Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
3
Thorbjörn Falldin forsætisráóherra Svíþjóðar:
„Markmiðid að auka tengslin
og ky nningu milli landa okkar9 9
NORRÆN samvinna og aukin
samskipti Norðurlanda á sviði
athafna- og menningarlífs var
efst á baugi á blaðamannafundi
I Norræna húsinu í gær þar
sem Thorbjörn Fálldin, for-
sætisráðherra Svíþjóðar, og
Geir Hallgrímsson forsætisráð-
herra ræddu um viðræður
þeirra í opinberu heimsókn
sænska forsætisráðherrans.
Fálldin hefur lagt mikla
áherzlu á vilja sinn til aukinn-
ar norrænnar samvinnu og m.a.
hefur hann heimsótt öll
Norðurlöndin á fyrsta starfsári
sínu.. Vakti Geir Hallgrímsson
forsætisráðherra athygli á því
að Fálldin væri fyrsti sænski
forsætisráðherrann sem heim-
sækti tsland án þess að heim-
sóknin væri i sambandi við
norræna fundi eða ráðstefnur.
Þegar Fálldin tók við embætti
lýsti hann því yfir að hann
myndi leggja meiri áherzlu á
innri samvinnu Norðurlanda
en fyrri ríkisstjórn sem hefði
lagt meiri áherzlu á alhliða
heimsvandamál. Morgunblaðið
beindi þeirri spurningu til /
Fálldins hver væri afstaða hans
til áhuga Islendinga að fá heim
til Islands þau handrit sem
væru erlendis og þar á meðal I
Svíþjóð. Fálldin kvaðst ekki til-
búinn til þess að tjá sig um það
mál á þessu stigi, því sér væri
ekki kunnugt um hverjir ættu
þau íslenzku handrit sem eru i
Svíþjóð, en mögulega yrði það
rætt síðar. „Það er markmiðið
að auka tengslin og kynningu
milla landa okkar", sagði
Fálldin í samtali við Morgun-
blaðið.
Aðspurður sagði sænski for-
sætisráðherrann að fólk í Sví-
þjóð sýndi góðan skilning á
þeim efnahagsaðgerðum sem
orðið hefði að gripa til í Sviþjóð
m.a með lækkun sænsku krón-
unnar, styrkjagreiðslu til at-
vinnuveganna til þess að halda
þeim gangandi og mörgum
fleiri atriðum til þess að styrkja
atvinnulíf Sviþjóðar í baráttu
gegn verðbólgu. Kvað hann
margþættar ráðstafanir gerðar
bæði varðandi útflutning og
innflutning.
Forsætisráðherrarnir lýstu
því yfir að þeir væru sammála
um að Norðurlönd gætu leyst
sín vandamál í samvinnu án
þess að til þyrfti að koma sér-
stök stofnun. Þá véu Geir að
umræðum þeirra um möguleika
á stækkun norræna markaðar-
ins með margs konar samvinnu
Norðurlandanna og einnig vék
hann að miklum áhuga íslend-
inga fyrir uppbyggingu iðnaðar
og notkun íslenzkra orkulinda.
Þó kvað hann tslendinga vilja
fara varlega í þeim efnum með
tilliti til áhrifa á efnahagslegt
sjálfstæði landsins því það væri
samtvinnað sjálfstæði Islands.
Á viðræðufundi forsætisráð-
herranna í Stjórnarráðinu í
gær með aðstoðarmönnum
þeirra var rætt um efnahags-
legt og stjórnmálalegt ástand á
Islandi og i Svíþjóð. Fjallað var
um ýmis vandamál, fiskveiðar
og þá ákvörðun Svia að færa
landhelgi sína út að miðlinu
Eystrasalts, en þar standa þeir i
samningum við Rússa og Aust-
ur-Þjóðverja. Þá ræddu for-
sætisráðherrarnir um utan-
ríkismál þjóðanna, baráttu
gegn verðbólgu og efnahags-
vandamál almennt.
Varðandi baráttu Svía við
verðbólgu og óhagstætt ástand i
atvinnumálum kvað Fálldin
erfitt að greina frá hinum
margþættu aðgerðum eða spá
um hvernig tækist til, en stefnt
væri markvisst að úrbötum og
fólk sýndi slíkri stjórnun skiln-
ing.
Tillögur i efnahags- og at-
vinnumálum kvað Fálldin
verða lagðar fyrir þingið innan
skamms og ugglaust yrðu mikl-
ar umræður um þau mál á næst-
unni, en aðgerðir kvað hann
miðast við að halda fullri at-
vinnu í Svíþjóð. Þá kvað hann
skilning verkalýðsfélaga í Sví-
þjóð á stöðunni vera þá að ekki
væri unnt á næstunni að hækka
laun að marki.
Varðandi samræður forsætis-
ráðherranna um samskipti á
sviði iðnaðar var ekki rætt um
neitt ákveðið, sem Fálldin benti
á stofnun Norræna fjárfesting-
arbankans og mögulega sam-
norræna fjárfestingu i þvi sam-
bandi.
Geir Hallgrímsson þakkaði
sænska forsætisráðherranum,
konu han, Sólveigu, og sænsk-
um fréttamönnum fyrir heim-
sóknina til Islands, og kvað það
mikilvægt fyrir Island að fá
slíka gesti. Thorbjörn Fálldin
þakkaði gestrisnina og kvað Is-
landsferðina vera sér ógleym-
anlega fyrir margra hluta sakir.
Nefndi hann sérstaklega heim-
sóknina til Vestmannaeyja. Að
lokum lýsti Fálldin yfir ánægju
með að eiga von á Geir Hall-
grimssyni forsætisráðherra og
konu hans, Ernu Finnsdóttur i
heimsökn til Svíþjóðar.
Thorbjörn Fálldin og Geir Hallgrímsson á blaðamannafundinum I Norræna húsinu í gær. Ljósmyno
Mbl. Friðþjófur.
• •
Orn Ingi
sýnir á
Akureyri
Akureyri, 5. september.
ÖRN INGI listmálari opnaði mál-
verkasýningu I Iðnskólahúsinu á
Akureyri um helgina. Þar sýnir
hann 62 myndir, málaðar meí
akrýllitum, pastellitum, vatnslit-
um og olíukrít. Margar myndanna
eru þegar seldar.
Þetta er þriðja einkasýning
Arnar Inga, en auk þess hefur
hann tekið þátt i 14 samsýningum
hér á landi og i Færeyjum.
Sýningin er opin til 11. septem-
ber, klukkan 17—22 virka dagt
en klukkan 15 til 22 á laugardag
og sunnudag.
— Sv.P.
Hassmenn
lausir
MENNIRNIR tveir, sem satu i
gæzluvarðhaldi vegna rannsóknai
á meintu fíkniefnasmygli, hafí
báðir verið látnir lausir. Sannað
ist innflutningur á 300 grömmum
af hassi frá Kaupmannahöfn og
nokkru magni af amfetamíndufti.
Mjög óhreínn fatnaður þarf mjög gott þvottaefm...
Með Ajax þvottaefni veróur misliti
þvotturínn alveg jafn hreinn og
suóuþvotturinn.
Hínir nýju endurbættu
efnakíjúfar gera paó kleíft
aó pvo jafn vel meó öllum
pvottakerfum.
Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og
viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus.
Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvítur.
Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíræða
kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatíminn er
stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg hreinn og litirnir
skýrast.
Hreinsandi efni og nýir endurbættir efnakljúfar ganga alveg
inn í þvottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti í
forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni.
Ajax pvottaefní þýóir:
gegnumhreínn þvottur meó öllum
þvottaherfum.