Morgunblaðið - 17.05.1977, Side 26
26
MOHGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1977
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
til sölu
fundir — mannfagnaöir
Frá Hofi
Höfum fengið nýjar gerðir af smyrnapúð-
um og teppum. Tvistsaumur nýkominn.
Höfum ótrúlegt úrval af alls konar hann-
yrðavörum. Ath. 10% afsláttur fyrir ellilíf-
eyrisþega og öryrkja.
Hof,
Ingólfsstræti 1,
(á móti Gamla bíó)
Blindraiðn
Brúðuvöggur margar stærðir, hjólhesta-
körfur, bréfakörfur, smákörfur og þvotta-
körfur, tunnulag. Ennfremur barnakörfur,
klæddar eða óklæddar á hjólgrind ávalt
fyrirliggjandi.
B/inc/ra iön.
Ingólfsstræti 16, — sími 12165.
Rækjupillunarvél
og hörpudiskavél
til sölu strax. Vélarnar seljast báðar sam-
an eða hvor í sínu lagi. Vélarnar eru
tilbúnar til flutnings og niðursetningar
strax. Hagkvæm kjör
Rækjuverksmiðjan h. f.
Hnífsda/.
Símar 94-3867, 3604 og 31 20.
Skipseigendur
Höfum verið beðnir að auglýsa eftir 40 — 60 lesta fiskiskipi
Góð útborgun fyrir rétt skip.
Frá Handknatt-
leikssambandi
íslands
Ársþing sambandsins verður haldið dag-
ana 10. og 1 1. júní n.k.
Þingið verður sett þann 10. júní kl.
18.00 í Félagsheimili Seltjarnarness.
Þau mál og tillögur sem leggjast eiga fyrir
þingið þurfa að hafa borist skrifstofu
sambandsins í íþróttamiðstöðinni Laugar-
dal, fyrir 1. júní n.k. H.S.Í.
veiöi
Silungsveiði
Höfum fengið til sölu veiðileyfi í Laxá og
Kráká í Þingeyjarsýslu.
Landssamband veiðifé/aga,
sími 15528.
nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð 2 og síðasta á m/b Guðbjörgu Elínu SH
53, þmglesin eign Péturs Péturssonar en talin eign ívars
Þórhallssonar, fer fram við bátinn sjálfan Njarðvíkurhöfn
miðvikudaginn 18. maí 1977 kl. 16.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
Borgarskip s/f., skipasala
Grettisgata 56, Sími 12320,
Ölafur Stefánsson hdl. Skúli B. Ólafs viðskiptafr.
heimasími 1 2077 heimasími 23676
Nauðungaruppboð 2. og siðasta á fasteigmnni Hólagata 29
efri hæð Njarðvik, þinglesin eign Svanbergs Þórðarssonar,
ferm fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 18. maí 1977 kl.
14.
Bæjarfógetinn í Njarðvík.
óskast keypt
Söluturn
Góður söluturn óskast til kaups. Tilboð
sendist Mbl. merkt: Söluturn 2203. fyrir
20. þ.m.
Til sölu
Volvo dráttarbifreið FB 89 árg. '74 með
ropson.
Einnig Fruehauf malarflutningavagn 3ja
öxla (þar af ein lyftihásing). Magn 21
m.3.
Uppl. í síma 81305 eftir kl. 4.
22ja sæta M. Benz
Óska eftir 21 til 22ja manna M. Benz til
kaups. Uppl. í síma 83351 eftir kl. 1 9.
Akureyri
Almennur fundur um stjórnmálaviðhorfið verður haldinn I
Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 19. mai n.k. kl. 20.30.
Alþingismennirnir Jón G. Sólnes og Lárus Jónsson og Halldór
Blöndal varaþmgmaður mæta á fundinn og halda stutt fram-
söguerindi og svara fyrirspurnum.
Mætið vel og stundvislega.
Sjalfstæðisfélögin á Akureyri.
— Afstýrum
Framhald af bls. 15
hafa haff undanfarin ár, ef þcssi
herlt'iðinK hefði ekki yfir okkur
dunið.
