Morgunblaðið - 21.07.1977, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. júli 1977
31
Gufuvinnsla
Framhald af bls. 15
JJfn hefur þegar verið safnað úr
°lum á Kröflusvæði, og skal hér
Pyí aðeins bent á að mikilvægt er
j>Ú nægur tækjakostur sé fyrir
hencii, einkum til þess að fram-
væma mælingar á timaferli
ninna ýmsu mælistærða í lok-
Jjúum og opnum holum. Tima-
breVtingar hita og þrýstings
Beyma mikilsverðar upplýsingar.
<®-5) önnur viðhorf við stað-
*etningu borhola. Hér skal aftur
ent á það, sem fram kom í fyrra
s ýrslubroti undirritaðs, að vert
er að íhuga, hvort hagkvæmt sé að
staðsetja borholur þar, sem merki
eru nnt mikla og aukna jarðhita-
vtrkni. Hitahækkun og aukin
e nisstöfnun geta lokað mikilvæg-
Um hliðaræðum út frá aðalupp-
stfeymisrásum.
Rennsliörvun og
___hönnun borhola.
.j*7-1) Þrýstidæling. Helzta leið
Vlð rennslisörvun í borholum er
sprenging holuveggs með þrýsti-
^aslingu (hydraulic fracturing).
essi aðferð hefur borið góðan
rangur á olíusvæðum, en hefur
ekki verið tekin í notkun á háhita-
svæðum. Þrýstidælingu við frek-
ar tágan þrýsting hefur hins veg-
kr ver*ð beitt með góðum árangri
a ^uður-Reykjum í Mosfellssveit.
. Þsýstidæling ber þvi aðeins
arangur, að þrjú skilyrði séu upp-
yl|t, (1) þrýstingur þarf að vera
n*gur til þess að sprengja holu-
Ve8g, (2) hinar nýju sprungur
Pnrfa að hafa samgang við æðar,
seni flytja vatn og/eða gufu og
t3) kóma þarf fyrir grjóti eða
sandi í sprungunum til þess að
alda þeim opnum eftir að dæl-
'ngu er hætt. Og nefna má fjórða
s 'lyrðið, þ.e. að efnissöfnun
Verði ekki til þess að loka sprung-
unum fljótlega.
Á oliusvæðum er þrýstidæling
y 'rleitt gerð í borholum með
s eyptum fóðurpipum. Valin er
ePpileg dýpt og pípurnar gat-
a<*ar á hæfilega löngu bili á móts
Vlð þann stað, sem valinn hefur
erið. Mjög seigum vökva, sem
andaður er grófum sandi, er síð-
an dælt með háum þrýstingi út
Un* götin. Bergið springur og
ukvinn ber sandinn inn i hinar
nyju sprungur. Þegar dælingu er
®tt hindrar sandurinn að
sprungur lokist aftur, og olia get-
r leitað inn i holuna um hina
Srófkornóttu sprungufyllingu.
n'g er hægt að auka talsvert
Þan
Einarsson,
Valgarður
‘nnrennslisleka f borholum.
Þeir Guðmundur
sarl Ragnars og
efánsson ásamt höfundi þess-
frar skýrslu sátu þann 12. mai s.l.
j, tttt með starfsmönnum
ajliburton Services i Duncan,
'ahoma, og var þar einkum
tt um það, hvort beita mætti
raniangreindri tækni til rennslis-
srvunar I borholum á Kröflu-
, ®ui. I þessum fyrstu viðræðum
i^jf ^reinilega fram, að sérfræð-
Sar Halliburton sáu ýmis tor-
erki á þvi að beita sömu tækni á
JóHusvæði og nú er notuð á oliu-
U^m. Þrýstidæling i ófóðr-
t Um holum með aðstoð holu-
^PPa kæmi liklega að litlu gagni.
