Morgunblaðið - 05.11.1977, Síða 17
MOKlíl'XBLAÐIÐ. LAl’OAKDAtíl'K 5. X'OVEMBEK 1977
Magnús Erlendsson:
Barátta
eða
uppgjöf
í sjóferðasögum mannlifsins
fá þeir afar lága einkunn sem
hlaupasi undan merkjum. þá er
stormar gnauða og öldur rísa. A
slíkum augnablikum reynir
fyrsl á manninn, — reynir á
hvort hann hefur dug, þor og
karlmennsku til að tákast á við
erfiðleikana. með það eina
markmið í huga — að ná sigri.
Undanfarna daga hefur mátt
lesa í síðdegisblöðunum aö einn
af fiokksmönnum Sjálfstæðis-
flokksins hafi gefist upp í bar-
átlunni. látið vonleysið ná yfir-
höndinni, og sagt skilið við þær
hugsjónir sem tengdu hann
flokknum. Eða er það kannske
flokkurinn sem fjarlægst hefur
sínar grundvallarhugsjónir?
Hugleiðum þá spurningu ofur-
lítið nánar.
Stefna Sjálfstæðisflokksins
er grundvölluð á þeirri skoðun
að haga beri skipulagí þjóðfé-
lagsins á þann veg, að með því
sé lagður grundvöllur að frum-
kvæðisvilja og framtaki ein-
staklinganna. A þann hált verði
heill þegna þjóðfélagsins best
tryggð. og þánnig sé einnig
hagsinunum þjóöarinnar í heild
best farið. Yfirleitt eru þeir
sammála er fjalla um hið borg-
aralega lýðræði vestrænna
þjóða — þá grundvallarskoðun
— að einstaklingurinn geri sér
grein fyrir því. að hann er sjálf-
ur uppspretta þjóðfélagsvalds-
ins.
Það hlýtur því aö valda sárs-
auka, þegar maður er segist
hafa gegnt trúnaðarstörfum á
vegum flokksins, bæði sem
flokksráðsmaður, fulltrúi i
kjördæmisráði Reykjaneskjör-
dæmis. svo og formaður full-
trúaráðs flokksins' i Garðabæ.
skuli í fjölmiðla gefa þá yfirlýs-
ingu um flokkinn. ,.að það virð-
ist vera vonlaust að vinna að
breytingum innanfrá". Þessi
yfirlýsing lilýtur að vekja
furðu. þegar hafl er í huga. að
viðkomandi vann manna best
að því fyrir prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins i Reykjanes-
kjördæmi 1971. að tryggja sin-
um frambjóðanda öruggt þing-
sæti — og tókst það.
Oþarfi ætti að vera minna á,
að þingmenil flokksins eiga á
löggjafarþingi þjóðarinnar að
framfylgja stefnu þeirri sem
landsfundur mótar. og telji
menn að þingmenn hafi brugð-
ist þeirri skyldu sinni. eru hæg-
usl heimatökin að gefa þeim
hinum sömu þingmönnum góða
hvíld, þá næst er gengiö til
prófkjörs. því þar greinir á
miili Sjálfstæðisflokksins og
ýmissa annarra flokka hinsveg-
ar. að i langflestum kjördæm-
um landsins er það hinn al-
menni kjósandi sem getur ráðið
vali þingmanna flokksins. Það
hefði því sýnt ólíkt meiri karl-
mennsku, ef viðkomandi hefði
verið þessarra sanninda minn-
ugur þá er hann tók þá óskyn-
samlegu ákvörðun að segja sig
úr flokknum.
Það væri óeðlilegt í stærsta
sljórnmálaflokki þjóðarinnar.
ef menn á stundum greindi
ekki á um hvernig til hefði tek-
ist í ákveðnum málaflokkum,
og i því liggur einmitt styrkur
flokksins, að eintaklingurinn er
þar ekki bundinn í klafa úr-
eltra kennisetninga, heldur
stefna fiokksins mótuð úr jarð-
vegi innlendrar framfara og at-
hafnastefnu, þar sem einstakl-
ingurinn fyrst og fremst gerir
kröfu til sjálfs sin, i stað þess að
auka sí og æ kröfurnar á hend-
ur ríkinu.
