Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 38

Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 ' Ef Svfar eiga erindi f lokakeppni neimsmeistara- keppninnar f knattspyrnu f Argentfnu að ári, þá eiga tslendingar það ekki sfður. t landsleik liðanna á Laugar- dalsvellinum f gærkvöldi rfkti fullkominn jöfnuður með liðunum að öllu leyti nema einu — Svfarnir höfðu heppnina með sér og afar slakur skozkur dómari leiks- ins, W. Anderson, var þeim einnig hliðhollur, svo ekki sé meira sagt. Heppnin færði Svfum eitt mark — mark sem nægði til sigurs, þar sem tslendingar fundu aldrei leiðina f mark þeirra, þrátt fyrir allmörg góð tækifæri f leiknum. Ef unnt er að tala um að annað liðið hafi verið hinu betra f leiknum f gærkvöldi, þá er óhætt að slá þvf föstu að það hafi verið lið tslands. Landsleikurinn í gærkvöldi, sem fór fram við hin beztu skil- yrði, á góðum velli í hlýju og kyrru veðri bauð upp á allgóða Ieikkafla hjá báðum liðunum, en einnig upp á meðalmennsku og var hún, þvf miður oftar ofan á. Þegar fslenzka liðið náði saman átti það betri sprett en það sýndi t.d. f landsleikjunum við Norður- Ira og Norðmenn fyrr í sumar, og var það þvf þeim mun grátlegra að leikurinn skyldi ekki vinnast — eða í það minnsta haldast jafn. Það sem nú skorti mest hjá fs- lenzka liðinu var það sem hefur verið í hvað bezta lagi í undan- förnum leikjum — öryggi í vörn- inni, — það öryggi sem landsliðs- fyrirliðinn Jóhannes Eðvaldsson hefur löngum skapað. Var oft sem islenzku varnarleikmennirnir „dekkuðu" ekki nógu vel.upp og hikuðu um of. Þrátt fyrir þetta tókst Svíum aldrei að skapa sér verulega hættuleg tækifæri og þá er kom að því að þeir skoruðu mark sitt, var það heldur klaufa- legt og tilviljunarkennt. Magnús Anderson átti þá sendingu utan frá kanti fyrir Islenzka markið, þar sem Viðar Halldórsson reyndi að spyrna frá. Breytti knötturinn stefnu á honum og fór framhjá tveimur fslenzkum varnarmönn- um. Sonny Johannsson kom sfðan aðvífandi — laus og liðugur, og tókst að sópa knettinum í íslenzka markið. Gerðist þetta 6 mínútum fyrir leikslok. A þessu marki tókst Svfunum svo að hanga, og var leikur þeirra á lokamfnútun- um sannarlega ekki til fyrirmynd- ar, þar sem allra bragða var neytt til þess að tefja leikinn og hindra Islendingana, og mátti næsta furðulegt teljast að þeir skyldu sleppa við að sjá gula spjaldið, eða gul spjöld hjá dómaranum, — hann horfði þá svo sannarlega á brot þeirra með blinda auganu. Látlaus sókn f upphafi Sínum kafla í leik þessum náði Islenska liðið þegar í upphafi og mátti segja að það væri f stanz- lausri sókn fyrstu 30 mfnúturnar. Gekk þá knötturinn oft mjög skemmtilega manna á milli, og teygt var skemmtilega á vörn Sví- anna, sem hvað eftir annað var f hreinum vandræðum. Bjargaði þá frammistaða markvarðar þeirra, Görans Hagbergs, þeim vel, en hann var einn bezti maður sænska liðsins og sýndi mikið ör- yggi í öllu sem hann gerði. Fyrsta hættulega færið kom á 6. mfnútu. Dæmd var aukaspyrna á Svfa út við vftateigslfnu. Atli Eð- valdsson tók spyrnuna og sendi knöttinn að markinu, þar sem margir reyndu að ná til hans. Urðu málalok þau að sænskum varnarleikmanni tókst að bjarga f horn, rétt áður en Ingi Björn náði til knattarins. Strax á næstu mfn- útu var svo stórhætta við sænska markið — sennilega hættulegasta færi íslendinga f leiknum. Ingi Björn hafði þá betur í kapphlaupi við varnarmann. Markvörðurinn freistaði að bjarga með úthlaupi, en skot Inga Bjarnar fór i varnar- leikmann Svfa og lyftist af honum yfir tómt markið. Á 9. minútu, átti íslenzka liðið svo stórglæsilega sókn, er knött- urinn gekk frá manni til manns. Enn höfðu Svfar heppnina með sér og tókst að bjarga f horn á síðustu stundu. 