Morgunblaðið - 05.11.1977, Page 18

Morgunblaðið - 05.11.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1977 Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík: Þessu berjast f ramb j ódend- urnir fyrir PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins til næstu alþingiskosninga í Reykjavík fer fram dagana 12. og 13. nóvember n.k. Til fyrsta sætis bjóða sig fram Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, Eggert G. Þorsteinsson, alþingismaður, Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri og Vilmundur Gylfason, menntaskólakennari. Þeir Eggert, Sigurður og Viimundur bjóða sig og fram til annars sætis og einnig dr. Bragi Jósepsson, námsráðgjafi. Þeir Bragi og Sigurður bjóða sig einnig fram til þriðja sætis og það gerir líka Jóhanna Sigurðardóttir, skrifstofumaður. Mbl. hefur snúið sér til frambjóðendanna sex og beðið þá að svara spurningunni: Á hvaða málefni leggur þú mesta áherzlu í kosningabaráttunni? Svör þeirra fara hér á eftir, en fyrirsagnirnar eru Morgunblaðsins. Megin- áherzlan á viðtækt endur- reisnar- starf — segir Benedikt Gröndal „Ég legg megináherslu á það víð- tæka endurreisnarstarf, sem unnið hefur verið undanfarið til að gera Alþýðuflokkinn að þróttmiklum, óháðum jafnaðarmannaflokki Við höfum sett okkur ný lög og nýja stefnuskrá Víðtækt fræðslustarf er hafið og skipulagsstarf aukið Gaml- ar óreiðuskuldir hafa verið lækkaðar og Alþýðuflokkurinn hefur, fyrstur íslenskra stjórnmálaflokka, skýrt opinberlega frá eignum sínum og rekstri — starfar fyrir opnum tjöld- um. Þá legg ég áherslu á, að flokk- urinn haldi áfram að gefa Alþýðu- blaðið út, en leggi það ekki niður Prófkjörið í Reykjavík ræður úrslit- um um, hver eigi að hafa forustu fyrir þessu starfi Þetta varðar allt landið, því hér í Reykjavík eru fjöl- miðlarnir, sjónvarp, útvarp og dag- blöðin. Það er mikið í húfi fyrir Alþýðu- flokkinn, að prófkjörið takist vel Sjálfur hef ég lagt pólitíska framtíð mína að veði og sett það á vald kjósenda, hvort ég eða einhver hinna frambjóðendanna í fyrsta sæti eiga að hafa forustu fyrir flokknum í stórátökum næsta árs." Mennta- mál í algeru Eyrirrúmi — segir Bragi, Jósepsson „I mínum huga eru menntamálin í algeru fyrirrúmi, einnig barnavernd- armál og uppeldismál almennt Ég tel að núverandi stefna í þessum málum sé alröng og þar þurfi að taka rösklega til hendi. bæði að því er varðar lagasetningu og fram- kvæmd þessara mála í einu og öllu Lög um Kennaraháskóla íslands þarf að endurskoða og stefna ber að því að Kennaraháskólinn verði stórefld- ur, þannig að hann standist fyllilega samanburð við hliðstæðar mennta- stofnanir i nágrannalöndunum Vegna margvíslegra breytmga sem orðið hafa á starfsháttum og högum fjölskyldunnar í seinni tíð er nauðsynlegt að gera tilteknar ráð- stafanir til þess að leysa þau vanda- mál sem breytingunum eru samfara. í þessum efnum legg ég ríka áherslu á málefm einstæðra foreldra, endur- skoðun á löggjöf um uppeldi og forræði barna og stóraukinn rekstur leikskóla og dagvistunarheimila í sambandi við málefni aldraðra þarf að gera róttækar aðgerðir Elli- .