Morgunblaðið - 21.09.1977, Síða 16
X6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977
Iðnaður og
iðnkynning
Engum blandast hugur um mikilvægi íslenzks iðnaðar í
nútlmaþjóðfélagi íslenzku Iðnaðurinn hefur ! raun og veru
verið vaxtarbroddurinn i íslenzku atvinnulífi og forystumenn hans
margir hafa sýnt djörfung og áræði, sem islenzka þjóðin mun búa
lengi að
Þróunin hefur orðið sú, að islenzkar iðnaðarvörur eru yfirleitt
samkeppnisfærar við sams konar vörur erlendar Iðnaðarmenn
hafa sýnt þegnskap og látið ýmsa erfiðleika yfir sig ganga. sem
þeir hafa talíð að ættu rætur í ósanngirni eða vanefndum loforða,
sem þeim hafi verið gefin. Róðurinn hefur verið þungur og þeir
hafa átt undir högg að sækja En islenzkur iðnaður hefur verið
atvinnulífi okkar mikil lyftistöng. Hann hefur gott orð á sér, bæði
innanlands og utan íslenzkir íðnaðarmenn eiga þvi miklar þakkir
skilið, enda þótt ástæðulítið sé að bera fram slíkt þakklæti á
tímum harðrar samkeppni, eins og nú eru, þegar allir þurfa á sinu
að halda og enginn má sofa á verðinum. Aðhald og gagnrýni er
heppilegra til að halda mönnum vakandi en hlý orð og lófaklapp
Það hefur ekki sízt verið islenzku þjóðinni mikils virði, hvað
íslenzkum iðnaðarmönnum hefur vel tekizt að breyta hráefnum
landbúnaðarins í fyrsta flokks gæðavöru, sem flutt hefur verið til
útlanda og er viða eftirsóknarverð og mikils metin. Þessi starfsemi
iðnaðarins hefur m.a. orðið til þess að halda jafnvægi í byggð
landsins, sem við höfum keppt að öðru fremur, og nú er svo
komið, að ýmis beztu iðnaðarfyrirtækin eru staðsett utan
Reykjavikursvæðisins, þar sem þau veita fjölda manns vinnu og
lífsviðurværi
Á þetta er minnzt hér í tilefni af iðnkynningunni sem nú er verið
að efna til í Reykjavík i lok iðnkynningarárs. Slíkar iðnsýningar
hafa átt vinsældum að fagna og ævinlega hafa þær verið
fjölsóttar, þvi að áhugi manna á nýjungum í iðnaði er mikill hér á
landi, og þá ekki sizt íslenzkum iðnvarningi. Morgunblaðið vill
hvetja landsmenn til að sækja iðnkynninguna og þá ekki síður að
styðja íslenzkan iðnað eftir megni og taka hann fram yfir erlendan
iðnað, a.m.k þegar hann sýnir að hann er samkeppnishæfur við
innfluttar vörur. Það sparar þjóðinni útgjöld í erlendri mynt.
Merk iðnfyrirtæki hafa vaxið á undanförnum áratugum, þar
hafa komið við sögu brautryðjendur sem hafa lagt islenzku
þjóðinní lið í lífsbaráttu hennar Þeir hafa margir hverjir sýnt meiri
djörfung og áræði en unnt var að ætlast til af þeim. Einatt byrjuðu
þeir með tvær hendur tómar. En þegar upp er staðið, bera
glæsileg iðnfyrirtæki lífsstarfi þeirra vitni. Hér í biaðinu hefur oft
verið tíundað, hvernig þessir menn stóðu i ístaðinu. Á síðum
blaðsins hafa birzt margar greinar, frásagnir og samtöl um
baráttu þeirra og brautryðjendastörf og er ástæða til að minnast
þess alls nú, þó að ekki verði eitt nafn tíundað öðru fremur.
