Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNI 1977 37 Futureworld HAFNARBÍÓ: FUTURE- WORLD Framheimur, íslenskun textahöfundar, í slappara lagi — er framhald Vestworld, ágætrar myndar rithöfundarins og undrabarnsins Michael Crachton (The Andrometa Strain) og gefur henni litið eft- ir sem afþreying. Hér segir af enduropnum þessa skemmtigarðs fyrir mill- jónamæringa heimsins, eftir hörmungarnar sem á gengu í Vestworld. Til hennar er boðið áhrifamönnum hvaðanæva að AUSTURBÆJARBÍÓ: FRJALSAR ÁSTIR („Les Bijoux de Famille11)- P’rönsk, með Franqoise Brion og Cor- inne O’Brian í aðalhlutverkum. Á undanförnum árum hafa borist tillandsins allnokkrar góðar og glettnar sex-kómidíur — m.a. þær The Big Blond IVIan On One Blaek Shoe og hin óborganlega Les Valsueses. Undirritaður fór þvi hress i bragði á þetta nýja afsprengi hinnar frjálslegu meginlands- stefnu. En enginn skyldi þó rugla henni saman við hina harðsoðnu klámmyndgerð sem er búin að leggja undir sig all- flest Vesturlönd — að íslandi að sjálfsögðu undanskildu. Og sú spurning vaknar hvort ekki sé heiðarlegra að Ieyfa mör- landanum að sjá ófalsaðar sam- farir á hvíta tjaldinu frekar en þetta gerviskak sem er óneitan- lega harla hvimleitt þegar til lengdar lætur. Þvi áhuginn á úr heiminum, auk tveggja hnýs- inna blaðamanna. Annar þeirra, Peter Fonda, finnur fljótlega að eitthvað annarlegt liggur í loftinu og óréttlátt er að rekja söguna lengra. Futureworld er þokkalega gerð hvað tæknihliðina snertir og er i mun hærri gæðaflokki en maður á að venjast frá því merkilega fyrirtæki, American International Pictures. I þessu sambandi má þó geta þess að fyrirtækið er nú í mikilli and- litslyftingu og gerð nokkurra stórmynda á prjónunum. klæmnum myndum er vafa- laust engu minni hér en í ná- grannalöndunum. En það er svo allt annað mál og enginn skyldi ætla að ég sé málpípa fyrir djarfar myndir en öll bönn eru mér á móti skapi. Frjálsar ástir er talsvert rugiingsleg. Svo virðist sem fyr- ir leikstjóranum hafi vakað að gera létta kynlifsmynd með vissa ádeilu á stéttaskiptinguna í þjóðfélaginu sem alvöru- þrunginn undirtón. Myndgerð- in er því miður of veikburða til þess að sá ásetningur komist til skila og er handritið veikasti punktur myndarinnar. En ýmislegt er bærilega gert; leikurinn er vel yfir meðallagi — og þá einkum hjá gamla hershöfðingjanum, myndin er dálaglega tekin i glæsilegu um- hverfi. Og eins og vera ber í mynd af þessu sauðahúsi, þá bregður ósjaldan fyrir spengi- Woody Allen f myndinni SLEEPER. legum kvenmannskroppum til að bæta upp á umhverfið. Myndin verður því að teljast nokkuð stirðbusaleg i heild, en meinlaust gaman og þeir sem fá útrás í því að hneykslast á ber- rössuðum leikurum fá hér vatn í munninn. Fr jálsar ástir Gagnleg handbók Fyrir framan mig á borðinu liggur 1977 út- gáfa hinnar ágætu árbók- ar Peter Cowie, Internat- ional Film Guide. Hún lítur nú dagsins ljós í fyrsta sinn í nýju, stærra broti og blaðsíðufjöldinn er rösklega 500. IFG er orðinn sannkallað þarfa- þing öllum kvikmynda- unnendum sem vilja fylgjast með því sem er að gerast í heiminum. Bókin býr yfir margvfs- legum fróðleik og upplýs- ingum. T.d. um kvik- myndaskóla og söfn, auk þess er ágætt yfirlit um eftirtektarverðustu kvik- myndirnar sem gerðar hafa verið um víða veröld á árinu sem leið og gægst er fram í tímann. Cowie velur jafnan fimm „leikstjóra ársins“, og að þessu sinni hafa orðið fyrir valinu Banda- ríkjamennirnir George Cukor og Woody Allen, ítalinn Lina Wertmúller, Fransmaðurinn Claude Sautet (hversu margar af myndum hans hafa verið sýndar hérlend- is? ?) og Japaninn Masaki Kobayashi (HARAKIRI). IFG fæst m.a. í Bóka- verslun Snæbjarnar Jónssonar, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverslun Máls og menningar. Verðið er hóflegt, eða röskar sautján hundruð krónur. Elizabeth Taylor og Ava Gardner f nýjustu mynd Cukors, THE BLUE BIRD. Atriði úr hinni mögnuðu mynd Kobayashi, HARAKIRI. Bls. 49. Sápa og shampó í sama dropa. Doppeldusch i steypibaðið J.S. Helgason sf sími 37450 NýjaT-bleian heitir Kvik Með Kvik bleiunni eru bleiubuxur eða bleiu- plast óþarft. Hún situr rétt á barninu og er þykkust, þar sem þörfin er mest. SIMPLEX „RE- MO - TROL” Eigum fyrirliggjandi 30 og 60 tonna dælur og gegnumboraða tjakka. HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMANN. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Ármúla 1. — Simi 8 55 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.