•eimilin í núverandi mynd þarf að afmá með öllu, og skapa þarf mann- sæmandi aðstöðu fyrir fólk sem komið er á efri ár Einnig er aðkall- andi að fólk sem komið er yfir venju- legan starfsaldur og hefur enn mikið starfsþrek fái starf við sitt hæfi Um þetta mál þarf að setja löggjöf sem hrynda þarf í framkvæmd án tafar Auka þarf alla almenna fræðslu um áfengismál, sem miði að þvi að einstaklingurmn öðlist skilning á þessu félagslega vandamáli án for- dóma í framhaldi af því ber að endurskoða áfengislöggjöfina í heild með það fyrir augum að draga úr vandamálum vegna ofneyslu áfeng- is, og stuðla um leið að breyttum og siðaðri neysluháttum í réttarfars- og dómsmálum þarf að gera ýmsar ráðstafamr Gera þarf breytmgar á meðferð minniháttar mála í héraði, sem stuðla að því að draga úr skriffinnsku og hraða með- ferð dómsmála Þá tel ég nauðsyn- legt að fjölga dómurum hæstaréttar þannig að dómurinn geti starfað tviskiptur Litilmagninn í þjóðfélaginu hefur mjög takmarkaða aðstöðu til að gæta réttar síns Því tel ég brýnt að samþykkt verði lög um umboðs- mann, sem almenningur getur leyt- að til Þá tel ég knýjandi nauðsyn á þvi að sett verði lög um upplýsing- skyldu stjórnvalda og um aukið að- hald í opmberum rekstri." Ótví^eð og hisp- urslaus samstaða með vest rænum ríkjum — segir Eggert G. Þorsteinsson Mitt mat á þessari spurningu er, hvaða afstöðu ég hefi til þeirra mála, sem hæst ber í þjóðmálum í dag Þar verður vart greint á milli hvort um framboð er að ræða til prófkjörs (á framboðslista) eða framboð í al- mennum kosningum. Hugðarefnin hljóta að verða hin sömu, ef maður nær trausti og fylgi til slíkra starfa í örfáum orðum, svo sem hér er til ætlast, eru skoðanir mínar þessar 1 Ég hefi frá 16 ára aldri unnið í verkalýðshreyfingunni og Alþýðu- flokknum og helgað því starfi krafta mína af fremsta megni. Oftast hafa skoðanir mínar samsýmst meirihluta skoðunum á þessum vettvangi, en ekki alltaf, svo sem eðlilegt er þar sem lýðræði á að rýkja 2 í innanlandsmálum tel ég barátt- una gegn verðbólgu veigamesta við- fangsefnið Höfuðnauðsyn er þó, að almenningi sé sagður nakinn sann- leikur um ástand þessara mála, fyrir þjóðarheildina Það þarf í raun og sannleika að draga úr þeim hugsun- arhætti og eyða þeirri blekkingu, að nokkur íslendingur hagnist í raun á verðbólgu, hvað þá þjóðarheildin. 3 Að í raun verði efnd 8—10 ára gömul loforð um staðgreiðslu opin- berra gjalda 4 í félagslegri samhjálp verði af hálfu þess opinbera efld og styrkt öll hin frjálsu samtök fólks, sem mynd- uð hafa verið til styrktar sjúku fólki og fólki með skerta starfsorku í röðum þessa fólks býr óendanlegur kraftur og orka, sem ekki má dvína eða draga úr, heldur hvetja og styrkja í starfi, sem frekast er kostur Þetta afl mun ekki leyst úr læðingi, nema til komi skylningur þess opin- bera í raun 5. í utanríkismálum vil ég vinna á ótvíræðri og hispurslausri samstöðu íslands, með vestrænum ríkjum í þeim efnum duga engar kjarkleysis- og vandræðalausnir, eins og að færa varnarliðið úr hermannafötum í „civilklæðnað" Hér verður að vera eða vera ekki. Við verðum að eigin ákvörðun, að hafa kjark til að segja umheiminum umbúðarlausa afstöðu okkar Það er þjóðarnauðsyn Til þess að mér auðnist að vinna áfram að þessum hugðarefnum mínum, er svo sem fyrr er greint grundvöllurinn fyrst og fremst sá að mér takist að ná kosningu í 1. sæti í prófkjöri flokksins í þeim efnum treysti ég á flokkssystkini mín og velunnara flokksins, ásamt persónu- legri velvild mér og hugðarefnum mínum til handa Hér undir legg ég pólitíska framtíð mína. EggertG. Þorsteinsson. Að taka verð- bólgu- vandann föstum og ábyrgum tökum — segir Jóhanna Sigurðardóttir 1 „Þeir málaflokkar sem mér eru hugleiknastir og ég mun leggja höfuðáherzlu á, ef ég kemst í þá aðstöðu að hafa áhrif á gang þjóð- mála eru að það verðbólgumál, sem við höfum við að etja verði tekið föstum ábyrgum tökum, og þar verði ekki flokkssjónarmið eða gróðahyggja fyrirgreiðslukerfisins látin ráða ferðinni, heldur hagsmun- ir og framtið alls