Morgunblaðið - 05.11.1977, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977
ÁR UNDIR RÁÐSTJORN
3. grein
eftir
RICHARD
PIPES
RICHARD PIPES er prófessor
í sögu við Harvardháskóla og
framkvæmdastjóri þeirrar
deildar skólans sem rannsakar
sérstaklega sögu Rússlands.
Hann er höfundur fjölmargra
sögulegra verka, m.a. „Russia
Under the Old Regime“.
Hernaðarmáttur Sovélríkj-
anna hefur aukizt geysilega eft-
ir heimstyrjöldina sfðari. Til
þessarar miklu hervæðingar
eru ýmsar ástæður. En tvær
þeirra helztu eru báðar tengdar
því, að stjórnkerfið í Sovétríkj-
unum byggist á kúgun. Herinn
er sem sé eitt helzta kúgunar-
tæki stjórnarinnar. Hún hefur
hann að bakhjarli bæði í stjórn-
málum og efnahagsmálum.
Hún treystir á hann í stjörn-
málum vegna þess, að hún er
ekki lögmæt í sama skilningi og
vegna þess, að hún er ekki lög-
mæt í sama skilningi og stjórnir
Iýðræðisríkjanna á vesturlönd-
um. Þær þiggja vald sitt í frjáls-
um kosningum, enda skiptir
jafnan um ííkísst jórnir á
nokkrum fresli. Sovétstjórnin
unum er jafnan bágborið og
framleiðni lítii. Sovétmenn
verða bæði að sækja fé og
tækni út fyrir landamærin.
Auk þess þurfa þeir að losna
við ýmsar framleiðsluvörur. Þá
kemur sér vel að hafa herinn að
baki. Önnur ríki eru þá tilleið-
anlegri að lána Sovétríkjunum,
kaupa af þeim — og jafnvel
gefa þeim eftir auðlindir og
landsvæði.
Af þessum ástæðum lelur
Sovétstjórnin sér lifsnauðsyn
að halda uppi öflugum her. Á
vesturlöndum sjá alltaf margir
eftir því fé, sem varið er til
hermála og telja því á glæ kast-
að. Þessu er öðru vísi farið i
Sövétríkjunum. Sovétmenn sjá
ekki eftir fjárveitingum til
hersins. Þeir telja herkostnað
nauðsynlegastan úlgjalda og
slyðja þá skoðun gildum
öryggis- og efnahagsástæðum.
flestum efnum — og ekki að-
eins innan lands, heldur einnig
til áhrifa utan lands.
Eftir kjarnorkuárásina á
Hirosima varð það almenn
skoðun á vesturlöndum, að
kjarnorkuvopn væru „afger-
andi vopn“, þ.e. að útilokað
væri að verjast þeim og það
gæti ekki farið nema á einn veg
ef ríkin kæmu sér upp kjarn-
orkuvopnum og færu í stríð
saman: það yrði gagnkvæmur
ósigur og tortíming. Sovétmenn
féllust á þetta hálft í hvoru i
fyrstu. En svo skiptu þeir um
skoðun. Hugsuðu þeir sem svo,
að stríó væri alllaf strió, kjarn-
orkustríð yrði í grundvallaratr-
iðum áþekkt fýrri stríðum og
herbrögðin svipuð.
Bandaríkjamenn trúa enn á
kenninguna um „örugga, gagn-
kvæma torlímingu", og vilja
menn hafa ekki hægt hervæð-
inguna. Þeir herða hana sífellt.
Þeir eru ráðnir í því að algerum
yfirburðum yfir alla hugsan-
lega óvini sína. Jafnvel bjart-
sýnustu málsvarar kenningar-
innar um „örugga, gagnkvæma
tortímingu“ viðurkenna þetta.
Þeir draga aftur á móti i efa, aó
þessi staðreynd sé jafnþýðing-
armikil og margir telja.
Það þarf tæpast að taka fram,
að Sovétmenn kosta geysimiklu
til hervæðingarinnar. Það er
lögð í hana svo mikil vinna, fé
og hráefni, að mönnum á vest-
urlöndum þykir með ólíkind-
um. Sovézkir hagfræðingar,
andófsmenn, sem haft hafa að-
gang að tölfræðilegum upplýs-
ingum um þessi efni hafa áætl-
að, að tveir þriðju hlutar
sovézks iðnaðar þjónuðu undir
herinn ...
Sovétmenn eru búnir að
Flokkurinn treyst-
ir á herinn - frem-
ur en folkið...
Sumir ætla jafnvel að allt að 60% rikisútgjalda Sovétmanna fari til hermála. — Myndin er frá Rauða torgi í
Moskvu og tilefnið er afmæli byltingarinnar. Eldflaugin súarna getur þotið 6,000 mílna leið með kjarnorkusprengju
hefur hins vegar tekið sér
einkaleyfi á sínum völdum, ef
svo má að orði komast; ekki
kemur til greina, að hún leggi
þau niður, og hún leyfir ekki
einu sinni stjórnarandstöðu en
ber hana niður um leið og
hennar verður vart. Til trygg-
ingar hefur hún herinn. Og það
er nokkuð örugg trygging . . .
Hún hefur hann líka sér til
tryggingar í efnahagsmálum.
Efnahagsástandið í Sovétríkj-
Og hervaldið hefur reynzt
Sovétmönnum drjúgt hingað
til. Fyrst náði fámennur hópur
öllum völdum f Rússlandi með
tilstyrk hersins. Aldarfjórðungi
síðar sigruðu Sovétmenn mesta
herveldi þeirra tíma. Og loks
eru Sovétríkin orðin risaveldi,
annaó tveggja, fyrir tilstyrk
hersins. Þegar Iitió er á þetta
þarf engan að undra, hve Sovét-
stjórninni er tamt að reióa sig á
herinn. Hún treystir á hann í
með öllum ráðum koma í veg
fyrir það, að að ríki fari að
beita kjarnorkuvopnum í
stjórnmáladeilum sín á milli.
