Morgunblaðið - 07.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1977
29
■c wrrr
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10 — 11
FRÁ MÁNUDEGI
mikið á að koma upp, hefur alls
ekkert verið notaður t tvö ár,
hann var aðeins notaður I nokkr-
ar vikur, sfðan ekkert meira.
Aðalástæðan fyrir þessu er sú að
mölin á vellinum þykir of gróf og
í staðinn fyrir það að unga fólkið
reyni að koma þessu í lag, þá
bíður það með óþreyju eftir þvi
að þeir sem eldri eru geri það,
eins og reyndar flest annað. Það
er alveg tilgangslaust hjal hjá Sig-
fúsi og fleirum að heimta þetta og
hitt vitandi það að fjárhagur
iþróttasambandanna er mjög
slæmur og ekki sizt Frjálsiþrótta-
sambandsins.
Að lokum má nefna að það væri
ánægjulegt að heyra eitthvað frá
forystumönnum iþróttahreyf-
ingarinnar um þau mál, sem rætt
hefur verið um hér í Velvakanda
að undanförnu.
1730—6804 “
Undir það getur Velvakandi
tekið, að fengur væri að enn frek-
ari umræðu um þessi mál hér í
dálkunum og víst munu þeir enn
um sinn standa opnir umræðu um
iþróttamálin ef menn vilja eitt-
hvað til málanna leggja. Ekki er
vist að Sigfús Jónsson vilji taka
þessum skoðunum hér þegjandi
og verður gefið tækifæri til and-
svara af hans hálfu ef hann óskar
þess.
Þessir hringdu . .
0 Hirðuleysi um
verðmæti?
Björn:
— Ég var fyrir stuttu á ferð i
Bláfjöllum og sá þá meðal annars
togbrautina þar og fannst ekki
nógu vel um hana hirt. Liggur
hún niðri á 2—3 stöðum og Iiggja
vélarnar á hlið og hefur hún sjálf-
sagt legið svona síðan i vor, er
hætt var að nota hana. Ekki hefur
verið nein hugsun á því að koma
vélunum i hús eða rétta þær við
þarna og breiða yfir þær, svo að
hætt er við að eitthvað þurfi að
lagfæra þær er gripa á til þeirra
að hausti. Það er ekki nóg að biðja
um dýra hluti og fá þá, það verður
einnig að gæta þess að hirða al-
mennilega um þá, því þetta eru
vissulega mikil verðmæti.
0 Svona eiga útvarps-
þættir að vera
Og sami Björn heldur áfram:
— Þá vil ég nefna að á dagskrá
útvarpsins að undanförnu hefur
verið mjög góður þáttur sem ber
heitið Lifið fyrir austan. Er þetta
gott dæmi um hvernig útvarps-
þættir eiga að vera og hefur
stjórnandanum, Birgi Stefáns-
syni, tekizt mjög vel upp. Þarna
flytur hann frásagnir, greinir frá
staðháttum og ýmsu fyrir austan
og vonandi verða fleiri svona
þættir á dagskrá áfram.
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
1 síðustu umferð IBM mótsins i
Amsterdam varð Miles að sigra til
þess að tryggja sér einum efsta
sætið á mótinu. Hér eru lok skák-
arinnar. IVIiles hefur svart og á
leik, en hvitu mönnunum stjórnar
argentínski stórmeistarinn
Quinteros.
% Fljótar fréttir —
ekki nákvæmar?
Sjónvarpsáhorfandi:
— Ég vil fá að þakka sjónvarp-
inu fyrir það hversu fljótt við
fengum að sjá leikinn við Hol-
lendinga nú fyrir helgi og þakka
Bjarna Felixsyni fyrir góða um-
sögn með honum. Það er gaman
að fá að sjá þetta svona fljótt, en
hins vegar höfðum við fengið þær
fréttir er leiknum var lýst og í
öðrum umsögnum að Istendingar
hafi átt seinni hálfleikinn, en
okkur sem sátum við sjónvarpið
fannst nú bið á því og það eigin-
28... Hxg2! 29. Dxg2 — (Eftir 29.
Dxh5 — Hxgl+ 30. Kh2 — H6g2
er hvítur mát) Hxg2 30. Hxg2 —
Bf8, 31. Hxa7 — De2, 32. Hgl —
Rxe3, 33. fxe3 — Dxe3, og lokst
hér gafst hvitur upp.
HÖGNI HREKKVÍSI
S) V"’n+
Hann hefur líklega komizt í grút.
Þormóður Run-
ólfsson — Minning
lega alls ekki vera svo. Hins vegar
var það rétt sem Bjarni sagði að
þetta var nokkurs konar varnar-
leikur af hálfu íslendinganna og
við verðum að viðurkenna að Hol-
lendingarnir voru miklu sterkari
og betri, rétt eins og við mátti
búast. Þetta var algjör varnarleik-
ur fyrir utan örfá upphlaup.—
Þetta voru orð sjónvarpsháhorf-
andans og vera má að leikurinn
hafi komið þeim er sáu hann úti
öðru visi fyrir sjónir en hinum,
sem sáu aðeins sjónvarpið, eða að
minnsta kosti er það oft svo að við
greinum hlutina ekki á sama hátt.
bæjarfulltrúi, Siglufirði.
