Morgunblaðið - 17.05.1977, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAI 1977
23
Oskar Sigurðsson,
húsvörður—Minning
Þau ótíðindi bárust mér til
eyrna fyrir fáum dögum, að Óskar
Sigurðsson, húsvörður við Breiða-
gerðisskólann í Reykjavík, væri
horfinn af heiminum. Hörmuleg
fregn, en þó gleðifregn um leið,
þvi að maðurinn var helsjúkur.
Öskari mun sökum skapsmuna
hafa orðið löng lega leið. — Hann
var karlmenni til lundar og
likama og þorði að ganga einn og
óstuddur til hinna dimmu dyra.
Öskar var f. að Bæjum á
Snæfjallaströnd i Norður-
ísafjarðarsýslu hinn 27. april
1911. — Foreldrar hans voru
hjónin María Rebekka Ólafsd. og
Sigurður Ólafsson, myndarhjón
og með þeim jafnræði. María unni
og kunni orðsins list til hinztu
stundar og Sigurður var allra
manna músikkalskastur. —
Æskuheimili Óskars var því mik-
ið menningarheimili og ætla ég að
æskuheimili hans hafi staðið
framarlega í þeim efnum við
Isafjarðardjúp, þótt víða væri þar
meiri auður i búi.
Óskar var einn í hópi margra
systkina. Hann hafði eins og þau,
fleiri hendur til hvers sem gera
skyldi, og heila til háskólanáms.
— Hann valdi, eins og fleiri
fátæklingar við Djúp, verklegt
nám og var það honum fjötur um
fót alla ævi, þvi að hugur hans
stóð til annarra fræða, enda þótt
honum léki allt i höndum eins og
fyrr segir. Hann stundaði smíða-
nám og varð auðvitað afbragðs-
smiður, einnig stundaði hann
nám við Búnaðarskólann á
Hvanneyri og lauk þaðan prófi af
mikilli prýði. — Hann stundaði
búskap og smíðar um langt skeið,
en hvorug þessara mennta entust
honum ævilangt fyrir brauðstriti.
Hann leitaði að einhverju sem
hann aldrei fann. Hann réðst sem
húsvörður að Laugarnesskólanum
og síðar sem húsvörður við
Breiðagerðisskólann.
En Óskar átti sér „annan heim“
fjarri hversdagsstörfum, en
skyldan þeim verkum, sem hann
hafði þó ekki unað við. Hann náði
tökum á landspildu sem hann
ræktaði hart nær til fullrar hlítar
og byggði þar bæ, sem var undra-
verð eftirlíking af æskubæ hans.
Hér var Óskar ekki að vinna fyrir
gullnu gjaldi, því að hver króna,
sem hann eyddi i þetta furðulega
„fyrirbæri“ var kreist undan
nöglum láglaunamanns.
Fari þessi goðum vigði reitur og
„Bæjarlfkingin" i óhirðu, grip ég
til orða Bólu-Hjálmars:
Rekkur mætur rýmdi hurt.
rústin grætur eftir.
Óskar kvæntist 13. okt. 1939
Ástu Tómasd bónda á Sandeyri á
Snæfjallaströnd. Ásta var glæsi-
leg kona. Hún andaðist fyrir fáum
árum. — Þeim hjónum varð
tveggja barna auðið; Þóris ljós-
myndara i Reykjavík. — Hann er
kvæntur Sonju Svansd. — og
Ragnheiðar, en hún er gift Sigur-
jóni Fjeldsted, skólastjóra og
sjónvarpsþul i Reykjavik. Einnig
gekk Óskar Tómasi Ellert syni
Ástu, i föðrustað.
Náin kynni tókust ekki með
okkur Óskari, fyrr en hann réðst
sem húsvörður við Breiðagerðis-
skólann og við urðum samstarfs-
menn. — Óskar náði þegar hylli
samstarfsmanna sinna og hélt
þeirri hylli til hinztu stundar.
Óskar var harðgreindur maður,
maður máls, sögu og ljóða. Ekki
veit ég, hvort Óskar var ritfær, en
mér þyki sennilegt, að svo hafi
verið.
