Morgunblaðið - 17.05.1977, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1977
27
Páll G. Þorleifs-
son-Minningarorð
Páll G. Þorleifsson, starfsmaður
hjá Olíuverslun Islands í Laugar-
nesi, andaðist á Landakotsspítala
8. mai s.l., 66 ára að aldri.
Páll fæddist á Staðarhóli i
Siglufirði, 20. des. 1910, yngstur
11 barna þeirra hjónanna Þorleifs
Þorleifssonar, skipstjóra frá
Siglunesi og Valgerðar Kristjáns-
dóttur. Sex systkinanna komust
til fullorðinsára, fyrirmyndar
fólk í alla staói, sem gott og
ánægjulegt var að kynnast. Til
Siglufjarðar fluttist Páll barn að
aldri með fjölskyldu sinni og ólst
þar upp. Móðir hans dó 1927, en
faðir hans og bróðir, Þorvaldur,
ásamt þriðja manni, drukknuðu i
róðri 3. des. 1933 og var það mjög
hörmulegt slys. Eftir það héldu
systkinin heimili saman með Dýr-
leifu móðursystur sinni, sem
lengi hafði verið hjá þeim. Tvö
systkinanna eru enn á lífi, Guð-
finna og Halldór, bæði búsett á
Siglufirði.
Innan fermingaraldurs kynnt-
ist Páll sjómennsku undir hand-
leiðslu föður síns, en 15 ára réð
hann sig á skip til vandalausra og
um tvitugt lauk hann fiskiskip-
stjóraprófi hinu minna, á Akur-
eyri. Stundaði hann síðan sjóinn
eingöngu um 15 ára bil, oftast
sem stýrimaður á fiskiskipum.
Ég kynntist Páli fyrst, er hann
giftist mágkonu minni 30. mai
1936, Elku Guðbjörgu Þorláks-
dóttur, frá Hafnarfirði. Hann var
afar heimakær og þau hónin sér-
staklega samhent um alla hluti.
Bar hið einstaklega gestrisna og
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast I síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
linuhili.
t
Móðir okkar
ÞÓRHILDUR
HANNESDÓTTIR
frá SumarliSabæ,
Álfaskeiði 56,
Hafnarfirði
andaðist 15. mai i Landakots-
spitala
Börn hinnar látnu.
S. Helgason hf. STEINIÐJA
llnhoia 4 Slmar 24677 og U254
myndarlega heimili þeirra um
það ljósan vott, bæði í sjón og
reynd, þar var ætíð gott að korna
og margur er sá einstæðingurinn,
sem leitað hefur styrks og hvíldar
hjá þeini hjónum á liðnum áratug-
um. Páll var glaðlyndur jafnaðar-
geðsmaður, traustur og grandvar
í allri sinni hegðan, afar vel lióinn
af samstarfsmönnum og naut
óskoraðs trausts yfirmanna sinna,
hvar sem hann vann. Einstaklega
heilbrigð og notaleg kímnigáfa,
sem Páll bjó yfir, kom oft frarn i
vinahópi og brást aldrei, þegar
börn komu við sögu, enda rnikill
barnavinur og hændust þau að
honum. Páll og Elka eignuðust
eina dóttur, Valgerði, sem er gift
Hreini Bergsveinssyni, fulltrúa
hjá Samvinnutryggingum og eiga
þau 5 börn
Við hjónin þökkum kærum vini
samfylgdina og allar góðu stund-
irnar, sem víð höfum átt saman og
biðjum góðan Guð að blessa minn-
ingu hans og varðveita sálu hans
að eilífu og megi hann einnig
styrkja konu hans og fjölskyldu í
sorg þeirra og söknuði.
Ólafur Tómasson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir og amma
INGUNN ÁRNADÓTTIR
frá Stórahrauni,
andaðist í Landspítalanum 1 5 maí s I
Elln Kristjánsdóttir,
Árni Kristjánsson, Kristine Eide Kristjánsson,
Áslaug Sigurðardóttir, Guðmundur Árnason,
Elsa og Einar Benediktsson og barnabörn.
+
Móðir okkar
INGVELDUR EINARSDÓTTIR,
frá Garðhúsum,
Grindavfk,
andaðist í Landakotsspitala sunnudaginn 1 5. maí
Ólafia R. Sigurðsson
Sigurður Rafnsson
+
Eiginkona mín
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
Melgerði 20,
andaðist i Borgarspitalanum 14 mai
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna
Pétur Lárusson.
