Morgunblaðið - 23.10.1977, Side 10

Morgunblaðið - 23.10.1977, Side 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 VERÖLD PÚLITÍI HEILBRIGÐISMAL MONTAND fór með aðalhlutverkið í sannsögulegri kvikmynd um Slansky-réttarhöldin sem svo voru kölluð austur í Prag, sem voru hápunktur víðtækrar hreinsunar á þessum slóðum. Þeim lyktaði með aftöku fjölda kommúnistaleiðtoga (með Slansky í broddi fylkingar) sem að góðum og gömlum stalinistiskum sið áttu að hafa orðið uppvísir að þvi að reka erindi „heimsvaldasinna" Yves Montand hefur lengi verið einn frægasti kvikmyndaleikari Frakka. Hann var nokkuð sér á parti í þeim hðpi vegna þess, að hann var yfirlýstur kommunisti. Þeir hafa hingað til verið teljandi meðal kvikmyndastjarna. Nú er Montand genginn af hinni gömlu hugsjón sinni. I viðtölum, sem birtust fyrir skömmu í Journal de Dimanche og Le Nouvel Observateur greinir hann frá stjórnmálaafskiptum slnum og ástæðunum til þess, að hann hvarf frá kommúnisma. Hann kveðst hafa verið einlægur Stalfnisti fyrr á árum, en ekki gera sér Ijósa grein fyrir því af hvers konar völdum hann hallaðist að gamla manninum. „Kannski var það af almennri velvild, kannski af barnaskap — eða heimsku", segir hann. Montand og eiginkona hans Kimone Signoret, sem Ifka var einn þekktasti leikari franskur, voru hærra metin af kommúnistum á sinni tfð en flestir aðrir „samferðamenn". Varð það kommúnistum nokkurt áfall, þegar þau sögðu skilið við þá. Simone Signoret segir frá sinnaskiptunum í nýútkomnum endurminningum sfnum. Montand hefur hins vegar varizt sagna þar til nýlega, að hann leysti frá skjóðunni. t fyrrnefndum viðtölum ber hann óbreyttum félögum sfnum kommúnistaflokknum vel söguna, en kveðst aftur á móti aldrei munu fyrirgefa stalfnistunum f flokksforystunni. Þeir eru reyndar flestir í fararbroddi enn. Um ófrelsið f Austurevrópu, ferðabann, ritskoðun, brottrekstur andófsmanna úr landi og aðrar uppeldisaðferðir yfirvalda á þeim slóðum segir hann: „Það verður ekki kallað annað en fasismi — eða stalfnismi, ef menn vilja heldur. Því miður þora fáir af mfnu tagi að hafa orð á þessu. Þeir forðast jafnvel að hugsa um það. Þeir eiga sér draum, og honum er hætta búin af þessum staðreyndum. Og hver vill láta draum sinn? Menn afneita heldur staðreyndunum". Montand er ftalskur að ætt og uppruna, og heitir Ivo Livi réttu nafni. Faðir hans var kústasmiður að atvinnu. Hann varð að flýja undan fasistum, er þeir komust til valda, og fluttist þá til Marseilles. Ivo sonur hans fór að vinna f verksmiðju 11 ára gamall. Sfðar komst hann f læri hjá rakara, en undi þvf ekki til lengdar og fór að vinna á eyrinni. En hugur hans stóð til þess að syngja og leika og brátt var hann farinn að koma fram f söngleikahúsum. Hlaut hann skjótan frama, og var orðin þekktur kvikmyndaleikari eftir nokkur ár. Kommúnistar töldu sér mikinn ávinning á „samfylgd“ Montands og höfðu þeir fáa f meiri metum en hann og konu hans, eins og áður sagði. Þegar þau komu til Moskvu árið 1956 var tekið á móti þeim eins og hetjum ellegar þjóðhöfðingjum; hittu þau alla Sovétleiðtoga að máli og snæddu