Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 22

Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júlí 1977 Fulttrúar tslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Talið frá vinstri: Már Elfsson fiskimála- stjóri, Jón Armann Héðinsson alþm., Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Magnús Torfi Ólafsson alþm., Hans G. Andersen sendiherra, formaður sendinefndarinnar, Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, Eyjólfur Konráð Jónsson alþm., og Gunnar G. Schram prófessor. A myndina vantar Lúðvfk Jósefsson alþm., og Jón Arnalds ráðuneytisst jóra. Lúðvfk var farinn heim er myndin var tekin, en Jón var á fundi f Baltimore. Hafréttarsáttmálinn Framhald af bls. 1. 28. marz nk., reynt að rýra eitt- hvað þau réttindi, sem strandríkj- unum eru ætluð í þessum nýja texta. En ég tel enga hættu á að Kristilegir fylgislausir í Danmörku KRISTILEGI flokkurinn mundi þurrkast út ef kosningar væru haldnar í Danmörku nú og Rót- tæki vinstri flokkurinn fengi að- eins 2.4% atkvæða samkvæmt ný- legri skoðanakönnun Callups. Atkvæði skiptast nú þannig milli flokkanna samkvæmt könn- uninni: Sósíaldemókratar 40.6%, Rót- tækir 2.4%, Ihaldsmenn 11.2, Réttarsamband 2,5, Sósíalistiski Vinstriflokkurinn 2.5, kommún- istar 3.8, miðjudemókratar 5.2, kristilegir 0,0, Vinstri 11.3, VS 3.6, Framfaraflokkurinn 14,2 og aðrir 2.3%. Blöð talin ómissandi ÁLlKA margir hlustuðu á út- varpsfréttir í Danmörku og venju- lega þegar dönsku blöðin voru lömuð vegna vinnudeilna fyrr á árinu samkvæmt rannsókn danskrar fjölmiðlanefndar. Jafnframt horfðu álíka margir og venjulega á fréttir í sjónvarpi. Stjórnandi athugunarinnar segir þetta sanna að útvarp og sjónvarp geti ekki komið i staðinn fyrir dagblöðin, aðeins bætt þau upp. — íþróttir Framhald af bls. 38 hálfleik, og átti þátt f flestum þeim færum sem tslendingar fengu þá. Þótti flestum það furðu- leg ráðstöfun hjá Tony Knapp, landsliðsþjálfara, að kippa Matthfasi útaf f hálfleik. Mjög var skiljanlegt að hann freistaði þess að fá meira líf í framlfnuna með því að skipta Guðmundi Þor- björnssyni inná, en aðrir hefðu fremur átt að fara útaf en Matthias. Leikið sænskt lið Sænska liðið er greinilega skip- að leiknum og reyndum leik- það muni takast, þótt sjálfsagt sé' að vera vel á verði. Bezt sést hve árangurinn er mikill, þegar þess er gætt, að að- eins eru fjögur ár siðan af alvöru var farið að berjast fyrir því, að mönnum sem kunna mikið fyrir sér í knattspyrnu, jafnt af því skemmtilegasta sem þessi íþrótt getur boðið upp á, sem og hinu leiðinlegasta. Þeir leikmenn sem mest bar á í sænska liðinu voru auk markvarðarins, Görans Hag- bergs, þeir Thomas Sjöberg, af- skaplega skemmtilegur og frfskur leikmaður og Bo Börjesen. t STUTTU MALI: Landsleikur Laugardalsvelli 20. júlí Urslit: Island—SvíþjóðO:l (0:0) Mark Svfþjóðar: Tommy Hansson á 85. mín. Ahorfendur: 8.636 _____ — Viðtal við Korchnoi Framhald af bls. 40 sem hann vann 6—0. En ég þarf líka að fá fleiri vinninga, ég þarf 8V4til að vinna einvígið. Og það er einkennilega sterk tilfinning sem maður fær af að sigra andstæðing sinn skák eft- ir skák. Þetta er eins og að berja andstæðing í gólfið hvað eftir annað til þess eins