Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977
viw
MORötlK/
MrnNU
Ég vissi ekki hvað góður
matur var fyrr en ég kynnt-
ist konunni minni, en þá var
það bara orðið of seint!
Gættu þín — þrepið er hátt!
BRIDGE
Umsjón: PéH Bergsson
SÖKN varnarspilaranna var sagn-
hafa mjög f hag f spili dagsins.
Hann vann sitt spil umhugsunar-
lftið. En vandvirkni var þörf
hefði vörnin verið spiluð á yfir-
vegaðri hátt.
Allir í hættu, gjafari vestur.
Norður
S. 7
H. A1086
T. G 10972
L. D76
Austur
S. Á10932
H.G3
T. 6543
L. K3
Suður
S. K64
H. KD972
T. AD8
L. 105
Vestur
S. DG85
H. 54
T. K
L. AG9842
Þetta er fágætur gripur — þessi gamla klukka. Þegar vfsarnir
sýna þrjú, slær hún 22 högg og þá er klukkan hálf átta.
Skortur á
gangbrautum?
„Ágæti Velvakandi.
Undirritaður er íbúi við Klepps-
veg í Reykjavík, en Kleppsvegur
er ein af lengstu og fjölbýlustu
götum Reykjavikur og ein af
mestu umferðargötum höfuð-
borgarinnar. Þar er einstefnu-
akstur, gatan er tvöföld og
þreföld.
Eftir þessari götu er ekið með
ofsahraða. Að vísu eiga þar ekki
allir hlut að máli. Hræddur er ég
um að þeir séu færri ökumennirn-
ir sem aka þarna um eftir lög-
boðnum hámarkshraða, sem mér
er sagt að sé 50 km á klst. Strætis-
vagnar fara um götuna og eru
mikið notaðir og viða eru strætis-
vagnabiðstöðvar. Er nú komið að
aðalerindinu, sem var ætlunin að
fjalla um, en það eru hvitu strikin
yfir umferðargötur. Þau merkja
að á þeim bletti eigi gangandi fólk
griðland og beri öllum að virða
rétt þess göngufólks sem þarna
fer um. Við Kleppsveginn vantar
þessi hvitu strik alveg. Ég undir-
ritaður skora á þau yfirvöld, sem
með þessi mál fara að bæta úr
þessu með hvítu strikin og það
fyrr en seinna.
A.Þ.O.“
Þessari ósk íbúans við Klepps-
veg er hér með komið á framfæri
og þvi beint til viðkomandi yfir-
valda að gangbrautir verði merkt-
ar séu þær ekki þegar fyrir hendi.
I framhaldi af þvf er ekki úr vegi
að birta smá-pistil um gangbraut-
ir:
% Réttur gang-
brautarfólks
„Ég hef oft verið að velta
þessu með gangbrautirnar i
Reykjavik og nágrenni fyrir mér,
Sagnirnar gengu þannig:
Vestur Norður Austur Suður
Pass Pass Pass 1 H
Dobl 4 H allir pass
Austur var i erfiðri aðstöðu eft-
ir hækkun norðurs i fjögur
hjörtu. Það var heldur ósennilegt,
að fjórir spaðar stæðu eftir pass
vesturs í upphafi og hann var
ekki heldur viss um, að þeir félag-
ar næðu fjórum slögum í vörn. En
hann kaus að verjast.
tJtspilið var spaðadrottning,
sem austur tók með ás og skipti i
laufkóng. En vestur lét tvistinn
og austur skipti aftur um sóknar-
lit. Hann spilaði tigli.
Sagnhafi tók auðvitað eftir
þessu öllu og var með á nótunum.
Vörnin var greinilega að sýna
honum hvar háspilin voru. Aust-
ur gat ekki átt tigulkóng auk
spaðaáss og laufkóngs. Og þar að
auki var lauftvisturinn dálítið
áberandi spil. Hann tók þvi á
tígulásinn og fékk ellefu slagi.
Eftir að spaðadrottning kemur
út á sagnhafi að vinna spilið.
Hvers vegna? Jú, vestur á senni-
lega ekki bæði laufás og kóng úr
þvi hann spilar ekki út laufi. Og
það þýðir að hann á tigulkónginn.
