Morgunblaðið - 05.11.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ. LAUÖARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977
13
Junior Chamber í
Reykjavík 10 ára
Heimili
Staður
greiðsla fylgir
^jóskast innheimt
Samvinnubankinn
Bankastræti 7, Reykjavík sími 20700
Þau hafa undirbúið sýningu FIM, sem hefst á laugardag kl. 14. Frá vinstri: Eirfkur Smith, Þurbjbrg
Höskuldsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Hallsteinn Sigurðsson og Jón Revkdal. Ljósm. RAX.
Sölusýning h já FÍM í
nýju húsnæöi félagsins
FÉLAG íslenzkra myndlistar-
manna opnar á laugardag nýjan
sýningarsal sinn með því að liafa
þar sölusýningu. Verkin, sem
sýnd eru, liafa félagar í FIIVI gefið
til ágóða f.vrir hið nýja húsnæði,
sem félagió festi kaup á í vor leið
og er nú að taka í notkun. Er það
að L: ugarnesvegi 112 í Re.vkjavík
og verður notað fyrir listsýningar
og félagsmiðstöð. en húsnæðið er
150 fermetra sýningarsalur og 60
fermetra kjallari, þar sem verður
in.a. aðstaða til að pakka mynd-
um, sem eiga t.d. að fara á sýning-
ar aiinars staðar.
Ragnheiður Jónsdóllir, sem er
gjaldkeri FÍM, sagði að sér fynd-
ist salurinn henlugur til einka-
sýninga, en ekki sagöi hún það
afráðið hvenær næsla sýning yrði
þar, félagið hefði slaðið fyrir ein-
um þrem sýninguin siðan í
septenibermánuði og hefði því
ekki enn unnizt lími ti 1 að skipu-
leggja nánar um framhald. Alls
eru það 40 lislamenn sem gefið
’tafa verk sin til þessarar sölusýn-
ingar, 55 verk, málverk. grafík-
myndir, vatnslitamyndir, kol-
teikningar og höggmyndir. Eru
verkin seld með 20% afslætti frá
venjulegu sýningarveröi og að‘
auki er fólki gefinn kostur á að
greiða 60% verðs út og eftirstöðv-
ar þremur mánuöum siðar.
Ragnheiður Jónsdóttir sagði að
lislamenn á öllum aldri ættu
þarna verk, Magnús A Arnason,
sem væri um áttrætt og meðal
þeirra yngstu væru t.d. Þórður
11:11 og Helgi Gíslason. Af öðrum
listamönnum sem þarna eiga verk
má nefna Þofvald Skúlason,
Kristján Davíðsson, Valtý Péturs-
son, Einar Hákonarson, Hring
Jóhannesson, Björgu Þorsteins-
dóttur, Jóhannes Geir, Sigrúnu
Guðmundsdóttur o.fl. Sýningar-
nefndina skipa, auk Kagnheiðar,
Eiríkur Smith, sem er formaður
hennar, Hallsteinn Sigurðsson,
Þorbjörg Höskuldsdóttir, óg Jón
Reykdal log eiga þau öll verk á
sýningunni.
Sem fyrr segir opnar sýning
þessi á morgun, laugardag. og lýk-
ur á sunnudagskvöldið 13. nóvem-
ber, en hún er opin daglega kl.
17—22 og kl. 14—22 um helgar.
í dag. laugardaginn 5. nóvem-
ber, l'agna JC-félagar i Reykjavík
10 ára áfanga í starfi félags síns,
Junior Chamber Reykjavík.
Junior Chamber hreyfingin.
sem er alþjóðlegur félagsskapur
ungs fólks á aldrinum 18—40 ára.
hóf starf sitt hérlendis l'yrir 17
árum, og slarfaöi l'yrst i stað i
einni félagsdeild. sem bar nafniö
Junior Chamber Island. Fyrir tiu
árum var JC Island breytt í lands-
samtök, en jafnframt stofnaður
sérstakur JC klúbbur I Reykjavfk
og á Suðurnesjum. I dag eru JC
klúbbarnir 22 talsins. Landsfor-
seti samlakanna er Fylkir Agúsls-
son. Ísafirði.
Fyrstu verkefni JC Reykjavik
var opinn hringborðsfundur utn
ferðamál, sem bar nafnið
„Reykjavik, ráðstefnuborg" en
síöan hefur klúbburinn slaðið fyr-
ir margvislegum þjálfunar- og
fræðsluverkefnum fyrir félaga
sina, en aðalmarkmið klúbbsins
er það, að standa að verkefnum,
sem stuðla að auknum þroska l'é-
laganna á sviði félags- og atvinnu-
mála.
A meöal þeirra verkefna. sein
JC Reykjavík hefur slaðið fyrir
eru æfingar í ræðumennsku.
ræðukeppni i framhaldsskólu .
fánagjöf til allra frainhaldsskóla
borgarinnar, útgáfa fræðslurits
um íslenzka fánann, könnun á
iönaöarmálefnum í Reykjavik,
auk námskeiða i félagsmálum,
framsö'gn og fundarsköpum. Úm
þessar mundir vinnur JC Reykja-
vik að verkefni utn brunavarnar-
mál. sjónvarpsþætli um ræðu-
mennsku og lundarsköp. 1
klúbbnum starfa um 7 nelndir að
ýinsum verkefnuin.