Tímarnir breytast. Undirstaða allrar velmegunar er þekking
Þannig hlýtur aukin menntun og þar með þekking að vera
forsenda áframhaldandi íðnþróunar hér á landi og má ckki láta
undir höfuð leggjast að hlú að þessum atvinnuvegi eftir föngum,
svo að hann geti tekið við þeim mannafla, sem gera verður ráð
fyrir, eftir því sem þjóðinni fjölgar Það er því ekki sízt nauðsyn-
legt að staldra við þennan grundvöll, þ e menntun fólks i iðnaði
í nýútkomnum Stefni, tímariti ungra sjálfstæðismanna, fjallar
Kristján J Gunnarsson fræðslustjóri í Reykjavík, m.a. um þetta
atriði og vill Morgunblaðið hér í lokin vekja athygli á eftirfarandi
ummælum hans: ..Spurningin snýst þvi i þessu sambandi fyrst og
fremst um iðnaðinn, sem skólakerfið hefur fram að þessu
verulega vanrækt að sínna, að því er menntunarþarfir snertir.
Miðað við þarfir þjóðfélagsins í dag svara ég þeirri spurningu
játandi, að skólinn verði að vera til fyrir samfélagið hvað
menntunarþarfir iðnaðarins varðar, þvi satt að segja sé ég ekki,
við hvað íslendingar ættu að starfa i framtíðinni, ef fækkun á að
eiga sér stað í þjónustugreinum og ekki alvarlegar á því tekið að
byggja upp samkeppnisfæran útflutningsiðnað en gert hefur
verið fram að þessu "
Við eigum gott hráefni bæði til sjávar og sveita Og enginn vafi
er á því, að ef við stefnum markvisst að því að efla íslenzkan
iðnað, auka menntun og þekkingu iðnaðarmanna og auka enn
samkeppnishæfni iðnaðar, mun hann eiga fyrir höndum þá
framtíð, sem frumherjarnir sáu í hillingum, þegar þeir hófust
handa um að breyta draumi fámennrar þjóðar í veruleika Án
markvissrar iðnþróunar á íslandi með þeim tækifærum sem við
eigum í góðu hráefni, miklum orkulindum og ræktuðum hagleik
islenzkrar alþýðu gegnum tíðina, verður íslenzkt þjóðfélag ekki
vel í stakk búið til að mæta þeirri fólksfjölgun, sem hér verður á
næstu áratugum. En ef við þekkjum okkar vitjunartíma og eflum
íslenzkan iðnað og þá, sem að honum standa, eins og við frekast
getum, ættum við ekki að þurfa neinu að kvíða. Iðnkynning er
dálítil áminning um þetta atriði, þess vegna er m.a ástæða til að
gefa henni gaum. Og þess skulum við minnast, að nú er hlutur
iðnaðar í þjóðarframleiðslu íslendinga um 35% og við iðnað
starfar fjórði hver maður í landinu. Það talar sinu máli.
ZARODOV
SÉST
AFTUR
KOMMUNISTAR i Evrópu
reyna nú aö kæfa tilraunir
félaga sinna í Kreml til aö taka
aftur upp mál Zarodovs, sem
geröi vestrænum kommúnist-
um mikinn skaða fyrir tveimur
árum. Þaö var í ái>úst 1975 að
Konstantin Zarodov, er var
einn fremsti sérfræðingurinn í
Kreml í alheimsmálum
kommúnistahreyfingarinnar,
skrifaði grein í Pravda sem átti
að styrkja vestræna
kommúnista í uppreisnar-
áformum þeirra í stað þess að
fara hinn troðna veg lýðræðis-
ins til valda.
Á þeim tíma reyndi
kommúnistaleiðtoginn franski,
Georges Marehais, að slá
þessari tilraun upp í glens með
því að segja að grein Zarodovs,
sem fjallaði að því er séð varð
aðallega um rússnesku
byltinguna 1905, væri greini-
lega aðeins rituð i sagnfræði-
skyni. En aðrir kommúnistar,
eins og þeir ítölsku, kváðu upp
úr með það að grein Zarodovs
væri greinileg tilraun Kreml-
verja til að skipta sér af innan-
rikismálefnum þeirra. Að
lokum fór * svo að franskir
kommúnistar urðu að frábiðja
sér hugmyndir Zarodovs, þó
flokksblað þeirra,
HUMANITE, drægi i heilan
mánuð að birta svar sitt.
