Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977 11 Götumynd frá Gimli Við eigum þaðan ljúfar minningar w Vestur-Islendingar sóttir heim Hafnarfirði 15. ágúst 1977 Ég var að lesa blaðagréin, þar sem er sagt frá snikjuferðum ís- lendinga til landa okkar vestan hafs. Þar sem ég hlýt að vera eitt af þessum sníkjudýrum, langar mig til þess að lýsa með örfáum orðum dvöl okkar í Kanada. Ég var í 38 manna hópí á vegum Inner Wheel Hafnarfjörður, sem er félag Rotarykvenna, ásamt fólki úr Styrktarfélagi aldraðra í Hafnarfirði. Ferðina skipulagði ferðaskrifstofan Sunna, en farar- stjóri var séra Bragi Benedikts- son i Hafnarfirði. Þar stóðst allt sem lofað hafði verið — og vel það. Ferðaskrifstofan hafði engu lofað öðru en húsnæði á einka- heimilum og e.t.v. morgunmat, að öðru leyti yrði fólk að sjá fyrir sér sjálft hvað mat snerti. Gestgjafar voru hinsvegar svo gestrisnir, að við fengum í fæstum tilfellum að borða á matsölustöðum, heldur buðu þeir upp á ljúffenga rétti á heimilum sinum. Sunnudaginn 26. júní var lent á Winnipegflugvelli kl. 1900 að staðartíma. Þar var mætt frú Florence Johnson frá Árborg, og sá hún um að koma hópnum fyrir þar, en Leifur Pálsson á Lundar, sem er bær þar skammt frá. Við vorum tvær saman, sem yf- irgáfum hópinn í Winnipeg, því að ættingjar voru komnir til að taka á móti okkur og dvöldumst við þar til þriðjudagsins 28. júní. Þriðjudagsmorguninn ök hópurinn, sem dvaldist í Arborg og Lundar, til Riverton og Mikl- eyjar (Hecla island). A þeirri ökuferð var komið til Gimli, þar eð hópnum hafði verið boðið til kaffidrykkju á elliheimilinu Betel. Komumst við tvær sem eftir urðum í Winnipeg, þar inn í hópinn á ný. Þar sem ekki hafði verið ákveðið hvenær við kæmum til móts viö hópinn aftur, var eðli- lega hvorki búið að koma okkur fyrir í Árborg né á Lundar. Við vildum fara á gistiheimili (motel), en það máttum við helzt ekki. Þar kom að Óskar nokkur Brandson, sem ég veit því miður ekki deili á, en hann snérist í kring um þennan Árborgarhóp, eins og þetta væru allt ættingjar hans. Hann sagði að Fjeldsteds- hjónin vildu taka við okkur næsta dag, en hjá þeim voru gestir þessa nótt. Var þá samþykkt að við færum á gistiheimili eina nótt. Óskar sagði að við værum boðnar i morgunmat næsta morgun og myndi hann koma á gistiheimilið og sækja okkur kl. 10, hvað hann gerði. Svona var riú gestrisnin þar. Við fórum síðan með Óskari í morgunmat til Sigurborgar og Jóhannesar Guðmundssonar, ásamt þeirri þriðju, sem með okkur var á gistiheimilinu. Að morgunmat loknum ók Sigurborg með okkur um bæinn og siðan til Fjeldstedshjónanna sem tóku okkur opnum örmum. Þarna vorum við i góðu yfirlæti i þrjár nætur, og eigum þaðan ljúfar minningar. Til marks um gestrisni Vestur- íslendinga, má geta þess, að hópn- um var boðið í heilsdags ferð til Riding Mountain National Park og við þurftum aðeins að borga benzínið. Ekið var um Álftanes og Grunnavatnsbyggðir íslendinga. Leiðsögumenn í förinni voru Gunnar Sæmundsson, bóndi i Ár- borg, ásamt konu sinni Margréti, en hún er ættuð frá Vogum i Grunnavatnsbyggð og Hjörtur Hjartarson á Lundar og kona hans Rósa. Á leiðinni í þjóð- garðinn var staðnæmzt í Eddystone og bauð þar íslenzkur kaupmaður, Joseph Johnson, öllum hópnum i kaffi á hinu glæsta heimili sinu. Á þjóðhátíðardegi Kanada, hinn 1. júlí hélt þjóðræknisdeild- in á Lundar kvöldverðarboð fyrir hópinn, er þar var, og var þar samankominn mikill fjöldi Vestur-Islendinga. Finnsk söngkona í Norræna húsinu FINNSKÁ sópransöngkonan Ritva Auvinen heldur tónleika í Norræna húsinu á fimmtudaginn kemur, 8. september kl. 20.30. Undirleikari veröur Agnes Löve. Ritva Auvinen starfar sem óperusöngkona i Finnlandi og fæst einnig við ljóðasöng. Hún