15. mínúta bauð einnig upp á spennandi andartök. Islenzka lið- ið náði góðri sókn, sem lauk með þvi að Marteinn Geirsson átti skot á markið, en markvörðurinn kast- aðí sér og bjargaði fallega. Mark Svfanna I landsleiknum I gærkvöldi. Sigurður Dagsson hefur mísst knöttinn framhjá sér. Marteinn Geirsson er greinilega hnugginn á svipinn. Sigur mark Svía Matthfas Hallgrfmsson og Marteinn Geirssón f baráttu við sænskan leikmann I gærkvöldi. Tvísýnir leikir í bikarnum ALLIR leikir 8-liða úrslita bikarkeppni KSt ættu að bjóða upp á mikla spennu, en dregið var um hvaða lið leika saman f leikhléi landsleiksins f gær- kvöldi. Eiga leikirnir að fara fram á miðviku- og fimmtudag f næstu viku. Liðin drógust þannig saman: 0 Vfkingur — Valur # FH — Akranes 0 ÍBV eða Reynir — IBK 0 Fram — KR Það var Valsmaðurinn Arni Njálsson sem dró fyrstur og kom lið Víkings upp úr pottin- um. Sigurður Steindórsson, Keflavik, dró siðan Val og heyrðust þá ýmsir blístra er tvö af toppliðum 1. deildarinn- ar komu upp. Arni Agústsson, þúsundþjalasmiður FH-inga, dró siðan næstur og köllun sinni samkvæmur kom hann upp með FH í höndunum, en Framarinn Sveinn Sveinsson dró Skagamennina á móti þeim. Síðan komu KR og Fram úr pottinum og voru þá aðeins tveir miðar eftir, ÍBV eða Reynir gegn Keflvikingum. Verður reynt að koma á leik ÍBV og Reynis á Árskógsstönd 25. júlí n.k. en honum hefur verið margfrestað vegna sam- gönguleysis við Eyjar. llTOlill'j Texti og viðtöl: Agúst I. Jóns- son, Sigtryggur Sigtryggsson og Steinar J. Lúðvfksson. Myndir: Friðþjófur Helgason, Emilfa Björnsdóttir og Ragnar Axelsson, og Bosse Johannsson. Fullkomið jafnræði með liðunum en Svíarnir höfðu heppnina með sér A 20. mínútu átti Gfsli Torfason mjög langt innkast. Sænski mark- vörðurinn ætlaði að gripa inn i leikinn, en missti af knettinum og enn tókst Svíum að bjarga horn. Það gerðu þeir einnig á 30. mín- útu, er Hörður Hilmarsson átti gott skot af alllöngu færi. A þessum fyrsta hálftíma leiks- ins áttu Svíarnir nánast ekkert færi f leiknum. Þeir freistuðu þess að skjóta af alllöngu færi, en skot þeirra voru ónákvæm og þau sem hittu á markið átti Sigurður Dagsson auðvelt með. Leikurinn jafnast Eftir þessar snörpu sóknarlotur tslendinga tók leikurinn að jafn- ast og jafnframt að verða þóf- kenndari. Mikið var barizt á vall- armiðjunni og hvorki gekk né rak að skapa sér tækifæri það sem eftir lifði hálfleiksins. Svíarnir léku knettinum oft ágætlega milli sfn úti á vellinum, en þegar nálg- aðist mark Islendinga tókst þeim aldrei að komast í bærileg færi. Hið sama mátti segja með ís- lenzka liðið. Það náði góðum sam- leikslotum, sem enduðu á sama veg. Hið sama var svo uppi á ten- -ingnum I seinni hálfleik, sem var til muna slakar leikínn, sérstak- lega af íslenzka liðinu, en fyrri hálfleikurinn. Sviar áttu gott færi á 3. mfnútu hálfleiksins en Sonny Johannsson skaut þá himinhátt yfir. A 5. mínútu og á 17. mínútu bjargaði svo Göran Hagberg stór- kostlega vel — náði knettinum fyrst á tánum á Atla Eðvaldsssyni og síðan frá Inga Birni, eftir send- ingar fyrir sænska markið. Síðan bar ekkert sögulegt til fyrr en dró að leikslokum. Þegar um 10 mfnútur voru eftir af leikn- um tókst Atla Eðvaldssyni að brjótast í gegnum sænsku vörn- ina, en einn varnarmanna Svfa fylgdi honum á eftir og hreinlega sparkaði undan honum fótunum. Skozki dómarinn sá ekkert at- hugavert við þetta og lét leikinn ganga áfram unz annar sænskur leikmaður sparkaði Gísla Torfa- son niður inni í vítateig fslenzka liðsins. Á 37. mfnútu átti svo Tommy Hansson, sem komið hafði inná sem varamaður hjá Svfunum mjög fallegt skot — fallegasta skot Svíanna f leiknum, en Sigurður Dagsson var þá vel á verði og bjargaði í horn. A 40. mínútu gerðist svo atvik sem ugglaust verður mörgum minnisstætt. Guðmundur Þor- björnsson fékk þá háa sendingu fram á vallarhelming Svíanna, og tókst honum að komast framhjá varnarmönnunum og brunaði á fullri ferð í átt að marki þeirra. Varnarleikmaður sem fylgdi hon- um á eftir brá á það ráð, þegar Guðmundur var að koma að vfta- teigslínunni að sparka hann nið- ur. Sérlega ruddalegt brot og hættulegt, en dómaranum fannst hreinilega ekki mikið til um það. Dæmdi aðeins aukaspyrnu, og sá ekki ástæðu til þess að veita Svfanum einu sinni tiltal. Jafnt lið Varla er unnt að segja að einn leikmaður íslenzka liðsins hafi verið öðrum betri í þessum leik. Liðið var mjög jafnt og liðsvinna oftast góð, svo og baráttan. Ef tilnefna á einhverja sem beztu menn liðsins þá væru það senni- lega helzt þeir Janus Guðlaugs- son, Atli Eðvaldsson og siðast en ekki sfzt Matthfas Hallgrimsson sem átti mjög góða spretti i fyrri Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.