Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 — Skrínukostur Framhald af bls. 33. mér og hef ekki hálf not af matnum. Ekki var það þó eingöngu þetta sem úrslitum réði, en fremur það, að enda þótt ég eti flestan mat, sem er sæmilega tilbúinn, og sé með engar kenjar i mataræði, þá þykir mér þó einn matur öðrum betri. Súrt og saltað og hangið er að mínum smekk, en á nýmeti öllu verð ég álfka fljótt leiður og mönnum og konum, sem alltaf eru síkjaft- andi. Súrt slátur, vel mörvað, lundabaggi, svið — og ég veit ekki hvort má nefna það — súrir hrútspungar eru mér hreinasta lostæti, og sama gegnir um spikfeitt hangikjöt og saltkjöt. Grænmetisgulfur allt er mér hins vegar bölvanlega við og jafnframt vil ég taka það fram, að mér verður aldrei misdægurt. Af vökvum þyk- ir mér hræringur langsamlega bestur og get etið hann kvölds og morgna árið út og árið inn, en þar næst met ég mest kjötsúp- ur og bragðmiklar súpur, en sagógrjóna- grautur og sætsúpuþynnka er fyrirlitlegt i mínum augum. Hefi ég nú sagt hug minn' allan i þessum efnum, en til þess að fyrir- byggja allan misskilning, vil ég taka það fram, að ég er ekki með neinn áróður eða auglýsingastarfsemi fyrir neinum sérstök- um mat, enda á ég hvorki kind eða belju, og mér er heldur ekki í nöp við neinn, sem hefir hagnað af grænmetissölu. En annars er það álit mitt í þessum matarefnum, að hverjum sé hollast að eta það, sem honum þykir best, og eta sem mest af því, og ástæðan til þess, að ég hef ekki drukkið meira vín um dagana en ég hef gert, er sú að mér þykir allt vin vont á bragðið. En eitt ráð get ég ekki stillt mig um að gefa þeim mönnum, sem fá skyndilega niður- gang, og það er, að þá skuli þeir eta sem mest af einhverjum kröftugum mat. Þjáist menn hins vegar af svefnleysi, er reyn- andi fyrir þá að fara að ráðum Þórbergs Þórðarsonar að hægjs'sér sex sinnum á dag. Reyndi hann margt við þessum kvilla sínum, en ekkert dugði, uns hann af hug- vitssemi fann upp þetta ráð. Jæja, þetta má nú líklega heita eins konar útúrdúr, en það er stundum með mig eins og með hann Vilhjálm okkar, sem við kölluðum „Villa pax“ í skóla, en nú heitir Vilhjálmur Þ. Gíslason, að ég er nokkuð lengi að komast að því, sem ég ætlaði mér einu sinni að segja, en mein- ingin hjá mér var sú, að af því að mér þykir einn matur öðrum betri, þá ætlaði ég að eta þennan góða mat, meðan konan mín væri í burtu, og því ætlaði ég að hafa skrínukost. En nú hafði þessi kaffitilbún- ingur minn ekki heppnast sem best, og svo var kominn líka einhver útþrá í mig við lesturinn á leiðaranum hans Valtýs, og þess vegna afréð ég að fara á matsöluhús og kaupa mér mat í þetta skipti. Þegar þangað kom, sá ég, að þar var enginn kvenmaður og fáir að borða, svo að ég settist nokkurn veginn öruggur og bað um mat. Að vörmu spori kom blessuð stúlkan með buff með spældu eggi, sem mér sýnd- ist líta mjög girnilega út, eins og hún sjálf gerði. Ég skar nú alldjarflega í stykkið, því að enginn horfði á mig, en þegar ég leit í sárið, sá ég að á því var einkennileg- ur, grængulur blær, sem ég hafði aldrei séð á buffi hjá konunni minni, og í raun og veru voru litbrigðin þannig, að ég held að tæpast nokkur, nema þá helst Jakob frændi minn Smári, gæti lýst þeim. En yfir allt tók þó bragðið, því að íslensk tunga mun naumast eiga til lýsingarorð yfir