Hinsvegar er það svo. að eftir
þvi sem tæknimenningunni
hefur fleygt fram og iðnríkið
þróast. hefur ríkisvaldið teygl
sig til afskipta í stöðugt aukn-
um mæli og á sífellt fleiri svið-
um, og þessi þróun orðið þess
valdandi að stjórnunin íþjóðfé-
laginu fjarlægst einstakling-
ana. Einstaklingurinn finnur
sig máttvana gegn hinu flókna
ríkisbákni, sem hefur og þann
stóra galla, að oft er erfitl að
átta sig á hvar í þessu bákni
ákvarðannavaldið liggur. Hér
er vissulega mikil hætta á ferð-
um. þvi menn hætta að gera
nokkrar afgerandi kröfur til
sjálfs sín, en flýja í þess stað
undan ábyrgð og gefa boltann
upp til rikisvaklsins. Sjálf-
stæðisflokkurinn er vissulega
engan vegirin alsaklaus af
þeirri þróun sem hér er lýst.
En. hverjum er um að kenna
ef forystan gleymir þeirri
grundvallarstefnu sem flokkur-
inn er í upphafi byggður á?
Svariö við þvi liggur ljóst fyrir.
Það er okkur sjálfum, hinum
almenna kjósenda flokksins, —
mér og þér —okkur öllum sem
gert höfum flokkinn að því
sterka afli sem hann er í ís-
lenzku þjóðlífi. En valdið til
breytinga liggur einnig hjá
okkur hinum sömu. Hvernig?
Jú, með þvi að velja þá menn
eingöngu til þingsetu sem
ávallt hafa að Ieiðarljósi það
sem merkur stjórnmálamaður
sagði eitt sinn: Að vera slefn-
unni trúir — sjálfum sér sam-
kvæmir — tre.vsta vel sam-
bandiö við grundvöll flokksins
— og síðast en ekki síst —•
fólkið í atvinnulífinu.
Horfasl verður í augu við þær
dapurlegu slaðreyndir, að á
seinni árum hefur þrengsl
itijög að öllum einkarekslri. Or-
sakir að svo er komið má tvi-
mælalaust fyrst og gremst
rekja til hinnar geigvænlegu
verðbólgú sem hér hefur ríkt á
undanförnum árum. og enn rik-
ir — þótt aldrei megi það
gleymasl að þá var hún stjórri-
lausust þá er siðari vinstri
stjórn réði i landi hér. Sem
afleiðing liggur fjarmagns-
skortur sem mara á öllum
frjálsum einkarekstri. Lausn
þessa vanda verður aðeins
fundinn með keisaraskurði ails
efnahagskerfisins. en þó ekki
síöur í algjörri hugarfarsbreyt-
ingu mikils meirihluta þjóðar-
innar. sem enn liefur ekki gert
sér grein fyrir þeim óhrekjandi
sannindum. að allir standa jafn
snauðir að leikslokum.
Stvrkur hi.ns þroskaða manns
í slórum lýðræðisflokki liggur
því ekki i því að hlaupa i
skúmaskot þegar á móli blæs,
heldur að vera þess síminnug-
ur, að hann sem einstaklingur í
stærstá lýðræðisslokki þjóðar-
innar. getur með atkvæði sínu
með vali frambjóðanda — fyrst
í pröfkjöri — og siöar til Al-
þingis. hafl aígerandi áhrif á.
hver og hverjir framf.vlgi
grundvallarstefnuatriðum
Sjálfstæðisflokksins á lög-
gjafarþingi þjóðarinnar —
stefnu einstaklingsfrelsis og
frjálsh.vggju. Og þeim sem
hljóta kósningu til slikra
ábyrgðarstaría f.vrir flokkinn
er hollt að minnasl slööuglega
og gleynia aldrei orðum John
Stuart Mills í bók hans „Frels-
ið" er hann segir: En þá vinnur
stjörnin mein, þegar hún tekur
að vinna verkin sjálf í stað þess
að st.vðja og hvetja einstaklinga
og samtök þeirra lil dáða. —
þegar hún hneppir þegna sína i
fjötra og segir þeim fyrir verk-
um eða visar þeim frá verki. —
því þegar til iengdar lætur,
veltur gildi ríkisins á iiiann-
gildi þegna þess".
