Alþýðublaðið - 21.10.1958, Síða 1
Sírandvirki kommúnista hefja!
á ný j
r *
Krafa Emils Jónssonar í fjárlagaumræðunum:
Áællun um þj
(NTB). mánudag,
STRANDVIKKI: kommún-
ista hófu í.dag aðnýju skothríð
Voðaskot verður
manni aðbana
ÞAÐ sviplega slys vildi til
aðfaranótt s 1. sunnudags, að
maður norður í Aðaldal beið
bana af voðaskoti. Þá um nótt
ina var beðið um leitarflokk
fiá Húsavík tiJ að leita manns
ins, Halldórs Benediktssonar,
Garði í Aðaldal, sem liorfið
hafði að heiman frá sér. _
Fannst hann skömmu síðar
með skotsár á höfði og mun
hann hafa beðið bana sam-
stundis við slysið. Halldór
heitinn var einhleypur máður,
rúmlega fertugur að aldri, —
osnur Benedikts bónda á
Garði í Aðaldal.
í dag hefst í blaðinu
NYR ÞÁTTUR
Hann mun birtast á þriðju-
dögum, heitir „A þingpöll-
um“ og er skrifaður af
Helga Sæmundssyni rit-
stjóra.
á Quemoy, Bera Kínverjar því
við að þjóðernissinnar hafi ekki
hlýtt tilmælum um það að
bandarísk herskip mættu ekki
fylkja skipalestum til Quemoy.
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið lýsti -því yfir í kvöld að
bandarísk herskip hefðu ekki
verndað flutningaskip á leið til
Quemoy og mundu ekki gera
það fyrr en hernaðarlee nauð-
syn krefðist.
Eisenhower forseti hefur átt
langar viðræður við ráðgjafa
sína og Dulles utanríkisráð-
herra. Eru bandarískir stjórn-
málamenn mjög uggandi út af
ástandinu á Formósusundi.
í London og Tokyo er því
haldið fram af sérfræðingum að
með því að hefja á ný skothríð
á Quemoy hafi Pekingstj órnin
viljað refsa þjóðernissinnum
koma til Formósu í þeim til-
gangi að ræða innanríkismál
Kína. Brezkir stjórnmálamenn
eru þeirrar skoðunar að komm-
únistar hafi aðeins beðið eftir
átyllu til að hefja skothríðina á
ný, og varpi nú ábyrgðinni á
andstæðingana.
Það er einnig eftirtektarvert
hversu Pekingstjórnin notar
deiluna um eyjarnar út af Kína
strönd til þes sað veikja aðstöðu
Bandaríkjamanna í Austurlönd
um og skapa sundrung meðal
þeirra Oa þjóðernissinna á For.
mósu.
Margt bendir til að lausn For-
mósudeilunnar sé nú fjær en
nokkru sinni fyrr.
Olíuskip springur í
loft upp
BOMBAY, mánudag. (NTB.
Tuttugu menn létu lífið er
enska olíuskipið Stanval Japan
sprakk í loft upp £ Arabaflóa
í dag. Fimmtíu rnanns var
bjargað. Við sprenginguna
blátt áfram tættist skip-ið í
sundur, en það var 17 500 tonn
að stærð.
að fylgja I
Syngur fyrir
föðurlandið
Marian Anderson, söng-
konan heimsfræga, hefur
af mörgum verið kölluð
„bezti ambassador Banda-
ríkjanna“ Hún hefur ferð
ast víða um heim á vegum
Bandaríkjastjómar og
efnt til söngskemmtana.
Nú er hún að auki orðin
einn af fulltrúum lands
síns hjá Sameinuðu þjóð-
unum. íllilf
algerlega úrræðalaus
SAMTÍMIS fjárlagafrum-
varpi ætti að gera og leggja
fram áætlun unr þjóðarbúskap-
inn allan í heild, sagði Emil
Jónsson, formaður Alþýðm
flokksins í ræðu sinni við fyrstu
umræðu fjárlaganna á alþingi
í gærkvöldi. Hann benti á, að
þjóðarbúskapurinn mótaðist all
ur meira eða minna af aðgerð
unr hins opinbera, en mikið
skorti á samhengi í slíkum mál
unr og rækist tíðunr eitt á ann
ars horn. Emil beindi því til
ríkisstjórnarinnar að taka þetta
nrál nú þegar upp fyrir næstu
fjárlög, en hvað Alþýðuflokk
inn að öðrum kosti mundu
flytja frumvarp unr slíka áætl
unaraðgerð.
Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðherra fylgdi fjárlagafrum-
varpinu úr hlaði. Rakti hann
helztu hækkunarliði og skýrði
frá því, að samanlagt næmi
hækkun ýmissa kostnaðarliða
140 milljón króna, en þar á
móti kæmi aðeins 10 miljónir
kr. aukning tekna. Helztu
hækkunarliði kvað Eysteinn
vera 30 milljón vegna yfir-
færslugjaids s. 1. vor, 26 mill-
jón kr. vegna 5% lögboðinnar
kauphækkunar, 30 milljón kr.
vegna aukinnar þjónustu ýmis
konar, 25 milljón vegna þess, að
of lágt hefði áður verið áætlað
o. s. frv.
11,2 MILLJ. KR. AUKNING
TIL TRYGGINGA.
Fjármálaráðherra nefndi
að kostnaður við landhelg-
isgæzluna mundi nú auk-
ast um 8,2 milljónir kr. og
nú aukast um 8,2 millj. kr. og
aukin framlög til Almanna-
trygginganna næmu 11,2 millj.
kr. Þá.kvað ráðherrann kostn-
að við kennslumál vaxa ár frá
ári og nefndi til dæmis, að ráða
hefði nú þurft 88 nýja kennara
einungis vegna fjölgunar barna
og unglinga í skólum.
NAUÐSYN NÝRRA RÁÐ-
STAFANA.
Fjármálaráðherra sagði, að
kauphæ-kkanir hefðu orðið mun
meiri en ríkisstjómin gerði ráð
fyrir er hún lögbauð 5% kaup-
Fraiphald á 11- ö$ii,
HLERAÐ
Blaðið hefur hlerað —
Að Kristján Kristjánsson,
bifreiðaeigandi á Akureyri,
sem líka er með bílaverk-
stæði og bílainnflutning
hér í höfuðstaðnum, sé
byrjaður að byggja mesta
stórhýsi Reykjavíkur. Það
á að standa við Suðurlands
braut. Samkvæmt terkn-
ingu á húsið að vera ellefu
hæðir og hundrað metra
langt með götu.
Að við Suðurlandsbraut séu
fyrirhugaðar fleiri bílasöl-
ur og bílaverkstæði.
Að SÍS hafi sótt um lóð á
sömu slóðum og stórhýsi
Kristjáns á að rísa, en bæj-
arráð holað því niður.á bak
lóð. .
y
Nokkur atriði ^
úr ræðu Emils
Jónssonar *
•jif Fjárlögin hafa iim langt
árabil hækkað ár frá ári. —
Þau hafa tvöfaldazt á fjór-
um árum, þrefaldazt á sex.-^-
Að vísu hafa margir nýir
liðir bætzt inn í þau, en
3
a
það er uggvænlegt, hve
sömu hlutir og sama vinna
hækkar ár frá ári.
Fjárlagafrumivarpið nemur
um 900 milljónum, og þó er
ekki reiknað með fullri vísi-
tölu. Opinberir starfsmenn
hafa ekki fengið sömu ltjara
bætur og aðrir sem þó er
augljóst að þeii- hljóta að fó.
Kapphlaup verðlags og kaup
gjalds er uggvænleg þróun.
Almennar launahækkanir
eru einskis virði, ef verðlag-
ið hækkar líka. Það er ekki
krónutalan, ' lieldur kaup-
mátturinn sem skipta máli.
Ríkisstjórninni hefur því
mður ekki tekizt að ráða við
þesa þróun. Tilraunir, sem
gerð var með efnahagsráð-
stöfunum s. 1. vor hefur nú
runnið út í sandinn. Niður-
staðan hefur ekki orðið sú,
sem stefnt var að.
Kjarni málsins verður ekki
umflúinn: Þjóðin hefur eytt
meiru en hún hefur aflað.
Þar eijra allir flokkar lands-
ins hlut að máli.
Sjálfstæðisflokknum fer illa
að deila á stjórnina. Hann
hefur sjálfur gert hið sama
í miklu stærri stíl. Hann
gerir engar tillögur, býður
aðeins neikvæðan áróður.
Kapphlaup launa og verð-
lags verður að stöðva. Líf
stjórnarinnar er undir því
komið, að það takist.
vero ur
-Ar Stjórninni hefur tekizt vel
að haJda fuillri atvinnu í
landinu. Atvinnuástand hef-
ur sjaldan eða aldrei verið
betra. Þetta cr þýðingar-
mikið fyrir þá, sem atvipn-
unnar njóta, og fyrir þjóð-
arbúið í heild.
Ástandið í gjaldeyrismóhin-
um er mjög alvarlegt, og er
efamál, að nokkur þjóð hafi
í þeim efnum teflt svo tæpt.
Nú er góðæri í framleiðslu,
en gjaldeyrisforði er eng-
inn til. Þvert á móti safn-
ast iipp skuldir og ábyrgðir.
Það er glæfralegt að hugsa
til þess, sem gæti gerzt, ef
á móti blési. Gjaldeyrisforða
verður þjóðin að eignast.