+
Eiginkona min, móðir og tengdamóðir
ÞÓRUNN ÞORKELSDOTTIR EINARSSON.
andaðist á heimili sinu i New York 1 3. mai.
Edward Einarsson,
Eirtk Þór Einarsson.
Anna Kristfn Einarsson.
ViSar Jónasson.
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
GUORÚN GUNNARSDÓTTIR,
ÁlfaskeiSi 27.
HafnarfirSi,
andaðist að Sólvangi 1 5 maí
Magnús Haraldsson.
Sigriður Magnúsdóttir. Sveinbjörn GuSbjarnason,
Haratdur Magnússon. Margrét Pálsdóttir,
Gunnar Magnússon.
GuSbjörg Á. Magnúsdóttir, Sveinn ÞórSarson
og barnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín. dóttir min, móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vorsabæ 7,
sem andaðist að morgni hins 10 mai, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 18 maikl 1:30
Stefán ASalbjörnsson.
Helga Einarsdóttir.
Fanney Stefánsdóttir.
Laufey Ninna Stefánsdóttir,
Eygló Stefánsdóttir.
ASalbjörn Stefánsson,
GuSmundur Helgi Stefánsson,
SigurSur Ingi Sigmarsson.
Magnús Ólafsson,
Gunnar Erlendsson,
Anna Björg Stefánsdóttir.
GuSni Falur Stefánsson,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
+
INGIBJORG BJÖRNSDÓTTIR
(frá Auðkúlu)
Glóru, Hraungerðishreppi,
lézt á Landspitalanum föstudaginn 1 3 mai.
Þórarinn Sigmundsson
og börnin.
+
Eigmkona mín, móðir okkar, fósturmóðir og tengdamóðir
sigþrúður pétursdóttir
andaðist 14 mai Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaq 20 mai
kl 10 30
Gissur Pálsson
Pétur Kristjónsson Aðils
Guðbjörg Kristjónsdóttir Einar Kristjánsson
Sigrún Gissursdóttir Sigurður Jörgensson
Margrét Gunnlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Minmngar-
sjóð Bryndísar Gissursdóttur Minningarspjöld fást í Bókabúð Æskunn*
+
Elskuleg dóttir mm, eigmkona, móðir. systir, mágkona og tengdadóttir
SVANHILDUR SALBERGSDÓTTIR
Leirubakka 18
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18 maí kl 3 e h
Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Hjartavernd.
Ingiríður Vilhjálmsdóttir
Sigurður Mar Kristín Mar
Birna Mar Steinunn Mar
Ásthildur Salbergsdóttir Friðrik Söebech
Vilhelmfna Salbergsdóttir Jóhann Hálfdánarson
Guðmundur Salbergsson Karólína Árnadóttir
Cæsar Mar Jóhanna Mar
+
Útför fröken
RAGNHEIOAR JÓNSDÓTTUR
fyrrverandi skólastjóra
Kvennaskólans i Reykjavik
fór fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. mai i kyrrþey að ósk hinnar
látnu
Þökkum sýnda samúð
Vandamenn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
ÞÓRÐAR ST. BENEDIKTSSONAR
Fagradalsbraut 1 1,
Egilsstöðum.
Steinunn Guðnadóttir
Benedikt G. Þórðarson
Pétur F. Þórðarson
Guðný H. Þórðardóttir
Helgi J. Þórðarson
Steinarr Þ. Þórðarson
Guðrún M. Þórðardóttir
Védís K. Þórðardóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Óli J.K. Magnússon
Svanborg Björnsdóttir
Magnús Kristjánsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför.
JÓNS RAGNARS HANSEN,
frá Skutulsey,
Lindargötu 1 3.
Sérstakar þakkirfærum við læknum og hjúkrunarliði Borgarspítalans
Steinunn Helgadóttir,
Tómas Rögnvaldsson.
+
Þökkum af alhug sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
GUÐBJARGAR BRYNDÍSAR JÓNSDÓTTUR
frá Skógi.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks og allra þeirra sem
heimsóttu hana og veittu henni gleðistundir á langri sjúkrahúsveru
F h systkinanna,
Halldór Jónsson