Morgunblaðið - 05.11.1977, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARÐAGUR 5. NÓVEMBER 1977
Rússnesku listamennirnir ásamt formanni MÍR og túlki á blaðamannafundi i
gær, er hátíðin og tónleikarnir voru kynntir.
Hátíðarfundur og tónleik-
ar í tilefni Októberbylt-
ingarinnar í Rússlandi
60 ára afmælis Októberbyltingar-
innar i Rússlandi verður minnzt á
hátiðarfundi og tónleikum i Austur-
bæjarbiói i dag. laugardaginn 5.
nóvember klukkan 14.00.
í upphafí samkomunnar flytja ávörp
þeir Einar Ágústsson, utanrikisráð-
herra, Antini Szymanowzki, sendifull-
trúi Pólverja, Bjarni Þórðarson, fyrrum
bæjarstjóri i Neskaupstað, og prófess-
or Alexei Krassilnikof, fyrstí sendifull-
trúi Sovétríkjanna á íslandi
Að ræðuhöldunum loknum hefjast
tónleikar og koma þar fram íslenzkir,
tékkneskir og sovézkir listamenn Paval
Smíd frá Tókkóslóvakiu leikur á raf-
magnsorgel, tékkneskt-lslenzkt tríó flyt-
ur verk eftir Bach, en tríóíð skipa þau
Anna Rögnvaldsdóttir, Stefan Sojka og
Violet Smídová Þá leikur einn af
fremstu fiðluleikurum Sovétrlkjanna,
Viktor Pikaizen, einleik á fiðlu. Þá
syngur söngkonan Veronika Kazban-
ova rússnesk þjóðlög. rómönsur og
valsa Undirleik annast Evgenia Seidel
Fyrir hátiðarfundinum og tónleikun-
um I Austurbæjarbiói gangast fjögur
félög. Tékknesk-islenzka félagið, Félag-
ið Ísland-DDR, Pólsk-islenzka félagið
og MÍR, Menningartengsl íslands og
Ráðstjórnarrikjanna, ásamt sendiráð-
um viðkomandi ríkja
Aðgangur að samkomunni og tón-
leikunum er öllum heimill og ókeypis
Umferðarfræðsla í skólum
HVORT er þefta rannsóknar-
lögregla eða bara venjuleg
lögga?“ Það vekur greinilega
margar og mismunandi spurn-
ingar að fá lögreglumann f
heimsókn þegar maður er að-
eins 7 ára, en nýlega fylgdist
blm. með heimsókn þeirra
Ragnheiðar Davfðsdóttur og
Baldvins Ottóssonar f Æfinga-
deild Kennaraháskólans. Um-
ferðarfræðsla í skólum er við-
fangsefni þeirra og heimsóttu
þau í þessari lotu 6—9 ára
bekki skólans.
og þau virtust vera allkunnug
þessum almennustu reglum.
Þá minnti hann á að göturnar
væru aðeins fyrir bflana og
spurði hvar börnin ættu að
leika sér og þau höfðu það á
hreinu: „A leikvöllum, görðum
eða bara inni hjá okkur.“ Og úr
þvi farið var að snjóa var
minnst á hættur, sem fylgja því
að hanga aftan í bflum og ýms-
ar freistingar, sem legið geta
fyrir börnunum þegar snjórinn
er kominn og að lokum ráðlagði
Baldvin þeim að hætta að nota
reiðhjólin, nú þegar farið væri
að snjóa, það hefði vissar hætt-
ur í för með sér og að þau ættu
eiginlega ekki að vera á reið-
hjóli svo ung.
Þetta var í þriðja sinn sem
Baldvin kom í einn 7 ára bekk-
inn og könnuðust sum barn-
anna við hann. Fyrst var vakin
athygli þeirra á því að nú væri
orðið aldimmt að morgni dags
er þau væru á leið til skóla og
spurði Baldvin hvort þau bæru
endurskinsmerki. Hann hafði
varla sleppt orðinu þegar börn-
in réttu flest upp hönd og á
eftir fylgdu útskýringar á hvár
og hvers konar endurskins-
merki hver og einn hefði og
þegar Baldvin fékk orðið aftur
minnti hann á hve þýðingar-
mikil notkun endurskinsmerkj-
anna væri og hvatti þau sem
enn vantaði merki til að verða
sér úti um þau.
Síðan fór hann yfir nokkrar
reglur, m.a. hvernig ganga skal
yfir götu: Stöðva, lita til beggja
handa og ganga síðan yfir og
þegar hann spurði út yfir hóp-
inn stóð yfirleitt ekki á svörum
Baldvin Ottósson og Ragnheiður Davfðsdóttir virðast ekki koma
hér að tómum kofanum hjá börnunum er þau spyrja um reglur
umferðarinnar. LJðxm.: Rax.
“Víð sýnum bestu áraerðína sem Yblvo hefur
framleitttil þessa.\blvo 1978 er frábær!”
Ásgeir Gunnarsson Framkv. stj. Veltis hf.
SÝNINGIVOLVOSALNUM
Glæsilegir bflar á góðu verði
ViÖ sýnum: VOLVO 244
VOLVO 245
V0LV0 343
Suðurlandsbraut 16-Simi 35200
Laugardaginn
Sunnudaginn
5. nóvember
6. nóvember
kl.14-19
kl.10-19