Morgunblaðið - 23.10.1977, Page 6

Morgunblaðið - 23.10.1977, Page 6
Iðnminja; sýning í Ár- bæjarsafni ungdæmi. Væru verkfæri öllu fullkomnari nú, flest væri gert í vélum, sem hefði verið handa- vinna hér áður fyrr. Um hús- gagnasmíðina segir í riti Ár- bæjarsafns: Fram að síðustu aldamótum munu trésmiðir hafa smíðað allt sem að kallaði: hús og hús- gögn, báta og jafnvel hljóðfæri. Smíðuðu þeir alla jafna hús á sumrin, en húsgögn á veturna og máluðu sjálfir. Á 19. öld störfuðu i Reykjavík margir nafnkunnir snikkarar sem voru sigldir og hjá þeim lærðu marg- ir smiðir. Ný verkfæri voru tek- in í notkun, t.d. hjólsög, og gömul tól endurbætt. Eftir aldamót töku til starfa stórar húsgagnavinnustofur. Á okkar öld fór sérhæfing vaxandi og í vinnulöggjöf frá 1928 voru húsasmíði og húsgagnasmíði að- skildar. Húsgagnasmiðir hafa lengst- um sérsmíðað eftir pöntunum og var svo fram á síðustu ára- tugi. Nú er sérsmíði hins vegar að mestu hætt, verkstæði eru mun stærri, ný efni og nýjar vélar notuð og fjöldafram- leiðsla tekið við. Síðasta áratug hefur innflutningur húsgagna stóraukist, og er innlendum húsgagnaiðnaði harður keppi- nautur. I Arbæjarsafninu var báta- smíði upp á gamla mátann kynnt. Fór þar fram endur- smfði sandaferju nokkurrar sem var fjögurra manna far, smíöað af Ástgeir í Litlabæ I Vestmannaeyjum. Var bátur- inn notaður í vorróðra úr aust- anverðum Eyjasandi í Landeyj- um frá aldamótum og fram yfir 1930 undir formennsku þeirra Guðna á Guðnastöðum og Valdi- mars Jónssonar. Ölafur Jónsson verkstjóri í Arbæjarsafni kynnti bátasmið- ina fyrir blaðamönnum, en hann hefur annast hana ásamt þeim Stefáni Jónssyni og Ölafi Sveinssyni, sem báðir eru aldir upp með bátum. Sagði Ólafur Jónsson að sandaferjan væri með svonefndu Najaden-lagi, en það er eftirliking smíðislags eins af konungsskipunum, Najaden, sem voru í Vest- mannaeyjum í kring um 1700. Sagði Ólafur að til stæði að setja skipið á flot þegar smíði væri lokið. Ölafur sagði að sjó- setning væri hugsuð sem athug- un á sjóhæfni bátsins, en hann taldi ólíklegt að róið yrði til fiskjar á fleytunni. í kynningarriti Árbæjarsafns segir svo um bátasmíðina: íslendingar hafa frá önd- verðu smíðað minni skip sín og báta. Sökum skorts á góðum Skipaviði hvað minna að smiði haffærra skipa. Aðalefniviður i skip og báta var lengi rekavið- ur, en vitað er að skipaviður var einnig fluttur inn. Frá fornu fari hafa bátar hér á landi verið með skarsúð. Báta- lag var mismunandi eftir lands- hlutum þar sem bátar voru smíðaðir til að henta aðstæðum. Smíðað var eftir málum en ekki teikningu. Til voru kunnir bátasmiðir og var handbragð þeirra auðþekkt, en margir gerðu við og umsmiðuðu báta sína. Bátar nefndust tveggja, fjögurra og fimm mannaför, en sexæringar og áttæringar skip. Um 1920 var farið að setja vélar í báta sem þá voru nefndir trill- ur og með öflugri vélum breytt- ist bátalagið. Bátasmiði hélst misjafnlega lengi á ýmsum stöðum á landinu, en var svo til hætt eftir heimsstyrjöldina sið- ari. Hjörtur Björnsson úrsmiður, fyrrum nemandi og starfsmað- ur Magnúsar Benjaminssonar, Framhald á bls. 63 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977 Handbragð liðins tíma Hulda Þorsteinsdóttir spinnur af kunnáttu. Sigurður Guðmundsson lagfærir sprungu ( einni skúffu skatthois- ins sem er í baksýn og rætt er um f textanum. Hjörtur Bjarnason við Waterbury-klukku sem hefur að geyma mynd eftir Thorvaldsen á framhliðinni. Þegar Morgunblaðsmenn stöldruðu við ( Árbæjarsafninu var þar hópur nemenda að kynnast handbrágði gamla tfmans. Sýndu börnin mikinn áhuga fyrir handbragðinu og handléku verkfærin af alvöru- gefni. I skósmíðabásnum stóð Her- steinn Þorsteinsson skósmiður, en hann tjáði Mbl. að hann hefði hætt