almennings látnir i sitja í fyrirrúmi. Ég geri mér grein fyrir að þetta tekur langan tíma, og i því sambandí þarf að stöðva alla óarðbæra fjárfestingu og til þarf að koma skynsamlegur samdráttur i ríkisbúskapnum Kafli út af fyrir sig er svo það siðleysi og spilling sem rikir i fyrir- greiðslukerfinu, sem ber umsvifa- laust að stöðva Málefni aldraðra verða skilyrðis- laust að hafa meiri forgang en verið hefur Þó elliheimili séu góð út af fyrir sig, og byggingar íbúða fyrir aldraða nauðsynlegar, þá verða mannleg sjónarmið þar líka að sitja i fyrirrúmi og hef ég þá t d i huga byggingu dagvistunarheimila fyrir aldraða Þegar óðaverðbólga itir konum meira og meira út i atvinnulifið er það samfélagsvandamál en ekki bara vandamál kvenna, að þeim sé sköpuð sú félagslega aðstaða að vöntun á dagvistunarheimilum sé þeim ekki sifellt áhyggjuefni Þá eru skattamálin og fram- kvæmd þeirra eitthvert mesta órétt- lætið sem rikir i þessu þjóðfélagi og þolir leiðrétting þeirra mála enga bið. Nauðsyn ber til að endurskoða Iífeyrissjóðí landsmanna og verður umfram allt að verðtryggja greiðslur þeirra. Síðast en ekki sízt er mér það mikið áhyggjuefni hvað vandamál- um þroskaheftra hefur verið sýndur of litill skilningur af hálfu stjórn- valda Þetta er mál sem ekki á aðeins að vera vandamál þroskaheftra og fjöl- skyldna þeirra, heldur alls sam- félagsins Þjóðfélagið á að skapa þeim þá aðstöðu að þeir þroskaheftu geti haft jafna aðstöðu og þeir heil- brigðu, eftir þvi sem geta þeirra og þroski leyfir." Sam- ræmd byggða- áætlun fyrir Reykjavík — segir Sigurður | E. Guðmundsson „Þótt fjölmargt megi gagnrýna er þó hugur minn einkum bundinn víð úrbætur og framfarir á ýmsum svið- um. í svipinn ber þar hæst nauðsyn þess, að styrkt verði staða Reykja- vikur Þingmenn hennar hafa um langt skeið lítið á sig sem landsfeður fremur en kjöfdæmisþingmenn með þeirri afleiðingu, að hagur hennar og Reykvíkinga almennt hefur versnað Reykvikingum hefur fækk- að, meðaltekjur þeirra hafa lækkað, meðalaldur þeirra hefur hækkað, at- vinnufyrirtækin flýja borgina og eldri borgarhverfum hnignar. Hvorki borgarstjórn né þingmenn borgar- innar hafa béitt sér fyrir neinum áþreifanlegum ráðstöfunum til að snúa þessari þróun við Ég tel, að með samræmdri byggðaráætlun fyr- ir Reykjavík væri unnt að reisa merki hennar á ný og tel brýna nauðsyn bera til þess. Sú merka og mikla félagsmálalög- gjöf, sem Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér fyrir og fengið setta, allt frá upphafi, er mér afar hugstæð og hefur reynzt ómetanleg fyrir vinn- andi fólk og þjóðina alla. Af þeim toga spunnin eru vökulögin fyrir togarasjómennina, lögin um bygg- ingu verkamannabústaða, almanna- tryggingalögin, lögin um launajafn- rétti karla og kvenna og fjölmörg önnur. Þeim er öllum það þrennt sameiginlegt, að vera félagsleg rétt- læsimál, ómetanleg kjarabót fyrir vinnandi fólk og stór spor í átt til þjóðfélags jafnaðarstefnunnar Enn oerst Alþýðuflokkurinn fyrir slíkum málum — meðal þeirra eru laga- frumvörpin um umhverfisvernd á vinnustöðum, atvinnulýðræði og þjóðareign á landinu Það er mikíl þörf á að efla og herða þessa bar- áttu, enda skilar hún ríkum og sýni- legum árangri Meðal margs annars er mér einna efst í huga umbætur á húsnæðislöggjöfinni I félagslega átt, eins og raunar verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin hafa samið um Ég tel, að efla þurfi stórlega byggingu verkamannabústaða fyrir allan al- menning og jafnframt þurfi að gera margvíslegar ráðstafanir á sam- ræmdum grundvelli til þess að fjölga á ný yngra fólki