Morgunblaðið - 17.05.1977, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.05.1977, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1977 21 Nauðlending finnskrar flugkonu á hafi úti EINS hreyfils sjóflugvél nauðlenti s.l. laugardag á hafi úti um 100 milur vestur frá Reykjanesi eftir að hreyfill vélarinnar hafði stöðvazt á flugi. Taldi flugmaðurinn, að um vélarbilun væri að ræða, en i Ijós hefur komið að vélin var orðin benzinlaus. Flugmaðurinn, finnsk kona að nafni P. Kuortti, var á leið frá Bandarikjunum til íslands þegar slysið varð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var komið að flugvélinni tveimur timum eftir nauðlendinguna og björguðu skipverjar konunni úr flugvélinni um borð í skipsbát, en um svipað leyti stukku tveir fallhlifarmenn úr þyrlu frá Varnarliðinu i sjóinn við vélina. Fóru þeir siðan um borð i skipsbát Áma en þyrlan hifði þá og konuna um borð og flaug til Reykjavikur með konuna. Flugvélinni var nauðlent við erfiðar aðstæður, þvi nokkur ölduhreyfing var og reiknað er með eins metra hámarksölduhæð fyrir lendingar slikrar vélar. Björgunaraðgerðir gengu einstaklega vel fyrir sig og unnu saman f lugvélar, skip, loftskeytastöðvar og Slysavarnafélag íslands. Það var kl. 8.30 á laugardag- var morgun að tilkynning barst frá sænsku flugvélinni til flugstjórnar á Reykjavikurflugvelli um að hún yrði að nauðlenda á hafi úti um 280 gráður frá Keflavík, en ekki varflug- maðurinn viss um fjarlægðfrá landi. Flugvélin, eins hreyfils land- og sjó- flugvél, er að gerðinni Lake og var flugmaðurinn, sem er kona, einn um boð. Flugmaðurinn, P. Kuortti hefur nokkrum sinnum lent á íslandi I ferjuflugi með vélar, en maður hennar hefur umboð fyrir þessa flugvélartegund í Skandinaviu. Kuortti komst ekki í beint samband við flugstjórn, en Loftleiðaflugvélar á Evrópu- og Ameríkuleið báru boð- in á milli vélarinnar og flugstjórnar- miðstöðvarinnar á Reykjavikurflug-, velli. Varðstjóri í flugstjórn kvaddi þeg- ar til Loftleiðavélar Landhelgis- gæzlu, Varnarliðið og Flugmála- stjórn og Slysavarnafélag íslands sem hafði samband við nærstödd skip Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson var ekki langt frá mögu- legum slysstað og hélt skipið þegar á vettvang Fyrsta flugvélin fór í loftið um það bil hálfri klukkustund eftir að tilkynningin hafði borizt og var þaðflugvél Flugmálastjórnar. Flugvél frá Pan Am á leið frá San Franscisco til London heyrði i neyðarsendi suðvestur af Keflavlk um 100 mílur frá landi og var leitarflugvélum og skipum beint á þann stað Flugvél Flugmálastjórnar náði einnig neyðarsendingum og flaug yfir staðinn, sem reyndist vera 270 gráður misvisandi um 1 10 sjó- mílur frá Keflavik. Sást flugvélin á floti og flugmaður á lífi Kl 9 05 barst Árna Friðrikssyni orðsending frá flugstjórn á Reykja- vikurflugvelli um að liklega heði flugvél lent á sjónum 150 milur suðvestur eða vestur af Reykjanesi. Var skipið beðið um að svipast um eftir flugvélinni sem hafði kallmerkið ■ SEGRS Kl 9.40 hafði Hannes Haf- stein hjá Slysavarnafélaginu sam- band við Árna og bað þá að halda á 63 gráður 05 N og 26 09 V, en Árni var þá á 63.21 N og 26.10V. Stefnan var sett á staðinn sem var i um það bil 10 milna fjarlægð Um kl 10 fékk Árni nýja staðsetningu á vélinni 63 16 N og 26 24 V og var stefnunni breytt í samræmi við það Kristján Jónsson, skipstjóri á Árna Friðrikssyni, tilkynnti þá að Árni yrði ,, „■ Froskmenn I VarnarliSsþyrlunni búa sig undir a8 stökkva i sjóinn viB flugvélina. en áBur hofðu þeir hent tveimur gúmmibátum. • • Ámi FriBriksson meB flugvélina I togi til lands um 100 sjómilur vestur frá Reykjanesi. ÞaB var kynleg sjón aS sjá skipiB meB flugvél I togi úti á reginhafi. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen. konunnar og var hún flutt rakleiðis á Slysadeildma til rannsóknar Fékk hún að fara að lokinni rannsókn. Árni Friðriksson kom hins vegar með flugvélina til Keflavíkur snemma á sunnudagsmorgun en eftir að hafa verið með flugvélina i togi um 20 sjómílna vegalengd á 4 mílna hraða var kominn sjór i vélina að aftan og var þá ákveðið að taka hana um borð Flapsar og hlifar á vélinni skemmdust nokkuð þegar vélin var tekin um borð, því í velt- ingnum rakst vélin nokkuð utan i skipið sem hefur mjög litla bómu til hífingar Þegar menn frá rann- sóknarnefnd flugslysa könnuðu vél- ina um borð i Árna i Keflavik kom i Ijós að vélin var benzínlaus, en flug- maðurinn taldi sig hafa