Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
15
Veður
víða um heim
Amsterdam Stig 20 skýjaS
Barcelona 28 bjart
Kaupmannahöfn 19 skýjaS
Frankfurt 23 bjart
Genf 23 bjart
Helsingfors 16 skýjað
Honolulu 31 bjart
Lissabon 31 bjart
London 19 skýjaS
Los Angeles 31 bjart
Madrid 34 bjart
Mallorka 32 bjart
Miami 30 skýjaS
Montreal 18 skýjaS
Moskva 28 skýjaS
New York 28 skýjaS
Ósló 17 skýjaS
Parls 23 bjart
Róm 27 bjart
Stokkhólmur 17 skýjaS
Tokió 31 bjart
T oronto 26 skýjaS
Vancouver 20 bjart
— Herjólfsbær
Framhald af bls. 2
hafi staðið bær fyrir hefðbund-
ið landnám, sem er miðað við
874“, sagði Margrét Hermanns-
dóttir fonleifafræðingur í sam-
tali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi um rannsóknir sinar á
bæjarstæði Herjólfsbæjar i
Eyjum. „Mannvistarlagið undir
landnámslaginu er 3 til 20 sm. á
þykkt og landnámslagið fannst
einnig ofan á veggjatorfi í hin-
um misgömlu rústum sem
þarna eru.
Landnámslagið er ofan á
mannvistarlaginu og niðurstöð-
ur c-14 aldursgreiningar viðar-
kolanna styðja þessa vísbend-
ingu um bæ fyrir hefðbundið
landnám, en það er mun örugg-
ara að treysta á öskulögin en
c-14 greininguna, þar sem hún
er ekki örugg. Það er hins
vegar útilokað, að elzti hluti
rústanna sé af Herjólfsbæ, því
Herjólfur er sagður hafa verið
uppi seint á 10. öld. Mannvist-
arlagið bendir hins vegar til
þess að þarna hefi verið bær og
getur munað nokkrum áratug-
um hvað bærinn er eldri en
hefðbundið landnám."
Margrét kvað hafa verið
rannsakað hvaða viður hafi ver-
ið í kolunum og reyndist birki
vera þar elzt en rakaviður
yngri.
Dr. Sigurður Þórarinsson
sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær að ekki væri unnt að
geta sér til um hugsanlega
skekkju í c-14 mælingunni, en
hann kannaði rústirnar í byrj-
un vinnu við uppgröft. Hann
sagði að sér þættu þessar rann-
sóknir f Eyjum mjög forvitni-
legar og taldi öruggt að þarna
væri um að ræða bæjarstæði
sem í síðasta lagi hefði staðið í
upphafi landnámsbyggðar.
„Eyjar eru nákvæmlega staður
til þess að staldra við“, sagði dr.
Sigurður," og þarna er þvi op-
inn möguleiki á nýjum stað-
reyndum".
„Við rannsókn á öskulögum í
Herjólfsbæ í Herjólfsdal, þá
skoðaði ég það, sem Margrét
Hermannsdóttir, fornleifafræð-
ingur var búin að grafa og einn-
ig gróf ég sjálf í tóftirnar.
Niðurstaðan er sú að undir
landnámslaginu frá 9. öld ligg-
ur svokallað mannvistarlag,
sem mögulega er troðin mold,“
sagði Guðrún Larsen jarðfræð-
ingur i samtali við Morgunblað-
ið i gær um rannsóknir sínar í
Eyjum. Hún kvað landnámslag-
ið vera auðþekkt, en það er
tvílitt, dökk aska, sem er talin
vera úr gígaröðinni Vatnaöld-
um og ljós aska, talin vera frá
Torfajökulssvæðinu. Þetta
landnámslag kvað hún talið
vera frá seinni hluta 9. aldar og
því benti allt til þess að mann-
Bandaríkin:
Er grundvallarbreyting í
efnahagsmálum í vændum?
Efnahagsmálamælikvarði
bandaríkjanna féll um 0.2%
þriðja mánuðinn í röð I júlf, að
því er brezka blaðið Financial
Times skýrði frá um helgina. Seg-
ir blaðið að þegar þessi mæli-
kvarði, sem notaður er til að spá
fyrir um framtíðarþróun efna-
hagsmálanna, breytist þrjá mán-
uði í röð í sömu átt merki það oft
að grundvallarbreytingar í efna-
hagshorfum séu í vændum.
Bendir blaðið á að mælikvarði
þessi hafi gefið til kynna þróun-
ina í átt til efnahagskreppunnar
1974—75, er hann féll 4 mánuði í
röð og einnig batann í efnahags-
málum, er hann hreyfðist uppá
við 3 mánuði í röð vorið 1975. Þá
gaf hann einnig til kynna tíma-
bundna stöðvun í hagvexti á sl.
hausti er hann féll í ágúst og
september.
Blaðið segir að nú telji efna-
hagssérfræðingar Bandaríkja-
stjórnar og hagfræðingar i við-
skiptaheiminum hins vegar að
hreyfingar mælikvarðans niður á
við bendi aðeins til þess, sem ljóst
hefur verið undanfarið, að hag-
vöxturinn síðari hluta þessa árs
verði hægari en hann var fyrri
helminginn.
Ein af ástæðunum
fyrir þvi að menn eru ekki svart-
sýnni, er að fallið hefur aðeins
numið 0.2% á mánuði i maí, júní
og júlí. Einnig eru ýmsir óvissu-
þættir í sambandi við mælikvarð-
ann sjálfán. T.d. var upphaflega
talið að fallið í júní hefði verið
0.6%, en endurskoðun sýndi að
það var aðeins 0.2%. Þvi væri
hugsanlegt að endanlegir útreikn-
ingar fyrir júlímánuð sýndu að
kvarðinn hefði ekkert lækkað.