í eldri hverf- um Reykjavíkurborgar. Að lokum vil ég leggja áherzlu á nauðsyn þess, að (sland treysti sam- stöðu sna í öryggis- og varnarmál- um með öðrum þjóðum Vestur- landa. Þar má hvergi hvika Ég vil beita mér fyrir því, að i stefnu Alþýðuflokksins sameinist hið bezta frá liðnum áratugum, merkustu baráttumál erlendra bræðraflokka okkar nú til dags og barátta fyrir stórfelldum breytingum á núverandi þjóðfélagi hérlendis í átt til jafnaðarstefnunnar, hins lýð- ræðislega sósíalisma " Nýtt afl — óháð hefð- bundn- um hags munafrum skógi samfélagsins — segir Vilmundur Gglfason „Morgunblaðið spyr um mál, sem ég leggi áherzlu á t prófkjöri Alþýðu- flokksins i Reykjavik, er fram á að fara eftir rétta viku Það er ógerlegt að setja fram einhvers konar stefnuskrá í svo knöppu formi — upptalning slag- orða hentar auk þess málflutningi mínum illa. Það er hugmynd mín, að með tilstyrk vina, félaga, flokks og hug- sjónalegra samherja geti ég fylgt eftir á Alþingi þeim málum, sem ég hefi rekið i fjölmiðlum Að nýtt afl verði til sem sé óháð hefðbundnum hagsmunafrumskógi samfélagsins Að það unga fólk, og þeir eldri borgarar, sem hafa hugmyndir svipaðar mínum, megi sjá drauma sína um reisnarmeira og réttlátara stjórnkerfi og samfélag rætast — Verðlækkana Framhald af bls. 40 mótaöa tillðgu frá nefndinni en gat þess að Alþingi, heföi síðasta orðíö. Skattur á innflutt kjarnfóöur sagði Gunnar aö þætti líklegt svar við þeim framleiösluvanda, sem bændur sæju nú fram á og mætti þá nota hann til að stjórna fram- leiðslunni og hafa hamlandi áhrif á hana. Þegar Mhl. sþurði Gunnar. hvort hændur teldu aö- stiiðu sína slíka að þeir mættu við því að draga úr framleiðslunni, sagði hann, að af tvennu illu væri það skárri kostur að draga við sig kaup á rekstrarvörum heldur en að fá á sig verðiækkun eftir að lagt hefði verið út í framleiðslu- kostnaðinn. — Hegningar- húsinu Framhald af bls. 40 Mál þetta var tekið fyrir á borgarráðsfundi fyrr í þessari viku en síðan sent bórgarverk- fræðingi til umsagnar. I sam- tali við Morgunblaöiö sagði Þórður Þorbjarnarson, borgar- verkfræðingur, að strax vió gerð gamla aðalskipulagsins hafi menn verið farnir að ræða um það hvernig bjarga mætti hegningarhúsinu en í skipu- laginu sjálfu hafi verið gert ráð fyrir mikilii umferðaræð um Túngötu, Kirkjustræti, Amtmannsstíg og Grettisgötu, en þessi æð hafi einmitt legið þvert í gegnum gamla hegning- arhúsið. Þórður sagði, að samkvæmt því aðalskipulagi sem nú væri aó fæðast, væri hins vegar al- gerlega fallið frá hugmyndinni um þessa umferöaræö og þar með værí hegningarhúsiny borgið, það fengi að standa óhaggað við Skólavörðustfg enn um sinn. — Kjötgjaldið Framhald af bls. 40 og kvaðst hann telja hana nærri lagi miðað við núverandi horfur. Hins vegar mæltu engar gengis- breytingar koma til svo þetla breyttist ekki, þannig að sér segöi svo hugur um, að skortur á út- flutningsuppbólum yrði verulega meiri á næsta ári en hann er nú, ef ekkert yrði að gerl. Gunnar sagði að einu sinni áður hefði það gerzt, aó bændur hefðu tekiö á sig gjald sem að framan er lýst. Það var 1966, þegar smjörfjall hlóðst upp. „Þá var smjörið sett á útsölu og tekið 50 aura gjald af hverjum mjólkur- litra. Hins vegar endurgreiddi ríkissjóður bændunum þetta gjald síðar.“ Gunnar sagði að engar viðræður í þá átl að bænd- um yrði endurgreitt kjötgjaldið nú hefðu átt sér stað, en hins vegar hefðu farið fram viðræður við landbúnaðarráðherra vegna þeirra framleiðsluerfiðleika, sem bændur eiga nú viö að glírna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.