En það væri eðlilegt að tapa spil-
inu kæmi út laufás, skipt i spaða-
drottningu og austur spilaði sfðan
tígli.
RETTU MER HÖND ÞÍNA
Framhaldssaga eftir
GUNNAR HELANDER
Benedikt Arnkelsson
þýddi
Ný framhaldssaga
1 dag hefst ný framhaldssaga hér f blaðinu. Hún heitir RÉTTU
MÉR HÖND ÞlNA og er eftir sænska rithöfundinn Gunnar Heland-
er. Sagan gerist að miklu leyti I Suður-Afrfku.
Alltaf öðru hverju birta fjölmiðlar fréttir af kynþáttavandamál-
um I suðurhluta Afrfku. Svo virðist sem enn sé langt frá þvf, að
þessi erfiðu sambúðarmál kynflokkanna f þessum heimshluta verði
leyst.
Höfundur framhaldssögunnar, Gunnar Helander, gerir þessum
málum skil f sögu sinni. Byggir hann söguna á eigin athugunum,
enda er hann gjörkunnugur öllum staðháttum og aðstæðum þar
syðra.
Sagan RÉTTU MÉR HÖND ÞlNA segir frá sambúð ungrar
svissneskrar konu og Indverja f Suður-Afrfku. Aðalpersónan er þó
ungur og bjartsýnn Svfi, sem hefur kynnzt hjónunum f Englandi og
fer til Suður-Afrfku. Fullur af hugmyndum um auðvelda iausn
allra vandamála. En hann kynnist þar nýjum heimi, og fer jafnvel
svo, að hann fær óbeit á þeldökkum mönnum. Réttlætiskennd hans
býður honum þó að Ifta til Iftilmagnans, og mikil togstreita hefst
innra með honum.
Hann hittir sænskan kristniboða og fer með honum um „unaðs-
Iönd“ frumstæðra svertingja — og kemst ekki hjá þvf að fhuga,
hvort kristniboðið eigi rétt á sér eða geti jafnvel bent á leið út úr
ógöngunum.
1
UMRÆÐUR I MEADOW
COLLEGE
Við erum stödd f Selly Oak,
útborg Birmingham. Það er
hráslagalegt febrúarkvöld.
Blárri birtunni frá götuijós-
kerunum tekst með naumind-
um að þrengja sér gegnum þok-
una. Draugaleg lest tveggja
hæða sporvagna skröltir af
stað. Vagnarnir eru fullir af
óhreinum, fremur lágvöxnum
verkamönnum. Þeir eru á leið
heim úr Austinhflaverksmiðj-
unni. Flestir hafa þeir ullar-
trefil um hálsinn. Þeir eru
órakaðir og með snjáðar der-
húfur á höfði. Margir eru með
Navy Cut sfgaréttur hangandi
úr munninum.
A endastöðinni spúa
vagnarnir út úr sér svörtum
straumi af mönnum. Verka-
mennirnir læðupokast þegj-
andi á „pöbbinn“, krána, þar
sem þjónustustúlka með svart-
ar sorgarrendur undir nögl-
unum réttir hverjum og einum
hálfan skammt af öli upp á
borðið.
A meðan bfða frú Smith eða
frú Jones eða frú Brown með
mörg börn f einu herbergi og
eldhúsi heima f dimmu bak
húsi.
Virkur dagur verkamanna f
Englandi. Deyfð. Orðfæð. Lág-
þoka.
En aðeins steinsnar frá göt-
unni, inni í dagstofunni á
Meadow College, rfkir ailt ann-
að andrúmsloft. Þar eru mcnn
tunguliprir, skrýtlurnar vekja
kátfnu, og þar eru rædd spenn-
andi vandamál. Fjórir stúdent-
ar sitja þarna. Þeir eru full-
trúar fjögurra þjóða og þriggja
kynþátta. Að vfsu er veggfóðrið
farið að láta á sjá, lýsingin er
dauf og fjaðrirnar í hæginda-
stólunum farnar að slakna.
Samt virðast fjórmenningarnir
kunna vel við sig fyrir framan
opinn arininn, þar sem illa
logar í steinkolunum.
Það er að segja, hans kon-
unglega hátign, hinn kolsvarti
prins Fasul frá Vestur:Afrfku,