Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
7
Þegar leiðir skildi, rriínar
og þínar, á sunnudaginn var,
stóðum við og höfðum num-
ið staðar um stund hjá Páli
postula, þar sem hann situr
og les skrifara sínum fyrir
bréf til safnaðarins í Korintu.
Við skulum vitja hins aldna
guðsmanns aftur og hlusta
nánará það, sem hann hefur
að segja.
Hann hafði vikið að efni,
sem hann minnist oft í bréf-
um sínum og á trúboðsferð-
um i áratugi um borgir og
lönd: Vitranir sínar og dular-
reynslu, „andagáfurnar”,
sem hann kallaði svo.
Of margir guðfræðingar og
klerkar verða nálega skelkað-
ir, þegar á þau efni er
minnzt, og þeir kannski mest
skelkaðir, sem fastheldnastir
eru á sumar þær guðfræði-
hugmyndirog hugsmíðar
hins mikla postula, sem hvað
veikust von er um að vit sé í
að boða nútímamönnum. Og
liklega skelkar það suma
hvað mest, að annað tveggja
er, að einhverjir hljóti að vera
gæddirslíkum dulargáfum
enn, eða þá hitt, að Páll hafi
sjálfur aldrei verið gæddur
þeim. Á það verður ekki bent
með rökum, að nokkur sú
gáfa hafi glatazt mannkyni,
sem menn voru i fornöld
gæddir. En þá fer ýmsum að
vandast málið.
Mestur
íheimi
Páll lofar háum tónum þau
leiftur, þótt óljós séu, sem
berist inni í jarðneskan heim.
Hann hrósar „andagáfun-
um", sem beri vitni ójarð-
neskri veröld, en segirsvo:
„En nú vil ég benda yður á
ennþá miklu ágætari leið",
— og þá streymir af vörum
hans lofgerðaróðurinn mikli
um kærleikann, vegsemd
hans og eilíft gildi fram yfir
annað allt:
Spádómar munu þagna,
andagáfur líða undir lok, en
„nú varir trú, von og kærleik-
ur, en þeirra er kærleikurinn
mestur".
Þótt sólir sortni og flest,
sem lifað var fyrir og barizt á
móti, fölni, gleymist, varir
kærleikur, því að honum er
máttur til þess gefinn að
skapa mannssálinni örlög
óralangt út yfir tíma og rúm
og greiða veg hennar þangað
heim, sem allar sálir eiga
lokamark og mið.
Páll horfið hér ekki á jarð-
nesku árin og gildi kærleik-
ans í heimi hér, hann horfir
út yfir jarðnesk mörk: Á leið
svo langri um veraldir, himna
og heima, að mannlegur
hugur enginn mælir, mun
sálin öðlast nýja hæfileika,
möguleika, sem hana órar
ekki fyrir enn. Trúlegt er, að
á þeirri ferð verði hún marg-
sinnis, Guð einn veit hve oft,
að skipta um fervi, íklæðast
nýju starfstæki í nýju heim-
kynni, og afklæðast hinu
gamla, gömlum hugmynd-
um. En Páll kennir, að um
ókomin æviskeið muni trúin
og vonin fylgja sálunni, og
segir þó: „En þeirra er kær-
leikurinn mestur".
En, fyrst svo er að kærleik-
ur er meiri en trúin, hvað er
þá um þá meginkenningu
lúterskrar kristni og rétttrún-
aðar, að maðurinn réttlætist
af trúnni einni, að trúin sé
eina leiðin að lausn og sálu-
hjálp? Þá kenningu hefur lút-
ersk guðfræði sótt beint til
Páls, þótt undarlegt megi
virðast, þegar hann sjálfur
setur kærleikann ofar trúnni
Saga kristninnar geymirfjöl-
mörg dæmi þess, að trú og
kærleikur hafa ekki farið
saman. Strangtrúaðir menn
sumir hafa verið verstu
grimmdarseggir, heittrúar-
fólki hefur hætt til kaldlyndis
og dómsýki. Trúvillingadóm-
arann spænska, Torquem-
ada, sem fleygja lét 8 þús-
undum manna á bálið, skorti
ekki trú. Hjarta hans brann af
trúarhita og bænalestri, en
trú hans hneigði ekki hjartað
til miskunnsemi þegar hann
heyrði kvalaveinin frá bál-
köstunum.
Hvað er trú? Mér skilst að
hún sé fólgin í guðssamfélagi
mannssálarinnar og raunar
engu öðru, en slík trú, til-
beiðslan, traustið hlýtur að
vekja og næra kærleikslífið í
sálinni, þótt menn eins og
Torquemada veki ýmsum
efasemdir um það. Og þrátt
fyrir allar kennisetningar, trú-
fræði og trúarjátningar gæti
ég trúað því, að fleiri myndu
kjósa sér kærleikslíf, en hina
..hreinu" trú á hinztum vega-
mótum.
Mestur í heimi, —
minnstu þess, sem postulinn
kennir, að allt sé hjá okkur „i
molum" og að öll hin æðri
rök „sjáum við enn svo sem í
skuggsjá og í óljósri mynd",
en trúðu því með honum, að
hið fullkomna komi. Getur
þú hugsað þér nokkurt það
dýrðarástand sálarinnar eftir
líf og lærdóma mikla á leið-
um ódáinsheíma, að ekki sé
kærleikur vegsemd hennar?