I nntræðunum loknum varð
þUst, að i bili má ekki reikna með
• að þrýstidæling geti leyst
svnda,nál gufuvinnslu á Kröflu-
U*®*’ Þó töldu sérfræðingar
ge nhurton vel til greina koma að
K,ra tilraunir á þessu sviði, og
ðu fram aðstoð.
Höfuu^n,. þessarar skýrslu er
ku'rrar skoðunar að ekki séu öll
til grafar komin f þessum
^ Um- Þótt ekki megi reikna
á K Ueinu 8aSnl af þrýstidælingu
Ver,rÓflUSVæði sumarið 1977, er
að hafa eftirfarandi atriði í
Ur^a .®ðl'legt er að það taki nokk-
„ý: ,lma °8 átak að aðlaga tækni
bUr.1,1 aÚstæðum. Menn Halli-
brv t>n lil Þessa ekki reynt
°g h ,liæiingu ,á háhitasvæðum,
aðst ^a ^Ví ekki ^efið gaum þeim
hend^” í!11’ sem þar eru fyrir
■ Þá ber að hafa I huga, að
talsverð togspenna mun ríkja í
jarðlögum á Kröflusvæði. Spreng-
ing holuveggs ætti þvi að vera
auðveld, og mjög lausleg áætlun
bendir til þess, að 100 ata dælu-
þrýstingur muni nægja til þess að
sprengja á um 2 km dýpt.
A hinn bóginn er augljóst, að
holur á Kröflusvæði hafa ekki
verið hannaðar með þrýstidæl-
ingu fyrir augum. Helzta vanda-
mál er, að meginfóðrun er of
grunn. Eins og fram kemur í
næstu grein i þessari skýrslu eru
og aðrar ástæður til þess að hafa
dýpri fóðrun. Ef gripið yrði til
þess að fóðra niður á 1,2 til 1,5 km
dýpt er líklegt, að einföld þrepa-
dæling eins og hún er nú fram-
kvæmt á Suður-Reykjum I Mos-
fellssveit gæti leitt til merkjan-
legrar rennslisörvunar. Hugsan-
legt er, að árangur megi bæta með
þvi að forspenna bergið á þann
hátt, að þrýstingi er beitt fyrir
ofan holutappa eins sýnt er á
hjálagðri mynd. Þó er enn óleyst
sú spurning, hvernig bezt væri að
koma fyrir sprungufyllingarefni.
(7.2) Marganga holur. önnur
umtalsverð leið til rennslisörvun-
ar er að gera einn eða fleiri anga
út úr neðri hluta borhola. Bor-
tæknilega séð er þetta ekki erfitt,
og á þennan hátt má væntanlega
auka innstreymisfleti og þar með
auka rennsli.
(7.3) Undirrýming.Þá er og
hugsanlegt, að hæfileg undirrým-
ing með þar til gerðum tækjum
geti aukið holuþvermál og þar
með innstreymisfleti.
(7.4)DjúphoIur og hönnun
þeirra. Fram að þessu hafa boran-
ir verið takmarkaðar við um 2,2
km dýpt. Hugsanlegt er, að dýpri
boranir, þ.e. niður á allt að 3,0 km
geti borið betri árangur, og er þvi
rétt að benda á þennan mögu-
ieika. Slikar holur yrði að fóðra
niður á 1,2 til 1,5 km dýpt. Hér er
um að ræða öryggi, og einnig er
rétt að loka útrásum úr efra kerfi,
en eins og áður tekið fram er rétt
að hindra samgang milli kerf-
anna. Djúpfóðrun eykur einnig
möguleika á þvi að beita þrepa-
þrýstidælingu. I bili skortir þó
dæluútbúnað til þess að ganga frá
svo djúpum fóðurrörum.
Tillögur um
næstu framkvæmdir
(8.1) Viðhorf. I málum Kröflu-
virkjunar blasa nú við tvö and-
stæð viðhorf. Boranir hafa fram
að þessu hvergi nærri borið tilætl-
aðan árangur, og er þvf knýjandi
nauðsyn að endurskoða og endur-
skipuleggja þær aðferðir og þá
tækni, sem notuð hefur verið.
