Morgunblaðið - 21.09.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
13
mörgum milljörðum króna. 1
þessu efni þarf vel að vanda til
hönnunar og undirbúnings svo
viðunandi árangur náist fyrir sem
minnst fé. í fyrra samþykkti borg-
arstjórn að gera áætlun um aðal-
skolpræsi, er sameinaði öll þau
minni ræsi, er fyrir eru, og leiddi
skolpið langt i sjó út, eftir að það
hefði farið í gegn um hreinsikerfi
(hreinsistöðvar). Reiknað er með
að byrja i Elliðaárvogi og sameina
öll ræsi á norður- og austurströnd
borgarlandsins — með hreinsi-
stöð og útfærslu út frá Laugar-
nesi. Að sunnanverðu er nú kom-
ið aðalskolpræsi út fyrir Shellstöð
i Skerjafirði, þann veg að ekki er
neinu skolpi hieypt í Fossvoginn.
Þó á Kópavogur eftir að sameina
nokkur minni ræsi þar. Þetta að-
alræsi á eftir að leiða lengra út i
sjó. Kemur þar tvennt helzt til
greina. 1 fyrsta lagi út fyrir
Gróttu í samvinnu við Seltjarnar-
neskaupstað — eða út frá örfiris-
ey.
Úr heilsugæzlustöðinni I Arbæ.
Altnenn heilsuvernd
og fyrirbyggjandi
aðgerðir
Sp.: Hvað um þriðja þátt heil-
brigðisþjónustunnar, heilsu-
verndina?
Sv.: Fyrirbyggjandi aðgerðir í
heilsuvernd hafa e.t.v. ekki verið
eins i umfjöllun fjölmiðla og aðrir
þættir heilbrigðisþjónustu — en
eru engu að síður mjög mikilvæg-
ar. Heilsuverndarstöð Reykjavik-
ur hefur starfað við Barónstiginn
í 20 ár. Vmsir þættir heilsuvernd-
arstöðvarinnar, eða starfs hennar,
hafa verið i endurskoðun hjá heil-
brigðismálaráði borgarinnar, með
hliðsjón af þeirri þróun sem orðin
er i borginni. Þegar hafa verið
gerðar nokkrar breytingar á
berklavarnardeild, sem nú annast
meira almenna lungnasjúkdóma.
Er ætlunin að auka þá starfsemi
enda þörfin brýn. Þá hefur áfeng-
isvarnardeild verið endurskipu-
lögð. Samstarfs hefur verið og
verður leitað við hin mörgu
áhugamannasamtök er að áfengis-
vörnum vinna. 1 því efni verður
leitað meira inn á fræðslustarf og
fyrirbyggjandi aðgerðir. Bæði
barna- og mæðradeild hafa verið
endurskipulagðar en segja má að
endurskoðun á starfsemi deilda
sé á athugunarstigi.
Einn er sá þáttur, sem ekki
hefur fengið nægilega fyrir-
greiðslu, og byggja þarf betur
upp, en það eru varnir gegn at-
vinnusjúkdómum ýmiskonar.
Vaxandi þéttbýli og iðnvæðing
hefur aukið mjög á aðgerðir i
þessu efni. En hvorttveggja er, að
bæði hefur skort fé og sérhæft
starfslið til að mæta þessu við-
fangsefni sem verðugt væri. 1
þessu efni þurfa bæði ríkisvald og
sveitarfélög að gera betur.
Ný skipan
skolpræsatnála
Sp.: Ný skipan skolpræsakerfis
borgarinnar?
Sv.: í dag koma skolpræsi frá
borgarbyggð I sjó á 27 stöðum. Af
þessu skapast nokkur smithætta
og er óviðunandi sóðaskapur, en
að þvi er stefnt að bæta. Hér er
hinsvegar um kostnaðarsama
framkvæmd að ræða, er reiknast i
í þessu sambandi verður að
gera áætlun tii langs tima og
reikna má með að drög hennar
liggi fyrir gerð fjárhagsáætlunar
fyrir næsta ár. Þegar byggð kem-
ur í Korpúlfsstaðalandi má gera
ráð fyrir aðalræsi út frá Geldinga-
nesi.