það. Helst gæfi það nokkra hugmynd að segja, að það hafi ve:.' einkennilegt sambland af ýlduþráa og i. jpþornunar- keim. Ég leit flóttalega í knngum mig, og þegar ég sá, að enginn veitti mér eftirtekt, skirpti ég þessu buffi út úr mér í pappírs- serviettuna, lagði peningana á borðið og skundaði út. — Verst þykir mér, ef stúlk- an — því að hún var lagleg — heldur siðan, að ég sé geggjaður, en ég vona að hún hafi bragðað á buffinu — og gert það sama, en hafi hún etið það með góðri lyst, þá forði guð nokkrum karlmanni frá þvi að eiga hana — og þó eru laglegar konur eitt af þvi besta, sem maðurinn getur eignast i þessu lifi. Ég gekk nú heim til mín, en á leiðinni keypti ég mér soðinn sviðahaus hjá Krist- ínu minni Hagbarð og borðaði hann með sjálfskeiðungi mínum. Vil ég ráðleggja öllum að borða annaðhvort með sjálfskeið- ung eða með fingrunum, því að það er miklu meiri nautn, enda gera blessuð börnin það, og börn eru yfirleitt miklu skynsamari en fullorðið fólk, því að þau eru ekki haldin af neinum fordómum. Sömuleiðis vil ég brýna fyrir fólki, að eta liggjándi, enda gerðu Rómverjar hinir fornu það, og þeir vissu, hvernig þeir áttu að njóta lífsins og nautnanna. Ég var í nokkrum matreiðslutímum hjá konunni minni áður en hún fór, og innti ég hana einkum eftir því, hvernig ætti að búa til hafragraut og ketsúpu. Sagði hún mér, að ég ætlj að sjóða hafragrautinn í tæpar tvær mínútur og setja mjölið út í kalt vatnið. Ég fór nú nákvæmlega eftir þessum fyrirsögnum og hafragrauturinn varð sæmilegur, en þegar ég ætlaði að fara að þvo pottinn, var skánin, eða hvað það heitir, svo límföst i honum, að ég náði henni ekki einu sinni með fingrunum. Ég gafst því upp við frekari uppþvott á hon- um, enda sá ég, að hann var hreinasti hégómi, því auðvitað var þetta ekkert ann- að en matur sem í honum var. Vil ég eindregið ráðleggja konum, sem litla hjálp hafa, að spara sér uppþvott á pott- um. En nú minnist ég þess, að í ungdæmi mínu var hafragrauturinn soðinn miklu lengur, og nú vildi ég prófa þessa gömlu aðferð. Frú ein, sem oft kom mér til hjálpar í einstæðingsskap mínum, sagði mér, að við skófina gæti ég losnað með því að láta mjölið ekki út í vatnið fyrr en það syði. Gerði ég þetta nú og sauð grautinn i tæpan klukkutíma, og er það sá allra Ijúffengasti hafragrautur, sem ég hefi nokkru sinni smakkað. Sjálfsagt þvæla einhverjir vitamin fræðingar um það, að ég hafi eyðilagt öll bætiefni í honum með þessari miklu suðu, en menn skulu varast að fara of mikið eftir staðhæfingum þeirra, því að í raun og veru vita þeir sáralítið um það, sem þeir þykjast vita og eru aldrei sammála. Er það áreiðanlegt, að hver einasta góð húsmóðir veit betur, bæði af reynslunni og meðfæddri eðlis- hvöt, hvernig matur á að vera samansett- ur og meðfarinn, en þessir bóklærðu sér- fræðingar, eða öllu heldur sérfræðingarj Og það skal ég ábyrgjast, að ég skyldi þrífast betur á þessum klukkutíma soðna hafragraut minum en þeir á sínu kartöflu- hýði og grænmetismauki. Nú fékk ég mér fimm kíló af hangikjöti, bæði frá Tómasi og Borg, til að hafa samanburðinn. (Það reyndist vel hjá báð- um, og var betra en hangikjöt, sem ég fékk í ferðinni). Sauð ég allt kjötið í einu og kom það sér mjög vel, því að þegar ég var að ljúka við suðuna, komu tveir glor- hugraðir, konulausir menn til min. Sett- umst