Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977 18 — BSRB Framhald af hls. 2 er kjaradeilda þeirra nú að fara fyrir Kjaradóm. Það kom fram að það væri ekki stefna BSRB að lama öryggisgæzlu og heilbrigðis- þjónustu og samkvæmt lögum um kjarasamning BSRB er sérstök nefnd, sem fjalla á um hvaða und- anþágur eigi að veita og hvaða einstaklingum sé veitt vinnuleyfi. I þessari nefnd eiga sæti 3 fulltrú- ar BSRB, 3 fulltrúar fjármála- ráðuneytis, 2 fulltrúar sem AI- þingi kýs og einn, formaður, sem skipaður er af Hæstarétti. Hann er Helgi V. Jónsson, endurskoð- andi. Nefndin hefur þegar hafið störf, en ekki enn tekið neinar ákvarðanir. Fram kom á fundinum að toll- stjóraskrifstofan myndi lamast í verkfalli BSRB og ennfremur fyr- irtæki eins og Gjaldheimtan. Flug myndi að öllum líkindum lamast, vegna tengsla þess við Gufunes, en þar leggja menn niður vinnu að öðru leyti en því er lýtur að öryggisþjónustu. Utvarp og sjón- varp myndi lamast að öðru leyti en lýtur að öryggisþjónustu, póst- þjónustan og simaþjónustan að öðru leyti en lýtur að öryggi. Þá myndu hafnarverðir og hafnsögu- menn á flestum höfnum landsins fara í verkfall. Myndu menn þó lóðsa skip inn í hafnir, en ekki út. Skólar myndu stöðvast og barna- heimili, þar sem fóstrur eru félag- ar BSRB. Þá myndu að öllum lik- indum lokast fjarritar dag- blaðanna, sem eru í sambandi við Gufunesradió, og því verða fátt um erlendar fréttir. Eins og áður sagði verður sátta- semjari að hafa lagt fram sáttatil- lögu fyrir 21. september og verð- ur siðan að fara fram 2ja daga allsherjaratkvæðagreiðsla um land allt. Ef ekki næst 50% þátt- taka félagsmanna BSRB, skoðast sáttatillagan samþykkt. Hún skoð- ast hins vegar felld ef 50% af- neita henni og ákvæðum um kjör- sókn er fullnægt. Kristján Thor- lacius kvaðst ekki óttast að kjör- sókn yrði dræm. Hér fyrr á árum hafði BSRB atkvæðagreiðslu um uppsögn samninga og náðist þá 70 tíl 80% þátttaka. Þá væri mjög aukinn áhugi á kjaramálum inn- an bandalagsins frá því er þá var og sagði Haraldur Steinþórsson að hann óttaðist það jafnvel frek- ar að fleiri vildu greiða atkvæði en hefðu til þess rétt. BSRB hefur komið á fót sér- stakri verkfallsnefnd, sem annast framkvæmd verkfallsins. Jafn- fraint hafa sérfélög innan sam- bandsins öll sínar eigin verkfalls- nefndir og komið hefur verið upp víðtæku trúnaðarmannakerfi, sem er tengiliður forystunnar við félagsmennina sjálfa. Mun for- ysta BSRB veita félagsmönnum sinum upplýsingar í fréttabréfi, sem gefið verður út um gang samningamálanna. BSRB mun hvetja menn til þátttöku i at- kvæðagreiðslunni, en ekki verður um neina smölun á kjörstað að ræða — sögðu þeir félagar. Að lokum sögðu þeir að það væri ekki fámennur hópur, sem hefði ákvörðunarrétt um það, hvort verkfall BSRB skylli á eða ekki. Það væri hínn almenni félags- maður, sem ákvæði það á lýðræð- islegan hátt. Eins og fram kom I Morgun- blaðinu I gær eru bæjarstarfs- mannafélög enn ekki búin að boða verkföll, en þau hafa sjálf- stæðan samningsrétt við sveitar- stjórnir sínar. Félögin munu á næstu dögum halda fundi vegna þessara mála, enda var svo ákveð- ið við verkfallsákvörðun BSRB að tóm gæfist fyrir þau að ákveða verkfallsdag i samræmi við verk- fall ríkisstarfsmanna — svo að allir opinberir starfsmenn gætu þannig fylgzt að í verkfallsaðgerð- um. I BSRB eru um 10 þúsund rikisstarfsmenn og 3 þúsund bæj- arstarfsmenn. — BÚR Framhald af bls. 32. það algjörlega óeðlilegt að Reykjavíkurborg sæi