Morgunblaðið - 21.09.1977, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
Austurstræti 7 .
Simar: 20424 — 14120
Sölustj. Sverrir Kristjáns.
Viðsk.f. Kristján Þorsteins.
Símar: 20424 — 14120
Heima: 42822.
Til sölu
við Krosseyrarveg
Ca. 50 fm. 3ja herb. risíbúð með
sérinngangi ásamt hálfum kjall-
ara (geymsla) og hálfum bílskúr.
Við Gnoðarvog
Ca. 107 fm. 4ra herb. íbúð á 3.
hæð í fjórbýlishúsi Mjög stórar
suðursvalir.
Álftamýri endaraðhús
Til sölu vandað endaraðhús við
Álftamýri. Húsið er byggt á pöll-
um og er forstofa, gestasnyrting,
skáli, eldhús og þvottaherbergi
innaf eldhúsi. Ur skála er gengið
í stórar samliggjandi stofur með
arni. Uppi eru 3—4 svefnher-
bergi og bað. Á jarðhæð er inn-
byggður bílskúr og stórar
geymslur. Einnig um 40 fm. út-
grafið óinnréttað rými
Móaflöt, Garðabæ
Til sölu er raðhús við Móaflöt,
Húsið er ca. 250 fm. á einni
hæð. Þar af bílskúr ca. 45 fm.
Apriumgarður ca. 50 fm. Húsið
er með möguleika á 5 — 6 herb
íbúð og 2ja herb. íbúð. Teikmng
á skrifstofunni. sýnir 5 mismun-
andi möguleika á innréttingum.
Verð á húsinu tilbúið undir tré-
verk og sandsparsl kr. 1 8 millj.
í smíðum
við Skólabraut
Parhús sem er 207 fm. á tveim
hæðum. Innbyggður bílskúr.
Húsinu verður skilað á næsta
sumri, t.b undir málningu að
utan með tvöföldu verksmiðju-
gleri og öllum hurðum frágengn-
um, að öðru leyti fokhelt. Teikn-
ing og nánari uppl. á skrifstof-
unni.
Stórholt—parhús
íbúðin er hæð með forstofu,
gestasnyrtingu, samliggjandi
stofum og eldhúsi. Uppi eru 4
svefnherbergi og bað. Geymslu-
ris, sem vel mætti innrétta her-
bergi í, ca. 40 fm. góður bílskúr.
Einnig gæti fylgt með litil 3ja
herb. íbúð á jarðhæð.
írabakki
Ca 100 fm. ibúð á 1 hæð
Þvottaherb. á hæðinni. Góð
ibúð.
Dúfnahólar
4ra herb. íbúð á 1. hæð.
FASTEIGN ER FRAMTÍÐ
2-88-88
Til sölu m.a.
Við Stórholt
3ja og 6 herb. ibúðir.
Við Ljósheima
4ra herb. íbúðir.
Við Laugaveg
2ja og 3ja herb. íbúðir
Við Fellsmúla
4ra—5 herb. íbúð.
Við Æsufell
4ra herb. íbúð.
Við Grettisgötu
4ra herb. íbúð.
Við Dalsel
4ra herb. íbúð
Við Granaskjól
4ra herb. íbúð.
Við Blöndubakka
4ra—5 herb. ibúð.
Við Vesturberg
3ja herb. íbúð.
Við Safamýri
3ja herb. ibúð.
Við Frakkastíg
Einbýlishús.
Við Vesturhóla
Einbýlishús tæplega tilb. undir
tréverk.
Við Vatnsenda
Áríbúðarhús.
Glæsileg sérhæð með bílskúr í
vesturborginni.
í Kópavogi
2ja og 5 herb. íbúðir.
Iðnaðarhúsnæði.
Álftanes
Fokhelt einbýlishús.
í Hafnarfirði
3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir.
Embýlishús.
í Mosfellssveit
Fokhelt raðhús.
í Keflavík
Einbýlishús um 1 18 fm. með
bílskýli. Viðlagasjóðshús.
í Hveragerði
Byggingarlóð 760 fm.
Höfum kaupanda að góðu ein-
býlishúsi í Hafnarfirði, helst i
Norðurbæ.
Óskum eftir öllum gerðum fast-
eigna á söluskrá.
AÐALFASTEIGNASALAN
Vesturgötu 17, 3. hæð,
Birgir Ásgeirsson. lögm.
Haraldur Gíslason.
heimas. 51 1 19.
Ársfundur
norrænu
félaganna
DAGANA 3. og 4. september var
át^fundur Norrænu félaganna á
Norðurlöndun haldinn i Vest-
mannaeyjum.
Það þótti vel til fallið að halda
fundinn þar, þar sem þetta er
fyrsti ársfundur haldinn á Islandi
eftir gosið 1973.
Markverðasta málefni fundar-
ins var samþykkt nýrrar stefnu-
skrár fyrir-norræna samstarfið.
Bertil Olsson, sem hefur verið
formaður Sambands norrænu fé-
laganna í 7 ár, sagði af sér for-
mennsku, en í stað hans var kos-
inn formaður til næstu þriggja
ára Reidar Carlsen, framkvæmda-
stjóri frá Noregi.
