Morgunblaðið - 21.09.1977, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
Hér fer á eftir sjöunda vidtal Morgunblaðsins við
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Spjallað er við Pál
Gíslason yfirlækni, borgarfulltrúa og formann heil-
brigðismálaráðs Reykjavíkur, um þrískiptingu heil-
brigðisþjónustunnar, öldrunarþjónustu, heilsugæzlu-
stöðvar, almenna heilsuvernd, nýja skipan skolpræsa- ,
mála og frjálst æskulýðsstarf.
6200 Reykvikingar
70 ára og eldri —
Þriðjungur
íbúðaaukningar frá
1965 á því aldursskeiði
Nýja þjónustuálman við Borgarspítaann fremst á myndinni.
Heilbrigðismál í höfuðborg
Þrískipting
heilbrigðismála
Sp.: Hverjir eru helztir þættir í
heilbrigðisþjónustu höfuðhornar-
innar?
Sv.: Heilbrigðisþjónusta í land-
inu er þvíþætt: 1) Almenn heilsu-
vernd, s.s. fyrirbyggjandi aðgerð-
ir eða sjúkdómavarnir; 3) heilsu-
gæzla, þ.e. þeir þættir heilbrigðis-
þjónustunnar sem fram fara utan
sjúkrahúsa og 3) rekstur sjúkra-
húsa.
Þriðji þátturinn, rekstur
sjúkrastofnana, hefur vaxið mest
og örast siðustu árin, enda var
þörfin þar brýnust og tilfinnan-
legust. Hann er jafnframt kostn-
aðarsamastur og þar af leiðandi
erfiðastur viðfangs fyrir sam-
félagið. Milli 80—90% af þvf fé,
sem varið er til heilbrigðisþjón-
ustu í landinu, fer til þessa þáttar.
Heilbrigðisstofnanir
í borginni þjóna
nágranna-
sveitarfélögum
og landinu í heild
Sp.: Hver er kostnaðarþáttur
borgarsjóðs í stofnkostnaði og
rekstri borgarstofnana í heil-
brigðismálum — og hvert starfs-
svið þeirra. með hliðsjón af skipt-
ingu landsins í sveitarfélög?
Sv.: Ríkissjóður greiðir 85% af
stofnkostnaði sjúkrahúsa, við-
komandi sveitarfélög 15%. Dag-
gjöld sjúkrahúsa, er sjúkrasamlög
greiða, bera meiginþunga rekstr-
arkostnaðar. Daggjöld eru hins-
vegar ákveðin með hliðsjón af
rekstrarkostnaði á undangengn-
um mánuðum. I verðbólguþjóðfé-
lagi nást því endar sjáldnast sam-
an. Rekstrarhalli er að vísu hafð-
ur til hliðsjónar við ákvörðun dag-
gjalda. Þetta þýðir þó að borgin
verður að leggja fram verulegt fé
á hverjum tima til að rekstur
sjúkrastofnana geti gengið eðli-
lega. Þessi háttur bindur að sjálf-
sögðu mikið fé fyrir borginni.
Af sjúkrastofnunum, sem borg-
in ber ábyrgð á, má nefna: Borg-
arspítalann ásamt Grensásdeild
(endurhæfingardeild), Hvíta-
bandsdeild (geðsjúkdómar) með
útibúi að Arnarholti; Heilsu-
verndarstöðína og loks Hafnar-
búðir, sem nýttar verða á þessum
véttvangí.
Þessar stofnanir nýtast hins-
vegar í þágu fleiri en Reykvik-
inga. Þannig voru 56,6% eða rúm-
lega helmingur legudaga á Borg-
arspítalanum nýttir af Reykvík-
ingum en 43,4% af öðrum. Kópa-
vogur var með 5,4%, nýtingu legu-
daga, Hafnarfjörður 3,3%, Sel-
tjarnar'nes 1% og Garðabær 0,8%
svo litið sé til nágrannakaupstaða.
Arnessýsla var með 2,4% svo
dæmi sé tekíð úr strjálli byggð.