með þeim f miklum fagnaði, og Krústjoff ræddi við þau f fimm klukkustundir samfleytt. En þetta sama ár höfðu Kremlverjar sent Rauða herinn inn f Ungverjaland og látið hann berja niður byltinguna. Hafði það fengið talsvert á þau Montandhjón og raskað trú þeirra á kommúnismann. Þar við bættist, að þau sáu f Sovétferð sinni ýmislegt, sem ekki samrýndist yfirlýsingum yfirvalda fyllilega. Það var þó ekki fyrr en allnokkru sfðar, að þau gengu af trúnni. Um eitt skeið reyndi Montand fyrir sér f Hollywood. En honum vegnaði ekki vel vestanhafs og sneri hann aftur heim. A næstu árum lék hann f nokkrum pólitfskum kvikmyndum undir stjórn Costa G:vras, „Z“, og „Játningunni" m.a. Kommúnistum Ifkaði sú fyrri vel, en hin miður og urðu reyndar æfir, er hún var sýnd. Sú mynd fjallar nefnilega um mannskæðar hreinsanir stalfnista f Tékkóslóvakíu. Nú eru tfmar hins vegar breyttir, og kommúnistar búnir að sætta sig við „Játninguna'* og bera jafnvel lof á hana — en þá er Montand genginn af trúnni... — ROBIN SMYTH. Sameiginleg nefnd heimilis- lækna, fæðing- arlækna og kvensjúkdóma- lækna i Bret- landi hefur látið það ráð út ganga, að allar brezkar konur eldri en 35 ára, sem taki getnaðarvarnartöflur að staðaldri skuli leita læknis til að ganga úr skugga um það, hvort þeim sé hætta búin af töflunum og ráðlegást að taka upp annars konar getnaðarvarnir. Þvi var bætt við, að konur á aldrinum 30—35 ára gerðu líka rétt i því að leita læknisráða um þetta, eink- um þær, sem reyktu og hefóu tekið getnaðarvarnartöflur í fimm ár eða lengur. Þessi hópur telur ein 20% af þeim konum i Bretlandi, sem taka getnaðar- varnartöflur að staóaldri. Læknarnir styðja ráð sitt tvenn- um rannsóknum og birtust skýrsl- ur um hvorar tveggja í tímariti brezku læknasamtakanna fyrir skömmu. Niðurstöður þeirra sam- rýmast niðurstöðum fyrri rann- sókna og benda til þess, að kon- um, sem taka gigtnaðarvarnartöfl- ur sé talsverð meiri hætta búin en hinum af hjarta- og æðasjúkdóm- um, og auk þess verði þeim æ hættara með aldrinum. Aðrar rannsóknir, og þær um- fangsmeiri, tóku til 46 þúsund kvenna og stóðu yfir í átta ár. I þeim kom á daginn, að konum sem tækju getnaðarvarnartöflur væri fimm sinnum fremur lífs- hætta búin en öðrum. Nemur sá munur einni i hópi 20 þúsunda yngri en 34 ára, en eykst hratt úr því og nemur einni í hópi 3000 á aldrinum 34—44 ára. Hinar rannsóknirnar tóku til 17 þúsund kvenna og stóðu yfir í níu ár. A þeim tima létust af hjarta- eða æðasjúkdómum níu þeirra, sem tekið höfðu getnaðarvarnar- töflur — en engin þeirra, sem notuðu annars konar varnir. Nefnd sú í Bretlandi, sem úr- skurðar öryggi lyfja lýsti yfir því Enn fellur grunur á „pilluna eftir tilmæli læknanna, að svo litlu hefði munað í rannsóknunum, að ekki væri hægt að draga af því nákvæmar ályktanir um al- menna hættu af getnaðarvarnar- töflum. Og yrði ekki séð, að konur þyrftu að grípa til frekari varúð- arráðstafana en þeirra, sem til- greindar væru utan á öllum um- búðum um getnaðarvarnatöflur. En læknanefndin, sem fyrst var getið hafði reyndar látió það fylgja, að konur þyrftu ekki að hlaupa upp