við nú við pottirm, snæddum hangi- kjötið og drukkum flot og brennivín með. Var þetta allt í senn, saðsamur matur, ljúffengur og hollur. Örlítill seytill var eftir af breinnivíninu, þegar máltiðinni var lokið, og drukkum við það í Johnson & Kaaber kaffi og varð ákaflega gott af. En sálin veður líka að hafa sitt, og til þess að fullnægja þorsta hennar, lásum við upp til skiptis úr Ijóðum Péturs Jakobssonar. Kom okkur saman um, að gagnrýnisgáfa Jakobs Smára væri mjög ófullkomin, en hann teiur Pétur aðeins hagyrðing en ekki skáld. Dálitið spjölluðum við um pólitík, og þó að einn væri Framsóknarmaður, annar Stebba-Jóhanns-sinni og þriðji Sjálfstæðismaður í þjóðstjórnarandstöðu, urðum við allir hjartanlega sammála um það, að ef Jónas Jónsson héldi áfram að ráðast á kommúnista, gæti ekki hjá því farið, að þeir yrðu innan skamms stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Sýndi öll sagan það, að þeir menn, sem Jónas of- sækti mest, kæmust til hinna mestu mann- virðinga, eins og t.d. Magnús Guðmunds-, son, Jón Þorláksson, Einar Arnórsson og nú Ölafur Thors og Möller. — Um kvöldið skildum við, og vona ég, að þeir hafi reynst sínum elskulegu eiginkonum jafn- trúir um nóttina og ég. V. Og svo liðu dagarnir, ein vika, tvær vikur og þrjár vikur. Eg át hræringinn minn og hangikötið, harðfisk og heimila- smjör (rjómabússmjör, a.m.k. sumt, er litlu skárra en magarín, og því gæti ég trúað, að einhver fjandinn væri settur saman við það), súrt slátur og sultu, salt- kjöt og síld. Um allan uppþvott, ekki að- eins á pottum, heldur líka á diskum og hnifum, var ég alveg hættur að hugsa, enda hafði mér þótt hann leiðinlegasti hluti matreiðslunnar, er líka að langsam- lega mestu leyti óþarfur, en þó er ekkert á móti þvi að skola af ílátunum öðruhverju úr köldu vatni. Vatn bar ég aldrei á gólf, enda feyskir það dúkana, en sópaði ann- anhvorn dag, og er það meir en nóg af hreinlæti innanhúss. Ættu húsmæður að taka sér þetta til eftirbreytni, þvi að það mundi létta stórum á þeim, sem einar eru, en spara öðrum vinnukonuhald og létta þar með mikilíi áhyggju af margri góðri og siðferðiselskandi frú, sem gengur það mjög að hjarta, hvernig sumar þessar for- miðdagsstúlkur haga sér. En þótt þetta gengi nú allt slysalaust, þá fór samt einhvers konar óeirð eða útþrá að gera vart við sig, og þegar það bættist svo við, að einn daginn sauð svo hrottalega upp úr súpupottinum hjá mér, að öll raf- magnssuðuvélin og potturinn voru alþak- in eins konar grárri hraunstorku, og snúr- an brunnin í sundur, þá sagði ég eins og Snorri: „Ut vil ek“ og samstundis réði ég það af við mig, að fara með Ferðafélagi tslands umhverfis land, því að um Norður- austurland hafði ég aldrei farið, en heyrt að þar væru sveitir fagrar og fólk þroskað, enda hefur Framsóknin löngum haft þar sterkasta fylgi sitt, og þar hafa gáfur Páls Zóph. mætt fyllstum skilningi. Með Ferða- félaginu hlaut líka að vera gott að ferðast, því að þar hefir Kristján Ó. Skagfjörð mikið að segja, en hann er einn af bestu mönnunum í kaupmannastétt vorri. Og þann 5. júlí að kvöldi var ég kominn niður á bryggju, þar sem hið trausta og fagurbúna skip, „Súðin“, lá, en hún átti að fara með okkur ferðafélagana til Reyðar- fjarðar. (1939). Bækur Bækur Bækur Bækur Um 50bækur frá bókaútgáfu Iðunnar í ár Bókaútgáfan