Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977 Ekkja Maos verður Brezka blaðið Times sagði fyrir síðustu helgi í frétt frá blaða- manni New York Times í Peking, Harrison Salisbury, að Li Hsein-nien, 4. valdamesti maður Kfna, hefði sagt sér I viðtali að Chiang Ching, ekkja Mao Tse-tungs formanns^og samsærismenn hennar þrír yrðu ekki teknir af lífi: „Við munum láta þau lifa og gefa þeim að borða“. ekki líflátin I viðtalinu sagði Li, sem er einn af varaformönnum kín- verska kommúnistaflokksins, að Kínverjar væru mjög von- sviknir yfir því hve tregur Carter Bandarikjaforseti væri að slíta tengslum við Formósu- stjórn til að opna leiðina fyrir fullum stjórnmálatengslum Kína og Bandaríkjanna. Li sagði að nokkrir bandarískir stjórnmálamenn hefðu sagt við kínverska ráðamenn að þeir yrðu að taka tillit til tilfinninga bandarísks almennings og vina Bandaríkjamanna á Formósu, en sagði að Kínverjar teldu að það væri ekki bandarískur al- menningur, sem væri þannig þenkjandi heldur nokkrir stjórnmálamenn og ákveðin öfl hjá bandarískum fjölmiðlum, sem styddu Formósustjórn. Li lét það álit sitt í ljós, að samanborið við Sovétríkin væru Bandaríkin í varnarstöðu í heiminum, að reyna að vernda hagsmuni sína, meðan Sovét- menn væru í sókn og reyndu alls staðar að beita útþenslu- stefnu sinni. Rússar héldu uppi þrýstingi á landamærum sinum við Kína, en Bandaríkin og Jap- an væru þeim jafnmikilvæg skotmörk. Hann neitaði því að Kína væri þjóð í stríðshugleið- ingum, Kínverjar myndu aldrei hleypa af fyrsta skotinu i venjulegu stríði eða kjarnorku- styrjöld. „Hvers vegna skyldum við vilja stríð? Við erum ekki rik þjóð, en það er ósatt sem sagt er að við eigum ekki nægi- leg hráefni, við höfum nóg til að lifa af.“ Er fjallað var um örlög Chiang Ching og félaga hennar, eins og skýrt er frá fyrr í frétt- inni, sagði Li, að Mao formaður hefði alltaf lagt á það áherzlu, að kínverskir kommúnistar mættu ekki drepa of margt fólk. Hið rétta væri að reka fólk, sem gerzt hefði sekt um pólitíska glæpi, úr kommúnista- flokknum og svipta það stöðum sínum og einnig hafa það i haldi ákveðinn tima. Aðgerðir fjórmenninganna hefðu valdið verulegum óróa í mörgum hér- uðum t.d. í Hangshow, þangað hefði ekki verið hægt að senda erlenda gesti, en þeim sagt að verið væri að gera við stöðu- vatnið. Shanghai, sem verið hefði helzta virki fjórmenning- anna, hefði sloppið við undir- róður, þar sem glæpamennirnir hefðu þurft á stöðugleika að halda þar meðan þeir sköpuðu stjórnmálalega og efnahagslega erfiðleika annars staðar. Ekki bara litsiónvarp, heldur PHIUPS litsjónvarp mcð eðlilegum litum Myndgæói PHILIPS litsjónvarpstækja eiga tæpast sína líka. Þar séróu alla hluti eins eðlilega og hægt er. Rautt er rautt, blátt blátt, grænt grænt o.s.frv. PHILIPS hefur leyst vandamálið við villandi og óeðlilega liti og það er eins og að vera sjálfur á staðnum þar sem myndin er tekin, þegar þú horfir á PHILIPS litsjónvarpstæki. Oþarft er að koma með upptalningu á tæknilegum atriðum hér en bendum aðeins á að PHILIPS er stærsti framleiðandi litsjónvarpstækja í Evirópu, hefur framleitt yfir 40.000.000 sjónvarpstækja. Segir það ekki sína sögu? PHILIPS hóf hönnun litsjónvarpstækja árið 1941 og hefur síðan stefnt markvisst að tæknilegri fullkomnun. PHILIPS litsjónvarpstæki fást í mörgum gerðum, með skermum frá 14” - 26”. Viö viljum eindregið hvetja væntanlega kaupendur litsjéínvarpstækja til að kynna sér umsagnir hlutlausra aöila og þá verður valið ekki erfitt. Þaö er og veröur PHILIPS. Réttarhöld- in yfir Mól- ukkum hafín Assen, Hollandi, 6. september. —Reuter. RftTTARHÖLDIN yfir S- Mólúkkaskæruliðunum, sem rændu farþegalest og tóku 100 skólabörn í gíslingu í júní sl„ hófust í dag og lýstu skæruliðarn- ir því yfir, að þeir hefðu ekki gripið til aðgerða sinna með hat- ur í huga. Börnin hefðu aðeins verið tekin sem gfslar og þær aðgerðir hefðu ekki náð að vega upp á móti þeim skaða, sem S- Mólúkkaeyjamenn hefðu orðið að þola. 8 skæruliðar komu fyrir rétt- inn, en 6 félagar þeirra féllu i árás hollenzkra vikingasveita á lestina skammt frá Essen. Þá féllu einnig tveir gislanna. Eiga sakborningar yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi. Miklar öryggis- ráðstafanir voru gerðar og stuðn- ingsmenn sakborninganna fóru i kröfugöngu og báru spjöld, sem á var skrifað m.a. „Ilefnd okkar kemur er þið sofið". Leiðtogi skæruliðanna, Willem Soplant, sagði við réttarhöldin i dag, að hann hefði ákveðið í janú- ar að grípa til nýrra aðgerða, þar sem heimurinn hefði ekki skilið hvað Mólúkkarnir vildu. Mólúkkamenn hafa reynt að þrýsta hollenzkum yfirvöldum til stuðnings við sjálfstæðisbaráttu Mólúkkamanna, en Mólúkkaeyjar eru nú undir yfirráðum Indónes- iu. Sýrlenzkir embættismenn kyrrsettir Damaseus, Sýrlandi. — AP. HATTSETTUM sýrlenzkum emb ættismönnum hefur verið bannað að yfirgefa landið, hvort sem er i sumarleyfi eða til heilsubótar, og er þetta liður í baráttu sýrlenzku stjórnarinnar gegn spillingu þeirri, sem hún telur að hafi búið um sig innan stjórnkerfisins, seg- ir i fréttum stjórnarfjölmiðla á þriðjudag, Al Thawra, opinbert málgagn sósialistastórnarinnar, segir „að spillingin sé orðin svo hóflaus, svo og skortur á ábyrgð- artilfinningu" að þessara aðgerða sé þörf. Blaðið sagði, að stjórnin hefði farið fram á það við alla háttsetta émbættismenn, að þeir gæfu ítarlegar skýrslur um hverja utanlandsferð, sem þeir hefðu farið frá byrjun ársins og um hvers konar gestrisni sem þeir hefðu notið i þeim ferðum. Jakob hefur selt 14 myndir A SYNINGU Jakobs Hafstein i Tjarnarbúð hafa nú selzt 14 myndir. ' Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld, en hún er opin frá klukkan 16 til 22 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.