Þetta verður ekki gert i einni
svipan. Tæknilega séð væri mjög
æskilegt að gera hlé á meiri hátt-
ar vinnsluborunum þar til gefist
hefur nægilegt tóm í þessúm efn-
um. Þá er og skjálfta- og eldvirkni
svæðisins enn I hámarki, og gefur
það fullt tilefni til frekari gætni.
Á hinn bóginn er virkjunarsam-
stæðan þegar fullgerð og tilbúin
til reksturs. Af fjárhagslegum og
samfélagsiegum ástæðum er jafn-
knýjandi nauðsyn að koma henni
í gagnið hið allra fyrsta.
Hér verður því að sigla milli
skers og báru. Fara verður hag-
kvæmustu leið til að koma virkj-
uninni f gagnið þegar í byrjun
þessa sumars, en leggja svo með
fullri gætni út í allar framkvæmd-
ir, sem miða umfram þetta mark-
mið.
(8.2) Stefna tillagna. 1 grein
(4.5) er á það drepið, að þær
boranir, sem framkvæmdar hafa
verið, séu hvorki fullnægjandi né
afgerandi könnun á möguleikum
til gufuvinnslu úr neðra kerfi
undir Leirbotnum og næsta ná-
grenni. Þar sem möguleikar virð-
ast á bættri vinnslutækni, og mik-
ill kostnaðarauki væri við flutn-
ing á önnur svæði, jafnvel þótt
aðeins um örfáa kílómetra væri
að ræða, er full ástæða að halda
enn um sinn fast við Leirbotna-
svæðið. A hinn bóginn verður að
hafa fulia hliðsjón af fenginni
reyn'slu, og hefja ekki meiri hátt-
ar aðgerðir fyrr en tækni hefur
verið endurskipulögð. 1 samræmi
við þetta verður og að telja hag-
kvæmara að verja fjármunum til
endurbóta á tækjaútbúnaði en til
tvisýnna borana á öðrum svæðum.
Jarðhitafræðilega séð er eðli-
legt að telja svæðið í suðurhliðum
Kröflu hluta af þvi sama svæði,
sem Leirbotnasvæðið tilheyrir.
(8.3) Tillögur. I styztu máli eru
tillögur undirritaðs um næstu
framkvæmdir á Kröflusvæði þess-
ar.
(1) Virkjun efrakerfisvatns.
Til þess að gangsetja virkjunina
og koma afli hennar upp i virk 10
MW má nota um 18 kg/s af gufu
við 8 ata úr holum 7 og 11 auk 10
til 12 kg/s af lágþrýstigufu úr
efra kerfisvatni frá holum 8, 9 og
10. Nægi rennsli þeirra ekki má
bora eina eða fleiri holur i efra
kerfi nálægt skiljustöðvarhúsi.
Þetta ætti að geta tryggt rekstur
jafnvel þótt einhver minnkun
kæmi fram á holum 7 og 11.
Framkvæmd verði endurrann-
sókn á svæðinu, og gaumgæfilega
verði athugað, hvort ekki komi til
greina að beita einnig titrings- og
jarðspennuaðferðum.
Aðgerðir á borholum. Full
ástæða er til þess að gera tilraun
til endurbóta á þeim holum, sem
nú eru i sæmilegu ástandi á Leir-
botnasvæði. Kemur til greina
hreinsum, einhver endurfóðrun
og jafnvel dýpkun, einkum á 6, 8
og 9. Hér verður þó að gæta
fyllstu hagkvæmni.
Endurhönnun borhola og
tækjakaup. Full ástæða er að
ihuga kaup á nýjum háþrýstidæl-
um þannig að dýpka megi fóðrun
niður í 1,2 til 1,5 km og bora niður
2,5 til 3,0 km dýpt. Sömu dælur
má einnig nota við tilraunir til
rennsliörvunar með þrýstidæl-
ingu. Þær kæmu og að góðu haldi
á öðrum jarðhitasvæðum á
tslandi. Hver dælusamstæða virð-
ist ekki kosta meir en um 'á til W
af heildarkostnaði einnar 2 km
djúprar vinnsluholu.
