Morgunblaðið - 17.05.1977, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MAl 1977
f------------------------
Dansktmótá
sænskri grund
FYRSTA opinbera heimsmeistaramótið í badminton var haldið í Málmhaugum f Sviþjóð fyrir
nokkru. Það kann e.t.v. að þykja furðulegt, að ekki skuli fyrr hafa verið haldið heims-
meistaramót i iþróttagrein, sem stunduð hefur verið í 250 ár. Ástæðan erfyrst og fremst sú,
að til þessa hefur verið litið á „All England" mótið sem óopinbera heimsmeistarakeppni og
hafa sigurvegarar í því móti jafnan verið nefndir heimsmeistarar, en „All England" hefur
verið haldið árlega siðan 1899. Á mótinu i Málmhaugum voru saman komnir 135 beztu
badmintonleikmenn 26 þjóða, þar af 2 frá íslandi Mótið fór fram í „Isstadion" sem er
iþróttahöll, sem tekur 6800 manns f sæti. Alls voru leiknir 179 leikir á þeim 5 dögum sem
mótið stóð yfir.
Þáttur íslands.
Ekki verður annað sagt en að fslensku
þátttakendumir hafi staðið sig með
sóma á þessu fyrsta HM, en þeir
Sigurður Haraldsson og Jóhann
Kjartansson sigruðu báðir and-
stæðinga sína í fyrstu umferð í einliða-
leik eins og kunnugt er af fréttum en
töpuðu hins vegar i tvíliðaleik í þokka
legum leik í annarri umferð mættu
þeir ofjörlum sinum, en sýndu ágæt
tilþrif. sérstaklega Sigurður i leik
sínum við Conzales
Vonbrigði Svía
Það urðu Svium mikil vonbrigði að
þeir, sem mestar vonir voru bundnar
við, þeir Kihlström og Fröman, voru
slegnir út í undanúrslitum tviliðaleiks-
ins, en þeir urðu m a All England-
meistarar i fyrra og sigruðu á NM i
Reykjavík i nóv s I Þó bætti Kihlström
nokkuð fyrir með því að vinna annan af
efstu mönnum mótsins, Lien Swie
King frá Indónesiu, og komast þannig i
undanúrslit i einliðaleik Helsta von
Svía i einliðaleik var þó Sture Johns-
son, en hann tapaði fyrir Flemming
Delfs í fjórðungsúrslitum
Danir sigursælir
Danir unnu þrjár greinar af fimm á
þessu fyrsta HM og skipuðu sér þar
með á bekk sem fremsta badminton-
þjóð í heimi i dag Þau flemming Delfs
og Lene Köppen, sem sigruðu i einliða-
leik, og Steen Skovgaard. sem sigraði f
tvenndarleik ásamt Lenu, urðu þjóðar-
hetjur i heimalandi sinu og voru sér-
staklega hyllt f K B -hallen í Kaup-
mannahöfn við heimkomuna ásamt
þeim Svend Pri. sem fékk silfur i
einliðaleik og þeim Inge Borgström og
Piu Nielsen sem fengu brons i tvíliða
leik.
Hvar er Lena?
Áður en úrslijaleikirnir hófust á
sunnudaginn gengu keppendur fylktu
liði inn í salinn þar sem þeir voru
kynntist fyrir Karli Gústafi XVI, Svikon-
ungi Hinir fjölmörgu dönsku áhorf-
endur tóku fljótt eftir því, að þar vatn-
aði Lene Köppen í hópinn — en hvar
var hún spurðu þeir sjálfa sig Er hún
slösuð? o.s.frv — Nei, hún var á
hlaupum eftir hinum löngu göngum
hallarinnar til að hita upp. það var
henni mikilvægara en að heilsa kóngi.
enda ætlaði hún sér að heilsa honum
með gull um hálsinn þegar hún tæki
við verðlaunum sínum eftir leikmn
Flemming næstum dæmdur úr leik.
Flemming Delfs lenti strax í sinum
fyrsta leik i hinum mestu erfiðleikum
með Ray Stefens frá Englandi sem
vann fyrstu lotuna 15—7 en Delfs
marði aðra lotuna 17—15 og þurfti
því oddalotu Samkvæmt lögum fengu
kapparnir 5 min hvild en þegar Delfs
var ekki kominn eftir 8 mín vildi
dómarinn dæma Stevens sigurinn Yf-
irdómari mótsins, Ole Mertz (Dan ), var
tilbúinn til að staðfesta úrskurðinn en
þá birtist Delfs og bar því við að
búningsherbergin væru svo langt i
burtu Fyrir eindregin tilmæli Stevens
var leiknum haldið áfram og sigraði þá
Delfs 15—6 Eftir leikinn sagði
Stevens, að það væri ekki rétta leiðin
til að verða heimsmeistari að vinna á
þann hátt sem honum var innan hand-
ar — sannur iþróttaandi það
Lene Köppen stjarna mótsins.