Getur þú hugsað þér að
nokkur leið liggi til Guðs, ef
leið kærleikans liggur ekki
þangað? Hversvegna? Lausn
þeirrar gátu er geymd í Guðs
innstu veru. En víst er það
sem mikið skáld (E Ben)
kvað:
„Þitt verðmæti gegn um
lifið er fórnin,
en til þess veit eilífðin
alein rök".
Er ekki sá leyndardómur
allra leyndardóma, að til þess
að ávinna verður fyrst að
fórna?
Að þvi kemur fyrir okkur,
þig og mig, eins og postul-
ann, að ævinni hallar og við
stöndum fávisir við dyr mik-
illa leyndardóma. Þá erfram-
undan mikil ferð og löng.
Guð einn veit, hve miklum
breytingum þú verður að
taka áður en lýkur, frá hve
mörgu þú verður að vaxa,
hve mörgum ytri og innri
hamskiptam þú verður að
taka, hve mikið af gömlum
barnaskap, gömlum hug-
myndum þú verður að losa
þig við á leiðinni, hve mjög
þú ert þá orðinn annar maður
að ýmsu en þú ert i dag. Trú
þín mun breytast, trúarhug-
myndir þinar vafalaust og
vonir þínar einnig, — en
kærleikur er þeirra þriggja
dyggða varanlegastur, mest-
ur.
Hvað sér þú, er þú litur til
hans, sem er „höfundur og
fullkomnari trúar vorrar",
eins og segir i helgri bók? Þú
sérð í honum þá ást Guðs
þíns og lausnara, sem bindur
þér eilíf örlög, sem enginn
fær umflúið, þótt hann
gleymi þeim um stund og
stund.
Við Bræðraborgarstíg
u. Trév. og málningu
Til sölu 3ja herb. íbúð á 2 hæð í 6 íbúða
húsi, sem afhendist í desember/janúar n.k
Sameign verður fullfrágengin. Tvennar
svalir, útsýni Sér hiti, vandaður frágangur. Til
greina kemur að afhenda íbúðina
fullfrágengna.
Fast verð Upplýsingar í síma 21473 í dag og
næstu daga.
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
m/s Baldur
fer frá Reykjavík miðvikudaginn
14. þ.m. til Breiðafjarðarhafna.
Vörumóttaka: þriðjudag og til
hádegis á miðvikudaq.
Ekki bara talstöð
heldur Effect512S
ny
sending
komin
BENCO
Bolholti 4,
simi 91-21945. Reykjavík
GÓð næring = heilbrigði og vellíðan
Takið þátt í haustnámskeiðunum í matvæla- og
næringarfræði sem hefjast í næstu viku.
NÁMSKEIÐIN FJALLA MEÐAL ANNARS UM
EFTIRFARANDI ATRIÐI:
0 Grundvallaratriði næringarfræði or hvernig hagnýta megi á sem auðveldastan
og áransursrikastan hátt þessa þekkingu við samsetningu almenns fæðis.
0 Innkaup. vörulýsingar. auglýsingar.
0 F'æðurval. gerð matseðla, matreiðsluaðferðir.
0 Mismunandi framreiðsluaðferðir. dúka og skfeyta borð fyrir mismunandi
tækifæri.
0 Ráðleggingar. sem heilbrÍRðisyfirvöld margra þji'iða hafa birt. um æskilegar
breytingar á mataræði. til að fyrirbyRgja sjúkdóma. Grundvallarþekking á
næringar- or matvælafræði er nauðsynleg. til að þessar ráðleKKÍnjjar komi að
notum í daKleKU lifi.
0 Hvaða niðurstöður nýjustu visindalegra rannsókna hafa að segja um offitu og
megrunarfæði. Þeim. sem hefur verið ráðlagt sérstakt mataræði vegna offitu.
hjarta- og æðasjúkdóma o.fl.. er sérstaklega bent á þessi námskeió.
VEIST ÞÚ AÐ GÓÐ NÆRING
HEFUR AHRIF Á:
J
sV*
at
atv
iótttv
0 Vöxt og heilbrigði ungviðisins.
0 Byggingu beinaog tanna.
0 Endanlega stærð.
0 Mótstöðuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi
0 Líkamlegt atgerfi og langlífi. \et* 4
0 Andlegan og félagslegan þroska allt frá frumbernsku.\ Y,ei\sulV
• Útlit þitt. ' U
0 Persónuleika þinn.
0 Likamsþyngd þina, en hjarta- og æóasjúkdómar. sykursýki og margir fleiri
sjúkdómar eru langtum algengari meðal þeirra. sem eru of feitir.
Aðeins rétt nærður einstaklingur getur vænst besta árangurs í námi. leik og starfi.
Nánari upplýsingar uni námsefni og fyrirkomulag námskeiðisins eru veittar í
síma 74204 kl. 9—11 f.h. og eftir kl. 9 á kvöldin.
Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræöingur.
emcD
T résmíðavélar
emcostap
Litla fjölhæfa trésmiðavélin
Yfir 600 vélarí
notkun á íslandi
Hjólsög 8" blað, bandsög
útsögunarsög stingsög
sandpappírsbelti
og diskur
Verð með söluskatti
kr. 129.000 -
Fáanlegir fylgihlutir
Fræsari, rennibekkur.
hulsubor, smergel o.fl
Einnig 8" afréttari
og 2" þykktarhefill
verkfœri & járnvörur h.f.
DALSHRAUNI 5, HAFNARFIRÐI. SIMI 53332