Morgunblaðið - 17.05.1977, Síða 19
n viröist enn bfða eftir knettinum í þessum loftbardaga f Kaplakrika á
udaginn.
^kki viö Ólaf
falleg mörk
pimsókn á Kaplakrikavöllinn í
af betri tök á leik þessum og
onungur vallarins og skapaði
s hefði ekki verið óeðlilegt að
kki nýttust. Þannig björguðu
FH - ÍBV 2:0
Texti: Steinar J. Lúðvíksson.
Mvndir: Ragnar Axelsson.
sér skemmtilega framhjá and-
stæðingum sínum. Janus Guð-
laugsson átti einnig ágætan leik á
sunnudaginn, en aðrir leikmenn
FH-liðsins virðast mjög jafnir og
sem heild vann liðið mjög vel í
leiknum.
Það má vissulega einnig hrósa
Eyjamönnum fyrir skemmtilegan
leik, þótt aðgerðir þeirra yrðu
ekki eins árangursrfkar og hjá
FH. Helzti galli liðsins í leiknum
var hversu spilið var þröngt. Allt
gekk upp á miðjuna, og var
greinilegt að Tómasi Pálssyni var
ætlað að vinna úr þvi sem þangað
kom. En Tómasar var ágætlega
gætt í leiknum, og fékk hann ekki
mikið svigrúm. Betur gekk hins
vegar í þau fáu skipti sem ÍBV-
liðið nýtti breidd vallarins, og
hornspyrnur liðsins voru stór-
hættulegar, ekki sízt vegna hins
hávaxna leikmanns Valþórs Sig-
þórssonar, sem jafnan kom fram
þegar þær voru teknar. Var Val-
þór ásamt Óskari Valtýssyni bezti
maður Eyjaliðsins í leiknum á
sunnudaginn, en Karl Sveinsson
gerði einnig margt gott í leiknunt,
þótt honum hætti um of að vera of
seinn að koma knettinum frá sér.
Mörg tækifæri
Sem fyrr greinir bauð leikurinn
s sunnudaginn upp á mörg
skemmtileg andartök. Fyrsta
dauðafærið i leiknum átti Helgi
Ragnarsson, þegar á 5. minútu, er
hann komst einn innfyrir en
skaut síðan í stöng, og þaðan
hrökk knötturinn beint til Páls
Pálmasonar markvarðar. Ör-
skömmu síðar var mikil hætta á
ferðum við FH-markið, en Viðar
Halldórsson bjargaði þá á línu
skoti Karls Sveinssonar utan frá
kanti.
Á 18. minútu skoraði svo Ólafur
Danivalsson fyrra mark sitt í
leiknum — algjörlega upp á eigin
spýtur. Hann náði knettinum á
miðjum vallarhelmingi Eyja-
rnanna, lék á hvern andstæðing-
inn af öðrum og kom sér i gott
færi, þaðan sem hann skaut góðu
og hnitmiðuðu skoti sem Páll átti
ekki möguleika á að ná.
í byrjun seinni hálfleiks gerðu
Eyjamenn harða hrið að marki
FH og munaði þá oft mjóu að
þeim tækist að jafna, eins og t.d.
er Magnús Þorsteinsson átti
hörkuskalla i stöng, eftir horn-
spyrnu og Viðar bjargaði síðan á
línu, eftir pressu Eyjamanna, og
er Pálmi bjargaði á línu skoti
Snorra Rútssonar eftir horn-
spyrnu.
En um miðjan hálfleikinn gerði
svo Ólafur Danívalsson út um
leikinn. Eyjamenn voru þá komn-
ir allir í sókn, en misstu af knett-
inum og var hann sendur fram á
völlinn til Janusar Guðlaussonar
sem greinilega var rangstæður.
Veifaði linuvörðurinn, en lét sið-
an flaggið falla. Janus lék upp
kantinn, og gaf fyrir markið, þar
sem Ólafur var varnarmönnum
ÍBV sprettharðari og skoraði með
viðstöðulausu skoti.
Tveimur mínútum síðar endur-
tók nákvæmlega sama sagan sig,
en þá hafði Ólafur hins vegar
ekki heppnina með sér og skot
hans fór i þverslá og út, og á
næstu minútu átti svo Valþór skot
í stöng FH-marksins.
í STUTTL MÁLI:
íslandsmótið, 1. deild
Kaplakrikavöllur 15. maí
(JRSLIT: FH — IBV 2—0 (1—0)
Mörk FII: Ólafur Danívalsson á
18. mín. og 67. min.
