Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JUNÍ 1977 Ræðir málefni S.Þ. yið ráðamenn hér Forstöðumaður upplýsingaskrif- stofu SÞ á Norðurlöndum í heimsókn HÉR Á lande er nú staddur svíinn Birger Halldén, forstöðumaður upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóð- anna á Norðurlöndum. Þessi upplýsingaskrifstofa er í Kaupmannahöfn, en Sameinuðu þjóðirnar starfrækja 60 slíkar skrifstofur um ailan heim. Skrifstofum þessum er ætlað Halldén kvaðst kominn hingað tvíþætt hlutverk. í fyrsta lagi eiga til iands tii yiðræðna við yfirvöld og fjölmiðla um málefni S.Þ. og ennfremur til að afla upplýsinga héðan fyrir samtökin. Hann sagð- ist myndu ræða við utanríkisráð- herra og við fulltrúa menntamála- ráðuneytisins og ennfrenur við sjónvarpið um sýningu kvik- mynda, sem S.Þ. hafa gert. Aðspurður um hugmyndir sem fram hafa komið um staðsetningu háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi, sagði Halldén að hingað kæmi bráðlega maður frá háskóla S.Þ. í Tókíó til að kanna þessi mál, en vel kæmi til greina að starfrækja hér slikan skóla, sem þá mundi að mestu helgaður jarð- vísindum, enda störfuðu slikir skólar ekki eins og venjulegir há- skólar heldur væru eins konar rannsóknamiðstöðvar fyrir þær greinar vísinda, sem góðar að- stæður væru til að kanna þar sem þeir væru staðsettir. Það er Félag Sameinuðu þjóð- anna á íslandi sem hefur skipu- lagt ferð Halldéns og mun hann dveljast hérlendis fram yfir mánaðamótin. þær að veita upplýsingar um starfsemi Sameinuðu þjóðanna, en í öðru lagi að safna upplýsing- um frá þeim löndum sem þær þjóna. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Halldén á föstudag. Halldén kvað skrifstofuna i Kaup- mannahöfn vinna mikið að því með fjölmiðlum, samtökum og yfirvöldum, ekki hvað síst i skól- um, að auka skilning fólks á al- þjóðavandamálum og mikilvægi alþjóðasamvinnu til lausnar þeim. Þar mætti til dæmis nefna umhverfismál, afvopnunarmál, aðstoð við þróunarlönd og haf- réttarmál. Halldén sagði, að í heiminum væri nú árlega varið um það bil 360 milljörðum dala til hermála en 15—20 milljörðum í þróunar- aðstoð. Sameinuðu þjóðirnar reyndu eftir mætti að breyta þessu hlutfalli til batnaðar, en það væri örðugt þar að fjárlög stofnunárinnar næmu aðeins 380 mílljónum dala. Halldén sagði margar ráðstefnur á döfinni hjá S.Þ. á næstunni, t.d. afvopnunar- ráðstefnu að ári I New York. Ný- lega hefði verið samþykkt á ráð- stefnu í Genf alþjóðlegt bann við notkun hafsins og hafsbotnsins á sviði kjarnorkuvopna. Á þessari ráðstefnu vildu margir fulltrú- arnir hafa bannið viðtækara, m.a. vildu þeir að bönnuð yrði notkun hlerunardufla, en það fékkst ekki samþykkt. © INNLENT Birger Halldén Tónlistariðja norræns æskufólks í dag: Fjölmennasta sinfóníu- hljómsveit á íslandi TÓNLISTARHATIÐINNI Ung nordisk musik, Tónlistariðja norræns æskufólks, lýkur f kvöld með hljómleikum 100 manna norrænnar sinfónfuhljómsveitar ungs fólks f Háskólabfói og hefjast tónleikarnir kl. 17. Þá eru einnig fyrirlestrar opnir öllum f dag f Norræna húsinu kl. 14—16 þar sem George C'rumb mun ræða um verk ungra tónskálda og kl. 20—22 mun tónskáldið ræða um tónsmfðar. Á hljómsveitartónleikunum f Háskólabíói munu Per Lyng og Paui Zukofsky stjórna hljómsveitinni. Verkin sem verða flutt eru Sommarsvevn eftir Olav Berg, einsöng- vari verður Elisabet Erlingsdóttir. Þá verður flutt Threnody to the Victims of Hiroshima eftir Krzysztof Penderecki, Fluktationer eftir Svend Christiansen, Anagamin eftir Gicinto Scelsi og Echoes of Time and the River eftir George Crumb. Olav Berg er fæddur í Noregi 1949. Hann nam hljómfræði og tónsmíðar og hefur samið nokkur hljómsveitarverk. Hann hlaut I. verðlaun fyrir strengjakvartett f alþjóðlegri tónsmíðasamkeppni í Belgíu haustið 1976. Krzysztof Penderecki er fæddur f Póllandi 1933. Árið 1959 vann hann þrjú fyrstu verðlaunin í tónsmíðasamkeppni ungra tónskálda, en hann varð snemma heimsþekktur sem einn af athyglisverðari tónskáld- um yngri kynslóðarinnar. Svend er fæddur í Danmörku 1954. Hann leggur stund á tónfræði við Józka tónlistarskólann. Georges Crumb er eitt þekktasta tónskáld Bandaríkjanna í dag og hefur hann samið fjölda tónverka sem leikin eru vfða um heim. (ieorKes Crumb Olav BerR Krzyszlof Pendereckl Svend Chrisliansen. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði flytur í endurbætt húsnæði RANNSOKNARLOGREGLAN í Hafnarfirði fluttist nýlega í endur- bætt húsnæði á efri hæð lögreglu- stöðvarinnar í bænum. Jafnframt fékk rannsóknarlögreglan sérinn- gang, en f ram til þessa hefur orðið að ganga i gegnum afgreiðslu bif- reiðaeftirlitsins til þess að komast til rannsóknarlögreglunnar og hef- ur það verið til verulegs óhagræð- is. Nýju húsakynnin eru mjög vistleg og allur aðbúnaður eins og bezt þekkist á slikum stöðum. Húsnæði rannsóknarlögreglunnar er 75 fer- metrar að stærð, allt teppalagt og herbergi lögreglumannanna búin nýjum húsgögnum Þá eru öll her- bergi og hurðir hljóðeinangrað og kemur það sér sérstaklega vel þegar fram fara skýrslutökur. Þá skal þess sérstaklega getið, að aðstaða tækni- deildar hefur verið stórbætt og deildin búin betri tækjum en áður. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði verður 10 ára í haust en hún hefur upplýst mörg stór hegningalagabrot á undanförnum árum, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og er skemmst að minnast gullþjófnaðar- ins mikla hjá Ulrich Falkner gull- smið Með fylgja tvær myndir úr hinum nýju húsakynnum, á annarri sést gangur og biðstofa og á hinni mynd- inni, sem tekin er í skrifstofu lög- regluforingjans Sveins Björnssonar, má sjá frá vinstri Skúla Þórðarson laganema, sumarmann í lögregl- unni, Svein Björnsson yfirlögreglu- þjón og Jóhannes Pál Jónsson varð- stjóra Á myndina vantar Eðvar Ólafsson, sem er í fríi x4ðalfundur Skógræktarfélagsins: Skipting vindlingafjár Landgræðslusjóðs ákveðin AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags íslands var haldinn fyrir nokkru á Laugarvatni og hefur áður verið sagt frá fundarstörfum hér 1 blaðinu. Á fundinuin voru þeir Oddur Andrésson og Krist- inn Skæringsson endurkjörnir í stjórn félagsins, en fyrir 1 stjórn- inni eru Jónas Jónasson, formað- ur, Ólafur Vilhjálmsson og Bjarni Helgason. Einnig voru endurkjörnir 1 varastjórn Þórar- inn Þórarinsson frá Eiðum og Sig- urður Ilelgason lögfræðingur, en fyrir í varastjórn eru Ilulda Valtýsdóttir, Brynjar Skarphéð- insson og Andrés Kristjánsson. Á fundinum voru gerðar nokkr- ar ályktanir en aðalverkefni fundarins var að ganga endanlega frá reglum um það, hverwig verja skuli vindlingafé Landgræðslu- sjóðs, sem ætlað er til skógræktar, og til hvaða verkefna, og sam- þykkti fundurinn samhljóða regl- ur um það. Samkvæmt þessum reglum á að verja allt að 30% af fénu til skógræktarfélaga eða fé- lagsmanna þeirra til að girða og friða land til skógræktar og land- græðslu, allt að 20% varið til gróðursetningar á vegum skóg- ræktarfélaganna, allt að 30% til plöntukaupa skógræktárfélag- anna að fenginni umsókn þeirra og allt að 20% skal heimilt að verja til að styrkja skógræktarfé- lög til viðhalds á girðingum, grisj- unar og hirðingar ungviðis. Þá er heimilt að verja fé til fræöflunar og styrktar við uppeldi trjá- plantna auk þess að lána til kaupa á skóglendum eða landi til skóg- ræktar. Af öðrum samþykktum, sem fundurinn gerði má nefna að þeirri áskorun var beint til menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir breytingum á lög- um um landgræðslustörf skóla- fólks, er miði að því að lögin verði auðveldari í framkvæmd. Þá var hvatt til kynningar á skógrækt í sjónvarpi, fagnað var skjólbelta- rækt og skorað var á Náttúru- Gítar- tónleikar MÁNUDAGINN 27. júní næst- komandi heldur Símon ívarsson gítartónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík kl. 20.30. Ilinn 29. júní heldur Sfmon tón- leika f Tónlistarskólanum á Ákra- nesi og hinn 30. leikur hann á Selfossi og sfðar á isafirði. Einnig er Ifklegt að tónleikar verði haldnir á Akureyri og á Húsavfk. Símon lauk prófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið Lionsmenn mála Sigluvík Siglufirði, 25. júní. LIONSMENN hér á Siglufirði eru nú að mála skuttogarann Siglu- vfk, en þeir fengu verkið fyrir ákveðna upphæð, sem síðan rennur til líknarmála. Það er margt manna sem málar Siglu- vikina, eins og t.d. bankamenn, verzlunarmenn, skrifstofumenn, lögregluþjónar og að sjálfsögðu málarar sem eru i Lionshreyfing- unni hér. —mi- verndarráð og náttúruverndar- nefnd Rangárvallasýslu að friða Stakkholt og Steinholt. Einnig lýsti fundurinn yfir andstöðu sinni við flutning Skógræktar rík- isins til Austurlands eins og áður hefur komið fram. 1975 og hefur sfðan stundað fram- haldsnám við Tónlistarháskólann i Vinarborg hjá hinum heims- fræga prófessor í gítarleik, Karl Scheit. Símon hefur hér á landi leikið bæði f sjónvarpi og útvarpi. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Bach, Doweland, Frescqbaldi, Sor, Albeniz, Ponce og de Falla. Sala aðgöngumiða fer fram við innganginn. Símon mun kenna á gítar i júli og ágúst og geta þeir sem áhuga hafa haft samband við hann og hringt í síma 24818 eða rætt við hann fyrir eða eftir tónleika. Símon heldur aftur til náms í Vínarborg i byrjun september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.