JC Reykjavik hefur tekið virk-
an þátl í alþjóöastarfi JC hreyf-
ingarinnar. hæði með þáttlöku i
norrænum verkefnum og alþjóð-
leguin mótuin. A heimsþingi JC
hreyfingarinnar í Dublin 1970 var
fyrsti formaöur JC Reykjavík
kjörinn varaforseti Junior
Chainber International.
Klúbburinn hefur á liu ára ferli
sinum hlotið ýmsar viðurkenning-
ar JCI f.vrir árangursrikt starf.
Fyrsla stjórn JC Reykjavik var
skipuð þeitn Olali Stephensen
(fortn), Birni Þorlákssyni. Örlygi
Hálfdánars.vni. Asgeiri Gunnars-
syni og Arna Reynissyni. Núver-
andi stjórn skipa Sverrir V. Bern-
liöfl (form). Andrés Sigurðsson,
Arni Þ. Arnason. Kristján Olafs-
son, Oskar Guönason og Haraldur
Hjartarson.
I tilefni 10 ára afinælisins
h.vggst JC Reykjavík gefa úl
myndarlegl afmælisrit um JC
starfið. Ritið mun koma út um
miðjan nóvembermánuö.
Athugasemd frá
hljómsveitarfólki
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi frá stjórn Starfsmannafé-
lags Sinfónfuhljómsveitar Is-
lands:
Vegna ummæla Birgis Thorlaci-
usar ráðuneytisstjóra i Mbl. 1.
nóv. og Sigurðar Björnssonar
framkvæmdastjóra Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Mbl. 2. nóv.
s.I. óskar stjórn starfsmannafé-
lags S.í. að gera eftirfarandi at-
hugasemdir:
Ráðuneytisstjóri telur það rang-
hermi hjá okkur að ekki hafi ver-
ið leitað álits hljómsveitarmanna
þegar frumvarpið um S.í. hafi
verið í smíðum og bendir á að Sig.
Bj. framkvæmdastjóri hafi verið
fenginn á fund nefndarinnar.
Hvort nefndin hafi talið svör Sig.
Bj. túlka sjónarmið okkar eða ætl-
ast til að hann leitaði okkar álits
vitum við ekki, en víst er um það,
að þegar við spurðum Sig. Bj.
hvað frumvarpsgerðinni liði feng-
um við æfinlega þau svör að hann
væri bundinn þagnarskyldu í mál-
inu, svo útilokað er að ætla að
svör Sig. Bj. til nefndarinnar hafi
túlkað okkar álit. Varðandi starfs-
mannafjölda hljómsveitarinnar,
sem frumvarpið gerir ráð fyrir,
segir B. Th. að Sig. Bj. hafi talið
hann nægilegan „til að hljóm-
sveitin geti með réttu borið nafn-
ið sinfóníuhljómsveit.“ Gerum við
ráð fyrir að þar hafi Sig. Bj. talið
sig hafa 65 manna hljómsveit
undir höndum, með lagaheimild
fyrir lausráðna menn eftir þörf-
um, en i frunivarpinu er talað um
allt aö 65 manna hljómsveit, sem
getur þýtt hvaða mannfjölda sem
er fyrir neðan þá tölu og um laus-
ráðna menn er tómt mál að tala,
— á hverju eiga þeir menn að lifa
þess i milli sem verkefni fellur
þeim i skaut?
Varðandi vinnuskyldu á vegum
Þjóðleikhússins eru þeir B. Th. og
Sig. Bj. sammála um að vinnu-
skylda okkar og verkefni séu ekki
nægileg (B.Th.) og að vinnu-
skylda okkar væri að ýmsu leyti
minni en hjá hljóðfæraleikurum i
sinfóníuhljómsveitum erlendis
(Sig. Bj.) og þvi sé þjóðráð að láta
okkur vinna hluta af vinnuskyld-
unni i Þjóðleikhúsi. Samkvæmt
gildandi samningi má kveðja okk-
ur til vinnu alla virka daga frá kl.
8—17 að laugardögum meótöld-
um auk kvöldtónleika eftir nánari
ákvæðum og átta sunnudaga á ári.
Við höfum 40 klst. vinnuviku,
hvar af 14 klst. á viku eru okkur
ætlaðar til heimaæfinga og undir-
búnings undir daglega starfið í
hljómsveitinni. Vinnuskylda í
hljómsveitum erlendis reiknast á
tvo mismunandi vegu, annarsveg-
ar takmarkast hún af klst. fjölda i
viku og hinsvegar af kvaðninga-
fjölda á mánuði. Á norðurlöndum
tiðkast klst. fjöldinn og er hann
hvergi hærri en hér og viljum við
hvetja hvern þann, sem telur hér
rangt með farið að leiðrétta það,
en á meginlandinu, þar sem
hljómsveitarhefðin er hvað rót-
-ti uiitrald 5 hls. 37
Enn
þú etgnast
hlut íbanka!
Nýtt 300 millj. kr. hlutafjárútboð. öllum
gefinn kostur á að eignast hlut. Aðeins
50 milli. óseldar. Hlutabréfin eru aðfjár-
hæð 10 þús. 50 þús. 100 þús. kr.
Helmingur greiðist við áskrift en
eftirstöðvar innan árs. Upplýsingar
og áskriftarlistar í aðalbanka,
útibúum og kaupfélögum um land
allt. Enn er tækifæri til að vera með
Áskriftarseðill
Nafn
Nafnnr.