Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 35
MOKGUNBLAÐIÐ, SUN'NUDAGUR 26. JUN’I 1977 35 inu í Borga.rnesi og Jón lék á trommur í gömludansahljómsveit. Þeir Guð- mundur og Jón voru einnig postular í uppfærslu Leiffélagsins á Súperstar — og tóku þá sóló utan sviðs, að eigin sögn. Leiðir þeirra fjögurra lágu síðan saman í Öldutúnsskólanum og út- koman varð Randver Þeir segja, að tilviljun hafi ráðið því að þeir fóru að skemmta fólki, og því spurði Slag- brandur: Hvað um framhaldið? ,,Við höldum áfram," svara þeir ,,í fyrsta lagi er félagsskapurinn svo góð- ur og í öðru lagi höfum við hvarvetna fengið góðar undirtektir Fólkið kann að meta íslenzkt efni." Og talið beinist aftur að stefnu Rand- vers: ,,Við ætlum ekki að reisa neinn minnisvarða. Við viljum bara skemmta fólki og skemmta okkur. Við erum nákvæmlega eins og fólkið í salnum og fólkið skemmtir sér með okkur. Við höfum alltaf lagt áherzlu á að fá fólkið til að syngja með okkur og við höfum ekki ennþá verið á dauðri skemmtun. Annars máttu skila kveðju frá okkur til menntskælinga á Laugarvatni Þar var öðlingsfólk — bezti salur sem við höfum fengið síðan við gáfum nýju plötuna út." Skyndilega heyrðist skarkali úr einu horninu, en þegar að er gætt reyndist hávaðinn koma frá frystivél, sem er að fara í gang. Randversmenn láta þetta ekki á sig fá og halda áfram: ,,En þó að við leggjum áherzlu á skemmtitónlist, þá er ekki þar með sagt að hún sé léleg Það er mikið atriði að skemmtitónlistin sé vönduð og við reynum það sem við getum til að vanda tónlistina. En við erum allir í fullu starfi og þetta er aðeins tóm- stundaiðja og þess vegna finnst okkur það ekki sanngjarnt, þegar verið er að leggja sama mælikvarða á verk okkar og atvinnumannanna. En við vöndum okkur og platan ber þess merki, þar er ekkert hálfsoðið." Heyrðist nú enn skarkali og inn gengur Tómas Tómasson og veifar stórum íslenzkum fána. „Kemur góður þá getið er," segja Randversmenn. Tómas var nefnilega hægri hönd þeirra við gerð nýju plöt- unnar, stjórnaði upptökunum og raunar æfingum líka ,,Við nutum frábærrar aðstoðar Tómasar," segja þeir „Hann æfði með okkur og tók raddirnar í gegn. Síðar bættist Ragnar Sigurjónsson í hópinn á æfingum og þegar í ^túdíóið kom, þá var unnið markvisst " * Áfram er rætt um plötuna og það kemur fram. að þetta kvöld hafi einn gestur danshússins komizt þannig að orði við þá Randversmenn „Það er voðalega þreytandi að þurfa alltaf að hlusta þannig á músík, að maður sé að pæla í botn." Randver er ekki að óska eftir neinum pælingum, bara að fólk skemmti sér. En ekki er hægt að gera öllum til hæfis: „Það er ákveðinn hópur fólks sem þolir ekki að við reynum að vera skemmtilegir Það álítur að ef eitthvað er skemmtilegt, þá geti það ekki verið gott." segja þeir Randversmenn Og fleiri eru þeir sem ekki eru ánægðir með það efni sem Randver flytur, en af öðrum ástæðum „En við ætlum að bæta úr því á næstu plötu og leika átta sovézkar etýður af fingrum frám." Og Randver skellihlær En Slagbrandur spyr að bragði Er eitthvað ákveðið með næstu plötu? Þeir svara því neitailWi. en segja þó að þeir hafi áhuga á að koma fram með meira af frumsömdu efni Á nýju plöt- unni er aðeins eitt frumsamið lag. eftir