Hitt veit ég, að Óskar var mikill
ræðumaður. Siðasta ræðan, sem
ég heyrði Óskar halda, var f til-
efni af þvi, að gamall maður var
að ljúka störfum við stofnun eina.
— Ræðumenn voru margir. Oflof-
ið keyrði úr hófi, eins gengur. —
Óskari lét sér fátt um lofið finn-
ast, en gat þess, að gamli maður-
inn, sem verið var að hylla, hefði
verið maður i orðs fyllstu merk-
ingu.
Ég kveð þennan vin minn og
starfsfélaga með hans eigin
orðum. — Óskar var maður.
Hjörtur Kristmundsson
fsak Eiríksson
—Minning
F. 8.3. 1899.
D. 1.5. 1977.
Síðbúin kveðja
Af tveggja sálna sælu
er sál hvers engils glödd
en heimsbörn. sem hiinin gleðja
til hæðanna verða kvödd.
Það kann að þykja undarlegt að
hefja minningargrein um látinn
heiðursmann með brúðkaups-
kvæði. En mér komu strax í hug
þessar ljóðlínur Einars Bene-
diktssonar, þegar ég frétti um
andlát vinar míns ísaks Eiríks-
sonar. Það er nefnilega erfitt að
minnast hins Iátna, án þess að
Kristínar konu hans sé jafnframt
getið, svo samtvinnuð voru þau
hvort öðru og svo mikil fyrirmynd
var þeirra sambúð, þeim er fengu
að kynnast.
Ég ætla því hér með þessum fáu
orðum ekki aðeins að sakna góðs
vinar, heldur líka að minnast
gleðistunda þeirra, sem við hjón-
in nutum með þeim á heimilum
okkar beggja.
Kynni okkar stóðu ekki lengi.
Ég held að ég hefi fyrst heyrt í
ísaki í sima skömmu eftir að hann
tók við rekstri útibús Kf. Rang-
æinga á Rauðalæk. Þá hringdi
hann oft til min að gera viðskipti
fyrir bændur í sveitinni og mér
fór að þykja vænt um manninn í
símanum, ekki vegna viðskipt-
anna, heldur vegna hans ljúf-
mannlegu framkomu. Kannski
var þetta gagnkvæmt. Mig langaði
til að hitta manninn og bað hann
að koma til min næst þegar hann
'yrði í bænum.
Ég man alltaf þennan fyrsta
fund okkar. Hlýr og góðlátlegur í
framkomu, likt og röddin í síman-
um. Við tókum spjall saman og
fórum fljótt að tala um ættir
Rangæinga. Kom þá upp úr kaf-
inu að hann og kona min voru
þremenningar og það var talin
næg ástæða til að hittast sem fyrst
aftur. Það var svo ákveðið að við
hjónin kæmum við, næst þegar
Pálína Guðjóns-
dóttir—Kveðja
Fædd 22 des. 1898
Dáin 8 maí. 1977.
Nú, þegar amma okkar, Pálína
Guðjónsdóttir er horfin sjónum
finnum við sárt til þess að ef til
vill hefðum við getað verið henni
meira.
Við munum alltaf muna bjarta,
bliða brosið, hlýjuna og bjart-
sýnina og hið góða og göfgandi
fordæmi sem hún gaf okkur. Það
veganesti ætti að endast okkur
lengi. Það var mannbætandi að
vera i nálægð hennar, alltaf jafn
innileg, glöð og hress, hverju sem
á gekk. Hún hafði fengið sinn
skammt af erfiðleikum lifsins, ríf-
lega útilátinn, en aldrei bognað,
létt og glöð var hún til hinztu
stundar.
Guð blessi ömmu okkar og gefi
henni góða heimkomu. Ástar-
þakkir fyrir allt hið góða, sem
hún ætið sýndi okkur.
í orðskv. Salómons segir á ein-
um stað: „Gott mannorð er dýr-
mætara en mikill auður. Vinsæld
er betri en silfur og gull“.