Nýi formaðurinn er fæddur
1908 og stjórnar byggðastefnu
norska ríkisins. Hann hefur verið
í stjórn Norræna félagsins í Nor-
egi síðan 1962, varaformaður þess
1964—69 en formaður síðan 1969.
Hann var þingmaður fyrir Nord-
land fylke í norska stórþinginu og
fiskimálaráðherra í annarri
stjörn Einars Gerhardsens.
Alls sóttu 50 manns fundinn,
þar af 40 útlendingar.
Samband norrænu félaganna
sér um samvinnu félaganna í
Danmörku, Finnlandi, Færeyjum,
íslandi, Noregi, Svíþjóð og
Alandseyjum.
Karlmenn
á öllum aldri. Leyndar-
dómur velgengni ykkar
er fólginn í hinum frá-
bæru frönsku herra-
snyrtivörum frá
GIVENCHY.
Póstsendum.
1
Jötuns
ÞRIGGJA FASA RAFMÓTORAR í ÝMSUM
STÆRÐUM OG MISMUNANDI SNÚNINGS-
HRAÐA. EINNIG SÉRSMIÐI Á MÓTORUM
ALLT AÐ 75 hö.
TÉKKNESKIR ÞRIGGJA FASA RAFMÓTORAR
í STÆRÐUM 0,5- 15hö. 1450 s/m
k
ÖRUGG VARAHLUTA
OG VIÐGERÐAÞJÓNUSTA
fOTunn hf
Höfðabakka 9, Reykjavík. Sími: 8-56-56
Sýning Gylf a
Gíslasonar
Gylfi Gíslason hefur efnt til
sýningar á teikningum sín-
um, ekki eingöngu í Ás-
mundarsal, eins og sagt var
hér áður, heldur í öllu Ás-
mundarhúsi og jafnvel meira
til því að hann notar einnig
altanið, þar sem honum
hefur hugkvæmst að gera
málverk, sem fellur skemmti-
lega irin í umhverfið, og fyrir
mér er þetta nýstárleg hug-
mynd, sem ég hef hvergi séð
áður. Málverkið sjálft er ef til
vill ekki sérlega spennandi
listaverk, en hugdettan er
ágæt og kemur manni í gott
skap, þegar setið er á réttum
stað og málverkið miðað í
umhverfið, ef svo mætti
segja.
Tilbrigði um mynd eftir
Giovanni Efrey heitir þessi
sýning Gylfa, og er þar auð-
vitað átt við Kjarval. Fjalla-
mjólk hefur orðið Gylfa ágætt
viðfangsefni, og hann hefur
tekið sér alls konar bessaleyfi
með þetta verk Kjarvals. Á
stundum er hann mjög ná-
lægt vinnubrögðum meistar-
ans, og er það allt í þessu
fína, eins og krakkarnir
segja, því að í annan stað
gerir hann sér litið fyrir og fer
sinar eigin leiðir, setur ýmis-
legt inn í myndbygginguna,
sem vel getur staðist, og not-
ar sér þá tækni, er hann
hefur höndlað á seinustu ár-
um. Eg held, að vel megi
segja, að honum hafi vaxið
kraftur, og hann allur tekið
verkefni sín miklu fastari tök-
um en áður var. Gylfi er hér
með skemmtilega sýningu á
ferð, sem hann getur vel
verið ánægður með. Hann
teiknar- nú miklu betur en
Myndllst
eftir YALTÝ
PÉTURSSON
fyrir nokkrum árum, og það
er meiri fylling i list hans
yfirleitt. Gylfi er fyrst og
fremst teiknari, og hann
hefur miklu sterkari tök á
svörtu og hvítu en til dæmis
þeirri litameðferð, sem hann
notar I „Húsaleik" sinn á svöl-
unum. Eg held, að hann
sjálfur geri sér þetta Ijóst, og
teikning er ekki síðri listgrein
eða auðveldari myndgerð en
málverkið sjálft, og er það
mikill kostur, að hann skuli
einbeita sér á það sviðið,
sem hann virðist hafa miklu
meira vald yfir.
Það eru 23 tilbrigði um
mynd eftir Giovanni Efrey á
þessari sýningu og einnig eru
bókaskreytingar I vinnustofu
(niðri), ásamt nokkrum skiss-
um og öðrum myndum.
Bókaskreytingar þessar eru
við Óla frá Skuld eftir Stefán
Jónsson, en einnig hefur
Gylfi skreytt hina skemmti-
legu bók Púnktur, Púnktur,
komma, strik, sem út kom á
seinasta ári.
Ég hafði skemmtun af að
sjá þessa sýningu Gylfa
Gíslasonar og mest var
ánægjan yfir því að sjá, hve
honum hefur tekist að ná
miklu betri tökum á bæði
viðhorfi til teikningarinnar og
tækni. Skemmtileg sýning,
listamanninum til sóma.
Valtýr Pétursson.
Fossvogur
5 herb. íbúð fæst í skiptum fyrir 3 herb. íbúð,
helst í sama hverfi. íbúðin er stofa, 4 herb. auk
þvottahúss og búrs inn af eldhúsi.
Nánari upplýsingar í síma 32984