzka liðið sé sterkt þá verður eflaust við ramman reip að draga hjá strákunum. Síðustu æfingar liðsins voru á sunnudaginn og var þá æft tvi- vegis. Á æfingar þessar mætti ekki Akurnesingurinn Pétur Pétursson, boðaði hann engin for- föll og var ekki vitað annað en hann myndi mæta. Þar sem Pétur sýndi unglingalandsliðinu ekkí meiri áhuga en þetta ákvað ung- linganefndin að setja hann út úr landsliðinu og fer hann þvi ekki með iiðinu til Belgíu i dag. I stað Péturs var valinn Ársæll Kristjánsson úr Þrótti. SKRÍLSLÆTI í KEFLAVÍK AHORFENDUR settu heldur leiðinlegan svip á leik, ÍBK og Vals f Keflavík á laugardaginn. Tafðist leikurinn fjórum sinnum vegna þess að hafa þurfti afskipti af áhorfendum og f eitt skipti vegna slagsmála á áhorfendapöllum, sem færst höfðu inn á sjálfan leikvöllinn. Tafðist leikurinn alls f einar 25 mfnútur af Stór hópur tryggra aðdáenda fylgir Valsliðinu og er ekki nema gott eitt um það að segja. Hins vegar voru innan um i þeim hópi á laugardaginn nokkrir menn, sem blótað höfðu Bakkus einum um of og settu þeir ljótan blett á hópinn. Það var i þessum hópi sem áflogin byrjuðu. Við skulum þessum sökum. vona að þetta sé ekki upphafið að einhverju meiru, þvi ástandi sem er víða erlendis til vansa fyrir íþróttina. Það sýndi sig á laugar- daginn að löggæzla var alls ónóg og þyrfti að kippa þvi I liðinn í framtiðinni I Keflavik sem annarsstaðar. —SS. AXEL OG OLAFUR ÞÝZKIR MEISTARAR DANKERSEN, lið þeirra Axels Axelssonar og Ólafs H. Jónssonar, varð Þýzkalandsmeistari f handknattleik, er liðið sigraði Grosvallstadt 21:20 f úrslitaleik um þýzka meistaratitilinn á sunnudaginn. Leikur iiðanna var æsispenn- andi og úrslitin ekki ljós fyrr en dómarinn flautaði til leiksloka. I Jeikhléi var staðan 10:9 Gros- vallstadt i vil og i seinni hálf- leiknum munaði sjaldan nema einu marki á liðunum. Gros- vallstadt var þó ætið yfir fram á síðustu minútu. Var staðan 20:20 er Axel var falið að framkvæma vitakast. Skoraði Axel örugglega I 2. tilraun, en i þeirri fyrstu skaut hann i slá, en dómari hafði þá ekki flautað. Tryggði Axel liðinu því meistaratitilinn með þessu marki sínu. Gerði hann alls 3 mörk i leiknum, en Ölafur H. Jónsson 2. Rúmenar reiðir N og hættu keppni HELDUR betur dró til tfðinda á Evrópumeistaramótinu í fimleikum um helgina. Eftir kærur á báða bóga varð endirinn sá að Rúmenar drógu lið sitt út úr keppninni, en þeir voru mjög óánægðir með stjórnun mótsins og dómarastörf. Nadia Comaeci, stjarnan frá OL í Montreal, fékk hæstu verðlaun fyrir stökk en þvi mótmæltu Rússar og héidu þvi fram að æfingar Nelli Kim væru mun erfðari og verðskuldaði hún hærri einkunn. Var þá tilkynnt að stúlkurnar væru jafnar að stig- um, en þrátt fyrir það var Nelli Kom afhentur gullpeningurinn er kom að verðlaunaafhendingu. Gátu Rúmenar ekki unað þessu og eftir að hafa fengið skipanir að heiman héldu Rúmenar af keppnisstað og til sendiráðs Rúmeníu i Prag, en þar fór keppnin fram. Nadia Comaeci þótti sem fyrr bezt fimleikastúlknanna á mótinu, og hafði fengið tvenn gullverðlaun er hún hætti. 1 efsta sæti samanlagt varð Elena Moukina, önnur Maria Filatova og Nelli Kim þriðja. Þrefaldur rússneskur sigur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.