söng fyrst opinberlega í Helsing- fors 1965. Söngnám stundaði hún i Finnlandi og siðar á ítaliu og hjá Gerald Moore og Erich Werba. Haft er eftir Erich Werba: „Ritva Auvinen hefur óvenjumikla hæfi- leika, — hún gæti með söng sin- um og innlifun fært Finnlandi nýja vini um heim allan“. Á efnisskrá Norræna hússins eru sönglög eftir Edv. Grieg, S. Rachmaninov, Hugo Wolf, Rich. Strauss og Yrjö Kilpinen. Vert er að vekja sérstaka athygli á söng- lögum Kilpinens, en hann er tal- inn i fremstu röð þeirra tónskálda sem samið hafa sönglög á tutt- ugustu öldinni, og ættu verk hans skilið mun meiri útbreiðslu en verið hefur til þessa. Aðeins fá verk þessa serstæða finnska tón- skálds hafa verið flutt hér á landi áður. (Fréttatilkynning.) Laugardagsmorguninn 2. júlí ók hópurinn til bæjarins Baldur, sem er í Argylebyggð, suðvestur af Winnipeg. Þangað var komið milli kl. 3 og 4 e.h. og öllum boðið i kaffi á fallegu heimili frú Lilju Bjarnason. Þar var fyrir frk. Hansina Gunnlaugsson kennari, en hún hafði tekið að sér skipulag fyrir ferðaskrifstofuna Sunnu í Baldur og Glenboro, sem er lítill bær þar skammt frá. Að öðrum ólöstuðum var frk. Hansína sér- stakur fyrirmyndarskipu- leggjandi. Þar var þó sá hængur á að gestirnir virtust ekki vera nógu margir til þess að allir gætu fengið gesti, er þess óskuðu. Um kvöldið var öllum boðið í mat í félagsheimili í Baldur og þangað komu gestgjafar, bæði frá Baldur og Glenboro, og sóttu gesti sína. A báðum þessum stöðum urðum við orðlaus yfir gestrisni heimafólks. Yfir borðum kynnti frk. Hansína einn af þingmönnum Manitoba- fylkis, af íslenzkum ættum, en hann á sæti á þingi í Ottawa. Ávarpaði hann hópinn og bauð velkominn til Manitoba og vonaði að dvöl ■ þeirra yrði þeim til ánægju. Hann minntist ánægju- legra samskipta landanna og lof- aði hæfileika og dugnað íslenzkra landnema í Kanada. Séra Bragi Benediktsson svaraði með ávarpi og þakkaði fyrir hópinn. Sunnudaginn 3. júlf söng sr. Bragi messu yfir miklu fjölmenni í kirkjunni i Baldur. Að messu lokinni var íslenzka hópnum boð- ið til kaffidrykkju í félags- heimilnu og komu þangað margir Vestur-Islendingar til að hitta landa að heiman. Við messuna og í kaffisamsætinu var Einarson, þingmaður Argylebyggðar á þingi Manitoba i Winnipeg. Hann ávarpaði hópinn á góðri íslenzku en afi hans og amma höfðu verið landnemar í Argylebyggð. Þriðjudaginn 5. júlí var ekið til Vatnabyggða og staðnæmzt i Wynyard. Þar tók á móti okkur frú Guðrún Dunlop. I Vatna- byggðum dreifðis.t hópurinn á vestur-íslenzk heimili, sumir til ættingja og vina en aðrir til fólks af íslenskum ættum sem gjarnan vildi fá íslendinga til dvalar og sagðist hafa svo gaman af að geta æft sig í islenzkri tungu. Á miðvikudagskvöld var hópnum haldið kaffisamsæti í Wynyard. Þar ávarpaði Walter Paulson lög- maóur, hópinn og mælti á íslenzku. Föstudaginn 8. júlí kl. 9 árdegis var lagt af stað frá Wynyard áleiðis til Winnipeg. Öllum stóð til boða að dveljast á einka- heimilum í Arborg síðustu vikuna, en flestir vildu heldur vera í Winnipeg og tókst sr. Braga fararstjóra að komast að góðum kjörum við St. Regent hótelið í miðborg Winnipeg um dvöl þar. Ég vil að lokum þakka sr. Braga fyrir góða fararstjórn og umburðarlyndi við hópinn og ferðaskrifstofunni Sunnu fyrir góða fyrirgreiðslu. Lára Jónsdóttir. ÚTSALAN er' 5 verzlunum samtímis Laugavegi 66, Laugavegi 20, Austurstræti 22, /Í Á Affr’SvVuA Austurstræti 22. If: „ 2 hæö. simi 281 55 Austurstræti 22, r í&st sídasti &&Í FÖT SKYRTUR PEYSUR BOLIR KÁPUR KJÓLAR O.FL. FRÁ KR. 12.900. FRÁ KR. 1250. FRÁ KR. FRÁ KR. FRÁ KR. FRÁ KR. O.FL. O.FL. 1790. 500. 6000. 3000. Allt nýjar og nýlegar vörur Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.