Margháttaðar rannsóknir, sem
koma til góða við endanlega
áætlanagerð nú, hafa verið gerð-
ar, bæði af erlendum og innlend-
um sérfræðingum undanfarin 10
ár. Þó er ljóst að gera verður enn
frekari rannsóknir, bæði á sjó og
fjörum, svo ekki komi til óeðli-
legrar röskunar við svo stórar
framkvæmdir.
Æskulýðsmál
Sp.: Þú hefur, Páll, löngum haft
áhuga og afskipti af æskulýðsmál-
um?
Sv.: Borgarfulltrúi fær að sjálf-
sögðu áhuga á hinum margþætt-
ustu málum, er snerta hag borgar
og borgarbúa, og til umfjöllunar
eru á hverjum tima. 1 minum
huga eru æskulýðsmálin þar ofar-
lega á blaði; Ég er ánægður með
vaxandi áhuga borgaryfirvalda á
þessum málaflokki, en til hans er
varið verulegum fjármunum og
fyrirhöfn. Það má hinsvegar ekki
gleymast að í borginni er rekin
fjölþætt og jákvæð æskulýðsstarf-
semi af frjálsri félagahreyfingu,
þar sem sjálfboðastarf er undir-
staðan. Það starf hefur verið og er
ómetanlegt. Samhliða framtaki
borgarinnar sjálfrar, bæði nm
mannvirkjagerð og tómstunda- og
íþróttastarf, þarf að efla þetta
frjálsa félagsstarf, þetta óeigin-
gjarna sjálfboðastarf, sem alltaf
verður burðarás heilbrigðs æsku-
iýðsstarfs, hvers konar.
Það sem háir þessu frjálsa
félagastarfi i dag er skortur á
fjármagni, m.a. til að komast yfir
húsnæði fyrir starf og aðstöðu, til
að auka fræðslu fyrir leiðbein-
endur og stjórnendur. Þess vegna
þarf beint framlag Reykjavikur-
borgar til starfs og framkvæmda
að vera með þeim hætti, að tor-
veldi ekki hið frjálsa félagastarf
né sé í beinni samkeppni við það.
Eg held að vaxandi skilningur sé
á þessu meðal borgarfulltrúa.
Framhald á bls. 21.
Rækjuveiðar
í Oxarfirði
Athugasemd vegna
blaðamannafundar, sem forráða-
menn Presthóla- og Kelduhrepps
héldu föstudaginn 16. september
s.l.
1. Frá því útgerð hófst á Húsavík
hefur Öxarfjörður verið ein aðal-
fiskimið Húsavíkurbáta, hafa þeir
setið einir að þeim miðum þar eð
engin útgerðarstaður var við
Öxarfjörð. Það lá því beinast við
er rækjan fannst í öxarfirði, að
hún yrði nýtt fyrst og fremst af
Húsavikurbátum, enda nánast
enginn bátur gerður út frá Kópa-
skeri á þeim tíma.
2. Ráðuneytið gaf á sinum tima út
vinnsluleyfi fyrir rækjuverk-
smiðju á Húsavik og Kópaskeri út
á rækjuveiðar i Öxarfirði. Þetta
leiddi til mikillar fjárfestingar í
landi og hjá útgerðinni.
3. Samkomulag hefur verið um
helmingaskípti á hámarkskvóta
milli Húsavíkur og Kópaskers.
Hlutur Húsavikur hefur verið
nýttur að fullu.
4. Rækjuvinnslan á Húsavik gef-
ur um 50 manns vinnu við rækju-
veiðar og vinnslu. Stöðvun
vinnslu að vetri til veldur fyrir-
sjáanlega atvinnuleysi þessa
fólks.