þessari rík- isstofnun fyrir húsnæði. Ragnar kvað nú viðræður í gangi um Iausn á þessu máli og kvaðst Ragnar vongóður um að það tækist, enda væri formaður hafnarnefndar Bæjarútgerðinni mjög hliðhollur i þessu efni. Þá sneri Morgunblaðið sér einn- ig til Sigurjóns Stefánssonar, for- stöðumanns Togaraafgreiðslunn- ar, og spurðist fyrir um hvað liði áformum fyrirtækisins um að flytja starfsemi sina yfir í Vestur- höfnina. Sigurjón kvað þetta allt í deiglunni enn sem komið væri, en manna á meðal væri rætt um að þessi flutningur yrði i kringum áramótin. Hins vegar liði timinn án þess að mikið væri aðhafzt í að ganga frá kæligeymslum i Bakka- skemmu en hvað Togaraafgreiðsl- una snerti væri það ekki mikið fyrirtæki að flytja starfsemina yf- ir í Vesturhöfnina. — Miðblik Framhald af bls. 32. síðastliðinn til þess að kanna launagreiðslur rikisins, leiddu i ljós, að iðnaðarmenn BSRB þurfa um 20% hækkun til að ná þeim launum, er ríkið greiðir iðnaðar- mönnum samkvæmt öðrum samn- ingum en samningum BSRB. Þessar tölur sýna meðallaun iðn- aðarmanna fyrir sex fyrstu mán- uði ársins 1977, þ.e.a.s. fyrir sið- ustu kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum. Þá bentu full- trúar BSRB á, að Kjararann- sóknanefnd mæti tekjuáhrif sið- ustu kjarasamninga um 25 til 26%, ef gert væri ráð fyrir að yfirborganir hafi haldizt og þyrfti þvi að semja um áhrif þessarar hækkunar til viðbótar þeim leið- réttingum, sem hér hefur verið skýrt frá. Þá beindu fulltrúar BSRB sér- stakri athygli að þeim samning- um, sem fjármálaráðherra gerði við rikisverksmiðjurnar nýlega. Hækkun launa samkvæmt þeim samningum var 26% eða um 29% ef sumarfólk er undanskilið. Samanburður við þessa samninga er sagður leiða i Ijós, að iðnaðar- maður í B9 hjá BSRB þyrfti að fá rúmlega 44% hækkun á laun sin í dag til þess að fá sömu laun og hann fengi fyrir dagvinnu sína hjá rikisverksmiðjunum. Verk- stjórn iðnaðarmanna er raðað í Bll hjá BSRB og þar þyrfti að hækka launin um 66% til að ná launum aðstoðarverkstjóra og um 75% til að ná launum verkstjóra iðnaðarmanna hjá ríkisverksmiðj- unum. Þeir félagar í BSRB sögðu þetta aðeins vera litið brot af þeim upp- lýsingum, sem safnað hefði verið, en upplýsingarnar sýndu eindreg- ið að tilboð ríkisins um 7,5% hækkun júlílauna, væri langt frá þvi að vera umræðugrundvöllur um kjör félaga BSRB. A fundinum bentu fulltrúar BSRB á að könnun Hagstofunnar væri gerð af hlutlausri stofnun og önnur gagnasöfnun hefði farið fram á vegum sameiginlegrar nefndar beggja deiluaðila. Þeir kváðu rikisvaldið hafa lagt fram annan samanburð á þeim tölulegu upplýsingum, sem safnað hefði verið. Um skiptingu félaga innan BSRB eftir launastiganum kom fram að í 4. til 15. flokki launa- stigans eru 86% opinberra starfs- manna og voru laun þeirra á bil- inu 77 þúsund til 125 þúsund í marz siðastliðnum. 10% félaga BSRB eru i næstu 5 flokkum eða í flokkunum 16 til 20. Þeir flokkar báru í marz launin 115 til 150 þúsund krónur. Þar fyrir ofan eru 3% félaga BSRB, _____ — Smábáta- sjómenn Framhald af bls. 32. gæzlunnar er óánægja smábáta- eigenda á Seyðisfirði af sama toga og hjá þeim í Höfnunum, þ.e. að breytt hefur verið viðmiðunarlín- um dragnótabáta. Morgunblaðið snéri sér til dr. Jakobs Magnús- sonar hjá Hafrannsóknastofnun og spurði hann hvaða afgreiðslu þessar rýmkuðu veiðiheimildir til handa dragnótabátum hefðu fengið hjá stofnuninni. Sagði Jakob að ákvörðun Hafrann- sóknastofnunar í þessu efni hefði byggzt