(5) Borun 1 suðurhlfðum
Kröfluf jalls. 1 samræmi við tillög-
ur, sem áður hafa verið lagðar
fram, er lagt til að gerð verði ein
könnunarhola á svæði sunnan
Kröflufja.'ls, þessa holu verður að
hanna á sama hátt og núverandi
holur.
(6) Djúpborun á Leirbotna-
svæði. Þegar tækjakostur og aðr-
ar aðstæður leyfa er lagt til að
gerð verði ein borun niður á 2,5
til 3,0 km dýpt í nágrenni holu 11.
Þessa holu bæri að djúpfóðra og
gera að öðru leyti þannig úr garði
að beita megi þrepaþrýstidælingu
til rennslisörvunar.
(8.4) Eftirmáli, borun á Hvft-
hólasvæði. Tillögur hafa komið
fram um könnunarborun við
Hvfthóla um 1 til 2 km sunnan
stöðvarhúss (sjá F 15524). Svæði
þetta er við meginjarðhitaásinn
Leirbotnar-Námafjall en yfir-
borðsvirkni er þar mjög litil. Höf-
undur hefur ljáð þessari tillögu
fylgi einkum á þeirri forsendu, að
Hvíthólasvæðið sé utan virkasta
hluta Kröflusvæðis, og djúpberg
þar gæti því verið hentugra til
vinnslu (6.5). Aherzla skal þó
lögð á það, að hér er um að ræða
tilgátu, sem enn er ekki byggð á
föstum rökum. I samræmi við
það, sem áður hefur verið drepið
á, virðist að sinni varla réttlætan-
legt að verja f jármunum til könn-
unarborana á Hvfthólasvæði fyrr
en frekari neikvæð merki hafa
komið fram á Leirbotnasvæði.
Ötímabært virðist að gera til-
raun til þess að fjalla um fram-
hald þeirra framkvæmda, sem
taldar eru upp i framangreindum
tillögum. Árangur verður einn að
ráða i þeim efnum.
Frönsk segl-
skúta á Eskífirði
Eskifirði, 20. júlí.
HINGAÐ kom í gær frönsk segl-
skúta með 7 manna áhöfn, 5 körl-
um og 2 konum. Vakti koma þessa
fallega seglskips mikla athygli og
komu margir til að skoða skipið.
Skipverjar kváðu 16 daga liðna
frá því að.þeir fóru frá Bretagne-
skaga í Frakklandi, en ferðina
hafa gengið vel og voru þeir t.d.
tæpa tvo sólarhringa frá Færeyj-
um til Eskifjarðar. Ætla þeir nú
að sigla hringinn i kringum Is-
land, skipt verður um hluta
áhafnar hér og fara fimm fljúg-
andi út, en aðrir 5 koma um borð
hér og sigla til Frakklands aftur.
Fréttaritari.
Te-grasa-
ferð í Heið
mörk
Náttúrulækningafélag Reykja-
víkur efnir til te-grasaferðar í
Heiðmörk n.k. laugardag, ef veð-
ur leyfir. Slik ferð hefur verið
farin árlega að undanförnu.
Lagt verður af stað frá Hlemmi
(austanverðu) kl. 10 f.h. Reynt
verður að sjá billausu fólki fyrir
farkosti.