5. Þótt heildarkvóti fyrir rækju i
Öxarfirði minnki nokkuð, er
áfram grundvöllur fyrir rekstri
tveggja verksmiðja, ef miðað er
við það aflamagn, sem aðrar
rækjuverksmiðjur i landinu fá til
vinnslu.
6. Skoðun Húsvikinga er, að
kvótaskipting rækjuveiðanna á
Öxarfirði hafi gefið góða raun og
vegna hennar hafi tekist að nýla
þessa nýfundnu auðlind s.l. 2. ár.
7. Þegar veiðum var að ljúka s.l.
vor i Öxarfirði var töluverður
áhugi hjá Húsavikurbátum að
hefja veiðar á úthafsrækju hér
fyrir Norðurlandi, auk þess ætl-
aði m/b Þingey frá Kópaskeri
einnig að stunda þessar veiðar i
sumar. Höfðum við þá samband
við forráðamenn rækjuvinnslunn-
ar á Kópaskeri og óskuðum eftir
samvinnu um nýtingu aflans.
Kom þá fram að enginn áhugi var
hjá þeim að starfrækja verksmiðj-
una í sumar og varð þeirra bátur
að landa sinum afla á Akureyri.
Þetta sýnir áhuga þeirra fyrir
stöðugri og jafnri vinnslu verk-
smiðjunnar.
8. Þar sem Öxarfjörðurinn er mik-
il uppeldisstöð fyrir seiði má ætið
búast við miklum frátöfum frá
veiðum eins og reynslan frá sið-
astliðnu ári sýnir. Siðustu athug-
anir Hafrannsóknastofnunar sýna
að mjög mikið er af seiðum nú i
dag, og fyrirsjáanlegt er að veiðar
hefjist ekki fyrr en seinast i
haust, eða jafnvel ekki fyrr en
eftir áramót. Það er þvi útilokað
að Kópasker gæti annað þeim 650
tonnum sem leyft er að veiða á
þessari vertíð, eins og þeir hafa
haldið fram.
Húsvíkingar hafa langa reynslu
í fiskverkun og fiskvinnslu. Góð
útkoma fiskvinnslunnar í bænum
byggist m.a. á þvi að renna sem
flestum stoðum undir atvinnu-
greinina með fjölþættri verkun
svo sem frystingu, söltun, herzlu,
söltun grásleppuhrogna, og nú
siðast rækjuvinnslu, sem öll er á
hendi sama vinnsluaðila, bæði
hvað snertir afLa og sölumögu-
leika, sem er háð verulegum
sveiflum, bæði hvað snertir afla
og sölumöguleika. Fjölþætt
vinnsla styrkir rekstur fisk-
vinnslufyrirtækjanna og þar með
afkomu þjóðarbúsins. Einn þáttur
i að styrkja þessa nýju tegund
Framhald á bls. 29.
NÆRINGARGILDI:
Skyr Jarðarberjaskyr
Efnisinnihald pr. 100g Efnisinnihald pr. 100g
Prótín 13)0 G Prótín 11,0 G
Mjólkursykur 2,5 G Mjólkursykur 2,12 G
Sykur 0,0 G Sykur 8,0 G
Mjólkurfita 0,4 G Mjólkurfita 0,35 G
Kalcium 85,0 MG Kalcium 72,0 MG
Fosfór 180,0 MG Fosfór 153,0 MG
Járn 0,3 MG Járn 0,25 MG
Vítamín A 13,0 ALÞJ.EIN. Vítamin A 11,0 ALÞJ.EIN
Vítamín D 0,3 ALÞJ.EIN. Vítamín D 0,25 ALÞJ.EIN
Tíamín 0,03 MG Tíamín 0,025 MG
Ríboflavín Vítamín B 0,35 MG Ríboflavín Vítamin B 0,3 MG
Ntacín 0,1 MG Níacín 0,085 MG
Askorbinsýra Vítamín C 1,0 MG Askorbinsýra Vítamín C 0,85 MG
Hitaeiningar 74,0 Hitaeiningar 84,0
Mjólkursamsalan