Addý, Nanna og Alda.
keyrt yrði austur og þá kynnt-
umst við þeim báðum, ísaki og
Kristinu, þessum tveim einstak-
lingum með eina sál. Ekki var
ætlunin að dvelja lengi í það
skiptið en mig minnir að i þessari
fyrstu heimsókn hafi ekki verið
komist hjá að þiggja góðgerðir og
brjóstbirtu. Siðan var sest við
hljóðfærið og sungið. Þetta varð
svo upphafið af góðum kynnum
okkar. Þá fann ég það líka fyrst
hve samrýmd þau hjónin voru og
hve mikið tillit þau tóku til hvors
annars.
Það var einhverjú sinni að vin-
ur minn einn sagði við mig i há-
væru vinahófi að það væri undar-
legt, hve hátt mönnum þyrfti að
liggja rómur í vinahópi. Raun-
verulega væru orð óþörf milli
vina, það væri nóg að vera í nær-
veru þeirra til að liða vel. Þannig
leið mér líka ávallt vei í návist við
ísak, enda var þar prúðmennskan
og ljúfmennskan í forsæti.
Við hjónin nutsag Kristin um
nokkur ár. Eftir að reiðarslagið
hafði dunið yfir sögðum við svo
hvort við annað, að skömm væri
að því að heimsækja ekki ísak
oftar. En kannski var það með
þegjandi samþykkti að við vildum
bæði muna hann eins og hann var
þegar allt lék i lyndi. Það er
nefnilega ljúf minning.
Á hlýjunni og ljúfmennskunni
hefði ísak getað komist langt. Ég
veit lika að hann kemst alla leið í
hinu góða ferðaveðri sem hann
fékk. Höfuðsmiðurinn mikli mun
líka halda öllum hliðum opnum.
Hetjunni sem eftir lifir sendum
við hjónin dýpstu samúðar- og
þakklætiskveðjur.
Árni Gestsson.
Daghjört Eiríksdótt-
ir—Minningarorð
í dag er jarðsungin frá Foss-
vogskirkju Dagbjört Eiriksdóttir,
Hverfisgötu 83, Reykjavik.
Dagbjört var fædd i Efra-
Langholti í Hrunamannahreppi
20 júlí 1914, dóttir Eiríks Jónas-
sonar fjallkóngs og Guðnýjar
Jönsdóttur. Hún var yngst þriggja
sýstkina er lifa bæði systur sína.
Þau eru Sigurður bóndi í Lundi í
Mosfellssveit og Jóhanna, frú i
Reykjavík. Á unga aldri tók
móðursystir hennar, Pálina
Margrét Jónsdóttir, hana í fóstur
og gekk henni i móðurstað og
minntist hún hennar alltaf með
mikilli hlýju og virðingu.
Árið 1934 giftist hún M'agnúsi
Einarssyni sjómanni og siðar
starfsmanni í Garða-Héðni. Þeim
varð sjö barna auðið, fjórir synir
og þrjár dætur. Þau eru Jón f.
1934, Erla f. 1935, Margrét f. 1936,
Þráinn f. 1938, sem dó af slys-
förum 14. 1. 1966. Magnea f. 1939,
Páll f. 1947 og yngstur Eðvald f.
1954. Barnabörnin eru fimm.
Dagbjörtu kynntist ég fyrir um
tólf árum er ég kynntist konu
minni Margréti, dóttur hennar, og
fann ég fljótt að þar fór kona með
mikla skapgerð og fórnfýsi. Alltaf
mátti leita til hennar í nauðum og
þá skorti ekki fyrirgreiðslu i
vandamálum og réð þá höfðings-
lund.
Dagbjört var dul kona og bar
ekki tilfinningar sinar á torg og
sást það bezt er Þráinn sonur
hennar og augasteinn lézt, þá tók
hún því með karlmennsku og
styrk sem einstætt var. Trúuð var
hún þó hún flíkaði þvi ekki.
Ðagbjört átti hin siðari ár við
vanheilsu og striða, en kvartaði
aldrei, svo fáir vissu um veikindi
hennar. Hún lézt að heimili sinu
8. maí og fékk hægt andlát.
Höfðingskona er gengin og mín
fátæklegu orð duga litt til að
minnast minnar kæru tengda-
móður.
Öll tregum við hana sárt, og
minnumst með þakklæti samveru-
stundarinnar i þessu lifi.
Hvil hún i friði.