á því að kolastofninn væri vannýttur en stofninn yrði hins vegar ekki nýttur með góðu móti nema með dragnót. Þess vegna hefði stofnunim ekki talið stætt á öðru en leggja til svæðarýmkun handa drdragnótabátum en jafn- framt sett ákvæði um mjög stóra möskva á pokanum eða 170 milli- metra möskva til að fyrirbyggja að smár bolfiskur slæddist þarna með. — Iðnkynning Framhald af bls. 17 Alberts Guðmundssonar mun sú áætlun ein ná til um 5 þúsund reykvískra ungmenna. Alls hefur undirbúningur Iðn- kynningar í Reykjavík staðið í tæpa þrjá mánuði, og að sögn Alberts Guðmundssonar hefur Iðnkynningarnefnd hvergi kom- izt í vanda varðandi samvinnu hinna ýmsu aðila, sem allir hafa verið jákvæðir fyrir þvi átaki sem framundan er. — Vatnsból Framhald af bls. 15 landinu. Einnig mundi það hjálpa til við lausn á fólksfjölg- unarvandamáli Egypta, þar sem landsmenn, sem eru um 40 milljónir að tölu, hafa flestir safnazt til stórborganna Kaíró og Alexandríu, og á þröngt svæði sitt hvoru megin á bökk- um Nílarfljóts. Fyrirsjáanlegt er, að fólksfjöldinn muni tvö- faldast næstu 30 árin, og er því ljóst að ræktun nýs landssvæðis kæmi að gagni í baráttunni gegn offjölgun í stórborgum landsins. — Fjórðungsþing Framhald af bls. 5. þinganefndum, m.a. Gerð sé út- tekt á gildi landbúnaðar fyrir þéttbýlisþróun á Norðurlandi. Aukið verði atvinnuval í sveitum. Kannað með hvaða hætti koma megi á afleysingarþjónustu í sveitum. Stutt verði að almennri iðnþróun með eflingu úrvinnslu- iðnaðar úr innlendum hráefnum. Iðnaður standi jafnfætis og verði að taka við vinnuaflsaukning- unni. Iðnþróunarstefna og orku- öflunarstefna verði samræmdar. Komið verði á reglulegu sam- starfi félagsheimili. Ekki verði sett lög um skipan framhalds- skóla fyrr en náðst hefur sam- komulag um fjármál skólans. Ut- tekt verði gerð á safnamálum i fjórðungnum. Gerð sé regluleg út- tekt á stöðu sjávarútvegs á Norð- urlandi. Ekki verði samið við er- lendar þjóðir um veiðiheimildir. Akveðin útgáfa ferðamálabækl- inga. Nauðsyn stefnubreytingar í meðferð vegamála og nauðsyn sérstakra landshlutaáætlana. Uppbygging stjórnsýslustofnana. Dreifing almennrar þjónustu. Áætlanagerð í heilbrigðismálum. Útgekt og samstarf um þjónustu- starfsemi innan Norðurlands. Varað við lögboðum i sveitar- stjórnarmálum. Reglum Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga verði breytt. Uttekt á stöðu byggðaþróunar og mótun byggðastefnu. Raunhæf áætlanagerð. Samræmd lána- stefna Byggðasjóða. Samstarfs- nefndir heimaaðila. Aukið sam- starf sveitarféiaga á héraðsgrund- velli. Sambúðin við Reykjavíkur- borg út af skólakostnaði. Framtíð- arstefnan um framhaldsskóla. Lokaniðurstöður um Norður- landsvirkjun. — Fagna Framhald af bls. 2 með mig sem þingmann. Enginn getur alltaf gert svo öllum líki og til þess langar mig ekki heldur, þvi ég hef mínar ákveðnu skoðan- ir á hinum ýmsu málum og þeim skoðunum fylgi ég eftir. Það er svo auðvitað rétt að þingmenn eiga eins og aðrir menn að standa umbjóðendum sínum reiknings- skil og þá standa og falla með sinum gjörðum“. Þegar Mbl. spurði Pál, hvort Blönduvirkjun væri slikt hitamál, að hún gæti skipt mönnum í hópa, svaraði hann, að enda þótt skiptar skoðanir væru um það mál sem svo mörg önnur, þá teldi hann ekki að hitinn væri slíkur, sem spurningin gengi út á. Þá innti Mbl. Pál eftir því, að hann hefði ekki náð kjöri á fund Stéttarsambands bænda og sagði hann það rétt, að hann hefði þar tapað á hlutkesti, en hann hefur verið