Til að veiða þetta viðbótarafla-
magn liefur nú þegar veriö fjár-
fest í skipum og fiskvinnslustöðv-
um vítt um landið, og fjármagnaö
af hinu vandmeðfarna atvinnu-
uppbyggingarfjármagni lands-
manna, sem lagt er til af spari-
fjáreigendum, fjárfestingarsjóð-
um atvinnuveganna og í gegnum
beina skattlagningu á borgarana.
Hver er staðan í dag?
Síminnkandi afli á sóknarein-
ingu og þar með stóraukinn til-
kostnaður á hvert fiskkfló, sem
fiskað er í öll veiðarfæri hvar sem
er við landið. Sú spurning hlýtur
að vakna, hvort útgerðarmenn
hafi snögglega orðið brjálaðir og
stjórnmálamenn ekki fengið við
neitt ráðið? Svarið er hreinlega
ekki svo einfalt. Sannleikurinn
liggur að mestu i vanþekkingu
stjórnmálamanna á veiðíþoli fisk-
stofnanna við landið og kunnáttu-
leysi i meðferð þessara mála i
samskiptum við útlendinga. En ég
hef grun um að það kunnáttuleysi
stafi fyrst og fremst af þekkingar-
leysi á sögu og efnisatriðum máls-
ins eins og þau lágu fyrir og hafa
legið fyrir i upphafi timabilsins
og það allt. Svo langt gekk þetta í
sambandi við uppbyggingu tog-
araflotans, að aflanum, sem hin
nýju skip áttu að fiska vegna út-
færslu landheíginnar, hefur alltaf
' eríð búið að ráðstafa meira og
ntinna tíl útlendinga með samn-
ingum eða aðgerðarleysi Gæzl-
unnar. Tækja- og skipakosti Gæzl-
unnar verður ekki hér um kennt,
því skip, sem gátu leyst landhelg-
isgæzlustörf af hendi voru alltaf
til staðar í togaraflota lands-
manna, og bezt sýndi sig i árangri
skuttogarans Baldurs, sem náðist
á lokastigi siðasta þorskastríðs
undir frábærri stjórn Höskulds
Skarphéðinssonar skipherra.
Þegar litið er á þessar stað-
reyndir sézt, að i algjört óefni er
komið með bolfiskveiðar íslend-
inga. Útgerðarmenn hafa nú loks-
ins gengið fram fyrir skjöldu með
Landssamband íslenzkra útvegs-
manna í fararbroddí og krafist
þess að stjórnvöld gérðu viðhlít-
andi ráðstafanir i niðurskurði á
okkar eigin afla svo ekki verði
farið yfir hámarksaflamagn byggt
á vísindalegum niðurstööum fiski-
fræðinga. Því blasir við að leggja
verði íslenzka fiskiskipaflotanum,
sem sótt hefur i bolfiskinn strax á
haustdögum. Eina tækifærið til
þess að seinka þessu er að segja
tafarlaust upp öllum núgildandi
undanþágusamningum útlend-
inga í íslenzkri fiskveiðiland-
helgi. Hvað á það að þýða í þessari
stöðu að láta í þaö skína við þá
erlendu aðila, sem sækja hér eftir
fiskveiðiheimildum, og er þar
fyrst og fremst átt við Breta með
Efnahagsbandalagið og Gunde-
laeh sem grýlu, að hér sé hugsan-
lega eitthvað út úr okkur hægt að
pína. Hvernig hugsa menn sér að
gera þjóðarkökuna raunverulega
stærri, svo hægt verði að bæta
afkontu almennings án óðaverð-
bólgu eða atvinnuleysis, þess
fólks, sem nú er farið að yfirgefa
landið hundruðum saman. Á sið-
astliðnu ári fluttust af landi brott
750 manns.
íslenzk stjórnvöld eiga nú
engra annarra kost völ en að
byrja það uppbyggingarstarf sem
verður að hefjast tafarlaust, ef
íslenzk þjóð á að bjargast.