Kristján Einarsson.
Páll Reynir Kristjáns-
son—Minningarorð
Fæddur 3. mars 1954.
Dáinn 7. ágúst 1976.
Kveðja frá
skólafélögum.
Sá hörmulegi atburður átti sér
stað þann 7. ágúst 1976 að slys
varð um borð í skuttogaranum
Dagnýju frá Siglufirði yst á
Strandagrunni. Slysið varð er
verið var að taka trollið inn og
drukknaði Páll Kristjánsson frá
Siglufirði. Páll var sonur hjón-
anna Lilju Jóelsdóttur og Krist-
jáns Rögnvaldssonar, Siglufirði.
Páll var 22 ára er hann lést og
hafði þá stundað sjómennsku í
ótta sumur eða frá 14 ára aldri, en
var við nám á veturna.
Kynni okkar af Páli hófust er
hann hóf nám i Menntaskólanum
á Akureyri haustið 1970 en hann
lauk stúdentsprófi þaðan vorið
1974. Um haustið hóf hann nám i
liffræði við Háskóla Islands enda
stóð hugur hans til náttúrufræða.
Hafði hann lokið tveim þriðju af
liffræðináminu er hann lést svo
sviplega.
Við sem þetta ritum vorum sam-
ferða Páli i gegnum Menntaskóla
og einnig völdum við sömu náms-
' leiðir er í Háskóla íslands kom.
Höfðum við því fylgst að í námi
i 6 ár og búið undir sama þaki i
nokkur ár fyrst á Heimavist M.A.
en siðar á Nýja-Garði í Reykjavík.
Þekktumst við því mjög vel.
Páll var góður drengur, rólegur
og yfirlætislaus en engu að siður
hafði hann sterk og að mörgu
leyti sérstæð persónueinkenni
sem allir minnast með söknuði.
I dagsins önn og gleði skýtur
minningunni um Pál heitinn oft
upp í huga okkár og mörg voru
þau atvik sem hann setti skemm-
tilegan svip á, enda hafði hann
ríka kimnigáfu.
Sum tilsvör hans eru hreint
ógleymanleg og eru raunar mál-
tæki meðal þeirra sem Pál
þekktu.
Gott var að vinna með Páli jafnt
utan skólans sem innan enda var
hann óvenju lipur maður að eðlis-
fari. Einungis góðar minningar
eru tengdar nafni hans.
Snemma hóf Páll að tefla skák
og náði hann leikni í þeirri íþrótt
sem allir muna sem við hann
tefldu.
Siðastliðið vor er við skólafélag-
arnir héldum hver i sína áttina til
vinnu í sumarleyfi hlökkuöu allir
til að hittast aftur að hausti.
Haustið kom en endurfundir okk-
ar voru harmi blandnir. Páll var
ekki lengur á meðal okkar og
stórt skarð sem aldrei verður fyllt
hafði myndast i raðir okkar.
Við vottum foreldrum Páls,
systkinum og öðrum vandamönn-
um okkar dýpstu samúðarkveðjur
um leið og við kveðjum þennan
góða dreng og þökkum honum
samfylgdina. Minningin lifir.
K.S./J.B.K.
Andófemönn-
um hótað
Belgrað. 13. maf. Reuter.
YFIRVÖLD í Rúmeníu hafa hót-
að þarlendum andófsmönnum að
þeir verði ákærðir um samsæri og
föðurlandssvik, láti þeir ekki af
baráttu sinni gegn meintum brot-
um á mannréttindum. Slík afbrot
varða tvær greinar I refsilöggjöf
landsins og er þar kveðið á um
fimm til tuttugu ára fangelsisvist.
Þá er haft eftir rúmenskum
andófsmönnum, að sex prestar
hafi nýlega verið handteknir fyrir
að hafa undirritað skjal þar sem
yfirvöldum er borið á brýn að
standa fyrir viðtækum trúarof-
sóknum í landinu. Hefði prest-
unum síðan verið sleppt en þeir
höfðu lofað því að tala ékki við
útlendinga. Samkvæmt sömu
heimildum segjast prestarnir
hafa sætt misþyrmingum í
fangelsisvistinni.