í síðustu viku birti Pravda
aðra grein eftir Zarodov um
sama efni, en þessi grein gæti
verið enn meira sprengiefni því
hun birtist einmitt þegar
franski kommúnistaflokkurinn
ei í lokabaráttunni fyrir þing-
kosningarnar í marz, næstkom-
andi. Ef grein Zarodovs er lcsin
— en þar er auðvitað ekki
minnzt á Frakkland frekar en
áður — þá virðast Kremlverjar
vera á þeirri skoðun að franski
kommúnstaflokkurinn sé klof-
tnn i tvennt, eða leninista og
endurskoðunarmenn. og
Moskva ætlar sér sýnilega að
styrkja réttrúaða kommúnista-
hermenn í þessari baráttu. En 1
auðvitaö væri það barnaskapur
að trúa því að jafnvel lenínislat'
í miðstjórn í franska
kommúnistaflokknum tækju i
dag við fyrirskipunum frá
Pravda. Fyrirætíanirnar í
Kreml eru lævíslegri en svo.
Zarodov leggur á það mikla
áherzlu að vestrænir skoðana-
bræður hafi auðvitað rétt til að
ákveða sínar eigin áætlanir og
frantkvæmd þeirra, og sam-
þykkir að friðsamleg leið til
valda sé möguleg, — en hann
tekur aftur með vinstri hendi
það sem sú hægri gaf. Hann
segir að uppreisn kommúnista
geti ekki heppnazt ef stjórn-
endur hennar kunni ekki skil á
öllum greinum baráttunnar.
Hann gerir þannig grein fyrir
þeirri skoðun sinni að
kommúnistar verði að vera við
þvi búnír að grípa til vopna,
jafnvel þótt hann skýri þetta
ekki jafn rækilega og i grein-
inni 1975, þegar hann sagði að
þeir yrðu að „brjóta á bak aftur
alla andspyrnu og kremja hana
með valdi“.
En ennþá heldur hann þvi
fram að fjöldinn verði að vera
— eins og 1917 — rækilega
undir það búinn og þjálfaður til
að takast á við óvininn í loka-
baráttunni sem þýðir aftur að
kommúnistaflokkar Frakk-
lands og ítalíu ættu að viðhalda
hernaðaruppbyggingu og hug-
myndafræði, sem eru ósam-
ræmanleg friðsamlegri valda-
töku. Zarodov segir þetta
auðvitað ekki skýrum orðum i
Pravda, en á miklu nákvæmari
og fágaðri hátt i 12 blaðsíðna
grein í Kommunist, sem er
forystublað kommúnista á sviði
hugmyndafræði, og þar finnast
öll týndu stykkin í myndgát-
una.
Sú grein skýrir betur en
grein Zarodovs ágreiningsmál
eftir VICTOR
ZORZA
vestrænna kommúnista, því þar
er talað um „raunhæf
ágreiningsatriði" og „mis-
munandi sjónarmið" sem nú
rikja í herbúðunum og hvernig
afla skuli valds, hvorl sem það
er gert á lýðræðislegan hátt eða
einhvern annan Þai ei' vitnaö
til rila Lenins úni að „mikil
söguleg ágreiningsmál eru
ákvörðuð aðeins með valdi", þó
að iafnframt sé þar varað við
oftrú á skoðunum Lenins. I
greininni eru fordæmdar
skoðanir hægri henlistefnu-
manna, sem ekki eru nánar til-
greindir. og sú barnalega trú
þeirra að vald ælti aðeins aö
ákvarðast með kosningum og
þingræðislegu skipulagi.