Sovétmenn hafna þessari kenn-
ingu hins vegar enn. Aftur á
móti reyna þeír að notfæra sér
hana til áhrifa á almennings-
álitió erlendis. Það kemur þeim
sem sé vel, að almenningur á
vesturlöndum sé mótfallinn
fjárveitingum til landvarna.
Það er aúgljost, að Sovét-
koma upp fjórum nýjum kerf-
um langdrægra flugskeyta.
Fleiri eru í undirbúningi og
ættu samkvæmt áætlunum að
komast í gagnió um 1980.
Bandaríska herforingjaráðið
telur „skotkraft" (þ.e. saman-
lögð þyngd flugskeyta) Sovét-
rfkjanna tvöfalt meiri en
Bandaríkjanna, og verði hann
orðinn þrefalt meiri, aó
minnsta kosti, upp úr 1980.
Sovétmenn eru sífellt að finna
upp og prófa ný kjarnorkuvopn
til þess að ná yfirburðum yfir
Bandaríkjamenn. Þeir leggja
t.d. mikið kapp á það að smiða
skeyti til að granda gervihnött-
um þeim, sem varnakerfi
Bandaríkjanna byggist á. Enn
fremur sprengjuvélar; en
sprengjuvélafloti Bandarfkj-
anna er hins vegar farinn að
úreldst. Loks má nefna nýtt,
meðaldrægt flugskeyti, SS-20,
nokkurs konar tveggja þrepa
útgáfu af langdrægu flauginni
SS-16. Því má breyta í lang-
drægt skeyti með því að auka
i. ið það einu þrepi.
Heimavarnir Sovétmanna
þóttu veikar hér áður fyrr, en
þær hafa verið auknar mjög á
síðustu árum. Samkvæmt nið-
urstöðum tilrauna, sem fram
hafa farið í Bandaríkjunum,
eru Sovétmenn búnir að dreifa
mikilvægum verksmiðjum um
allt land og ganga svo frá þeim,
að þær gætu staðizt 40 kíló-
tonna sprengingu úr nokkur
hundruð feta fjarlægð og eins
megatonns sprengingu úr 2000
feta fjarlægð. Það er einnig tal-
ið, að Sovétmenn hafi undirbú-
ið fólksflutninga af hættusvæð-
um svo vel, að fengju þeir
þriggja sólarhringa fyrirvara
fyrir kjarnorkustríð þyrftu þeir
ekki að missa „nema“ svo sem
11 milljónir manna í allsherjar-
árás. Þetta er aó visu há tala.
En þessar 11 milljónir væru
aðeins 4% þjóðarinnar, og er
líka að minnast, að þrefalt fleiri
Sovétmenn féllu í heimstyrjöld-
inni síðari.
Sovétmenn láta sér ekki
nægja að hlaða upp kjarnorku-
vopnum og koma upp margföld-
um árásarkerfum flugskeyta.
Þeir eru líka sffellt að efla
landherinn og búa hann betri
vopnum. Þeir hafa fjölgað her:
deildum í Evrópu og búið þær
betur; nú hafa þeir þar 31 her-
deild — en þær eru jafnöflugar
og 38 voru áður. Þessi herstyrk-
ur í Austurevrópu er langtum
meiri en þyrfti til að verja
svæðið.
Þannig hefur hernaðarmátt-
ur Sovétríkjanna aukizt stórum
skrefum undanfarin ár. Ekki er
þó víst, að hann aukist alveg
jafn hratt áfram, og veldur því
tvennt. Annað er það, að fæð-
ingum hefur stór fækkað hlut-
fallslega í Sovétríkjunum — og
þar af leiðandí hlýtur „framboð
á hermönnum“ að minnka, þeg-
ar fram liða tímar. En það veld-
ur aftur því, að Sovétrikin
verða að reiða sig æ meira á
tæknibúnað. Og er þá komið að
hinu, að Bandaríkin eru all-
langt á undan Sovétríkjunum í
tæknikapphlaupinu og eru
Sovétmenn síuggandi vegna
þess. Þess vegna, m.a., leggja
þeir svo miklu meiri vinnu og
fé í vigbúnað en gérist á vestur-
Iöndum.
Sovétmenn hafa reynt að
leysa tæknivandann með því aó
flytja inn tækni. En í öðru lagi
hafa þeir reynt að semja um
vopnatakmörkun sér í hag. Þeir
reyna að koma því til leiðar, að
bannað verði að beita ýmsum
vopnum, sem Bandaríkjamenn
eiga betri en þeir, sem ekki eru
tiltekin í samningum.
Lýðræðisrikin eiga nú enn
við svipaðan vanda að etja og
þau áttu á fjórða áratugnum,
þegar nasistar réðu í Þýzka-
Iandi. Sovétríkin eru líka al-
ræðisríki og valdhafar þess
búnir að beita ofbeldi til þes:
að koma ætlunum tínum fram
Vissulega fara sovézk yfirvöld
með meiri skynsemi, en nasist-
ar á sínum tíma. Þau eru líka
miklu gætnari, og þau fara sér
rólegar; þeim liggur ekki jafn-
mikað á. En það er ekki af þvi,
að þau séu síður vígreif. Þau
eru bara sannfærð um, að
þeirra timi muni koma, þótt síð-
ar verði; að þau muni hafa bet-
ur á endanum.
— RICIIARD PIPES.