að sjá hann koma aftur og aftur. Þessi tilfinning veldur spennu og ég bauð þessi jafntefli bara til að ná sjálfum mér svolítið niður". Korchnoi sagði að hann von- aðist til að af því yrði að hann og Fischer tefldu saman. „Við höfum báðir áhuga á þessu og þetta er komið á það stig að við erum svona að velta fyrir okkur möguleikunum", sagði Korchnoi. Hann sagði Fischer hafa átt frumkvæðið að þessum vangaveltum en sjálfur hefði hann strax tekið jákvætt í mál- ið. Korchnoi sagðist fylgjast með einvígi þeirra Spassky og Port- isch í Genf. Hann kvaðst telja nokkuð sama við hvorn þeirra hann þyrfti að tefla um réttinn til að skora á Karpov. „Þeir virðast mjög jafnir og sennilega ræður úthaldið i siðari hluta einvígisins úrslitum þess“. Korchnoi sagði, að mjög væri nú rætt um afdrif Petrosjans sem hefði verið rekinn frá skáktimaritinu „64“. „Þetta er refsing fyrir að tapa fyrir mér“, sagði Kortsnoi. „Og hann fær heldur ekkí að tefla i Lenin- gradmótinu, enda bætist það við, að Karpov er smeykur við Islendingar helguðu sér einhliða 200 milna fiskveiðilögsögu, og illa gekk lengi vel að fá menn til að sameinast um þá stefnu, — og það svo að beinlínis var hlegið að þeim, sem þessa baráttu hófu.“ Petrosjan, sem hefur reynzt honum erfiður andstæðingur, og þvi hefur óskum Karpovs um að Petrosjan yrði útilokað- ur frá mótinu verið vel tekið. Og kannski hafa þær verið óþarfar. Ég er þess fullviss að Polu- gaevsky mun lika verða að taka út sína refsingu fyrir þetta ein- vígi okkar. Þetta er hlutskipti þeirra, sem enn sætta sig við yfirgang og pólitiska drottnun stjórnvalda Sovétríkjanna". — Græn bylting á Tjörninni Framhald af bls. 2 ur með vaxandi fuglamergð og sorp á botninum vegna of mikils brauðs, sem fleygt væri í endurn- ar. Aftur á móti lægju engin skólpræsi i Tjörnina og ekki mengun af þeim sökum, þar sem húsin í Vatnsmýrinni hefðu nú orðið rotþrær, og sérstakur maður ætti að fylgjast með því að ekki flæddi inn í Tjörnina úr sjó um Lækinn gamla, þegar flóð væri. Annars yrði um þetta fjallað á fundi Umhverfismálaráðs á föstu- dag og yrðu ráðsmenn þá væntan- lega fróðari um það hvort og hvernig hægt væri að bregðast við nú eða síðar, eftir að hafa heyrt upplýsingar og álit kunnáttu- fólks. En á fundinum verður, auk Hafrannsóknarmanna, borgar- verkfræðingur. Leiðrétting 1 KVEÐJUORÐUM um Kristinu Guðmundsdóttur varð sú misrit- un að þar sem standa átti: Eg kynntist Stinu í barnæsku í Landakotsskóla — stendur i greininni Landakotsspitala. Þetta leiðréttist hér með. - Fremur ber að leggja áherzlu á gufuleit Framhald af bls. 2 leit á nýjum borsvæðum en að leggja út í áhættusamar aðgerðir á eldri holum. Megintilgangur slikra aðgerða er að freista þess að kanna orsakirnar fyrir hinu trega innstreymi i holurnar. Þáð er hugsanlegt að þær hafi jafn- framt i för með sér að afköst holanna aukist, a.m.k. um tíma. Á það ber hinsvegar að leggja áherzlu, að með öllu er óvist að svo verði, eða hve varanleg slik aukning er, ef einhver verður. En þótt engin afkastaaukning verði getur niðurstaða aðgerðanna samt gefið mikilvægar visbendingar um orsakir hins lélega borárang- urs 1976. Sú vitneskja getur kom- ið að góðum notum siðar. Nú, þegar afköst