Morgunblaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 Vígslugestir við nýja húsi8 sem gerbreytir allri aSstöSu til félagsiSkana I sveitinni Ljúfíeikur íHálsa- koti íJökulsárhlíd Hlíðarmenn vígðu nýtt félagsheimili sitt með tveggja sólarhringa dagskrá fyrirhöfn úr því sem komið væri. .,Eg á heimtingu á þvi, úr því að þú ert að taka efni hér", sagði karl þá „Ég skal greiða þér sér- staklega fyrir þinn þátt í því ef þú skrifar reikning", svaraði ég, ,,en blaðið skaltu panta sjálfur ef þú hefur áhuga á Fjaraði svo fárið út, en þegar ég var búinn að mynda talsvert komu til mín menn og spurðu hvort ég gæti ekki útvegað Tímanum myndir frá athöfninni. Ég spurði hvort Tíminn væri orð- inn svona seinn, en svaraði þeim aðeins með Ijúfum hlátri. Stefán Bragason frá Surts- stöðum, aðaldriffjöðrin í bygg- ingu Hálsakots og formaður Ungmennafélagsins Vísis, flutti ávarp í upphafi dagskrár undir borðum, bauð gesti velkomna til þess að njóta veglegra veit- inga og vinagleði. Fóru síðan fram ræður, söngur stúlkna og almennur söngur, Ijóðaflutn- ingur, gamanvísur og sitthvað fleira, hin bezta skemmtun. Heiðraðir voru þeir Guðmundur Björnsson bóndi á Hrafnabjörg- um, Orri Hrafnkelsson frá Egils- stöðum og Eiríkur Einarsson bóndi i Hlíðarhúsum. Söng Stjórnaði Svavar Björnsson Háafelli. Meðal dagskráratriða var flutningur Djáknans á Myrká, lesari Stefán Geirsson með söng stúlkna. Ræður utan dagskrár fluttu þeir Sveinn Guðmundsson oddviti, Sel- landi, Geir Stefánsson hrepp- stjóri, Sleðbrjót, en hann flutti nýtt Ijóð eftir sig í tilefni vígls- unnar og Orri Hrafnkelsson framkvæmdastjóri Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, en hún sá um byggingu hússins. Að lokinni 6 stunda dagskrá innan húss var haldið til leikja utan húss. Fóru menn þar í reiptog, pokahlaup, naglaslátt, saumnálaþræðingu, kúluvarp, kringlukast og sitthvað fleira í góða veðrinu. Nutu menn góðrar stundar, en síðla kvölds hófst dansleikur í Hálsakoti og stóð hann með dunandi fjöri fram eftir nóttu við tónleik Völ- andarmanna. I ræðu Stefáns Bragasonar þarsem hann rakti byggingar- sögu hússins, kom fram að Hlíðarmenn hafa rekið sig á mörg horn í kerfinu við bygg- ingu þessa húss, en þar sem byggingarræðan er þeim sér- stöku kostum gædd að vera bráðskemmtileg þá birtum við hana hér, því hún lýsir miklu átaki í fámennum hreppi, Jökulsárhlíð, sem ereinhver harðbýlasta sveit landsins Þar vantaði hús til félagsiðkana, bjart, rúmgott og hlýtt, og það er nú risið til notkunar og getur rúmaðalla íbúa hreppsins, um 1 30 að tölu. Kostnaður er um 6 millj. kr. í dag „líklega sú upphæð sem teikningarnar ein- ar hefðu kostað, ef málið hefði farið í gegn um kerfið " sagði einn bóndinn við mig. Á sunnudeginum var síðan íþróttadagskrá fyrir börn og unglinga í Hlíðinni og ungl- ingadansleikur um kvöldið, þannig að vigsluhátíðin stóð í tvo sólarhringa. Taxti myndir: Ámi Johnsen. Ungar atúlkur úr hópi HlWarmanna taka lagiS á vigsluhétlSinni. heita Hálsakot." Þannig mælt- ist Svavari Björnssyni skóla- stjóra á Háafelli er hann til- kynnti niðurstöðu dómnefndar um nafn á nýja félagsheimilið, sem var vígt 1 6. júlí 1 977, tæplega tveimur árum eftir að ungt fólk í Jökulsárhlið hafði ákveðið að byggja félagsheimili án tafar. Þorri Hliðarbúa var mættur i blíðskaparveðri við Hálsakot. Dagskráin hófst eftir hádegi. íslenzki fáninn blakti við hún og fólk var í hátiðarskapi. Á hlaðborð i félagsheimilinu voru konur úr sveitinni búnar að raða óteljandi tegundum af krásum með kaffinu, súkkulað- inu og mjólkinní, en áður en gengið var til sæta röbbuðu karlar saman úti undir hús- vegg Þeim fáu gestum sem voru utan sveitar var vel tekið, en þó tók ég skjótt eftir þvi að einn úr hópi eldri manna var búinn að setja miðið á mig. Allt i einu veik hann sér að mér og spurði hvað ég væri að gera þarna fyrir Morgunblaðið. Ég minnti hann á að þar sem eitt- hvað væri við að vera, væri Morgunblaðjð til þess að vinna spegilmynd af þjóðlifinu. „Það get ég nú ekki skilið að þið skuluð vera hér, Morgunblaðið fer bara á örfáa bæi af þeim 24 sem hér eru", sagði karl þá. Ekki kvaðst ég geta talið það okkar vandamál, það væri þeirra verkur. „ Þ ú gætir kannski sent mér blaðið með greininni", sagði karl þá hinn ákveðnasti. Ekki kvaðst ég hafa áhuga á því, það yrði að vera hans „í þann mund er hús þetta var að risa, leið hér litið nafn um sveitina. Það var likt og þjóðsaga. Enginn vissi hvaðan það kom eða hvert það myndi lenda Það er hlýlegt orð í vissum skilningi og svo er hér lika fagur háls fyrir ofan. K ot hefur ekki þótt stórt orð á íslandi, en oft er það í koti karls, sem kóngs erekki i ranni og einu gildir úr hvaða koti gott kemur. Enn syngjum við Fyrr var oft í koti kátt og minnumst um leið góðskáldsins úr kotinu. Þetta nafn mun vekja Ijúfar endurminningar og eftirvænt- ingu hjá yngri kynslóðinni og minna hina eldri á fortíðina og fagurt landslag Hús þetta skal NeSri myndin birtist é bakslSu MorgunblaSsins I júli 1975, en myndina tók fréttamaSur Mbl. é fyrsta fundi um byggingu félagsheimilisins sem nú er risiS. Fundurinn hófst i heyvagni úti é hlaSi. en félagsaSstaSa var þé engin. Fré vinstri: SigurBur Sigurjónsson, Eysteinn Geirsson, Guttormur Sigurjóns- son, Kristjén Björnsson, Jón Eiriksson, SigurSur Stefénsson standandi, GuSrún Eirlksdóttir. GuSmundur Eiriksson, Hli8ar Eiriksson og Örn Steféns- son. y Efri myndin var tekin s.l. laugardag af sama fólkinu og me8 nýja félagsheimil- i8 i baksýn. en hins vegar höfSum vi8 endaskipti é röSuninni og Stefén Bragason höfuSpaur byggingarframkvsamda er kominn í miSja mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.