Bókanir: Ólafur Danivaisson fékk
gula spjaldið fyrir að „brúka sig“
við dömarann.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1977
19
Meistaralið Vals
stóðst prófraunina
EFTIR töp í tveimur fyrstu leikjunum var það að duga eða
drepast fyrir íslandsmeistara Vals i Keflavik á laugardaginn.
Og meistararnir stóðust prófraunina, þeir náðu sínum bezta
leik í mótinu og báru sigurorð af spútnikliði ÍBK 2:1. Þar með
eru Valsmenn áfram með í baráttunni um titilinn, en það hefði
nánast mátt afskrifa möguleika þeirra ef ÍBK hefði borið sigur
úr býtum í leiknum á laugardaginn. Þetta var mikill baráttu-
leikur og vafalaust hefði þetta orðið skínandi góður leikur ef
hann hefði farið fram á grasi. En þvl miður varð að leika hann
á möl og það verður að segjast eins og er, að knattspyrna á
grasi og möl er ekki sama íþróttin, aðstöðumunurinn er svo
mikill. Valsmenn léku að þessu sinni betri knattspyrnu og
sigur þeirra var verðskuldaður.
Valsmenn höfðu norð-vestan gjóluna
í fangið í fyrri hálfleik og þeir sýndu
það strax fyrstu mínúturnar að þeir
ætluðu að selja sig dýrt Þeir börðust
grimmilega og sóknarlotur þeirra voru
beittar Fyrsta markið lét ekki bíða eftir
sér, boltinn lá í marki Keflvíkinga eftir
10 mínútur. Guðmundur Þorbjörnsson
átti þá eina af sínum hárnákvæmu
sendingum, í þetta skipti inn fyrir vörn
ÍBK fyrir Inga Björn að elta. Ingi hafði
betur í baráttunni við bakvörðinn og í
vítateigshorninu hægra meginn lét
hann skotið ríða af Þetta var fast
bogaskot og boltinn fór milli handa
Þorsteins markvarðar, sem hafði komið
út úr markinu Vel gert hjá Inga en
betra hefði verið fyrir Þorstein að reyna
að slá boltann framhjá
Á 30 mínútu munaði minnstu að
Valsmenn bættu við öðru marki. Guð-
mundur Þorbjörnsson lék þá upp að
endamörkum vinstra megin og sendi
góðan bolta þvert fyrir markið Atli
Eðvaldsson kom á fullri ferð og skallaði
að markinu og var boltinn á leið í netið
þegar Rúnari Georgssyni tókst að
henda sér fram á marklínu og skalla
boltann frá á ævintýralegan hátt. Fjór-
um mínútum síðar fengu Keflvíkingar
bezta tækifæri hálfleiksins þegar Gísli
Torfason skallaði boltann í hliðarnetið
eftir aukaspyrnu Ólafs Júlíussonar
Tíu mínútna bið varð á þvi að seinni
hálfleikurinn hæfist vegna þess að
áhorfendur vildu ekki gegna dómara
og linuverði og fara frá hliðarlínunni
Keflvikingarnir voru mun ákveðnari i
seinni hálfleiknum en samt fannst
manni Valsmennirnir enn hafa yfir-
höndina En ekki var seinni hálfleikur-
inn nema 10 minútna gamall þegar
Keflvikingar höfðu jafnað metin Brotið
var á Ólafi Júliussyni rétt utan vitateigs
Vals og aukaspyrna dæmd Valsmenn
röðuðu sér í vegg og vörðu annað horn
marksins og Ólafur markvörður tók sér
stöðu i hinu horninu Ólafur Júlíusson
tók spyrnuna sjálfur og hún var alveg
fullkomin, boltinn þaut i bláhornið fjær
og kom nafni hans Magnússon engum
vömum við, þótt hann stæði i horninu
En Adam var ekki lengi i Paradis, þvi
tveimur mínútum siðar skoraði Ingi
Björn aftur. Atli Eðvaldsson galopnaði
vörn ÍBK með frábærri sendingu og
Inga Birni urðu ekki á nein mistök
þegar hann lét skotið riða af frá vita-
punkti einn og óáreittur
Þetta reyndist vera sigurmarkið en
bæði l.ð fengu stórgóð tækifæri það
sem eftir lifði leiksins. Atli komst einn
innfyrir en skaut framhjá markinu og
Þorsteinn markvörður ÍBK hirti boltann
af tám Inga Bjöms, en Ingi hafði kom-
ist einn innfyrir Þá skoraði Magnús
mark eftir aukaspyrnu Atla, en markið
var dæmt af vegna rangstöðu en ekki
hrindingar á Þorstein markvörð eins og
margir töldu. Tveimur mínútum fyrir
leikslok fékk svo Gisli Torfason gullið
tækifæri til að stela öðru stiginu Ólaf-
ur markvörður missti þá boltann mjög
klaufalega frá sér en Gísli brenndi af
innan vitateigs þegar markið stóð opið
Valsmenn sýndu nú að nýju þá
takta, sem gerðu þá að íslandsmeistur-
um i fyrra Vörnin var sterk og fram-
línumenn og tengiliðið náði oft upp
góðu samspili þrátt fyrir erfiðar að-
stæður Þeir Guðmundur, Atli og
Hörður sýndu sérstaklega næst auga
fyrir samspili og Ingi var mættur á rétta
staðinn á réttum tima til að binda
ÍBK-Valur 1:2
Texti og myndir:
Sigtryggur Sigtryggsson.
