Morgunblaðið - 17.05.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAt 1977 29 fclk í fréttum ‘VA»A~ÍV §* 52*3?^ „ !t 5"/-’7£^2í'~ ^‘SpSi^S? Zs^SsgS gS?- 43Þí*V !|fc~l iii ~ ÍÍ^ÍC^.':" + t danska blaðinu Aktuelt rákumst við á grein um fimm unga arkitekta og hugmyndir þeirra um það, hvernig menn eigi að búa. Myndir fylgdu og kom þar fram að einn pilturinn ber fslenzkt nafn, heitir GUÐMUNDUR GUNNLAUGS- SON. Með svolftilli eftir- grennslan komumst við að því að þetta er sami pilturinn, sem komst f blöðin þegar hann var f barnaskóla og var með tilrauna- starfsemi með útungun á ha nu- eggjum við rafljós f Hafnarfirði. Seinna tók Guð- mundur stúdentspróf frá MR og er nú f arkitektanámi í Kunstakademiets Arkitekt- skole f Danmörk. En hann var einn af þremur sem hlaut eftir- sóttan námsstyrk frá Dansk Islansk Samfund. Guðmundur er Hafnfirðingur, sonur Gunn- laugs Ingasonar og Helgu Guð- mundsdóttur. Hugmyndir ungu arkitekt- anna fimm um bústaði eru skv. Aktuelt, í þá átt að nú skulum við fara að færa okkur aftur niður á jörðina og búa í lágri þéttri byggð, leggja meiri áherzlu á tengsl og félagsskap fbúanna en nú er. Með því að pakka húsunum, sem þó mega ekki vera hærri en 3—4 hæðir þéttar saman, megi fá rými til sameiginlegra nota svo sem grænmetisræktunar og úti- vistar. Öll byggðin skuli vera sveigjanlegri, þannig t.d. að ungu hjónin geti fengið að byggja lftil kjarnahús, og bæti svo 1—2 herbergjum við sfðar, þegar fjölskyldan stækkar. Einnig megi blanda vinnustöð- um með léttum iðnaði innan um b.vggðina. Sem sagt að gera húsin minni og manneskju- legri, og hafa fleira sameigin- legt. T.d. sé spurning um hvort hver íbúð þurfi sína eign frysti- kistu, eigin þvottavél og öll tómstundatæki út af fvrir sig. Þetta megi allt hafa f samegin- legri miðstöð hverfisins. Auð- vitað skuli hver fjölskylda hafa sfna eigin íbúð með eldhúsi, baði o.s.frv., en hverfið sé sam- an sett af mismunandi teg- undum íbúða, svo kynslóðirnar eigi kost á að búa nálægt hver annarri og fólk geti verið meira saman. eins og áður var meðan á heimilunum voru 15—20 manns. Brey tingar á skipulagi og verk- efnum Æskulýðssambandsins 10. þing Æskulýðssambands ís- lands var haldið á Hótel Loftleiðum s.l. laugardag, 30. apríl. Þingið sam- þykkti ný lög fyrir Æskulýðssam- bandið. sem mun einbeita sér að samskiptum við hliðstæð samtök í öðrum löndum. Jónas Sigurðsson, fráfarandi for- maður, setti þingið Þingforseti var Jónas Guðmundsson, SUJ. og þingrit- ari Þórður Ingvi Guðmundsson. SHÍ Jónas Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar. og Elías Snæland Jónsson, formaður utanríkisnefndar. flutti skýrslu um erlend samskipti ÆSÍ síð- ustu tvö árin Garðar Sveinn Árnason. gjaldkeri skýrði fjármál og reikninga Meginverkefni þingsins var að fjalla um drög að nýjum lögum fyrir Æsku- lýðssambandið. og voru þau einróma samþykkt Lögin gera ráð fyrir veiga- miklum breytingum á verkefnum og skipulagi Æskulýðssambandsins Lagabreytingarnar fólu m.a í sér, að ný sambandsstjórn tekur við þeim verkefnum. sem stjórn og utanríkis- nefnd hafði áður. Öll aðildarsambönd ÆSÍ, sem nú eru 12 talsins, eiga fulltrúa í sambandsstjórninni. en kjör- tímabil hennar er tvö ár. í samræmi við breytt verkefni Æsku- lýðssambandsins fjölluðu samþykktir þingsins eingöngu um erlendu sam- skiptin. en þingið taldi mikilvægt. að Æskulýðssambandið ynni að því að auka möguleika íslensks æskufólks á að taka virkan þátt í norrænu og al- þjóðlegu æskulýðssamstarfi segir í frétt frá ÆSÍ Einhugur var um stjórnarkjör sem aðrar gerðir þingsins. en Elías Snæ- land Jónsson, blaðamaður, var kjörinn formaður Æskulýðssambandsins Norræn samkeppni um Norrænt hús í Færeyjum. Norræna ráðherranefndin og landsstjórn Færeyja hafa efnt til opinberr- ar samkeppni um Norrænt hús í Færeyjum. Hið nýja Norræna hús verður í Þórshöfn og á að geyma húsakynni fyrir fjölþætta menningarstarfsemi,— allt frá leiksýningum, hljómleikum og listsýningum til þjóðdanssýninga og ýmis konar fundarhalda. í dómnefnd eru: Jan Stiernstedt skrifstofustjóri, Svíþjóð, Danjál Paulli Danielsen landsstjórnarmaður, Færeyjum, Jacob Blegvad arkitekt M.A.A. Danmörku, Ragnvald Bing Lorentzen arkitekt MNAL, Noregi og Kristian Gullichen arkitekt SAFA. Finnlandi. Upphæð verðlauna er samtals 175.000 - d. kr., þar af verða 1. verðlaun a.m.k. 60.000 - d. kr. Beiðni um útboðsgögn eru til afhendmgar hjá Arkitektafélagi íslands og öðrum norrænum arkitektafélögum. Tillögum skal skilað í síðasta lagi 1 5. september 1 977. Búist er við að úrskurður dómnefndar liggi fyrir 8. október 1 97 7. Ódýr ÞAKMÁLNING LITUM. KR. 550- PR.LÍTRI MEÐ SÖLUSKAHI Siðumúla 15 simi 3 30 70 „Hvað á ég að gera, ég er umkringdur fíflum?” + Enski söngvarinn og popp-stjarnan Elton John varð skrítinn á svipinn þeg- ar enska prinsessan Alex- andra spurði hann eftir konsert sem hann hafði haldið fyrir góðgerðastofn- un hvort hann notaði kokain eða önnur eiturlyf til að hressa sig. Það hefur ekki verið látiS uppi hverju hann svaraði, en í jakka- kraganum bar hann merki sem á stóS: „Hvað á ég að gera, ég er umkringdur fífl- um?" •s - Fiskiskip Höfum til sölu 120 brt. stálfiskiskip, smíöaö árið 1971, og 29 brl. tréfiskiskip, smföað áriö 1973. Höfum fjársterkan kaupanda aö 15—20 brt. bát. Lögfræðiskrifstofa Þorfinns Egilssonar hdl„ Vesturgötu 16, Rvk., sími28333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.