Jón Jónasson, en hann hefur samið fjölmörg lög og segja félagar hans, að þau eigi fullt erindi á plötu. Enn heyrist skarkali í frystivélinni og fara menn nú að ókyrrast. Slagbrandur ákveður því að bjóða Randversmönn- um upp á þetta klassíska Nokkuð að lokum? Og þeir þiggja boðið „Við erum ekki að þessu brölti til að græða peninga, við erum bara áhuga- menn. Við viljum vera skemmtilegir og fá fólk til að skemmta sér. Við erum ekki að framkvæma tónlist til að pæla •.....en ef sinfóníuhijómsveitin vildi bjóða okkur að leika með sér, þá erum við reiðubúnir — þó að við séum aftur og nýbúnir." — sh. Steinka Bjarna á útopnu plötu, komst í sviðsljósið og fór að syngja á skemmtunum víða um land og einnig í sjónvarpi Raunar var hún kunn gamanvísnasöngkoma frá því á blómaskeiði revýanna í gamla daga, en unga kynslóðin þekkti hana ekki einu sinni af afspurn, einungis sem Stínu stuð Nú hefur hún sungið inn á stóra plötu, fjórtán lög Þá vaknar sú spurn- ing hvaða markaði sú plata sé ætluð Ef Steinunn ætlar sér að ná til gömlu ádáendanna frá revýutímabilinu, þá gæti vel svo farið, að hún hitti í mark Hún syngur mörg gömul og góð lög, sem feður og mæður ungu kynslóðar- innar kyrjuðu á sínum yngri árum og kunna sjálfsagt vel að meta enn í dag En ef Steinunn ætlar sér að ná til ungu kynslóðarinnar, þá tel ég ekki mikla von til þess. Þó skyldi maður aldrei segja aldrei. Undirleikurinn sem Jakob Magnússon stjórnaði, og útsetn- ingarnar, sem Jakob á einnig mestan heiður af, eru í hæsta gæðaflokki og mikill sigur fyrir Jakob Sýnist mér hann einna líklegastur yngri hljóm- listarmannanna til að komast í útsetn- ingalandsliðið ef hann heldur þessu striki En varla nægir undirleikurinn einn til að hrífa ungu kynslóðina. Kannski gera textarnir það Nokkrir þeirra eru í anda sveitaballa- og hvíta- sunnudrykkjustemmningarinnar sem allstór hópur ungs fólks setur öðru ofar Kannski kaupir það fólk þessa plötu. Steinunn hefur sjálf samið nokkra texta og hefði betur látið aðra um það Raunar eru fæstir textarnir rismikill skáldskapur og það grunar mig, að revýuhöfundarnir, sem lögðu Steinunni til Ijóðin f gamla daga, hefðu ekki viljð leggja nafn sitt við margt á þessari plötu Og þá er það söngur Steinunnar. Fáar eru þær söngkonurnar sem leggja fyrir sig poppsöng eftir að þær hafa náð fimmtugsaldrinum — röddin ber oflast merki aldursins og hentar betur í einfaldan visnasöng eða þjóðlögin Og því miður á þetta við um söng Stein- unnar á þessari plötu Alloft verður hann harla skrækur og lítið eyrnayndi Betur tekst henni upp á lágu nótunun og minnir þá á Hallbjörgu systur sina íslendingar hafa á undanförnum ára- tugum kunnað vel að meta svonefndar kerlingabækur, sveitalifsrómantik með kaffibragði. eins og bókasöfn og bók- salar vitna um En hvort íslendingar kunna að meta kerlingaplötur. sveita- ballarómantík með brennivínsbragði. úr því verður tíminn að skera — sh. abecito strandfatnaður r I miklu úrvali: Stuttbuxur Pils Blússur Toppar Bikini Sundbolir Meó stærra og rúmbetra húsnæói er okkur unnt aó veita mun betri þjónustu en áöur. Verió velkomin, lítió inn eöa hringió, símanúmerin eru þau sömu 24460 & 28810 Bílaleigan GEYSIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.