Morgunblaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júli 1977 3 Jákvædur árangur á rannsöknum á periusteini: Þrír aðilar sýna áhuga á vinnslu MIKILL áhugi er meðal manna á ýmsum stöðum á landinu fyrir vinnslu perlusteins og hafa þrjú fyrirtæki sýnt áhuga á að vinna perlustein úr Prestahnúk f Kalda- dal. Eru það aðilar á Selfossi, Suðurlandi, Borgarnesi og Akra- nesi, sem mestan hug hafa sýnt á þessu máli. Sagði Leó Jónsson, tæknifræðingur hjá Iðnþróunar- stofnun, i gær, að ekki væri ólfk- legt að allt að 100 þúsund tonn yrðu unnin af perlusteini úr Prestahnúk innan fárra ára, en til að svo yrði þyrfti rfkið örugglega að vera með I þessum fram- kvæmdum. Er þaninn perlu- steinn notaður I einangranir og það bezta af honum I sfur I efna- iðnaði. Möguleikar munu vera á góðum markaði fyrir perlustein á austurströnd Bandarfkjanna og þar mun vera greitt allt frá 60 dollurum og upp f 3—400 dollara fyrir tonnið. Frá því um miðjan siðastliðinn vetur hefur verið starfrækt á Akranesi litil tilraunaverksmiðja og eru afköstin 1 m3 af þöndum Börkur með 300 lestir af kolmunna BÖRKUR NK kom til Neskaup- staðar með rösklega 300 lestir af kolmunna f gærmorgun og er þá búinn að landa 1350 lestum af kolmunna í þessari viku. Annað skip, Vikingur AK, er einnig að kolmunnaveiðum og var komið með á fjórða hundrað lestir i gær- dag. Ástæðan fyrir þvi að Börkur hélt til hafnar f gærmorgun var að kolmunninn heldur sig nú al- veg niðri við botn og rakst varpa skipsins I botn og rifnaði, þannig að setja þarf hýtt stykki í hana. Guðjón Dagbjartsson, skipstjóri á Víkingi, sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær, að í bili gengi nú verr að ná kolmunn- anum, hvorttveggja væri að hann hefði dreift sér og væri alveg nið- ur við botn, og toga yrði mjög gætilega. „Hins vegar á ég von á að hann þétti sig á ný, fljótlega, og þess ber einnig að gæta að veður er ekki beint gott eins og er.“ Að sögn Guðjóns þá er ekki enn ákveðið hvort Víkingur landar kolmunnanum á Austfjörðum eða á Akranesi, þeir væru enn að biða eftir loðnunótinni og færu til þeirra veiða fljótlega nema þvi aðeins að kolmunnaveiðin glædd- ist verulega eða Ioðnuveiðin gengi þeim mun verr. Fiskimjöl: Proteinemmgm komin niður fyrir 7dollara SAMKVÆMT þeim upp- lýsingum sem Morgun- blaðið hefur aflað sér, þá mun Iftið vera um sölur á fiskimjölsmörkuðunum f Evrópu og sama er að segja um lýsismarkaðinn. Menn hafa reynt að halda lýsis- verðinu t»440—470 dollurum að þvi er Morgunblaðinu var tjáð, en ekkert lýsi hefur selzt á þvi verði. Um mjölið er það að segja að fyrir nokkru hrapaði próteineiningin niður fyrir 7 dollara og fór allt niður í 6.70 dollarar og vitað er að Danir hafa selt eitthvert magn á 6.80—6.90 dollara próteineining- una. Einnig eru tímareimar og tímakeðjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla. Stærsta sérverzlun landsins með legur, asþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum um land allt. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 perlustein á klukkustund. Hefur þessi tilraunastarfsemi gengið vel og perlusteinninn, sem fluttur hefur verið úr Kaldadal, þykir fyrsta flokks hráefni. Ef af stofn- un verksmiðju til vinnslu perlu- steins yrði, þá er trúlegt að hún verði einhversstaðar í Hvalfirði, en hugmyndir eru um að nýta höfnina á Grundartanga til að skipa perlusteini til útflutnings um borð i skip. Þau fyrirtæki, sem hafa sýnt áhuga á að vinna perlustein úr Perstahnúk eru Ýlfell, á Selfossi, Jarðefnaiðnaður á Suðurlandi og Ioks aðilar á Akranesi og Borgar- nesi í sameiningu. Verksmiðja sú, sem sett var upp á Akranesi er aðeins tilraunaverksmiðja og af- kastar aðeins 1 rúmetra á sólar- hring. Hefur starfsemi þar gengið vel, en það er Iðnþróunarstofnun, sem starfrækir þá verksmiðju og starfshópur á vegum stofnunar- innar hefur rekið verksmiðjuna í samvinnu við Sementsverksmiðju ríkisins. Eiginleikar perlusteinsins eru o (öntinenlal I Viftureimar Gvendarbrunnar: Vatn eykstekki þrátt fyrir aukna dælingu ENN HEFUR ekki verið hægt að hleypa vatni á bflaþvotta- plön borgarinnar og er óvlst hvenær það verður hægt. Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að starfsmenn vatnsveitunnar hefðu að undanförnu verið að kanna hvort hægt væri að hleypa vatni á þvottaplönin, en komið hefði í ljós, að þrátt fyrir töluverða úrkomu uppá siðkast- ið væri slíkt ekki hægt, þar sem rétt héldist i horfinu i Gvendar- brunnum þrátt fyrir aukna dæl- ingu frá borholum. — Við dælurn nú 280—290 sekúndulítrum í Gvendar- brunna, en til skamms tima dældum við 215 sekúndulitrum, og þrátt fyrir 67—75 sekúndu- lítra aukningu gerum við ekki meir en að halda i horfinu, sagði Þóroddur. þeir að við hitun þenst hann út og verður þvi að þenja hann sem næst markaðssvæði. Perlusteinn- inn yrði því fluttur óþaninn úr landi, en hins vegar þaninn hér á landi fyrir innanlandsmarkað. Perlusteinn er mikið notaður í einangrun í húsum, sömuleiðis í hljóðeinangrun og bezti hluti hans i siur i efnaiðnaði. Sagði Leó Jónsson að undanfar- in ár hefði mikið verið unnið að könnunum á vinnslu perlusteins hér á landi og sagði hann að sjald- an eða aldrei hefði verið unnið eins markvisst og skipulega að einu ákveðnu verkefni. Meðal annars hafa starfað hér á landi undanfarin ár sérfræðingar frá UNIDO i Vin, en þar er Iðn- þróunarstofnun Sameinuðu þjóð- anna. Komu hingað á vegum þeirrar stofnunar sérfræðingur frá Ungverjalandi. Austur i Loð- mundarfirði er mikið af perlu- steini og voru á sinum tima hug- myndir um vinnslu perlusteinsins þar, en af þvi varð ekki. Eins og áður sagði er greitt allt frá 60 dollurum upp í 400 dollara fyrir tonnið af þöndum perlu- steini. I Englandi eru hins vegar greidd 7—17 pund fyrir tonnið af óþöndum perlusteini og allt að 155 pundum fyrir tonnið ef það fer í síur í efnaiðnaði. Mun vera talsvert af perlusteini, sem stenzt kröfur sem gerðar eru til perlu- steins í efnasiur. Jón Sigurðsson Fredrik T. Schatvet Jón Sigurðsson ráð- inn aðalframkvstjóri Járnblendifélagsins JÓN Sigurðsson, lögfræðingur og núverandi ráðuneytisstjóri I fjár- málaráðuneytinu hefur verið ráð- inn aðalframkvæmdastjóri Is- lenzka járnblendífélagsins h.f. frá og með 1. nóvember n.k. Jön er fæddur 29. okt. 1934, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavik 1954 og lauk lagaprófi frá Háskóla Islands 1958. Hann varð þá þegar fulltrúi i atvinnu- málaráðuneytinu og deildarstjóri þar 1962. Á árunum 1963—1964 hafði Jón leyfi frá störfum og stundaði um eins árs skeið fram- haldsnám i opinberri stjórnsýslu við háskóla i Bandarikjunum, en hvarf aftur til starfa í atvinnu- málaráðuneytinu að þvi námi loknu. Samhliða því starfi var Jón á árinu 1965 skipaður sérstakur ráðunautur ríkisstjórnarinnar um umbætur í opinberum rekstri. einkum fjármálastjórn. I fram- haldi af þvi var hann settur hag- sýslustjóri á árinu 1966, en skip- aður ráðuneytisstjóri i fjármála- ráðuneytinu á miðju ári 1967 og hefur gegnt því starfi siðan að frátöldum tveimur árum, 1974—1976, meðan hann gegndi störfum sem kjörinn fulltrúi Norðurlanda (Executive Director) i stjórn Alþjóðabank- ans i Washington með aðsetri þar. A þessum embættisferli hefur Jón Sigurðsson setið i mörgum opinberum nefndum um margvis- leg efni og stjórnum nokkurra opinberra stofnana. Jón Sigurðsson er kvæntur Bergljótu Jónatansdóttur og eiga þau þrjú börn. Þar til Jón Sigurðsson tekur við starfi mun Jón Steingrimsson, Framhald á bls. 3 3 FAu Kúlu- og rúllulegur TIMKEN Keilulegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.