Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 27

Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júli 1977 27 Mengun hef ur eydilagt þúsundir veiðivatna í Skandinavíu SVRUMENGUN, einkum af völd- um brennisteins hefur orðið þess valdandi að þúsundir veiðivatna I Skandinavíu hafa eyðilagst. Þetta kom fram á þingi Norræna stang- veiðisambandsins, sem haldið var í Finnlandi dagana 4.—5. júní í sumar. Samþykkti þingið ályktun þar sem skorað er á Norðurlanda- ráð og rfkisstjórnir Norðurlanda að beita sér fyrir stórauknum mengunarvörnum bæði á Norður- löndum sjálfum og einnig á al- þjóðlegum grundvelli. Segir f ályktun þingsins að rúmar 4 milljónir manna stundi sport- veiði á Norðurlöndum og beri yf- irvöldum skylda til að sporna gegn þeirri þróun að almenning- ur geti ekki notið hvfldar þeirrar og útiveru sem sportveiði veiti. Norræna stangveiðidambandið er samtök félaga stangveiði- manna á Norðurlöndum. A þing- inu i Finnlandi var Hákon Jó- hannsson kosinn form:ður sam- bandsins og ritarastörf félagsins voru falin Landssambandi ís- lenskra stangveiðifélaga fyrir næstu þrjú ár, en Finnar önnuð- ust áður þau störf. Þingið fjallaði einnig um fjár- hagsleg og félagsleg vandamál, sem efst eru á baugi og skipulags- erfiðleika í sambandi við stang- veiðar á Norðurlöndum. I ályktun þingsins í Finnlandi er þess farið á leit við rikisstjórn- ir Norðurlanda að þær veiti því stuðning að notað sé kalk til mengunarvarna og komið verði á tilrauna- og rannsóknasamstarfi i þessu sambandi. Að lokum segir í ályktuninni að Norræna stang- veiðisambandið mælist til þess að Norðurlandaráð beiti sér fyrir virkri samstöðu, með það fyrir augum að efla baráttuna gegn menguninni og orsökum hennar. Friðrik Sigfússon ritari (t.v.) og Hákon Jóhannsson formaður Nor- ræna stangveiðisambandsins. Árni Garðar við eitt af málverkum sfnum. Ámi Garðar sýnir í Bjarkarlundi og Flókalundi A föstudaginn 22. júlf opnar Árni Garðar málverkasýningu f Hótel Bjarkarlundi f Reykhóia- sveit og Hótel Flókalundi f Vatns- firði. Arni Garðar lærði listmálun fyrir röskum 35 árum, en lagði pensilinn á hilluna, þegar hann gerðist auglýsingastjóri Morgun- blaðsins, en það hefur hann verið í rúm 30 ár. Fyrir þremur árum gekk Árni í Myndlistarklúbb Sel- tjarnarness og byrjaði þá aftur að mála, en klúbburinn hefur haft kennara á sinum vegum frá upp- hafi. Hefur Arni tekið þátt f þremur samsýningum klúbbsins, en þetta er í fyrsta skipti, sem hann sýnir einn. Bjarkarlundur og Flókalundur eru i þjóðbraut og kemur þar fjöldi fólks, sem leggur leið sina um Vestfirði, auk þess sem marg- ir dvelja þar um lengri eða skemmri tfma yfir sumarmánuð- ina. Sýningin stendur til 10. ágúst. Svíar fram- selja Japana Stokkhólmi, 19. júlf. Reuter. SÆNSKA stjórnin framseldi f dag 42 ára gamlan prófessor, að nafni Takemoto Takahashi, sem grunaður er um að véra for- sprakki skæruliðahreyfingar er nefnir sig Rauða herinn. Sænskur öryggislögreglumaður fylgdi prófessornum flugleiðis til Tókýó f kvöld og skilar honum þar f hendur japönsku lögreglunnar, að sögn sænskra yfirvalda. Takahashi var handtekinn fyrir viku i námunda við fundarstað olíumálaráðherra OPEC-rfkjanna, en lögreglan hafði grunsemdir um að skæruliðaárás væri yfirvof- andi. Takahashi var á „svörtum Iista“ sænsku lögreglunnar yfir hryðjuverkamenn. Lögreglan seg- ir likur benda til þess að erindi Takahashi til Svíþjóðar hafi verið að koma þar á laggirnar skæru- liðahóp og séu tengsl á milli hans og félaga úr Baader-Meinhof hópnum, sem handteknir voru í Svíþjóð vegna áforma um rán á fyrrverandi ráðherra sænsku stjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum japönsku lögreglunnar var Takahashi visað frá Frakklandi árið 1973 eftir að þar voru hand- teknir félagar í „Rauða hernum". I sambandi við mál þetta lýstu yfirmenn sænsku lögreglunnar því yfir i dag, að athygli alþjóð- legra skæruliða beindist nú í auknum mæli að Svíþjóð sem griðlandi fyrir slíka starfsemi, þar sem þeir telji mun auðveldara að komast til Norðurlanda óséðir en til annarra Evrópulanda. Fékk 750 þúsund í sekt DOMUR var kveðinp upp f Vest- mannaeyjum á þriðjudagsmorg- un f máli skipstjórans á Andvara VE 100. Skipstjóri viðurkenndi iandhelgisbrot og hlaut 750 þús- und króna sekt og afli og veiðar- færi að verðmæti 803 þúsund krónur voru gerð upptæk. Dómsforseti var Júlfus Georgs- son og meðdómendur Angantýr Elfason og Steingrfmur Arnalds. s <§> Philco slær tvær f lugur í einu höggi Philco býður þurrkara sem getur staðið ofan á þvottavélinni. Þannig nýtist gólf- rýmið til fullnustu og handhægt, út- dregið vinnuborð milli vélanna auð- veldar notkun þeirra. Já — allt sem til þarf eru einfaldar festingar og tvær flugur eru slegnar í einu höggi. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrum þvotti — sama magn og þvottavélin. Hann er auð- veldur í notkun — með fjögur sjálf- virk þurrkkerfi sem henta öllum teg- undum af þvotti og allt að tveggja klst. tímarofa. Philco þvottavélin tekur inn heitt og kalt vatn, vindu- hraðinn er 850 snúningar á mínútu, sem þýðir mun styttri þurrktíma. Tvær stillingar eru fyrir vatnsmagn, ullarkerfið er viðurkennt og einfalt merkjamál er fyrir hvert þvottakerfi, svo að allt sé á hreinu! Er það furða þó að fleiri og fleiri velji Philco m HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.