Slysavarðstofan á Borgarspítal-
anum gegnir mjög mikilvægu
þjónustuhlutverki í þágu alls ná-
grennis höfuðborgarinnar. Þang-
að komu 30.000 einstaklingar á sl.
ári, þar af 20.000 úr Reykjavik,
3000 úr Kópavogi, 2500 úr
Hafnarfirði, 900 úr Garðabæ og
600 af Seltjarnarnesi, svo nokkrar
tölur séu nefndar. Starfsemi þess-
arar deildar hefur aukizt um 50%,
á 10 árum, sem bezt sýnir, hve
starfsþunginn er míkill og vax-
andi. Þrengsli í slýsavarðstofunni
er óverjandi orðinn sem og starfs-
skylirði á mestu álagstímunum.
Hafin var bygging nýrrar þjón-
ustuálmu við Borgarspitalann á
sl. ári, þá reist fokheld. Nú er
unnið að innréttingum. Gert er
ráð fyrir að ný slysavarðstofa geti
tekið þar til starfa fljótlega upp
úr komandi áramótum. Þar verða
ennfremur göngudeildir, sem
ekki var reiknað með í upphaf-
legri hönnun spítalans. Ennfrem-
ur heilsugæzlustöð, er þjóna á um
12.000 Reykvíkingum — í Foss-
vogi og nágrenni. Aðstaða fyrir
göngudeildir og heilsugæzlustöð
verður tiltæk ári siðar en nýja
slysavarðstofan.
6200 Reykvíkingar
70 ára og eldri
Sp.: Hvern veg spilar öldrunar-
þjónustan inn I nýtingu sjúkra-
stofnana i horginni?
Sv.: Húsnæði eða húsnæðisleysi
aldraðra er stórt vandamál varð-
andi nýtingu á tiltæku sjúkra-
rými í borginni. Æskilegt er að
veita öldruðum nauðsynlega þjón-
ustu sem lengst á eigin heimilum
eða utan sjúkrahúsa, er þá nýtt-
ust betur til ætlunarverks síns:
lækningar sjúkra. Þetta var m.a.
orsök þess að borgarstjórn sam-
þykkti fyrir 3 árum að verja 7Vi%
af álögðum útsvörum til öldrunar-
þjónustu m.a. til stofnana fyrir
aldraða. Nefna má byggingu
íbúða fyrir aldraða við Lönguhlíð,
Dalbraut og Furugerði, sem til-
búnar verða í vetur og á næsta
ári. Heimilið við Daibraut á að
veita meiri öldrunarþjónustu
fyrir þá, sem ekki eru heilir
heilsu, en eiga þó ekki samleið
með sjúklingum á sjúkrahúsum.
Enn vantar þó aðstöðu fyrir þa
öldnu, sem verst eru settir eða
mest þurfandi sjúkrameðferðar.
Þar á að koma til svokölluð B-
álma Borgarspítalans. Áætlar.ir
og teikningar eru löngu tiltækar.
Og nú er verið að bjóða verkið út.
Ég geri ráð fyrir að sökklar og
botnplala verði steypt i haust.
Húsið verður síðan steypt upp, 4
hæðir, 1978. 1979 hefst vinna við
innréttingar. 1980 verður síðan
ein hæð tekin i notkun og síðan
ein hæð á ári, unz verki er fulllok-
ið. B-álman er sem fyrr segir ein-
göngu ætluð fyrir aldraða og lang-
legusjúklinga. Á hverri hæð
VIÐ
STJÓRN-
VÖL
BORGAR
verða 30 sjúkrarúm en hæðirnar
verða alls 7.
Minar hugmyndir eru þær að
þarna verði rekin öldrunarlækn-
ingadeild með u.þ.b. 60 rúmum,
þar sem sérhæft fólk annast end-
urhæfingu sjúklinga tiltekinn
tíma, unz vissum bata er náð. Þá
er og mjög brýn þörf fyrir um 30
rúma sérdeild fyrir háaldrað fólk
eða öldrunarsjúklinga, sem ekki
eiga samleið með öðrum sjúkling-
um.