átt eftir benzin til tveggja klukkustunda flugs Flugvélin var síðan flutt á vörubíl til Reykjavikur þar sem unn- ið er að nánari rannsókn á vélinni Árni Friðriksson var í karfarann- sóknarleiðangri þegar hjálparbeiðn- in barst og strax og flugvélinni hafði verið skilað i land hélt Árni aftur á miðin til rannsókna, en leiðangurs- stjóri er Vilhelmina Vilhelmsdóttir fiskifræðingur. Finnska flugkonan Orvokka Kuortti er hér viS hliS vélarinnar, þar sem hún var komin i flugskýli á Reykjavikurflugvelli t gær. Ljós- mynd Mbl. RAX Oldurnar komu ámóti — Mér leizt ekkert á að lenda á sjónum, hann var svo úfinn og vind- ur var mikill og ég var alveg viss um að ég myndi farast, sagði Orvokki Kuortti, finnska flugkonan, sem varð að lenda vél sinni í sjónum á laugar- dag, um 110 mílur suðvestur af landinu Vélin, sem er af gerðinni Lake Buceaner, getur lent bæði á sjó og landi og var hún að koma frá Verksmiðjunum í Bandaríkjunum og á leið til Svíþjóðar. Blm spurði Kuortti hvað hún hefði hugsað þeg- ar hún varað undirbúa lendinguna á siónum: lenda á sjónum og timinn fór í að undirbúa það Ég lét vita af mér þannig að aðrar vélar gætu miðað mig út En ég var sem sagt viss að þarna væri mín síðasta stund upp runninn En hvergnig gekk lendingin? — Hún gekk vel Það var að visu ómögulegt að velja einhverja ákveðna öldu eða öldudal til að lenda á. því mér fundust þær koma úr öllum áttum á móti mér Ég reyndi því bara að hægja ferðina eins og mögulegt var og sneri vél- inni á móti vindinum Þessar véla eiga að geta lent á um eins metra háum öldum, a.m k hjá góðum flugmönnum, en þarna voru öldurn- ar miklu hærri En ég geri ráð fyrir mérúr öllum áttum” Þyrla VarnarliBsins hlfir sænsku flugkonuna um borB úr björgunarbát Árna FriBrikssonar. Ljósmyndir Óskar Sæmundsson. Árni Friðriksson og Varnarliðs- þyrla komu samtímis á slysstað kominn á slysstað kl. 10.40 og nákvæmlega á þeim tima renndi Ámi að flugvélinni Var gúmmíhrað- bátur settur á flot og honum siglt að flugvélinni. Á sama tima stukku tveir froskmenn úr þyrlu Varnaliðsins í sjóinn við vélina en þyrlan hafði hent tveimur gúmmíbátum í sjóinn Skipverjar á Árna tóku konuna síðan um borð í gúmmíbátinn, en hún gekk þurrum fótum í skipsbátinn. Síðan tók skipsbáturinn fallhlífar- menn Varnarliðsins einnig upp, en þeir og skipsbáturinn höfðu komið samtímis að flugvélinni. Skipverjar á Árna buðu konunni far í land með skipinu og mun henni hafa litizt heldur betur á það heldur en láta hífa sig upp í þyrluna, en það varð úr að Varnarliðsmenn kipptu henni um borð í þyrluna til þess að hún kæmist fyrr i læknisskoðun Varð konunni ekki meint af nauðlending- unni, en þó kvartaði hún undan eymslum í baki Ámi tíndi síðan úpp gúmmíbjörg- unarbáta Varnarliðsins og sitthvað annað sem þyrlan hefði hent í sjóinn við vélina og siðan var flugvélin tekin í tog og siglt áleiðis til Kefla- víkur á 4 mílna hraða. en þá var farið að stillast mjög í sjóinn Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli kl 1 2.45 þar sem sjúkrabifreið beið Flugvélin hífð um borð I Áma, en vegna þess hve bóma skipsins er lítil var erfitt um vik. Ljósmynd Óskar Snmundsson. — Það var nú ekki mikill timi til að hugsa, vélin sveif hratt niður að sjónum Vélin hafði stanzað og það eina sem hægt var að gera var að að ég hafi verið mjög heppin, þvi vélin skemmdist ekkert við lending- una sjálfa. Orvokki Kuortti var ásamt manni sínum, Pertti Kuortti. að skoða vél- ina i gærdag ásamt mönnum frá Tryggingafélögum og sagðist hún ekki geta sagt um hvað hefði valdið því að vélin stöðvaðist, en eitthvað hefði gerzt. því hún hefði talið sig eiga benzín til flugs í einn til tvo tíma í viðbót. Gerði Kuortti ráð fyrir því að vélin yrði flutt héðan. en henni yrði ekki flogið Hún sagði að skemmdirnar sem sáust á nefi og ..flöpsum" vélarinnar væru af völd- um flutninganna með skipinu.til Keflavíkur, en tók fram að hún hefði ekkert skemmzt í lendingunni En hvað gerðist eftir að hún var lent? — Þá beið ég og sendi út merki til að flugvélar gætu miðað mig út og fundið mig og ég verð að segja að þið íslendingar eigið mjög góða flugmenn því þeir brugðust mjög skjótt við Siðan kom björgunarþyrla og var áhöfn hennar mjog hjálpleg og þægileg Það hefur liðið um það bil einn tími frá því ég lenti í sjónum og þar til mér var bjargað og þann klukkutima var ég mjög sjóveik Veltingurinn var mjöq mikill oq éq Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.