Morgunblaðið - 05.11.1977, Qupperneq 11
MORGL'NBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977
11
áhætta í sambandi vió allar fyrir-
ætlanir um fjárfestingu, og um-
fram allt þær, sem ekki skila full-
um árangri nema á mjög löngum
tfma. í þessu efni hefur orðið
gerbreyting undanfarinn áratug.
Sú breyting stafar af tvennu. í
fyrsta lagi af mikilli verðbólgu og
þeim breytta hugsunarhætti, sem
hún skilur eftir, einnig eftir að
farið er að draga úr henni. Í öðru
lagi af ört vaxandi kröfum til
fyrirtækja varðandi umhverfi, ör-
yggi, vöruvöndun, aðbúnað,
áhrifavald starfsmanna og verka-
lýðsfélaga og sívaxandi afskipti
ríkisvaldsins af rekstri fyrir-
tækja, sem þessu hefur fylgt. Enn
meira vandamál en kröfurnar
sjálfar er þó sú óvissa, sem þær
valda, þar sem fyrirtækin geta
enga grein gert sér fyrir því,
hvaða reglur verði í gildi i þessum
efnum á þeim langa tima, sem
fjárféstingin þarf að standa.
Niðurlag
Hvaða horfur eru þá á því, að
unnt reynist að ráða við þau
vandamál hagvaxtar, sparnaðar
og fjárfestingar, sem að framan
hefur verið lýst? Ég tel, að þær
horfur byggist fyrst og fremst á
því, hvort unnt sé að öðlast réttan
skilning á hlutverki rikisins ann-
ars vegar og atvinnufyrirtækja
hins vegar. Erfiðleikar undanfar-
andi ára og sá vandi, sem nú blas-
ir við, á annars vegar rót sína að
rekja til þeirra margvislegu og
óhóflegu krafna, sem gerðar hafa
verið um betri lifskjör, aukin
þægindi, meira öryggi, bætt um-
hverfi, aðild að stjórn atvinnu-
rekstrar og meiri lífsfyllingu.
Hins vegar sprettur vandinn af
því, að rikisvaldinu hefur I sívax-
andi mæli verið beitt til þess að
hrinda þessum kröfum fram.
Þótt óskirnar séu hvér um sig
og að hóflegu marki eðlilegar,
geta þær með engu móti orðið
allar að veruleika i einu og kapp
án forsjár og aga leiðir ekki að
settu marki heldur til glundroða
og upplausnar. Rikisvaldið er
heldur ekki neinn galdrastafur.
Það er þvert á móti framu-
rskarandi klunnalegt og ófull-
komið tæki. Sagt hefur verið „að
ríkið geri alla hluti illa“, og má
það til sanns vegar færa eins
langt og það nær. Það hefur enn
einu sinni sýnt sig á undanförn-
um árum, að beiting ríkisvaldsins
til þess að uppfylla hvers konar
óskir og kröfur einstaklinga,
stétta, hagsmunasamtaka og
byggðarlaga leiðir ekki að settu
marki. Leiðin liggur í stað þess til
stjórnleysis, verðbólgu og kreppu,
ekki sízt vegna þess að um leið
vanrækir ríkiö það eina hlutverk,
sem þvi ber að rækja auk öryggis-
mála og það getur rækt vel, al-
menna stjórn efnahagsmála.
Skilningur í þessum efnum fer
nú bersýnilega vaxandi. Annars
vegar gera stjórnmálamenn, for-
ustumenn hagsmunasamtaka og
allur almenningur sér þess ljósari
grein en áður, hvert hlutvefk
ríkisins þarf að vera og af hvaða
málefnum ríkið ætti ekki að
skipta sér. Bætt stjórn efnahags-
mála allra síðustu árin og alvarleg
viðleitni til að takmarka umsvif
rikisins, bera þessum aukna skiln-
ingi vott. Hins vegar viðurkenna
stjórnendur atvinnufyrirtækja í
vaxandi mæli nauðsyn þéss að
sinna margs konar verkefnum,
sem áður var lítt sinnt, og gera sér
þess g.rein, að fyrirtækin sjálf eru
þess miklu betur umkomin aö
glima við þessi verkefni en ríkis-
valdið sjálft. Jafnframt eru
stjórnunarhættir innan fyrir-
tækja að breytast í átt til dreifing-
ar ábyrgðar og virkari og almenn-
ari þátttöku starfsmanna en áður
var. Margt bendir til þess, að það
séu einmitt þau fyrirtæki, sem
mestum árangri ná í þessari við-
leitni, sem einnig takizt bezt að
tryggja hefðbundin og nauðsyn-
leg markmið góðrar afkomu og
trausts efnahags. Það eru vis-
bendingar af þessu tagi um
breytta og jskilningsríkari afstöðu
stjórnmálamanna, forustumanna
hagsmunasamtaka, stjórnenda
fyrirtækja og alls almennings,
sem vekja nokkrar vonir í brjósti
um farsæla lausn þeirra miklu
vandamála, sem við blasa.