Þörfin fyrir margháttaða þjón-
ustu við aldraða fer sívaxandi.
Fólki yfir 70 ára hefur fjölgað úr
4281 manni árið 1965 f 6224 tíu
árum siðar, 1975, eða um 45%. Á
þessu timabili fjölgar Reykvík-
ingum úr 77.998 í 84.423 íbúa.
Nánast einn þriðji af aukning-
unni er fólk 70 ára og eldra. Þetta
talar sinu máli, en talið er að um
15%, af fólki yfir sjötugt þurfi
hjúkrunar við i einni eða annarri
mynd. Það er því mikil nauðsyn
að koma á samhæfingu á nýtingu
þeirrar aðstöðu, sem i borginni er
fyrir þá öldnu, svo á hverjum
tíma sé hægt að veita þá þjónustu,
sem þarf, og gefa fólki öryggi um
að slíkt verði veitt fullnægjandi,
þegar á þarf að halda. Hefur því
in frá 1973 gerir ráð fyrir því að
strjálbýli gangi fyrir um upp-
byggingu heilsugæzlustöðva.
Erfitt hefur því reynzt að sækja
fjármuni til þessara framkvæmda
í Rvík en ríkinu ber að greiða
85% af stofnkostnaði heilsu-
gæzlustöðva, greiða laun lækna og
hjúkrunarfræðinga en sveitarfé-
lög annast annan rekstrarkostn-
að.
Stefnt hefur verið að því að
hefja byggingu heilsugæzlustöðv-
ar í Breiðholti I en ekki fengizt
ríkisfjárveiting til framkvæmda.
Þá var ákveðið að brjóta ísinn í
Arbæ en þar reyndist unnt að fá
hentugt húsnæði til kaups. Tók
þar til starfa heislugæzlustöð sl.
vetur, er þjóna á um 6000 manns.
Jafnframt var ákveðið að taka á
leigu húsnæði í Asparfelli í Breið-
holti III en þar hefur borgin rekið
barnadeild frá heilsuverndarstöð
og útibú frá félagsmálastofnun.
Páll Gíslason.
Nýbygging við Árnarholt á Kjalarnesi.
verið rætt um að vistunarstofnun
Reykjavíkurborgar ynni að þess-
um málum, þar sem félagslegir og
heilbrygðislegir þættir koma
saman.
Heilsugæzlustöðvar
Sp.: Hvað um heilsugæziustöðv-
ar I borginni?
Sv.: Heilsugæzla, þ.e. heilsu-
vernd og læknismeðferð utan
sjúkrahúsa, hefur átt á brattann
að sækja vegna skorts á heimilis-
læknurn. Ungir læknar hafa lítt
laðazt að þeint störfum eins og
háttar um starfsaðstöðu og nýlið-
un orðið sntá i starfinu. Borgar-
stjórn hefur gert ákveðnar tillög-
ur um úrbætur, m.a. með tilkomu
heilsugæzlustöðva fyrir einstök
borgarhverfi. Ríkisvaldið hefur
hinsvegar andæft, vegna þarfa
annars staðar. Heilbrigðislöggjöf-
Vonast er til að þar taki heilsu-
gæzlustöð til starfa um nk. áramót
er þjóni um 8000 manns.
Aætlað er að borginni verði
skipt í 9 heilsugæzluumdæmi með
heilsugæzlustöð í hverju um-
dæmi.
Enn er stefnt að heilsugæzlu-
stöð í Breiðholti I og vonazt er til
að fjárveiting fáist á næstu fjár-
lögum. Þá stendur til að heilsu-
gæzlustöð taki til starfa á Sel-
tjarnarnesi. Fram fara viðræður
um, hvort heppilegt sé að hafa þá
stöð það stóra að hún geti veitt
fullkomna þjónustu hluta af Vest-
urbæ, næst Nesinu. Frá sjónar-
hóli þjónustu og hagkvæms
rekstrar virðist 12.000 manna stöð
heppileg. Myndu þvi bæöi sveitar-
félögin geta notið góðs af sam-
starfi á þessum vettvangi. Enn er
þetta mál þó á umræðustigi. .