hafa rýrnað svo sem raun ber vitni, vegur áhættan á holuskemmdum ekki jafnþungt og áður. Þessi áfram- haldandi rýrnun gerir hinsvegar enn brýnna en áður að reyna að kanna orsakirnar fyrir hegðun holanna. Þegar endurskoðun borunartillagnanna frá þvi i marz s.l. varð óhjákvæmileg þótti því rétt að taka aðgerðir á holum frá I fyrra með í hinar endurskoðuðu tillögur. A s.l. vori fékk Orkustofnun dr. Gunnar Böðvarsson hingað til lands sér til ráðuneytis um gufu- öflun við Kröflu. Skilaði hann skýrslu til stofnunarinnar um för sína, með margvíslegum ábend- ingum og tillögum, sem siðan hafa verið til gaumgæfilegrar at- hugunar hjá sérfræðingum stofnunarinnar. Frá Rogers Engineering, sem er ráðunautur Kröflunefndar við byggingu orkuversins, hafa einnig borizt ábendingar sem hafa verið ræki- lega athugaðar. Til alls þessa hef- ur verið tekið tillit þegar hinar breyttu tillögur voru mótaðar. Fjárþörfin vegna hinna breyttu tillagna er nokkru minni en vegna hinna upphaflegu, þegar tekið er tillit til verðhækkana siðan. Ríkisstjórnin hefur nú sam- þykkt að verja 100 milljónum króna til þessa verkefnis. Er áformað að þeim verði varið i aðgerðir á holum frá 1976. Akvarðanir liggja enn ekki fyrir um frekari fjáröflun. Sem kunnugt er varð árangur borana 1976 mun lélegri en vænzt hvar, og mun lélegri en fengizt hefur á ýmsum öðrum háhita- svæðum hérlendis, svo sem Námafjallssvæðinu. Nú er bor- svæðið frá 1976 aðeins litill hluti jarðhitasvæðisins við Kröflu, og því ekki rétt að draga of vfðtækar ályktanir út frá þvi. Ekki er á þessu stigi málsins ástæða til að ætla annað en að finna megi betri gufuvinnslueiginleika á öðrum hlutum Kröflusvæðisins. Það verður að leita að þeim. Það verður einungis gert með frekari borunum á öðrum hlutum Kröflu- svæðisins. Tillögur Orkustofn- unar frá i marz gengu út á slika leit á tveimur hlutum jarðhita- svæðisins við Kröflu. I endur- skoðuðu tillögunum er ráðgert að leita aðeins á öðru þeirra nú í ár sökum þess hve áliðið er sumars. Næsta ár þarf að halda þessari leit áfram af fullum krafti.“ — Begin Framhald af bls. 1. um margendurtók Begin, að fyrir Genfarráðstefnuna ættu deiluað- ilar ekki að setja nein skilyrði, og sagðist hann í því sambandi ekki vilja undanskilja þá margyfir- lýstu stefnu Israelsmanna að fall- ast ekki á sérstakt ríki Palestinu- araba. Hann sagði að tillögur sinar mætti skoða sem „viðræðuramma, sem leitt gæti til raunverulegs friðar í Miðausturlöndum". Um þá hugsanlegu þróun mála að ekki tækist að koma á nýrri Genfarráðstefnu vegna andstöðu Israelsstjórnar gegn þátttöku PLO sagði Begin, að þrátt fyrir það yrði ekki með öllu girt fyrir samninga. Til greina kæmi þá að viðræðunefndir hittust fyrir milligöngu Bandaríkjastjórnar, annað hvort í einhverju þeirra ríkja, sem hlut ættu að máli, eða i hlutlausu riki, en einnig væri hugsanlegt að deiluaðilar skiptust á skoðunum með aðstoð Banda- ríkjastjórnar í New York, án þess að fram færu beinar viðræður. Begin sagði, að Israelsmenn óskuðu í einlægni eftir friði, um leið og hann varaði við þvi að of mikið mark væri tekið á frétta- flutningi um hið gagnstæða. Carter forseti skýrði frá þvi í dag, að Cyrus Vance héldi til Mið- austurlanda 