Iðunn gefur út í ár um 50 bækur ef með eru taldar endurprentanir eldri bóka. Samkvæmt upplýsingum útgáfunnar er í ár um aukn- ingu að ræða frá þvi í fyrra. Hafa bækur Iðunnar komið á markað allt frá því f janúar og einnig eru margar eftirtaldra bóka væntanlegar á næstunni. Hér á eftir fer fyrst yfirlit yfir þær bækur útgáfunnar sem væntanlegar eru á næst- unni: Hannes Pétursson sendir frá sér Kvæðasafn með teikningum eftir Jóhannes Geir listmálara. í bókinni birtast kvæði úr öll- um Ijóðabókum skáldsins, kvæði úr bókinni Úr hugskoti, kvæði sem birst hafa í tímarit- um, en ekki verið prentuð í bókum og loks nokkur áður óbirt kvæði. Bókinni fylgja ýtarlegar skrár. Jakob og ég nefnist skáldsaga eftir ungan höfund, Gunnar Gunnarsson, sem áður hefur gefið út eina skáldsögu. Hún segir frá miðaldra bankastarfs- manni, sem hléypur frá tryggri tilveru og öruggum frama til þess að ramba meðal ókunn- ugra og glotta framan i gamla vini. Gunnar Gunnarsson hefur áður fengist við blaðamennsku en stundar nú ritstörf í Svíþjóð. í nóvember verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt leikrit eftir Véstein Lúðvíksson sem nefnist Stalín er ekki hér. Sam- tímis kemur bókin út hjá Ið- unni, sem hefur áður gefið út skáldsöguna Eftirþankar Jó- hönnu, eftir Véstein. Er áform- að að taka leikritið strax til kennslu í nokkrum framhalds- skólum og verða skipulagðar skólasýningar á verkinu fljót- lega eftir frumsýningu. Saga frá Skagfirðingum er heimildarrit í árbókarformi um tíðindi, menn og aldrahátt í Skagafirði og víðar. Jón Espó- lín sýslumaður er höfundur verksins allt fram til ársins 1835, en síðan Einar Bjarnason færðimaður á Mælifelli. Verkið ber öll sömu höfundareinkenni og Árbækur Espóllns, jafnt um efnistök sem mál og stfl. Nú fyrir jólin kemur út 2. bindi þessa verks, en útgáfuna önn- uðust Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg ásamt Hannesi Péturssyni skáldi og Ögmundi Helgasyni BA. Fyrir börn gefur Iðunn út tvær bækur eftir fslenska höf- unda. Páll Vilhjálmsson nefnist bók eftir Guðrúnu Helgadóttur, höfund bókanna um Jón Odd og Jón Bjarna. Hún fjallar um Palla, sem öllum er kunnur úr barnatíma sjónvarpsins, en Guðrún samdi textann sem fluttur var í sjónvarpinu. Bókin er litprentuð. Gunnar Baldurs- son teiknari og höfundur dúkk- unnar hefur myndskreytt bók- ina. Kristín Pálsdóttir sem stjórnaði upptökum í sjónvarp- inu tók ljósmyndir í bókinni. Njörður P. Njarðvík er höf- undur Sigrún eignast systur sem Sigrún Eidjarn hefur myndskreytt. Þetta er sjálf- stætt framhald bókarinnar Sigrún fer á sjúkrahús sem samin var í samráði við barna- deild Landakotsspítala. Nýja bókin segir frá þeirri reynslu i Gunnar G unnarsson Guðrún Helgadðttir lífi sérhvers barns að eignast systkini. Þýddar bækur fyrir fullorðna eru eftir góðkunna metsöluhöf- unda. Forsetaránið nefnist bók eftir Alistair MacLean. Nýja bókin fjallar um rán á forseta Bandaríkjanna og erlendum þjóðhöfðingjum. Pétur Gunnarsson Loftbrúin er nýjasta bók Hammond Innes, sem er íslend- ingum að góðu kunnur. I fyrra gaf Iðunn út bókina 1 greipum dauðans eftir banda- riska höfundinn David Morrell. Nú kemur i íslenskri þýðingu ný bók þessa höfundar sem ber heitið Angist. Örlagaríkt sumar er eftir Framhald á bls. t>3. Hannes Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.