Morgunblaðið - 17.05.1977, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.05.1977, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAI 1977 SumarliAi Guðbjartsson hefur reynzt Frömurum drjúgur í sumar og skorað falleg mörk. Ilér bjargar Ragnar Þorvaldsson naumlega af tám Selfvssingsins. Gullmark Sumar- Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, sem lauk þvi með örugg- um sigri Skagamanna, sem nú hafatekið forystu í 1. deild. Liðin Hjá Blikunum áttu þeir Einar Þórhallsson og Valdimar Valdimarsson bestan leik af varnarmönnum. Hinrik barðist vel í framlínunni en mátti sín lítils. Vignir og Gísli áttu þokka- legan leik, en þeir njóta sin greinilega ekki á möl. Jón Alfreðsson barðist vel i þessum leik, en hann og Jón Gunnlaugsson voru bestu menn liðsins. Aðrir leikmenn áttu ágætan leik, einkum Sigurður, Jóhannes og Karl Þórðarson. Valur Benediktsson dæmdi Ieik- inn. í STUTTU MÁLI 1. deild 14. maí — Akranesvöllur íA — UBK 2—0 (1—0) Mörkin: Kristinn Björnsson, ÍA á 43 mín. Pétur Pétursson, IA á 62 mín. Gul spjöld: Engin Ahorfendur: 850 Eyjamenn réðu c sem skoraði tvö VESTMANNEYINGAR sóttu ekki gull í greipar FH-inga er þeir komu I h< Hafnarfirði á sunnudaginn. Frfskir og ákveðnir FH-ingar höfðu lengst : sigruðu 2—0 með mörkum Ólafs Danfvalssonar, sem var sannkallaður k nánast alltaf stórhættu, þegar hann var með knöttinn. Eftir gangi leiksin mörkin hefðu verið mun fleiri, þar sem bæði liðin áttu góð færi sem e markstengurnar t.d. fjórum sinnum í leiknum, og þrívegis var varið á línu. Leikurinn á sunnudaginn var nokkuð skemmtilegur á að horfa og bæði liðin sýndu tilburði til þess að leika knattspyrnu, eftir því sem slíkt er hægt á malarvelli. Náðust oft skemmtilegir sam- leikskaflar, en þess á milli var helzt til mikið um það að knöttur- inn gengi mótherja á milli og þá oftast á vallarmiðjunni. Óhætt er að fullyrða að FH- ingar eiga nú mun skemmtilegra liði á að skipa en verið hefur undanfarin ár. Það er góð barátta í liðinu en oft hefur það einmitt verið aðalgalli liðsins hversu það hefur lagt árar í bát þegar ekki hefur gengið sem skyldi í leikjum þess. 1 leiknum á sunnudaginn var baráttugleðin áberandi, og aldrei gefið eftir. Þegar svo geng- ur þarf ekki að sökum að spyrja, því góðir knattspyrnumenn, hafa verið i FH. Áberandi bezti maður liðsins i leiknum var Ólafur Dan- ivalsson, og réðu Vestmanneying- arnir hreinlega ekkert við hann. Bæði var að Ólafur átti jafnan góðar og vel hugsaðar sendingar, hann vann vel í knöttínn, og kom Janus Guðlaugsson hefur náð að skalla knöttinn, en Valþór Óskarsso sunn Léttleikandi Blikar bornir of urliöi af haröjöxlum Akraness BLIKAHNIH úr Kúpavogi, sem svo glæsilega hófu sig til flugs í 1. deildar keppni með því að sigra íslands — og bikarmeistara Vals í 1. umferð, lækkuðu sem kunnugt er nokkuð flugið er þeir gerðu jafntefli við ÍBV í 2. umferð, en þeir setlust alveg á Skaganum á laugardaginn er þeir töpuðu þar í 3. umferð. Knattspyrna sú er Skagamenn hafa sýnt í undanförnum leikjum er ekki fyrir augað, en hún hefur gefið árangur, sigur og stig, en það er það sem sóst er eftir. Blikarnir, sem til þessa höfðu leikið sína leiki á grasi, léku á köflum skemmtilega knattspyrnu, með stuttum samleik þar sem knötturinn gekk frá manni til manns. Þetta gekk ágætlega hjá þeim úti á vellinum, en þegar að \itateig hjá andstæðingunum kom, mætti þeim varnarveggur, sem þeir hiífðu ekki bolmagn til að rjúfa. Framlinan hjá þeim var mjög bitlaus og því fór sem fór, að þeir áttu ekki eitt einasta mark- tækifæri leikinn út í gegn. Dauf byrjun. Það skeði nánast ekkert mark- vert fyrstu 30 mín. leiksins, en ÍA — UBK 2:0 Texti: Helgi Daníelsson Skagamenn léku þá undan þægi- legri golu. Knötturinn barst á milli vitateiganna, en þar enduðu allar sóknarlotur, enda var t.d. aðeíns ein hornspyrna í fyrri hálf- leik og hún á 34. min. Blikarnir voru skárri aðilinn, þ.e.a.s. þeir sýndu betri samleik, en um mark- tækifæri var ekki að ræða. A 40. min. var Jón Alfreðsson í dauðafæri, er hann fékk sendingu frá Birni Lárussyni eftir auka- spyrnu. Jön skallaði knöttinn nið- ur i völlinn, en síðan fór hann yfir þverslána. Á markaminútunni, hinni 43., tókst Skagamönnum að skora eft- ir Iangt útspark frá Jóni Þor- björnssyni. Pétur Pétursson náði að nikka knettinum tíl Kristins Björnssonar sem skoraði með hörkuskoti. Síðari hálfleikur. Pétur Pétursson bætti