til handa og fóta; þeim dygði að spyrja lækna sína næst, þegar þær fengju töflur hjá þeim. Enn fremur væri ástæðu- laust, að konur yngri en þrítugar hættu að taka getnaðarvarnatöfl- ur. Hins' vegar væri þeim, sem reyktu, ráðlegast að hætta því fyrr en síðar. Fjölskylduáætlanaráð í Bret-. landi lagðí það til þessa máls, að konur yrðu að meta hættuna af töflunum og hættuna á barneign og bera þær saman. Ráðið tók undir það með Lyfjaöryggisráð- inu, að varúðarráðin utan á töflu- pökkunum væru nægileg og þyrftu konur ekki að gera frekari ráðstafanir. — HUGH HEBERT. RÉTTVÍSIIMl Saklanst lambeða ófoeskja? Maður heitir Andirja Artukovic, kominn fast að átt- ræðu og býr í Surfsíde, smábæ í Kaliforníu. Artukovic hefur verið búsettur í Bandarikjunum í rúm þrjátíu ár og fengizt við kaupsýslu. Honum hefur vegn- að vel á þessum árum og lifir hann nú á eignum sínum í ellinni. Hann er vel liðinn af nágrönnum sínum í Surfside og lýstu þeir honum svo fyrir blaðamanni, að hann væri „indæll gamall maður", góður kaþólikki og sækti messu á hverjum sunnudegi. En til eru þeir, sem ekki er jafnhlýtt til þessa „indæla, gamla manns" Það eru til dæmis Varnarsamtök Gyðinga og ýmsir, gamlir kunningjar hans heima í Júgóslavíu. Þeir kalla hann stríðsglæpamann, „Balkanslátrarann", og halda því fram, að hann hafi ein 800.000 mannslif á samvizk- unni. Artukovic kom til Bandarikj- anna með ólöglegum hætti á sinum tima. Stóð hann lengi i stappi við yfirvöld, sem vildu reka hann úr landi. Var mál hans fyrir dómstólum i átta ár og lauk svo, að honum var leyft að vera áfram um sinn Var hann farinn að vonast til þess, að hann fengi að lifa i friði í ellinni. Að visu mátti hann allt- af eiga von á hótunarbréfum endrum og eins; einnig var honum ósjaldan hótað illu i sima, einu sinni var skotið úr haglabyssu inn um glugga hjá honum og öðru sinni var eld- sprengju varpað upp að húsi hans. En mestu máli skipti, að honum yrði ekki visað úr landi og hann sendur til Júgslaviu; þar átti hann dauðann nokkurn veginn visan fyrir striðsglæpi sína. Nú er hins vegar búið að taka mál hans upp aftur og kann enn svo að fata, að hann verði framseldur. Artukovic var innanrikisráð- herra Júgóslavíu í hálft annað ár í heimsstyrjöldinni siðari. Stjórn sú, er þá sat að völdurh í Júgóslaviu var höll undir Hitler. Artukovic var yfirmaður leynilögreglunnar, sem Utashi nefndist og var fræg af fólsku- verkum sínum. í stjórnartíð Artukovic myrti hún tugi þús- und Gyðinga, Serba og Tatara; sumir halda þvi fram, að fórnarlömbin hafi talið hundruð þúsunda. Artukovic kom til Bandaríkj- anna árið 1948, framvísaði venjulegum ferðamannapassa og fékk landvistarleyfi í nokkra mánuði. Hann hafði flúið, þegar kommúnistar náðu völd- um i Júgóslaviu. Höfðu þeir lýst eftir honum og gefið að sök að hafa látið myrða 51 þúsund manns. (Talan hækkaði siðar og voru fórnarlömbin að lokum orðin 836 þúsund talsins, 750 þús. Serba, 60 þús. Gyðinga og 26 þúsund Tatara). Artukovic sá þvi sina sæng upp reidda og fór án þess að kveðja. Settist hann í fyrst upp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.