Fyrirlestur um landnám
Ingólfs í ljósi goðsagna
Einar Pálsson flytur n.k.
sunnudag opinberan fyrir-
lestur á vegum Félagsvís-
indadeildar Háskóla ís-
lands. sem nefnist Land-
nám Ingólfs í ljós goð-
sagna.
Einar Pálsson lauk prófi
frá Royal Academy of
Dramatic Art árið 1948.
Nokkrum árum síðar tók
Einar einnig B.A.-próf i
tungumálum við Háskóla
Ivfnar l’álsson.
íslands og árið 1952 varð
hann skólastjóri Málaskól-
ans Mímis og hefur gegnt
því starfi síðan.
Einar hefur ávallt haft mikinn
áhuga á noiTænni goðafræði og
rannsókn trúaibragða. Rannsókn-
ir Einars hafa eiiikum beinzt að
því livað megi læra um rætur is-
lenzkrar menningar meö því að
brjöta til mergjar heimsiiiynd og
hugmyndafræði fornmanna. og
hver séu teng.sl islenzkra goð-
sagna við táknmál horfinna
meiiningarheilda.
Eftir Einar liggja nokkur rit.
Rætur íslenzkrar ménningar, sem
er ritsafn í filnm bindum. þá hef-
ur Einar gefið út kennslubók í
íslenzkú fyrir útleridinga.
OPIÐ
HUS!
5
J L
MIKLABR
Opið hús í dag
frá kl. 10—16
Komið og skoðið hin ýmsu fram-
leiðslustig við gerð leirmuna.
Matar og kaffisett, blómapotta,
skrautlampa, vasa, platta, ösku-
bakka og m.f.l.
GLIT
HÖFÐABAKKA 9.
SÍMI85411.
17
pl
1
1
1
1
1
ALLT MEÐ
lOEEma
Á næstunni
5 ferma skip vor
#
til Islands
ANTWERPEN:
Fjallfoss
T ungufoss
Fjalifoss
ROTTERDAM:
Tungufoss
Fjallfoss
FELIXSTOWE:
Dettifoss
Mánafoss
Dettifoss
Mánafoss
HAMBORG:
Dettifoss
Mánafoss
Dettifoss
Mánafoss
PORTSMOUTH: E
Selfoss 7. nóv.
Bakkafoss 16. nóv. fr=
Goðafoss 16.nóv Vf
Hofsjökull 8. des. jf[
KAUPMAIMNAHÖFN: IJ
pí
§
I
I
S
S
P
P
P
P
I
5. nóv
9. nóv.
1 6. nóv.
1 0. nóv
1 7. nóv.
8 nóv.
1 5. nóv.
22. nóv.
29. nóv.
1 0. nóv. !líflj
17. nóv [á
24, nóv BJ
1 . des. m
Laxfoss
Háifoss
Laxfoss
GAUTABORG:
Laxfoss
Háifoss
Laxfoss
8 nóv. JJ
1 5. nóv.
22. nóv. i/
ír
9. nóv. JJ
1 6. nóv. j-i
23. nóv. cJ1
HELSINGBORG:
Grgndarfoss
Urnðafoss
Grundarfoss
MOSS:
Grundarfoss
Urriðafoss
Grundarfoss
KRISTIANSAND:
Grundarfoss
Urnðafoss
Grundarfoss
STAVANGER:
Grundarfoss
Urriðafoss
Grundarfoss
nov.
!m
1 7. nóv.
28: nóv. l£f
ÍF
8. nóv. \r
18. nóv
29. nóv jLí
GDYNIA/GDANSK: |r-
7
j|j
9. nóv j—
1 9. nóv. [fj
3°. nóv ||
1 0. nóv. E"
2 1 . nóv. [Fj
1. des
U
1 5. nóv
1 0. nóv. |Fr"
Skeiðsfoss
VALKOM:
írafoss
Múlafoss
VENTSPILS:
Múlafoss
WESTON POINT:
Kljáfoss 2 2. nóv
Kljáfoss 6. des
— Sjóleiðin er ódýr
ari.
22 nóv j[-
23. nóv -il
Gámaflutningar
hraðferðir
— Sjóleiðiner ódýrust ^
|e13112S33|
I @ 1
|aS2233ial