Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977 13 Heimilið ’77: Mikið um nýj- ungar í raf- tækjaiðnaði 1 sýningarbás Heklu h.f. hitti Morgunblaðið fyrir Ólaf Þðrar- insson, verzlunarstjðra I raf- tækjadeild fyrirtækisins, og var hann beðinn að segja lítillega frá þvf sem ber fyrir augu hjá þeim. Herna í Heklubásnum erum við eingöngu með vörur frá raftækja- deild fyrirtækisins, þ.e.a.s. hræri- vélar, kæliskápa og fleira þess háttar. Okkar helzta djásn hér á sýningunni er ný rafeindahræri- vél, sem hefur 15% kraftmeiri mótor heldur en allar eldri teg- undir sem verið hafa hér á mark- aði. Einnig er hún með sérstöku útsláttaröryggi sem gerir það að verkum að ef hún reynir of mikið á sig slær hún út, en verður ekki fyrir skemmdum, eins og áður var hætta á. Svo erum við auðvitað með ýms- ar tegundir kæliskápa, og mætti nefna að á einum þeirra erum við með sjálfvirkan affrysti. Einnig mætti nefna að nú er að koma á markaðinn ný tegund tauþurrk- ara sem eru mun fyrirferðaminni og léttari en áður tíðkaðist. Gildi sýninga sem þessarar er mjög mik- ið fyrir þátttakendur — Það er örugglega hægt að segja að innlendir húsgagna- og innréttingaframleiðendur standa alveg jafnfætis hinum erlendu í samkeppninni um verð og jafnvel framar hvað varðar gæði, sagði Stefán Stefánsson hjá Tréval er Morgunblaðið ræddi við hann á heimilissýningunni Heimilið ‘77. Hvað eruð þið með hér til sýnis Stefán? — Við erum aðallega með ýmiss konar húsgögn og innrétt- ingar og höfum sérhæft okkur i smíði baðborða, klæðaskápa og eldhúsinnréttinga. Við höfum nú aðeins verið í þessu i f jögur ár, en það má segja að þetta hafi gengið mjög vel. Hvað segir þú um þátttöku í slíkri sýningu sem þessarri? — Ég tel þetta vera alveg nauðsyn- legan þátt í íslenzku þjóðlífi og ég held aó allir sem hér eru séu sammála. Vi vorum hér t.d. á sið- ustu sýningu 1975 og við tökum örugglega þátt i þessu áfram ef okkur býðst það, ságði Stefán að lokum. Sýningardeild Trévals á heimilissýningunni. Kynnir nýja tegund snyrtivara Sigrún Sævarsdóttir, snyrtisér- fræðingur, kynnir á Heimilissýn- ingunni nýja tegund snyrtivara, „Jean d’Avéze", sem hún hefur nýlega hafið innflutning á. Sigrún sagði að þessi tegund hefði verið framleidd í Frakk- landi siðan Srið 1957, og væri nú framleidd i 75 löndum. Upphaf þessara snyrtivara hefði verið að læknar hefðu fundið út að hægt væri að nota virk náttúruleg efni í krem meira en áður. Fyrst hefðu verið grædd ýmis sár s.s. bruna- sár eða ör eftir bólur. Siðan hefðu þessi krem orðið snyrtivörur og væru þau fyrst og fremst til þess að halda húðinni heilbrigðri. Utsölustaðir „Jean d’Avéze" eru i Glæsibæ, Ócúlus, snyrtistof- unni Utliti, Elínu í Hafnarfirði og Stjörnuapótekinu á Akureyri. KERFIÐ INNHVERF ÍHUCUN TR4MSCENDENT4L MEDITATION PROGRAMM E Almennur kynningarfyrirlestur verður haldinn að Hverfisgötu 1 8 (beint á móti Þjóðleikhúsinu) i kvöld kl. 20.30. Tæknin er auðlærð og krefst engrar einbeitingar. Iðkun tækninnar eykur andlegan þroska og styrkir taugakerfið Sýndar verða visindalegar rannsóknir, sem staðfesta notagildi hennar. ÖLLUM HEIMILL AÐGANGUR jslenska ihugunartélagj8 Maharishi Mahesh Yogi Vióerum .xV.0ýv hinumegin vtO" Örskammt frá horninu, þar sem Málarinn var í Bankastræti, höfum við opnað nýja og stór- glæsilega málningarvöruverzlun, — að Ingólfs- stræti 5. __ ___ SÍRSTAKT TILBOD ™ I tilefni af opnun verzlunarinnar bjóðum við yður að kaupa: HRAUN á verksmiðjuverði! í 4 og 11 ltr. pakkningum í mörgum litum Málningarvörur, munu gera sér far um að bjóða sem mest og best af áhöldum, efni og þjónustu. Við bendum sérstaklega á D Y P P húsgagnalakkið frá Dyrup, sem við eigum í margvíslegum litum. Komið við og lítið á litina! MALNINGAR VORUR INGOLFSSTRÆTI 5 sími 29660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.