Keramik
verkstœðiö
Hulduhólum
Mosfellssveit,
er opið
laugardaga,
sunnudaga,
mánudaga og
miðvikudaga,
frákl. 1-6.
Leirmunirtil
sýnis og sölu.
„Fröken Margrét”
frumsýnd á Litla
sviði Þjóðleikhússins
Steinunn
Marteinsdóttir
SÆMILEG síldveiði var hjá rek-
netabátum um 20 mílur vestur af
Ingólfshöfða í fyrrinótt og þar
fengu Hornafjarðarbátarnir 2000
tunnur, og bátar frá öðrum ver-
stöðvum annað eins. Það líður því
senn að því að vertíð reknetabáta
ljúki að þessu sinni, þar sem þeir
eiga aðeins eftir að fá nokkur
hundruð tonn til að fylla 10 þús-
und tonna kvötann.
Sildveiði hjá hringnótabátum
hefur verið mjög misjöfn að und-
anförnu, en þó hefur einn og einn
fengið sæmilegan afla.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Góð síldveiði
reknetabáta
Herdís Þorvaldsdóttir leikur fröken Margréti, kennslukonuna, og er
hún að ræða við „nemendur", en myndin er tekin á æfingu. (LJésm. ra\)
NÆSTKOMANDI fimmtudagskvöld verður frumsýnt á
Litla sviði Þjóðleikhússins leikritið Fröken Margrét, en
það er eftir höfund frá Brasilíu, Roberto Athavde. A
fundi með fréttamönnum í gær var leikrit þetta k.vnnt
og lék Herdís Þorvaldsdóttir kafla úr því, en hún fer með
eina hlutverk Ieikritsins.
Stefán Halldórsson sagði aö
leikritið hefði á síðustu 3—4 ár-
um farið sigurför um heiminn og
verið sýnt i nær 60 leikhúsum, en
það var fyrst sýnt í Argentínu
árið 1972 og var höfundurinn 21
árs- er, hann-samdi-k'ikinn. Í -Bra-
silíu var það fyrst sýnt árið 1973
eftir að það hafði verið bannað
þar af ritskoðendum, sagði
Stefán, en banninu síðan aflétt.
Hefur leikritið vakið athygli þar
sem það hefur verið sviðsett og
ýmsar frægar leikkonur farið á
kostum i hlutverki fröken Mar-
grétar. Þá sagði Stefán að Robert
Athayde hefði fengið svonefnd
Moliére-verðlaun, sem væru eftir-
sóttustu Ieiklistarverðlaun i Bra-
siliu. Hann hefur nýlega sviðsett
leikritið á Broadway með leikkon-
unni Estelle Parson í hlutverki
kennslukonunnar og er það 56.
sviðsetningin.
Um efni leiksins er það að segja
að kennslukonan, fröken Mar-
grét, eys úr brunni vizku sinnar
og tilfinninga í tvær kennslu-
stundir yfir nemendum í lands-
prófsbekk, en nemendur eru
áhorfendur og fá þeir í verkinu
„skringilega og óvænta fræðslu í
ótrúlegustu hlutum. Höfundur er
með ýmsar vangaveltur og í þeirri
skvettu, sem áhorfendur fá yfir
sig, þegar stungið er á hinum
ýmsu kýlum þjóðfélagsins, situr
höfundur ekki á kímnigáfu sinni
heldur fer þar viða á kostum sem
og fröken Margrét í öllurri sínum
fjölbreytileika,“ eins og kernur
fram i frétt um leikinn.
Benedikt Árnason er leikstjóri
og sagði hann að verkið krefðist
mjög mikils af leikandanum. Her-
dis Þorvaldsdóttir þyrfti að sýna
af sér margvislega hæfileika og
sagði hann að hún hefði eiginlega
lyft Grettistaki með þessu verki,
með því að æfa verkið á aðeins 7
vikum. en það er yfirleitt sá tími,
sem það tekur að æfa verk með
mörgum leikurum. Sagði Bene-
dikt það ekki vera árennilegt að
þurfa að læra utanað nærri 50
blaðsíður, sem siðan þyrfti að fara
meö einn á s.vi()inu..
Herdís Þorvaldsdóttir sagði að
sér fyndist það bæði spennandi og
skelfilegt í senn að ráðast i þetta,
en þó væri ekki enn komin nein
reynsla á það.
Leikmynd gerði Birgir Engil-
berts og sitja áhorfendur fyrir
framan sviðið á eins konar skóla-
bekkjum, en sviðið er kennslu-
stofan. Þýðandi leiksins er Ulfar
Hjörvar.
Þetta er fyrsta frumsýning vetr-
arins á Litla sviðinu, sem hefur
nú sitl 5. starfsár og hafa verið
sýnd alls 15 leikrit.