Þjóðarframleiðslan í Banda-
rikjunum jókst um 7.5% fyrsta
ársfjórðung en var orðin 6.1% a
öðrum ársfjórðungi. Talið er að
hún verði um 5% þriðja ársfjórð-
ung en hækki síðan eitthvað sið-
asta fjórðunginn.
vistarlagið væri nokkru eldra
en hefðbundið landnám.
Næsta öskulag fyrir neðan
mannvistarlagið kvað Guðrún
vera forsögulegt, líklega úr
Kötlu, og gæti það verið nokkur
hundruð árum eldra en land-
námslagið.
Guðrún kvað það einnig sér-
kennilegt við þessar rústir að
svo virtist sem uppblástur hefði
byrjað mjög snemma umhverf-
is bæinn skömmu eftir Kötlu-
gosið, sem er miðað við árið
1000 af sögnum, og kvað hún
uppblásturinn þarna hafa verið
mjög öran þannig, að hugsan-
lega hefði bærinn farið í eyði
þess vegna á 11. öld. Kvaðst
hún draga þessa ályktun eftir
jarðvegsathuganirnar umhverf-
is rústirnar, en Guðrún kvaðst
eiga eftir að skoða gögn í mál-
inu nánar og væri lokaniður-
stöðu að vænta í haust.
— Bannað að
mótmæla
Framhald af bls. 1
sðsfalista, þar eð undir þingflokki
þeirra sé komið hvort stjórnar-
frumvörp nái fram að ganga.
Að loknum viðræðum sinum við
Suarez forsætisráðherra í gær
sagði leiðtogi sósialista, Felipe
Gonzales, að i ráði væri að stjórn-
in legði meginatriði draga að
nýrri stjórnarskrá fram á þingi til
að kanna hvort hún hefði nægi-
legan stuðning til að fara áfram
við völd. Það veltur á stuðningi
eða hlutleysi sósialista, sem ráða
yfir 118 þingsætum af 350 i neðri
deild þingsins, hvort drögin ná
fram að ganga.
David Owen, utanrikisráðherra
Breta, sem nú er i heimsókn á
Spáni, átti í dag fund með Juan
Carlos konungi. Hann hefur rætt
við ýmsa ráðamenn, meðal annars
um væntanlega aðild Spánar að
Efnahagsbandalaginu og um
framtið Gíbraltar. Bæði Owen og
Oreja utanrikisráðherra létu i
gær í ljós þá skoðun að með góð-
um vi'ja og hugkvæmni væri
hægt aí- finna á Gibraltar-málinu
lausn, s> m báðir aðilar gætu sætt
sig við. Owen lýsti þvi ennfremur
fyri að Bretar styddu aðild Spán-
ar að EE E.
— Krafa mann-
ræningjanna
Framhald af bls. 1
ef „öllum stríðsföngum" yrði ekki
sleppt fyrir klukkan 18 á miðviku-
dag. „Rauður morgunn" hefur
lýst ábyrgð á morði Jurgens Pont-
os, bankastjóra Dresdener Bank, í
júlí s.l„ á hendur sér.
Rebmann saksóknari skýrði
fréttamönnum frá þvi i dag, að
lögreglan hefði fundið íbúð eina í
Köln, þar sem talið væri að árásin
á Shcleyer hefði verið skipulögð,
auk þess sem upplýsingar væru
fengnar um það hver hefði tekið á
leigiu bifreiðina, sem hann var
fluttur á brott í þar sem bifreiðar-
stjóri hans og þrír öryggisverðir
lágu í blóði sinu.
Bifreiðin fannst
i úthverfi i Köln í gærkvöldi. 1
bifreiðinni voru engar blóðslettur
eða annað það er bent gæti til að
Schleyer hefði sakað, þannig að
ætla má að hann sé enn á lifi.
„Yatnsból eru fundin 1
egypzku eyðimörkinni
SKV. FRÉTT í hinu hálfopinbera dagblaði al-Ahram f Kafró,
hafa jarðfræðingar í Egyptalandi fundið það sem þeir kalla
„mestu vatnslindir, sem fyndizt hafa neðanjarðar í heiminum".
Blaðið skýrir svo frá, að vatnslindirnar nái til um 750 km svæðis,
í átt til landamæra Lýbíu, og að vatnsmagnið sé nægilegt til
áveitu u.þ.b. 5.000 ekra og endurnýist stöðugt með vatnsrennsli
frá Nílarfljóti.
Ef þessi fundur reynist eins áhrif á efnahagslif landsins.
ríkulegur og gefið er í skyn Vesturhluti eyðimerkurinnar
getur hann haft stórkostleg er hrjóstrugur að mestu og
einnig Qattarasvæðið i norður-
hluta landsins, þar sem nokkr-
ar tilraunir hafa verið gerðar
til áveitu.
Ef þetta áætlaða vatnsmagn
y'rði nýtt til jarðræktar, mundi
aukningin um 5.000 ekrur
Iands, næstum tvöfalda þau
ræktuðu svæði, sem fyrir eru i
Framhald á bls 18.
‘(Olb 0‘l)avm
i Glæsilegu
hertogahúsgögnin
\0lb(n)amv
fumiíurt
' GUARARTfED
\WOOO BROS/
MfARE HERTS/p
\fHGi*h0 A/
'
Borðstofuhúsgögn
Hinn sérstæði Tudor-stíll
er endurvakinn í hinum
einstæðu „OLD CHARM''
húsgögnum. Skapið sér-
stætt andrúmsloft t.d. I
borðstofunni.
Kaupið
borðstofuhúsgögnin
hjá okkur.
<%>
Við erum í deild númer 4 T^W TlWf A
HEII1ILW77M DUNA
Síðumula 23 - Sími 84200