Tímabært að athuga tilboð
EBE um bætur vegna friðunar
— segir The Financial Times
í FORYSTUGREIN brezka
blaðsins The Financial Times
siðasta mánudag er lýst yfir
stuðningi við þá akvörðun
brezku stjórnarinnar að fram-
lengja bann við síldveiðum inn-
an fiskveiðimarka Breta í
Norðursjó, þegar ráðherra-
nefnd EBE mistókst að ná sam-
komulagi um friðungaraðgerðir
í byrjun þessa mánaðar. Blaðið
segir, að þrátt fyrir háværar
mótbárur Hollendinga óg Dana
liggi fyrir vísindalegar sannanir
um að Norðursjávarsíldin sé í
hættu. Til að bjarga stofninum
dugi ekki annað en örþrifaráð,
og hafi brezka stjórnin sýnt þá
forsjálni þegar í októbermánuði
s.l. að ákveða að gripið yrði til
einhliða aðgerða í lok þessa árs
ef ekki næðist samstaða um
nauðsynlegar friðunar-
ráðstafanir innan EBE. Aldrei
þessu vant hafi hagsmunir
Breta og bandalagsins i fisk-
veiðimálum farið saman, enda
hafi framkvæmdanefnd EBE
stutt þessa stefnu Breta.
Þé segir blaðið að næsti áfangi
þessa máls verði mun torsóttari. og
bendir i þvf sambandi á tillögu fram-
kvæmdanefndarinnar til ráðherra-
fundarins um að sildveiðar i Norðursjó
verði bannaðar út þetta ár og jafnvel
fram á árið 1978, en eins og kunnugt
er náðist aðeins á fundinum samkomu-
lag um bann til septemberloka á þessu
ári.
Þá vikur The Financial Times að
andstöðu gegn Bretum og stefnu
þeirra varðandi verndun Norðursjávar-
sildarinnar, og segir að mikilvægt sé
að þeir glati ekki því trausti, sem þeir
kunni að hafa áunnið sér á því sviði
Hollendingar m.a muni að visu halda
þvi fram, að Bretar hafi einungis áhuga
á banni á þeim árstimum, sem aðrar
þjóðir séu vanar að stunda sildveiðar i
Norðursjónum. Hafi Bretar þegar verið
gagnrýndir fyrir að sýna verulegan
áhuga á banni fyrst eftir að sildarvertið
Breta i janúar og febrúar var lokið. og
beri að viðurkenna að brezk skip hafi
mokað upp sild i ársbyrjun Af þeirri
ástæðu virðast V-Þjóðverjar og Hol-
lendingar vera farnir að hneigjast að
hugmyndinni um sildveiðibann, að því
tilskildu að það gildi að minnsta kosti
þar til fyrri hluta árs 1979, þannig að
það mundi ná til tveggja vertiða brezka
sildveiðiflotans. Danir einir virðast hug-
myndinni algerlega andvigir Þá segir i
forystugreininni, að afstaða irsku
stjórnartnnar sé mjög á sama veg og
afstaða Breta, enda hafi úrskurður
Evrópudómstólsins í siðustu viku verið
á þá leið að aflétta bæri stærðartak-
mörkunum innan 50 milnanna við
írlandsstrendur Því eigi írar um það
að velja. að setja nýjar reglur. sem gildi
jafnt fyrir allar stærðir veiðiskipa. eða
sætta sig við að vetðiskip annarra EBE-
rikja gangi milli bols og höfuðs á
fiskistofnum þeirra Á hinn bóginn
mundu veiðitakmarkanir án reglna um
stærð fiskiskipa hafa alvarleg áhrif á
útgerð íra, og séu fulltrúar sjómanna
þegar farnir að ókyrrast mjög af þess-
um sökum.
Niðurstaða The Financial Times er á
þá leið, að nú sé fyllilega timabært að
gefa gaum tilboðum framkvæmda-
nefndar Efnahagsbandalagsins um
bætur til fiskiðnaðarins. þar sem bæði
brezka stjórnin og hin irska geri sér
fullkomlega grein fyrir þvi að erfitt sé
að gera viðhlitandi ráðstafanir til fisk-
verndunar, án þess að það komt um
leið niður á útgerðarfyrirtækjum En sé
málið skoðað i viðara samhengi verði
Ijóst, að ekki megi lengur dragast að
koma á nýrri allsherjarstjórn fiskveiði-
mála svo að þetta ágreiningsmál hverfi
af samningaborðinu i Brússel