F. 9. oktöber, 1931
D. 30. ágúst, 1977.
Mér varð ónotalega hverft við,
er ég frétti þau hörmulegu tíð-
indi, að félagi minn í bæjarstjórn
Siglufjarðar, Þormóður Runólfs-
son, hefði orðið bráðkvaddur við
laxveiðar í Fljótá þriðjudaginn
30. ágúst s.l. Svo válegum tíðind-
um er erfitt að trúa og örðugt að
sætta sig við sem staðreynd.
Þormóður Runólfsson var fædd-
ur á Kornsá i Vatnsdal og voru
foreidrar hans hjónin Alma
Jóhannsdóttir Möller og Runólfur
Björnsson, bóndi á Kornsá. Var
Þormóður næstyngstur af 9
systkina hópi.
Þormóður ólst upp á Kornsá hjá
foreldrum sínum, en haustið 1945
settist hann i gagnfræðaskólann á
Siglufirði og stundaði nám bæði
þar og við héraðsskólann á
Laugarvatni næstu vetur.
Arið 1949 hóf Þormóður búskap
á Kornsá, en það ár kynntist hann
eftirlifandi konu sinni, Gerðu
Edith, fædd Jáger, sem þá hafði
ráðizt sem kaupakona að Kornsá.
Þau Gerða og Þormóður gengu í
hjónaband hinn 19. sept. 1951 og
bjuggu þau á Kornsá fram til
1957, er þau fluttust til Siglu-
fjarðar.
A Siglufirói starfaði Þormóður
fyrst sem vörubifreiðastjóri, en
réðist síðan til sjós á Siglufjarðar-
togarana Elliða og Hafliða. Einnig
starfaði hann sem sjómaður á
kaupskipum um skeið. Um 1967
hætti Þormóður sjómennsku og
starfaði næstu árin sem netagerð-
armaður í landi, en um 1970 hóf
hann störf hjá Skattstofu Norður-
landsumdæmis vestra og næstu
árin vann hann þar hálft árið en
hálft árið við netavinnu, eða þar
til í lok síðasta árs að hann var
fastráðinn sem bókari og gjald-
keri hjá Rafveitu Siglufjarðar.
Hjónaband þeirra Gerðu og
Þormóðs hefir reynzt hið farsæl-
asta og hafa þau eignast fjögur
börn, sem eru hvert öðru mann-
vænlegra, en þau eru þessi:
1. Páll Herbert. f. 1.1. 1951, flug-
virki í Luxembourg, kvæntur
Ingibjörgu Jónsson.
2. Birgir Jóhann f. 4.8 1952,
rafvirkjanemi á Sauðárkróki,
kvæntur Elínu Þorbergsdóttur og
eiga þau einn son.
3. Alfhildur f. 9.5 1955, húsmóðir
á Siglufirði, gift Birni Birgissyni,
rennismið, og eiga þau tvö börn,
son og dóttur.
4. Alma Aðalheióur. f. 5.3 1961,
nemandi í gagnfræðaskóla Siglu-
fjarðar, enn í foreldrahúsum.
Kynni okkar Þormóðs hófust
með sameiginlegu starfi að félags-
málum Sjálfstæðisflokksins í
Siglufirði. Var hann þar mjög
áhugasamur auk þess að vera
prýðilega ritfær, enda komst
hann fljótt í forystusveit. Skrifaði
hann töluvert i málgagn flokksins
á Siglufirði, blaðið Siglfirðing, og
ennfremur nokkuð reglulega
greinar í Morgunblaðið um árabil.
Veturinn 1973—74 tók hann svo
að sér ritstjórn Siglfirðings og
hafði hana á hendi með miklum
sóma til dauðadags. Er það út af
fyrir sig afrek, þvi að fæstir geta
gert sér grein fyrir því, hvað erf-
itt er að standa fyrir reglulegri
blaðaútgáfu i litlu bæjarfélagi.
Vorið 1974 var Þormóður kosinn í
bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, en kjörtíma-
bilið þar á undan hafði hann verið
fyrsti varafulltrúi flokksins i
bæjarstjórn. Síðan hann kom í
bæjarstjórn hefir hann m.a. alla
tið átt sæti í bæjarráði, sem er
aðalframkvæmdanefnd bæjarins,
og látið fjölmörg mál til sín taka
af áhuga og dugnaði. Einkum
hafa honum verið hugleikin
skipulagsmál og gatnagerðarmál,
og hafði hann unnið mikið að und-
irbúningi framkvæmda á þeim
sviðum á síðustu mánuðum. Allar
horfur eru á, að þau stórhuga
áform verði að veruleika á næstu
árum, en óskiljanleg örlög hafa
nú valdið því, að Þormóður lifir
ekki að sjá þessa drauma sina
rætast.
Þormóður Runólfsson var dulur
Framhald á bls. 22.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu að Suðurlandsbraut 14 skrifstofuhús-
næði á 2. hæð ca. 220 fm. á 3. hæð ca. 500
fm.
Húsnæðið er fullinnréttað með fundarherbergj-
um, skjalageymslu, kaffistofu og sér stigagangi
á milli hæða. Leigist allt í einu eða í smærri
einingum frá og með 1 . desember n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir Gísli Guðmunds-
son á skrifstofu vorri.
T'VVTfN
Biireiðar & Landbiinadarvélarhi.
SuOiirliindsliraul 14 - Hnkj<iiik - Simi ntUMMI
G3P S\GeA V/öGA £ 'íiLVtRAW
%) AVKÖ-bT/N
MAV/ Vl//VNV<A9 ÖVI Núii Wm
n\ö mw \ <d\9/ist/i
V/4N0M. V/AVA/VOll-
A9 Vú miz 4
XLÓ'btfm m
au.