öðru marki við á 62 mín. og var það mikið heppnismark. Pétur fékk knöttinn og lék út til vinstri og var ekki sjáanlegt annað en að hann ætlaði að gefa hann fyrir því hann var ekki í aðstöðu til að skjóta á markið. Ólafur Hákonar- son markvörður hreyfði sig ekki er knötturinn fór fyrir framan hann og hafnaði i stönginni fjær og síðan í netið. Enn áttu Skagamenn sæmileg tækifæri til að auka við marka- töluna, sérstaklega þó Árni Sveinsson á 83. min. er hann stóð einn fyrir opnu marki eftir skemmtilegan samleik þeirra Björns Lárussonar og Péturs. En Árni var of fljótur á sér og skot hans fór víðsfjarri markinu. SUMARLIÐI Guðbjartsson er svo sannarlega betri en enginn í 1. deildinni í knattspyrnu. Þessi rauðbirkni, snaggaralegi leikmaður, hefur nú leikið þrjá leiki í 1. deildinni og skorað þrjú mörk fyrir lið sitt, Fram. Sumarliði hefur á undanförnum árum ævinlega verið einn af markahæstu leikmönnum 2. deildar og hann virðist ekki hafa misst neitt niður af sfnum fyrri hæfileikum við að skipta um félag og félaga í knattspyrnunni. Ilætt að leika með Selfossi, en gerst Framari. A laugardaginn átti Sumarliði drjúgan hlut að niálí er F'rarn vann Þór frá Akureyri 3:1 á Mela- vellinum. Gerði Suntarliðí fyrsta mark leiksins og var það sannkall- aö draumamark. Hann fékk knött- inn um 25 metra frá ntarki Akur- eyringanna á 17. mínútu fyrri hálfleiksins, lagöi knöttinn í rólegheitum fyrir sig og án þess aö hafa nokkuð fyrir þvi sendi hann boltann eldsnöggt að marki Þórs. Ragnar Þorvaldsson kom engum vörnum við, enda hafnaði Fram-Þór 3:1 Texti: Agúst I.Jónsson Mynd: Ragnar Axelsson knötturinn í markhorninu, vinstra megin uppi Framarar höfðu mikla yfir- burði í fyrri hluta þessa leiks og sýndu þá oft mjög skemmtileg tilþrif. Reyndu þeir aö láta knött- inn ganga á milli og minna var um kýlingar en oft áður hjá liöinu. Á 24. mínútu leiksins Kom annað markið. Eftir langt innkast Trausta Haraldssonar inn í mark- teig Þórs, náöi Kristinn Jörunds- son að sneiða knöttinn aðeins með höfðinu þannig að Ragnar var settur úr leik og yfir höfuð hans fór knötturinn og í markið 2:0. Undir lok fyrri hálfleiksins, á 40. minútu, var Sumarliði kominn í gott færi í vitateig Þórs. Greip Oddur Oskarsson þá til þess ráðs liða gladdi mest að brjóta á honum og var umsvifa- laust dæmd vítaspyrna. Úr henni skoraði Eggert Steingrímsson ör- ugglega, staðan orðin 3:0 og gert út um leikinn. f Lið Þórs hafði verið með ein- dæmum slakt og að því er virtist áhugalaust i fyrri hálfleiknum. I seinni hálfleiknum voru Þórsarar mun hressari og veíttu þeir þá Frömurum nokkra kepprii, þann- ig aö leikurinn var í jafnvægi mestan hluta hálfleiksins. Skor- aði Þór þá eina markið. Sigþór Ómarsson, fyrrum leikmaður með IA, átti skalla í þverslá, knöttur- inn hrökk út í markteiginn og Sigurður Lárusson var fyrstur að átta sig og afgreiddi knöttinn í netið, 3:1. Það er ljóst að lið Þórs verður i erfiðri baráttu i sumar í neðri helmingi deildarinnar. Reyndar er varla von á öðru þar sem liðið hefur á tveimur árum ferðast úr 3ju deild í þá fyrstu og munurinn á deildunum er mikill. Leikmenn Þórs hafa þó yfir mikilli reynslu að búa og hún kemur liðinu ef- laust til góða í mótinu, en ílestir af fastamönnum liðsins léku ásín- um tíma með ÍBA í 1. deildinni. Knattspyrna Þórsara er ekki áferðarfalleg, en t.d. í seinni hálf- leiknum gegn Frani var allgóð barátta i liðinu. Barátta, sem e.t.v. fleytir liðinu yfir erfiða hjalla i sumar. Berjist þeir ekki eins og var uppi á teningnum í fyrri hálf- leiknum geta þeir þess vegna hætt strax. Lið Fram verður ekki metiö eft- ir þessum leik, en eftir að hafa tapað fyrsta leik mótsins eru Framarar nú búnir að fá 4 stig í 2 leikjum og hafa skorað 6 mörk. Sumarliði er sá leikmaður, sem mest gaman er að fylgjast með, en t.d. Eggert Steingrímsson er í mjög góöu ,,formi“ um þessar mundir og sendingar hans margar hverjar sérlega góðar. Þá er Agúst Guömundsson sívinnandi og þessi núverandi fyrirliði Fram virðist geta leikiö hvaða stöðu sem er á vellinum. I STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild, Melavöllur 14. maí, Fram—Þór3:l (3:0). Mörk Fram: Sumarliöi Guðbjarts- son á 17. mín, Kristinn Jörunds- son á 24. mín og Eggert Stein- grímsson á 40. minútu. Mark Þörs: Sigurður Lfrusson á 63. mínútu. Áminning: Oddur Óskarsson, Þór. Áhorfendur: 418.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.