Hin „stjórnmáialegu lög um
uppreisn" eins og þau eru út-
skýrð i Kommunist, eiga að
ráða yfir „geysilegu meirihluta-
valdi á réttu ákvörðunaraugna-
bliki" til að ráða yfir „næstum
helmingi hersins" til dæmis, og
að hafa magnþrungna aðstöðu i
höfuðborginni. Þessi atriði i
kenningum Lenins, útskýrir
blaðið, geta „auðvitað verið
mismunandi við mismunandi
aðstæður" en þessi kenning
Lenins verður „hin sígilda
fyrirmynd" segir blaðið og „við
allar aðstæður". Þannig tekur
Kommunist einnig í burtu með
hægri hendinni það sem gefið
var með þeirri vinstri, en niður-
staðan af lestri greinarinnar
veröur sú að lýðræðisleiðin til
valdatöku sé líklegri til
árangurs, en vestrænir
kommúnistar verði að vera við
þvi búnir að beita valdi „á réttu
augnabliki", þvi að annars
muni þeir sviknir um það vald
sem þeir eigi rétt á.
Ef þeir ætla að verjast svik-
um, þá verða þeir að svikja
sjálfir. Þeir verða að leita
styrks hjá öðrum stjórnmála-
flokkum — en þótt fyrirætlanir
kommúnista séu til endurbóta
fyrir verkalýðinn, þá má ekki
láta þær allar i ljós, þvi að
áætlanir sósíalista og kröfur
geta aldrei verið fullkomnar i
byrjun þannig að allir geti
sameinazt um þær. Þessi felu-
leiksaðferð sem aðeins verður
lesið um milli lína, finnst líka í
aðvörunum Kommunist um að
flokksáæltunin verði að „koma
inn hjá verkamönnum vissu um
að uppreisnin baki þeim ekkert
tjón, en muni fylgja kröfum
þeirra eftir." En greinilegt
verður samt að þetta eru aðeins
framkvæmdar teiðbeiningar.
Allar tilraunir til að ráðleggja
aðeins byrjunarframkvæmdir
mundu aðeins hrekja frá þá
samningsbundnu „vini" sem
eru uppfullir af vafa og efa-
semdum.
Kommunist ræðir af miklum
móð það atriði, sem ollu Zaro-
dov mestum vandræðum 1975,
þegar hann gerði gys að sókn
kommúnista í Evrópu eftir
stærðfræðilegum meirihluta en
ráðlagði þeim í staðinn að
sækjast eftir „uppreisnarmeiri-
hluta", ekki aðeins eftir
lýðræðislegitm leiðum heldur
með beinum uppreisnar-
aðgerðum. Zarodov gerir rétt í
því að nefna ekki þetta.alriði í
seinni greininni, en
Kommunist útskýrir í löngu
máli hvers vegna „vilji meiri-
hlutans" finnist ekki með
kosningum. eða með því að
„reikna út hvar stærðfræði-
legur meirihluti er". Rilsmiöin
i Kommúnist, sem birtist fyrir
riimiim mánuði, var sýnilega til
þess gerð að koma af stað rit-
deilum um .þessi mál hjá vest-
rænum kommúnistum, og
hjálpa þannig lenínistum sem
hafa verið undirokaðir af
endurskoðunarmönnum á
Vesturlöndum. En þegar
kommúnistablöðin litu ekki við
grein Kommunist, þá fór
Pravda með Zarodov á sviðið
með það fyrir augum að nafn
hans, sem tengdist svo mikið
þessu stjórnmálahneyksli fyrir
tveimur árum, mundi aftur
koma af stað deilum ntilli vesl-
rænna kommúnista, sem Kreml
vildi gjarnan viðra.
En aftur hefur það gerzt að
forystublöð kommúnista í
vestrænum löndum, eins og
Humanite í Paris og Unita i
Róm, hafa haldið niðri því sem
þau óefað hafa álitið fréttnæmt
á stjórnmálasviðinu. En deilu-
efnið er raunverulegt og hverf-
ur ekki af sjóharsviðinu, jafn-
vel þótt þeir loki augunum.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480.