Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
3
900 km. „rally”
FYRSTA október n.k. hefst á veg-
um B ifreiðaíþróttaklúbbs
Reykjavíkur keppni í rally, sem
er um 900 km að lengd. Verður
þetta í fyrsta skipti á tsiandi, sem
íslenzkir rally-ökumenn keppa að
hluta til í myrkri. Fyrirhugað var
að halda rally-kcppni í kringum
landið á vegum klúbbsins, en sök-
um fyrirsjáanlegrar lélegrar þátt-
töku var fallið frá því. Keppnin,
sem stendur fyrir dyrum, hefst á
Hótel Loftleiðum og er ætlunin
að ekið verði alla nóttina og að
Bikarúr-
slit í dag
í MORGUNBLAÐINU í gær
urðu þau mistök er greint var
frá úrslitaleik 1 bikarkeppni
KSl, að sagt var að hann ætti
að fara fram á laugardegi en
hið rétta er að Ieikurinn fer
fram á Laugardalsvellinum í
dag og hefst kl. 14.00. Valur og
Fram leika þá til úrslita, og að
leik loknum mun borgar-
stjórinn í Reykjavík, Birgir
tsl. Gunnarsson, afhenda
sigurvegurunum hinn eftir-
sóknarverða verðlaunagrip. 1
leikhléi munu svo tslands-
meistarar Akraness taka við
sigurlaunum sínum í tslands-
mótinu í knattspyrnu. Búizt er
við miklum fjölda áhorfenda á
leikinn, enda má búast við
jöfnum og skemmtilegum leik.
henni Ijúki við Loftleiðahótelið
um þrjúleytið á sunnudeginum.
Öllum er heimil þátttaka í keppn-
inni, en þátttökugjaldið er kr.
30.000.-.
Skv. upplýsingum frá stjórn
Bifreiðaiþróttaklúbbsins er hér
um að ræða keppni í skipulags-
hæfileikum, áætlanagerð, ná-
kvæmni og skjótri hugsun, ratvísi
og aksturstækni, en ekki i kapp-
akstri í venjulegum skilningi.
Leiðin sem ekin verður er fær
öllum venjulegum fólksbílum og
hvetur stjórnin konur og karla á
öllum aldri til þátttöku. Upplýs-
ingar um keppnina liggja frammi
á skrifstofu félagsins.
Torfæruakstur
við Grindavík
BJÖRGUNARSVEITIN Stakkur
efnir i dag til torfæruaksturs-
keppni í námunda við Hagafell
við Grindavík. Keppnin hefst kl.
tvö og er að vanda efnt til hennar
til fjáröflunar til viðhalds og end-
urnýjunar á tækjabúnaði sveitar-
innar.
Nonnahús á Akureyri fær góða gjöf:
Messusöngbók sem Nonni
notaði síðustu æviárin
FYRIR nokkru barst Nonnahúsinu á Akureyri vegleg og
skemmtileg gjöf. Það var messusöngbók sem Nonni notaði sfð-
ustu ár ævinnar, þegar hann var aldurhniginn og sjóndapur
orðinn. Slfkar messusöngbækur eru jafnan mjög vandaðar og
fagrar að allri gerð, bundnar inn í dýrmætt skinn og gylltar í
sniði. Sú útgáfa, sem hér um ræðir, er sérstaklega gerð fyrir
sjóndapra presta og
aldraða, sett stóru og greinilegu letri í tveimur litum og fagur-
lega gerðum grallarnótum.
Þessi skemmtilega messu-
söngbók er prentuð í Regens-
burg árið 1921 og er 4. útgáfa
hennar. Hún nefnist Missale
cæcutientium og er með
áeltruninni: Nonni 1944,
Eschweiler, en þangað var
hann fluttur ellihrumur og
veikur þegar regla hans var á
stríðsárunum hrakin frá heim-
kynnum sinum i Valkenburg i
Hollandi. Frá Eschweiler var
Nonni siðan fluttur til Kölnar,
þar sem hann andaðist svo sem
kunnugt er hinn 16. október
1944.
Séra Tophinke, yfirmaður
Jesúítaklaustursins í Köln, sem
annaðist um Nonna siðustu ár-
in sem hann lifði, fann þessa
messusöngbók ekki alls fyrir
löngu og taldi hana best varð-
veitta á æskuheimili hans á
Akureyri, Nonnahúsi. Afhenti
hann siðan bókina dr. Otto
Loeffler, íslenzka ræðis-
manninum í Köln, og bað hann
koma henni áleiðis til Akureyr-
ar. Dr. Loeffler tók þátt í ræðis-
mannafundinum, sem haldinn
var hér fyrir nokkru og notaði
þá tækifærið til þess að af-
henda Nonnahúsinu þennan
skemmtilega og verðmæta grip.