endahnútinn á sóknirnar I vörninni var
Magnús mjög góður.
Keflvíkingarnir ungu börðust
grimmilega eins og þeirra var von og
vísa en þeir mættu nú ofjörlum sinum
eins og við var að búast ef Valsmenn
næðu að sýna sitt bezta Beztu menn
liðsins voru ..gömlu' mennirnir Gisli
Torfason og Ólafur Júliusson og hlýtur
Ólafur að koma sterklega til greina i
landsliðiðá nýjan leik
Dómari var Rafn Hjaltalin Hann
hafði góð tök á leiknum en lét alltof
mörg brot átölulaus i seinni hálfleikn-
um.
í STUTTU MÁLI:
Keflavikurvöllur 14 mai. íslandsmótið
1 deild. ÍBK — Valur 1 2(0: 1).
MÖRK ÍBK: Ólafur Júliusson á 55
mínútu.
MÖRK VALS: Ingi Björn Albertsson á
10 og 57 mínútu.
AMINNING: Engin
ÁHORFENDUR: 1299
„VONA AÐ VIÐ SÉUM
KOMNIR Á SKRIÐ"
— VIÐ vissum það vel að í þessum leik dugði ekkert minna en sigur.
Það var góð barátta í liðinu og ég er geysilega ánægður með sigurinn,
sagði Ingi Björn Albertsson fyrirliði Vals eftir leikinn gegn ÍKB á
laugardaginn.
— Við vorum ekki beint hræddir fyrir leikinn, miklu fremur
óöruggir. Þetta gekk alit vel og Keflvíkingarnir reyndust ekki vera
eins sterkir og ég átti von á. Þetta var að ýmsu leyti einkenniiegur
leikur, t.d. þessi vandræði með áhorfendurna. Það var bara verst að
geta ekki spilað á grasinu, þá hefði þetta orðið miklu betri leikur.
Sigurinn var það sem okkur vantaði og ég trúi því og vona að við séum
núna komnir almennilega i skrið.
„ÓSANNGJARNT"
— Ég ER ekkert óánægður með leikinn þótt við höfum tapað honum
og ég tel það ósanngjarnt að við skyldum tapa miðað við gang leiksins,
við höfum a.m.k. átt annað stigið skilið, sagði Gfsli Torfason fyrirliði
ÍBK við Mbl. að loknum leiknum við Val.
— Við höfum byrjað vel, fengið 4 stig af 6 og það er byrjun sem ég er
alveg sáttur við. Ég er bjartsýnni en ég var í vor um að liðið muni
spjara sig f I. deildinni f sumar.
— Ég var mikill klaufi að jafna ekki rétt fyrir leikslok. Það var
ekkert annað fyrir mig að gera en skjóta strax þegar markvörðurinn
missti holtann frá sér og ég varð óskaplega vonsvikinn þegar ég hitti
ekki opið markið.
„MJOG MIKILVÆGUR SIGUR"
— Þetta var mjög mikilvægur sigur, sagði Youri Ilitchev, þjálfari
Vais, eftir sigurleikinn gegn ÍBK.
— Þetta er búið að ganga mjög illa hjá okkur f tveimur fyrstu
leikjunum og þessi leikur varð að vinnast. Ég vissi að strákarnir gátu
spilað miklu betur en gegn Breiðablik og Akranesi og það gerðu þeir í
þessum leik. Þetta er góður sigur þvf Keflvfkingarnir hafa mikið
baráttulið, sem minnir mig á liðið þeirra sumarið 1973. Þessir piltar
eru bara revnsluminni en þeir, sem léku með Keflavfkurliðinu 1973.
Ingi Björn Albertsson sendir boltann framhjá Þorsteini markverði ÍBK og innsiglar sigur Vals, 2:1.