1. ágúst næstkom- andi til viðræðna fyrir væntan- lega Genfarráðstefnu. Areiðan- legar heimildir í Washington segja, að í viðræðum Carters og Begins hafi komið fram, að Israelsmenn gætu fallizt á veru- legar tilslakanir í Sínaí og á Gólan-hæðum, en væru hins vegar ófáanlegir til að gefa eftir yfirráð sin á vinstribakka Jórdan. Talsmaður PLO í Beirút sagði i dag, að tillögur Begins miðuðu að nýrri styrjöld en ekki friði. Væri forsætisráðherranum mikið í mun að telja Bandaríkjastjórn trú um að hann fylgdi hófsemisstefnu, en raunverulegur tilgangur hans væri að koma af stað fimmtu styrjöldinni fyrir botni Miðjarðar- hafs. ... _ .... — Spánn Framhald af bls. 1. fangar hafa verið náðaðir á undanförnum mánuðum. Fjórir lögfræðingar reyndu í dag að miðla málum milli fang- anna á þaki Carabanchel- fangelsisins og yfirvalda, en varð ekki ágengt. Eldur kom upp í dómhöllinni í Madrid i dag eftir að sprengja sprakk þar. Skemmdir urðu allmiklar en enginn særðist. Eftir þann atburð voru átta lögreglumenn kallaðir fyrir herrétt, sakaðir um að hafa skipulagt mót- mælaaðgerðir um 500 lögreglu- manna fyrir utan innanrikis- ráðuneytið í desember s.l. Lög- reglan heyrir undir stjórn hersins, og er litið á réttar- höldin í dag sem tilraun hers- ins til að koma á meiri aga. Stjórnmálaskýrendur telja horfur á því að fangaóeirð- irnar i landinu verði til þess að afturhaldssömum herforingj- um vaxi fylgi, en þeir hafa mjög haldið því á loft að lýð- ræðisbreytingarnar i landinu valdi lausung og upplausn meðal þjóðarinnar. — Rhódesía Framhald af bls. 1. yfirvalda hafði fólkinu verið safnað saman í kofa einn, og eldur síðan borinn að. Þeir, sem létu lifið í hryðjuverki þessu, voru allir blökkumenn. — Við skátarnir Framhald af bls. 21 sinni skóladönsku nokkurra spurninga, en komst þá að þvi sér til léttis, að þeir voru ekki miklu betri sjálfir i málinu. Þær upplýs- ingar fengum við, að á mótinu væru fjórir strákar og átta stelp- ur, auk tveggja fararstjóra, en þau koma frá þremur stöðum af Grænlandi, annars ætla þau að vera á landinu í 14 daga. Þetta sagði okkur Hendrik Jacobsen, en hann er frá Nanortalik. „Það veitir ekki af að létta und- ir mótið með dálitlu þingeysku lofti," sagði aðstoðarfélagsforingi frá Húsavik, Börkur Arnviðarson, 18 ára. Hann tjáði okkur að torgið þeirra hefði verið kosið þrifaleg- asta torgið og að þeir myndu leggja metnað sinn i að halda því þannig út mótið. Hans kenning um veðrið var að þeir hefðu kom- ið með það með sér að norðan. Við litum við I fjölskyldubúðum og hittum að máli Fanneyju Krist- bjarnardóttur, en maður hennar, Gunnar Einarsson sér um verzlun á staðnum. Þau voru með tvö börn með sér, Kristbjörn, 3ja ára, og Helga Pétur, 1 árs. Fanney sagði mótið hafa verið ágætt, en þau hjón eru bæði gamlir skátar. „Veðrið gerir þetta nú alveg sér- stakt“ sagði Fanney við okkur að lokum. Að lokum fórum við í kaffiboð- ið til Hraunbúa og var okkur boð- ið upp á sömu veitingar og iik- neskinu fræga. Þarna dvöldum við um hrið I góðu yfirlæti, en þegar við yfirgáfum staðinn hljómuðu skátasöngvar um allt, auk þess einhver undarleg köll og hróp sem líklega skátar einir skilja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.