fulltrúi á slíkum fundum. „Hins vegar lít ég svo á þetta mál, sem það sé faglegt frekar en póli- tiskt“, sagði Páll, „en það var formaður Búnaðarfélagsins sem vann á hlutkestinum“. Þá sagði Páll, að hann hefði ekki að undanförnu merkt slíkar pólitískar hræringar i Húnavatns- sýslum, sem lesa hefði mátt um í sumum dagblaðanna. „Aðalfund- ur Framsóknarfélagsins í A- Húnavatnssýslu var fjölsóttur og friðsamlegur og ég er mjög ánægður með þann fund,“ sagði Páll Pétursson. — Minning Olga Framhald af bls. 19 geymslu í kjallara. Fólkið bjarg- aðist naumlega út, en allt innbú brann. Kynni mín við þessa fjölskyldu, foreldra Olgu og Elsu, sem einnig var kjördóttir þeirra hjóna, hófst haustið áður, þegar ég kom til Magnúsar, sem „búðarpiltur", af-’ greiðslumaður við verzlun hans, en Helga var föðursystir min. Ég hefi því, sem einn af fjölskyld- unni, fylgst með uppvexti og þroska systranna. Milli Olgu og Elsu gat ekki verið elskulegra, né eðlilegra samband, þótt fæddar hefðu verið systur. Þau 25 ár, sem ég var á Blöndu- ósi, þótt starfsaðstaða mín breytt- ist og það eftir að ég stofnaði eigið heimili, var ætíð náið samband í milli fjölskyldna okkar. Vorið eft- ir brunann flutti Magnús með fjölskyldu sína að Flögu og bjó þar á meðan hann lifði. Hann hafði þó verzlun áfram og siðar í hinu nýbyggða húsi, er hann byggði á grunni hins brunna húss. Magnús dó í september 1940. Báðar systurnar uxu og þroskuð- ust i skjóli gáfaðra og ástríkra foreldra, sem allt lif sitt miðuðu við það að skapa þeim farsæla framtíð. En, enginn má sköpum renna. Fermingarvor Olgu, eða 29. júní 1935, veiktist hún af hinni ógur- legu „mænusótt". Hún lamaðist fyrst alveg og leið hinar sárustu þrautir og kvalir, sem aðeins þeir þekkja er reynt hafa, en við ger- um okkur óljósa hugmynd um. Fyrst var Olga flutt i sjúkraskýl- ið, sem þá var á Blönduósi. Þar var allt gert fyrir hana, sem í mannlegu valdi stóð, til að lina kvalir hennar. Eftir nokkurra vikna dvöl þar var Olga flutt til Reykjavikur í Landsspítalann. Þar var hún nokkuð á annað ár. Hafði hún þá fengið nokkurn bata og líkamsþrótt, en vinstri fótur hennar var alveg lamaður. And- legt þrek og þolgæði Olgu var svo mikið, að sérstaka aðdáum vakti. Hún naut, ekki aðeins umhyggju foreldra og systur, sem ekkert létu ógert er hugsanlega gæti bætt líðan hennar og einnig lækna- og hjúkrunarfólks. Skap- gerð Olgu var þannig, að jafnvel í þrautum og erfiðleikum vakti hinn bjarti, heiði og mildi svipur hennar hlýju allra og ástúð, sem hana umgengust. Hjónin Magnús og Helga áttu íbúð við Tjarnar- götu í Reykjavík og á öðru ári eftir lát Magnúsar fluttu mæðg- urnar, Helga og Olga þangað. Þeg- ar próf. Snorri Hallgrímsson kom heim í styrjaldar lokin var leitað til hans með sjúkdóm Olgu. Það varð til þess, að hann hjálpaði henni til að komast til Svíþjóðar og fá þar smíðaðar umbúðir um vinstri fótinn. Hafði hann sam- band við vin sinn þar og bað hann að taka á móti henni og sjá um hana meðan hún dveldist þar. Sjálfur var svo próf. Snorri stadd- ur þar og tók á móti Olgu. Þegar heim kom var aðstaða hennar mikið betri. Hún þjálfaðist fljótt í að nota umbúðirnar. Þegar próf. Snorri kom svo alkominn heim og stofnaði lækningastofu sina að Sóleyjargötu 5, taldi hann hana á að koma til sín sem aðstoðar- stúlka. Honum var ljóst, að slíkt myndi veita henni lífsfyllingu og sjálfstraust, sem nú þyrfti að byggja upp. Sannarlega varð það svo og töldu Olga og ástvinir hennar að próf. Snorri hefði