skósmíðum fyrir um 25 árum. Nam hann iðnina hjá Oddi Bjarnasyni sem lengi var með skósmíðastofu á Vestur- götunni. Sagði Hersteinn okkur að þótt hver skósmiður í dag yrði að læra að búa til skó þá væri starf skósmiða í dag svo til eingöngu fólgið i viðgerðum. Sagði hann iðnina vera mjög vélvædda í dag, miðað hvað ver- ið hefði þegar hann nam iðnina. I kynningarbæklingi Ár- bæjarsafns segir að skósmiðir hafi á miðöldum verið einhver stærsta og öflugasta stétt iðnaðarmanna á Norðurlönd- um, en þvi hafi aftur á móti verið öðru vísi háttað hér á landi svo sem í öðrUm iðnaði almennt. Ennfremur segir i rit- inu: Fram á okkar öld hefur almehningur á Islandi gengið á skinnskóm, ýmist úr sauðskinni eða nautshúð. Smíðaðir skór voru fágætir og lengi voru skór aðrir en sauðskinnsskór nefnd- ir danskir. Vitað er að skósmið- ir bjuggu í Reykjavík i lok 18. aldar (er hún varð kaup- staður). Samfara vexti bæjar- ins og minnkandi notkun þar á sauðskinnsskóm fjölgaði skó- smiðum og um 1890 munu þeir hafa verið einhver langfjöl- mennasta stétt iðnaðarmanna bæjarins. Skósmiðir smíðuðu karl- mannaskó eftir pöntunum fram undir 1930. Upp frá þvi urðu sérsmiðaðir skór fátíðari og er nú allúr skófatnaður verk- smiðjuframleiddur og að mestu leyti innfluttur, en skósmiðir vinna nær eingöngu við við- gerðir. Eldri kona Hulda Þorsteins- dóttir sat við rokkinn i kynn- ingarbás ullariðnaðarins. Svar- aði hún mörgum spurningum fróðleiksþyrstra ungmenna sem voru stödd með kennurum sínum í safninu um leið og Mbl.menn. Handlék hún rokk- inn af kunnáttu og spann kembda ullina um leið og hún rabbaði við viðstadda. Sagði hún m.a. að spuni. krefðist mikillar þolinmæði og að hið gamla handbragð ætti sívax- andi vinsældum að fagna hér- lendis og margir lærðu að spinna á ári hverju. Sem kunnugt er hefur ullar- iðnaðurinn í aldaraðir verið einn umgangsmesti heimilis- iðnaðurinn hérlendis. Var lengi að allt heimilisstarf snerist i kring um kembingu, spuna, prjónaskap og vefnað. í kynn- ingarriti Arbæjarsafns segir að kljásteinavefnstaðurinn hafi flutzt hingað frá Noregi og hafi hann verið notaður hér fram á öndverða 19. öldina. Ennfrem- ur segir að mikil vaðmálsgerð hafi verið hérlendis á miðöld- um og útflutning'ur talsverður. Eftir miðja 16. öldina lærðu ís- lendingar svo að prjóna og þá varð prjónles útflutningsvara í stað vaðmáls. Prjónaskapur hefur ætið verið handverk, en innflutningur prjónavéla hófst í lok 19. aldarinnar. Um 1880 tóku spuna- og kembivélar að flytjast til lands- ins. Á svipuðum tíma tóku ullar og klæðaverksmiðjur til starfa, Alafoss (1895), Ullarverk- smiðjan við Glerá (1897) og Iðunn (1903). Sigurður Guðmundsson hús- gagnasmiður kynnti fyrir fólki handbragð húsgagnasmiða eins og það gerðist hér áður fyrr. Þegar okkur bar að garði var Sigurður að gera við garnalt skatthol, um 200 ára, sern hann kvað hafa eitt sinn verið í eigu Björns Ölsen. Sigurður sagði okkur að nú væri húsgagna- smíði talsvert frábrugðin þvi sem hefði átt sér stað í hans Endursmíði sandaferjunnar, en leifarnar af henni eru á bak við hinn nýja bát, sem er nákvæm eftirlfking. til hægri og ÞÁ daga sem Iðn- kynning í Reykja- vík stóð yfir var efnt til iðnminja- sýningar í Árbæjar- safni. Var þar á einum stað safnað saman iðnminjum safnsins og einnig fengnir nokkrir handverksmenn af eldri kynsló ð inni til að sýna hand- bragð eins og það gerðist upp á gmala mátann svo og kynna þau verk- færi og tæki sem á staðnum voru. Á iðnminjasýning- unni voru skósm- íðar ullariðnaður, húsgagnasmíði, bátasmíði, og úr- smíði sérstaklega kynnt. Hersveinn Þorsteinsson kynnir skósmíði upp á gamla mátann. Ljósm. Mbl Friðþjófur. Hvað ungur nemur, gamall temur...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.