Fyrir útslitaleikinn sagði Lene að hún
væri hvergi hrædd við Gilks. „Ég hef
mætt henni tvisvar i ár og unnið hana í
bæði skiptin og ætla mér það aftur nú.
þó svo að hún hafi átt mjög góðan leik
á móti Yuki (Japan) i undanúrslitunum
Ég er í toppformi," sagði þessi gleð-
lega stúlka sem við sáum vinna þrefalt
hér NM i Reykjavík í haust Auk þess
sem hún stóð við þessi orð sin var hún
..fyrirliðinn" í úrslitaleiknum í tvenndar
leik þar sem hún hvatti og stappaði
stálinu í hinn unga meðspilara sinn,
Steen Skovgaard. og á lokamínuðtum
leiksins gerði hún hreinlega út um
hann upp á eigin spýtur — stórkost-
legt
Pri hættir í einliðaleik
Eftir úrslit einliðaleiksins sagði
Svend Pri, að hann hefði spilað sinn
sfðasta einliðaleik Næsta ár ætla ég að
einbeita mér að tvíliðaleik og spila með
hinum unga og stórefnilega Morten
Frost," sagði þessi 31 árs gamli
badmintonspilari, sem undanfarin 10
ár hefur haldið nafni Danmerkur á
toppnum í badminton í heiminum frek-
ar en nokkur annar Það var mál
manna, að hann hefði spilað þetta mót
mjög vel þó svo að hann réði ekki við
Delfs í úrslitunum
Úrslitaleikirnir
Úrslitaleikirnir fóru fram á sunnudag
eins og áður sagði fyrir hinu geysistóra
húsi þéttsetnu og voru Danir þar mjög
áberandi sem von var
Fyrsti heimsmeistari í badminton
varð hinn 24 ára gamla tannlækna-
stúdína Lene Köppen, en hún sigraði
Gillian Gílks (Engl ) í hörkuspennandi
úrslitaleik 12—9. 12—11 þar sem
meira bar á taugaspennu en góðum
leik Þessar tvær stúlkur höfðu þó sýnt
frábæra leiki í mótinu, en Gilks sigraði
ma japönsku stúlkuna Hiro Yuki
11—4 og 11 — 7, en þessar þrjár
stúlkur voru fyrirfram taldar sigur-
stranglegastar í mótinu Eftir leikinn
fékk gleðin lausan tauminn hjá heims-
meistaranum og á meðan gleðitárin
streymdu niður kinnarnar hljóp hún
um allan salinn með her Ijósmyndara á
eftir sér og kom við á áhorfendapall-
inum þar sem unnusti hennar. Hans
Röpke (þekktur badmintonspilari), varð
fyrstur til að óska henni til hamingju
með þennan stóra sigur
Þegar fyrir úrslitaleikinn f einliðaleik
karla var það Ijóst, að fyrsti heims-
meistarinn í þessari grein yrði danskur
þar sem þeir áttust við þeir Flemming
Delfs og Svend Pri Hafði Pri á orði. að
sér fyndist hálf einkennilegt að vera að
fara að spila til úrslita f heimsmeistara-
mótinu gegn manni sem hann hefði
spilað við daglega síðasta mánuðinn
fyrir mótið Hann sagði að úrslitin
réðust af því hvor væri betur fyrir
kallaður Delfs sagði að leikar stæðu
5—3 sér í hag eftir mót vetrarins, en
var þó ekkert alltof sigurviss, en hvergi
hræddur Það kom síðan í Ijós, að það
var Delfs sem var í stuði, hann bókstaf-
lega lék sér að Pri og sigraði 15—5,
15—6 Þrátt fyrir að Pri fengi þó
nokkur tækifæri á að beita sínum
frægu smössum dugði það skammt því
Delfs hreinlega „hirti" þau flest. Effir
leikinn sagði Pri, að hann hefði fundið
það strax eftir 3—4 bolta að hann
hefði enga möguleika svo sterkur var
Delfs Flemming Delfs, sem er 25 ára,
kórónaði með sigri sínum einstaklega
glæsilegt keppnistímabil en áður hafði
hann sigrað á DM, NM. EM, All Eng-
land auk þess á nokkrum alþjóðlegum
stórmótum.