Hatrammar deilur hafa nú risið
út af þeim reitum, sem eru eftir í
sjónum og eiga sjálfsagt eftir að
haröna að mun. Ræktun, sem
krefst fórna, kallar á samstarf og
tillitssemi. Einkahagsmunasjón-
armið landshluta eykur aðeins á
vandann. Sliðrum sverðin inn-
byrðis og hefjum ótrauðir rækt-
unarstarfið. Fórnir verður að
færa, en ef þeim verður jafnt
dreift er ótrúlegt að nokkur sker-
ist úr leik.
Auðunn Auðunsson,
skipstjóri.
— Nixon-Frost
Framhald af bls. 14
ætti kannski að segja af sér?
Nixon: „Já, það gerði hann
vafalaust. Ég vissi að hann
talaði um það við Alexander
Haig og Haldeman. Kissinger
lenti mjög oft í útistöðum við
aöra embættismenn og það var
oft erfitt. T.d. lenti honum oft
saman við William Rogers, sem
var mjög erfitt fyrir mig því að
við Rogers vorum mjög góðir
vinir. Víð Kissinger vorum sam-
starfsmenn en við vorurn ekki
persónulegir vinir. Þeir voru
báðir mjög stoltir og hæfir
menn og því var óhjákvæmilegt
að þeim lenti saman. Rogers
var ekki á móti því að Kissinger
sæi um leyniviðræður og
samninga eins og um Vietnam,
Kína, Rússland og Miðaustur-
lönd, en það fór i taugarnar á
honum að Kissinger skyldi fá
allt hrósið og umtalið. Það var
eðlilegt þvi að Rogers var
stoltur maður. Ég held að hann
hafi haft nokkuð til síns máls
og ég held að Henry viðurkenni
það lika. Rogers fékk ekki að
vita allt sem var að gerast og
hann var maðurinn, sem þurfti
að standa opinberlega fyrir
svörum. Henry kom oft til mín
og við rifumst um þessi mál.
Henry sagðist ekki segja
Rogers frá hlutunum, því að
hann myndi leka þeim. Ég sagði
við Henry að hann vissi eins vel
og ég að Rogers myndi aldrei
leka, embættisbáknið i utan-
ríkisráðuneytinu myndi leka,
en ekki Rogers ef við segðum
honum eitthvað i trúnaði.
Henry þekkti Rogers ekki eins
vel og ég gerði. Ég sagði hrein-
lega við hann að utanríkisráð-
herra Bandarikjanna yrði að fá
að fylgjast með þróun mála,
annað væri óhugsandi".
Frost: Hótaði Kissinger að
segja af sér ef John Conally
yrði skipaður utanríkisráð-
herra eftir Rogers?
Nixon: „Hann sagði ekki slikt
við mig, en ég hef lesið að hann
hafi sagt það við aðra. Henry
vissi að Connally væri mjög
sterkur persónuleiki og réði
yfirleitt hlutunum og það er
ekkert óeðlilegt að hann hafi
verið hræddur við það. Þetta
var ein af ástæðunum fyrir því
að ég valdi ekki Connally til að
taka við af Rogers, en ég veit að
Connally hefði orðið mjög
góður utanrikisráðherra. Eftir
að hafa staðið f deilum milli
Kissingers og Rogers i 4 ár, var
ég hreinlega ekki tilbúinn til að
fara í gegnum önnur slík, svo
að ég tók þá ákvöröun um að
láta Kissinger fá það embætti
líka“.
Að lokum spurði Frost hvort
Nixon sárnaði þau ummæli,
sem höfð væru eftir Kissinger
um hann. Nixon svaraði þvi til
að persónulega sárnaði sér
ekki, en fjölskyldu sinni hefði
sárnað/ verulega. Nixon sagðist
hafa sagt við Kissinger er hann
hringdi í sig eftir að einhver
ummæli hefðu birst og segði að
þau væru tekin úr samhengi, að
hann skyldi engar áhyggjur
hafa af sér, áiit hans eða um-
mæli um sig myndu engin áhrif
hafa á samband þeirra.