Var það gert við hátiðlega at-
höfn og var myndin, sem hér
fylgir með tekin við það tæki-
færi. Sést bókin mjög vel en
með dr. Loeffler er stjórn
Zontakvenna á Akureyri þær
Guðriður Eiríksdóttir hús-
mæðrakennari, formaður, Edda
Eiríksdóttir skólastjóri, vara-
formaður, Ingibjörg Björns-
dóttir ljósmóðir og Jóhanna
Jóhannesdóttir fyrrv. verzl-
unarstjóri meðstjórnandi.
Milljóna-
tjón í fisk-
fanni
KOMIÐ hefur í ljós að verulegt
tjón hefur orðið á farmi Hofs-
jökuls, hins nýja skips Jökla hf„ f
fyrstu ferð skipsins til Banda-
ríkjanna með frystan fisk en
þessi farmur er hinn verðmætasti
sem farið hefur vestur um haf í
einu skipi.
Skemmdirnar komu i ljós þegar
skipið losaði i þremur höfnum í
Bandaríkjunum, en bar þó mest á
þeim þegar skipið kom til
Cambridge, þar sem eru verk-
smiðjur Coldwater Seafood Corp.
i Bandarikjunum. Hafði sjór
komizt gegnum kælikerfi skipsins
og valdið svo miklum skemmdum,
að tjónið ef talið nema milljónum
króna.
Skipið ex nú komið aftur hingað
til lands og viðgerð er hafin, en
sjópróf vegna þessa tjóns fara
fram nk. þriðjudag. í samtali við
Morgunblaðið í gær sagði Gisli
Ólafsson, að Hofsjökull væri
smíðaður 1973 en hefði síðan
verið endúrbyggður 1976—77 og
hefðu þá allar lestir skipsins
verið endurnýjaðar.
16 þúsund
borgarbörn
sáu borgar-
leikhúsið
ÍSLENZKA brúðuleikhúsið hélt
alls 128 sýningar í sumar á leik-
völlum borgarinnar og sáu alls
liðlega 60 þúsund gestir sýning-
arnar, eða um 16 þús. einstakling-
ar, sem sáu fjórar sýningar hver,
samkvæmt upplýsingum Jóns E.
Guðmundssonar. íslenzka brúðu-
leikhúsið sýnir í Grindavík á
sunnudag kl. 3 í Festi, en þar
verða fluttir ýmsir þættir fyrir
Samið við
Pólverja
Undirritaður hefur verið samning-
ur milli íslands og Póllands um vis-
inda- og tæknisamvinnu á sviði sjáv-
arútvegs. Samninginn undirritaði
fyrir íslands hönd Einar Ágústsson
utanríkisráðherra og fyrir Póllands
hönd E. Wisniewski vararáðherra
fyrir viðskipta- og siglingamál, for-
maður pólsku samninganefndarinn-
ar.
Gert er ráð fyrir að samningsaðilar
hafi samvinnu og samráð og skiptist á
upplýsingum um vísindarannsóknir er
snerta lifandi auðævi hafsins og einnig
um veiðiaðferðir og tækniatriði er
varða veiðarfæri, byggingu fiskiskipa
og geymslu, flutning og vinnslu sjávar-
afurða
Stofnuð verður samstarfsnefnd sem
mun fjalla um framkvæmd samnings-
ins og gera áætlanir um samvinnu
| Tekið er fram í samningnum að
hann sj^uli ekki hafa áhrif á skoðanir
aðila í málum sem til meðferðar eru á
Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna.
Samningurinn tekur strax gildi, en
hvorum aðila um sig er heimilt að
segja honum upp með 6 mánaða fyrir-
vara.
Viðræður við Pólverja hófust á
fimmtudag, en i íslensku samninga-
nefndiqni voru Pétur Thorsteinsson
sendiherra, formaður, Jón Arnalds
ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneyt-
isins, Már Elisson fiskimálastjóri, Jón
Jónsson forstjóri Hafrannsóknastofn-
unarinnar, dr. Björn Dagbjartsson for-
stjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins og Guðmundur Eiriksson aðstoðar-
þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneyt-
isins. í pólskusamninganefndinni voru
auk formannsins E Wisniewski vara-
ráðherra, A Szymanowski sendifulltrúi
Póllands á íslandi, P Anders frá
viðskipta- og siglingamálaráðuneytinu,
A. Ropelewski frá sjávarútvegsstofnun-
inni í Gdynia og J. Sprus frá Fiskimála-
ráðinu. í Szczecin
GLASGOW
HELGARFERÐIR
TIL GLASGOW
3. DAGAR
Brottför:
Sept. 16. og 30.
Okt. 14. og 28.
Nóv. 4 11.18. og 25.
Des. 2. og 9.
Ver8 frá kr. 46.100.-
Flugfar. gisting Vi fse8i og
flugvallarskattur
SPANN
Costa del Sol
Sept 18. — 6'sæti laus
Sept. 25. laus sæti
Okt 9 laus sæti
Heimferð um London.
Ferðaskrifstofan
AUSTURSTRÆTI 17, II HÆÐ SIMI 26611 - 20100