í einstaklega skemmtilegum úrslita-
leik f tvfliðaleik kvenna sigruðu
jöpönsku stúlkurnar Etsuko Tognoo og
Emiko Ueno hollensku stúlkurnar Joke
van Bausekom Bausekom (býr í Dan-
mörku) og Marjan Ridder-Luesken
15—10, 15—11 í þessum leik
sýndu japönsku stúlkurnar frábæra
tækni og snerpu, var t d með eindæm-
um hvernig þær náðu boltanum sem
manni sýndist vera f gólfinu eftir hin
föstu smöss þeirra hollensku
Eftir leikinn sögðu þær Tognoo og
Ueno að þær hefðu unnið þennan leik
með hraðanum fyrst og fremst og hefði
það hjálpað þeim einnig að þær voru
hvergi hræddar þar sem þeim hefði
tvisvar í vetur tekist að vinna þessar
reyndu og frábæru badmintonkonur.
í al-indónesískum útslitaleik í tvfliða-
Að loknum úrslitaleiknum í einliðaleik létu þeir eins og beztu vinir Flemming Delfs, sem sigraði, og
Svend Pri, en þessir tveir Danir hafa háð marga heiftúðuga orustuna á badmintonvellinum.
ÉG ER HEIMSMEISTARI — Lena Köppen og Sten Skovgard fagna
innilega sigrinum f tvenndarkeppni og Skovgard hefur fleygt spaða
sfnum upp f rjáfur fþróttahallarinnar. (Ljósm. Si. Agúst).
leik karla sigruðu þeir Tjun Tjin og
Johan Wahydi þá Christian og Ade
Chandra f ójöfnum leik og lítið spenn-
andi 15—6, 15—4 Eins og áður
sagði þótti Svíum súrt í brotið að þeim
Kihlström og Fröman tókst ekki að
komast í úrslit en einnig var búist við
miklu af þeim Delfs og Skovgaard sem
léku nú saman f sínu fyrsta móti.
Síðasti og jafnframt skemmtilegasti
úrslitaleikur þessa fyrsta HM í badmin-
ton var tvenndarleikur. Þar áttust við
þau Steen Skovgaard og Lene Köppen
frá Danmörku og hins vegar Derek
Talbot og Gillian Gilks frá Englandi
Þegar staðan var 14—12 í fyrri lot-
unni fyrir Danina sem þá höfðu boltann
í seinni sendingu náði Talbot góðu
smassi sem öllum sýndist „vera inni"
Þá brá hins vegar svo við, að Ifnu-
vörðurinn dæmdi boltann úti Talbot
brást þá hinn versti við og gerðist
allhvassyrtur við dómarann og línu-
vörðinn og endaði þessi rimma þann-
ig, að yfirdómari mótsins „sagði línu-
erðinum upp" á staðnum, en dómurinn
var látinn standa í seinni lotunni
höfðu Danirnir töglin og hagldirnar f
leiknum þar til staðan var 10—3 en
þá fóru þau ensku að sækja á og voru
taugarnar þá alvarlega farnar að bila
hjá Skovgaard og kom upp staðan
1 3— 1 0 og 1 3— 1 3 og var þá hækk-
að um 5 punkta en aftur kemur upp
jöfn staða þegar aðeins einn punktur
var eftir, 17—17. Þá gekk boltinn
þrisvar á milli andstæðinga án þess að
öðru liðinu tækist að gera út um leik-
inn. í „rafmögnuðu andrúmslofti" tókst
loks þeim dönsku að sigra við mikinn
fögnuð áhorfenda Það kom vel f Ijós
hversu taugar Steen Skovgaards voru
farnar að bila þegar hann lagðist
hágrátandi í gólfið og ætlaði aldrei að
verða tilbúinn til að taka við heims-
meistaragullinu úr hendi Karls Gústafs
Svíakonungs. Danskir áhorfendur
höfðu á orði að það væri furðulegt
hvernig önnur eins taugahrúga gæti
orðið heimsmeistari.
Framkvæmdin Svfum til sóma.
Ekki verður annað sagt en að Svfar hafi
gert myndarlega úr hugmynd sinni um
að halda opinbera heimsmeistara-
keppni í badminton og greinilegt að
mikið og vandað starf liggur að bakin
þessu móti. Vonandi er að þar með
hafi verið lagður grunnur að reglulegu
HM um ókomna framtíð, en ákveðið er
að halda næsta HM í Indónesfu 1 980
Islendingarnir tveir stóðu sig betur en búist hafði verið við á heims-
meistaramótinu og sést Jóhann Kjartansson á fullri ferð á þessari
mynd.
Siguröur Agúst Jensson
skrifar um fyrsta heims-
meistaramótiö í badminton