Morgunblaðið - 17.05.1977, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1977
33
JT'
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
2JL------------
ar þiö sögðuð frá og á sund var
yfirleitt aldrei minnst, tæki þessi
eini kappi ekki þátt i því. Nú eru
kapparnir 3—4 af báðum kynjum
samanlagt og sund ekki til nema
þetta fólk sé með. Er þetta rétt og
iþróttamannslega að farið? Ef þið
fréttamenn getið ekki lagt á ykk-
ur að fylgjast betur með sund-
íþróttinni og þvi, sem er að gerast
þar, má ekki ráða einn í viðbót,
gamlan sundmann frá árunum
'69—'74, sem sæi um allar fréttir
af sundinu fyrir alla fjölmiðla?
Ekki þyrftu þá launin að vera svo
há, miðað við laun sundþjálfara
yrðu þau e.t.v. — já þegar aurar
væru til — svona tuttugu þúsund
kr. á mánuði eða bara ánægjan af
starfinu. Það er ósk min og
ábyggilega ótal margra annarra,
að úr rætist og við fáum að sjá i
blöðum og heyra í útvarpi og sjá
og heyra i sjónvarpi vikulega
fregnir af sundiþróttinni. Þar er
alltaf eitthvað að gerast. Þakka
orðið Elín Ólafsdóttir.“
Hér þykir Velvakanda íþrótta-
fréttamennirnir aldeilis skamm-
aðir og gefið i skyn að þeir stígi
ekki í vitið. Það er að áliti Velvak-
anda algjör misskilningur og út í
hött að halda þvi fram. Um vinnu-
brögð þeirra varðandi val á frétt-
um til að gera skil þekkir Velvak-
andi ekki svo gjörla, en trúað gæti
hann að ekki væri öllu hægt að
sinna og stundum verði að taka
það framyfir, sem vitað er að
fleiri hafa áhug á og fleiri eru
tengdir. Að öðru leyti er þeim
frjálst að svara sjái þeir ástæðu til
þess.
0 Ein vinna
fyrir tvo?
„Kæri Velvakandi.
Ég er ein af eldri borgurum,
sextug, og þó ég sé ekki ein hinna
öldruðu þá á ég samt við sama
vandamál að stríða og þeir, þar
sem ég er ekki fær um að vinna
heilsdagsvinnu, en hefi heilsu og
þrek til þess að vinna hálfsdags-
starf. Og til þess langar mig, en
það er alveg sama hvar ég reyni
að fá slika vinnu það er alls staðar
sama svarið: Nei, þvi miður, við
viljum aðeins hafa fólk allan dag-
inn.
Maðurinn minn er orðinn full-
orðinn og getur þvi ekki unnið
eftirvinnu og við lifum því ein-
ungis af hans dagvinnulaunum og
þau eru það lítil að endar ná ekki
saman og þykir okkur það anzi
hart að geta ekki t.d. farið í sum-
arfri eða leyft okkur að fara í
leikhús þegar okkur langar til. En
slikt gætum við ef ég ynni eitt-
hvað úti. Mér finnst að atvinnu-
rekendur og stofnanir ættu að
gera meira af þvi að skipta störf-
um eins niður í störf fyrir 2 aðila
og fá fleiri húsmæður út á vinnu-
makaðinn. Ég þekki ótal húsmæð-
ur sem stendur svipað á fyrir.
Eldri kona.“
Svo er hérna dálítið til útvarps-
ins. Okkur miðaldra fólki vantar
meira af léttri tónlist, sérstaklega
með eftirmiðdagskaffinu eins og
var hér áður. Okkur finnst alltof
mikið af þungri tónlist og popp-
rnúsík."
Þessir hringdu . . .
0 Forgangurinn til
á Norðurlöndum
Forráðamenn Strætisvagna
Reykjavfkur hafa haft samband
við Velvakanda og vildu benda á
að á Norðurlöndunum er það við-
ast komið í lög að almennings-
vagnar hafi forgang. Mun svo
vera i Svíþjóð, Danmörku og Nor-
egi, en ekki í Finnlandi, í hinum
hefði þetta verið komið í lög fyrir
nokkrum árum. Þá sögðu þeir að
þessi forgangur væri vitanlega
ekki hugsaður þannig að strætis-
vagnstjórarnir æddu beint út i
umferðina, heldur að þegar merk-
ið hefði verið gefið væri hægt að
ætlast til þess að öðrum bifreiðar-
stjórum að þeir gæfu vögnunum
SKÁK
tækifæri til að komast inn á ak-
brautir frá biðstöðvunum. Þeir
yrðu að halda sinni áætlun og það
mætti t.d. benda á þann forgang,
sem hinn almenni bifreiðarstjóri
hefði, að geta farið niður á Skúla-
götu þegar mikil og hæg umferð
væri um Laugaveg. Það gætu
strætisvagnarnir ekki. Þá má
einnig vikja að þvi að i vögnunum
eru frá 10 og upp i 50 farþegar, en
1,2 til 1,4 í einkabifreiðum að
meðaltali og væri það sjálfsagt
dæmi um lýðræði að geta veitt
þennan forgang.
Þetta voru helztu atriðin i sjón-
armiðum hjá forráðamönnum
S.V.R.
Umsjón:
Margeir Pétursson
URSLITIN í viðureign skáksnill-
inganna Tals, Sovétríkjunum, og
Portisch, Ungverjalandi, á milli-
svæðamótinu i Biel sl. sumar
höfðu mikil áhrif á gang mótsins.
Hér gefur að líta lok skákarinnar.
Tal, sem hefur hvítt og á leik,
gerir út um skákina í einu vet-
fangi:
37. Rh6! (En ekki 37. Rd6 —
Dc6+), svartur gafst upp, því að
hann á enga vörn við hótuninni
38. Dg8 + !! — Hxg8, 39. Rf7 mát.
HÖGNI HREKKVÍSI
Anægjulegt að sjá að f brjðsti hans bærast þrátt
fyrir allt viðkvæmni og hjartahlýja.
Fullkoinió philips verkstæói
Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá
og eftirliti með Philips-tækjum
s'á um allar viðgerðir.
heimilistæki sf
SÆTÚNI 8. SÍM1:1 3869.
Hjólhýsi
Vel með farið hjólhýsi
Cavalier 4/40 GT til sýnis og sölu í porti
Kassagerðar Reykjavíkur. Nánari uppl. gefnar á
afgreiðslunni.
Kassagerð Reykjavíkur, Kleppsveg 33.
Við útvegum allar tegundir
þorskaneta fyrir næstu
vertíð. Lágt verð.
ILiJián G. GiJaAnnF
J Hverfisgötu 6, sími 20000.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐI
MORGUNBLAÐINU