með þessum aðgerðum orðið bjarg- vættur hennar. Á læknastofunni vann Olga svo á meðan próf. Snorri hélt henni opinni. Nú hafði Olga fengið starfsþrek og unnið sjálfstraust sitt aftur. Hún vann því næst nokkur ár við heildverzlun Ottó Michelsen og siðari árin hjá Búnaðarfélagi ís- lands. Þetta voru allt hliðstæð störf, sem henni hentuðu. Meðan Olga vann hjá próf. Snorra, braust hún sjálf í að kaupa bif- reið, sem framleidd er fyrir fólk með sjúkdóm eins og Olgu. Þess vegna gat hún nú farið á ný út í lífið til starfa. Viljakraftinn skorti hana aldrei, áhuga né sam- vizkusemi í starfi. Það munu vinnuveitendur hennar staðfesta. Síðari árin sem móðir Olgu lifði var hún mjög vanheil og gafst Olgu nú tækifæri til að endur- gjalda henni ástríki og umhyggju, sem hún hafði af henni notið. Ég geri ráð fyrir, að hvorki ég né aðrir, að undanskilinni systir hennar, hafi gert sér grein fyrir þeim þunga, sem á henni hvildi síðari misserin, þegar hægri fót- urinn var einnig að gefa sig. Þrátt fyrir að lífið væri henni oft strangt, fann maður sig ætíð sem þiggjanda í návist hennar, en hana veitandann, þvi af svip hennar lýsti hinn hlýi, bjarti andi. Elsu veittist sú náð, að vera hjá Olgu þegar hún varð þess vör að breyting varð á henni, þar sem þær sátu i íbúð hennar. Gat hún brugðið við og forðað þvi, að hún félli niður. Þetta var siðari hluta sunnudags. Var þá strax fengin sjúkrabifreið og þeim ekið í sjúkrahús. Olga missti þegar með- vitund og fékk hana ekki aftur áður en hún lézt á þriðja degi. Við hjónin minnumst Olgu sem hinnar ljúfu, elskulegu stúlku og skiljum hinn djúpa söknuð Elsu. Þær systur voru hvor annarri svo mikið. Nú á kveðjustund þökkum við það sem við nutum frá Olgu og fjölskyldu hennar og biðjum þeim og ættingjum blessunar. „Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir að æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss fuðminn breiðir." Þetla sagði Einar skáld Bene- diktsson, í einum sinna fögru sálma. Sá faðmur mun nú hafa breiózl á móti Olgu. Karl Helgason. -Staksteinar Framhald af bls. 7 forsendu var samstarfi við 21. ágúst-nefndina hafn- að en nefndinni boðið að eiga ,. samvinnu" við SH á grundvelli SH, sem her- stöðvaandstæðingar og án þess að nafn 21. ágúst-nefndarinnar væri nefnt á nafn. Um samstarf á jafnréttisgrundvelli var ekki að ræða. Þetta hefði þýtt, að 21. ágúst-nefndin 1977 hefði lagt sjálfa sig niður og sá kjami málsins. sem gerði nefndina nauð- synlega en SH gátu ekki kyngt — nefnilega and- staða gegn heimsvalda- stefnu Sovétrikjanna — hann hefði farið forgörð- um En hvers vegna voru Sovétríkin ekki nefnd á nafn I kröfum SH 21. ágúst sl? Það eru þó Sovétrlkin, sem hersitja Tékkóslóvakiu og það voru sovézkar hersveittr sem voru i fararbroddi 1968, þegar Tékkó- slóvakia var hernumin. Miðnefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga túlkar grundvöll SH á þann veg. að ekki sé hægt að berjast gegn Scvétrikjunum sem risaveldi, hættulegu al þýðunni um allan heim. Og miðnefndin hefur lýst þvi yfir, að ekki sé hægt að eiga samvinnu við bar- áttuhreyfingar eða nefnd- ir nema á grundvelli SH. Miðnefndin óskar ekki eftir samstarfi á jafnréttis- grundvelli heldur setur afarkosti." Frekari umsögn er óþörf. Þessi orðaskipti skýra sig sjálf. Samtök he rstöðvaa ndstæðinga sitja uppi með samtök sem ekki geta hugsað sér að gagnrýna Sovétrikin með nafni fyrir innrás þeirra i Tékkóslóvakiu 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.